Tíminn - 07.06.1977, Blaðsíða 3
ÞriOjudagur 7. júní 1977
Mengun
hafsins og
mengun
íslands
HV-Reykjavik. — Þaö er um-
hverfismálastofnun éin, einka-
stofnun, sem starfandi er f Genf I
Sviss, sem stendur fyrir þessari
ráöstefnu hér nú. Eins og komiö
hefur fram er meginefni hennar
hagvöxtur án vistkreppu, þaö er
hvernig unnt er aö iönvæöa og
halda áfram þróun atvinnuvega,
án þess aö spjöll veröi á umhverfi
okkar, sagöi prófessor Gunnar
Scram, I viðtali viö Timann I gær.
Ráöstefna sú er um ræðir er al-
þjóðleg ráðstefna um framtið
umhverfismála i heiminum. Hún
hófst i Reykjavik á sunnudag 5.
júní og stendur til 11. júni. Ráð-
stefna þessi er önnur i röðinni þvi
sömu aðilar gengust fyrir ráð-
stefnu um umhverfismál i Finn-
íandi árið 1971.
Forseti ráðstefnunnar er
prófessor Linus Pauling, sem
hlotið hefur Nóbelsverðlaun i
efnafræöi, svo og Friðarverölaun
Nóbels. Hann starfaöi mikið að
kjarnorkumálum i Bandarlkjun-
um fyrir nokkrum áratugum sfð- ^
an, en eftir að fyrstu kjarnorku- 1
sprengjurnar voru gerðar og not-
aðar, sneri hann sér mjög að
B.S.R.B. ogrikið:
Undirnefnd
aflar gagna
A fundi samninganefndar
B.S.R.B. og samninganefndar
rikisins hjá sáttanefnd 2. júni
1977 varð samkomulag um að
setja sameiginlega undirnefnd
til þess aö afla upplýsinga og
gera yfirlit yfir raunverulegar
launagreiöslur i hinum ýmsu
starfsgreinum hér á landi.
Inn i þessa gagnasöfnun skal
koma væntanleg skýrsla Hag-
stofu tslands um raunveruleg
launakjör skrifslofufólks.
Á meðan þessi nefnd starfar
mun verða hlé á viðræðum
samningsaðila, en viðræður
hef jast að nýju ekki siðar en um
miðjan ágúst n.k.
Samkomulag hefur tekizt um,
að fullt tillit verði tekið til þess
við ákvörðun launahækkana i
væntanlegum samningum, að
samningsgerð dregst fram yfir
1. júli 1977.
» —........
Kvenfélag Borgarness:
Hálfrar aldar
afmæli í dag
Kvenfélag Borgarness verður
fimmtiu ára 7. júni, stofnað
þann mánaðardag árið 1927. t
fyrstu stjórn félagsins voru
Oddný Vigfúsdóttir formaður,
Ragnhildur Björnsdóttir ritari
og Guðrún Jónsdóttir gjaldkeri.
Félagið hefur ætið haft liknar-
og menningarmál á starfsskrá
sinni. Skrúðgarður kvenfélags-
ins, hinn svonefndi Skalla-
grfmsgarður i Borgarnesi sem
talinn er einn af íallegustu
skrúðgörum á landinu, er mesta
stórvirki, sem hrundið hefur
verið i framkvæmd fyrir at-
beina þess.
í kvöld verður afmælisins
minnzt með veglegu hófi i
Borgarnesi. 1 núverandi stjórn
félagsins eru Margrét Helga-
dóttir, forinaður, Helga Guð-
mundsdóttir ritari og Guðrún
Grimsdóttir gjaldkeri.
3
Prófessor Gunnar Schrani, ásamt forseta ráöstefnunnar, prófessor Linus Pauling. Dr. Sturia
Friðriksson snýr baki i myndavélina. Timamynd Gunnar
umhverfismálum og umhverfis-
vernd.
— Hingað eru komnir sérfræð-
ingar frá mörgum löndum,-sagöi
Gunnar Schram ennfremur i gær,
og fjallaö verður um margvisleg
málefni.
1 gær var fjallað um hagfræð-
ilega hlið þessarra mála, i morg-
un var rætt um loftmengun og
áhrif á andrúmsloft jarðarinnar
og núna siðdegis er náttúruvernd
á dagskrá.
A morgun, þriöjudag, verður
rættum þaðmálefni sem ef til vill
stendur okkur Islendingum næst,
það er höfin. Þá mun Jakob
Jakobsson stýra umræðum og
fjallað verður um hafið og hvern-
ig hægt er að koma i veg fyrir
spillingu fiskistofna vegna meng-
unar.
Sem skiljanlegt er snertir það
okkur einna beinast af þessum
málum, hvernig hægt er, á skyn-
samlegan og áhrifarikan máta,
að viðhalda lifi i hafinu.
Annars er megin-tilgangur ráö-
stefnunnar sá, að hóa saman sér-
fræðingum frá sem flestum
heimshlutum, ræöa þau um-
hverfisvandamál sem fyrir hendi
eru og komiö geta upp og reyna
að vekja áhuga fjölmiöla, sem
viðast Iheiminum, á þessum mál-
um, með ályktunum' og ööru.—
Timinn innti Gunnar Schram
eftir þvi hvers vegna tsland hefði
orðið fyrir valinu sem ráðstefnu-
land.
— Ég held, sagði Gunnar, þaö
stafi mest af persónulegum
áhuga forstjóra stofnunarinnar
sem heldur ráðstefnuna, Nicholas
Polunin. Hann kom hingaö fyrir
um þrjátiu árum til þess aö skoöa
islenzku 'lóruna, en hann skrifaði
á sinum tima bók um flóru
heimskautalandanna, og ég held
hann hafi einfaldlega haft áhuga
á þvi að halda ráðstefnu þessa hér
I ómenguðu landi. —
Auk umfjöllunar um mengun 1
hafi, erá dagskrá ráðstefnunnar i
dag, þriðjudag, efnisliður, sem
snertir Island beint. Þaö er
spurningin ,,Er Island mengaö?”
sem þar verður fjallaö um. erindi
veröa flutt þar af Ragnari
Halldórssyni, forstjóra ISAL,
Eyjólfi Sæmundssyni, ráðgjafa
heilbrigðisstofnunar rfkisins, dr.
Dieter G. Altenpohl, tæknilegum
framkvæmdastjóra Alusuisse og
dr. Sturlu Friörikssyni.
Æskulýðsstarf á vegum Þjóðkirkjunnar:
Útilega við frumstæð
skilyrði
Kás-Reykja vik — Eins og
undanfarin ár, verða starfrækt-
ar sumarbúðir á vegum Þjóð-
kirkjunnar i Skálholti, en rekst-
ur þeirra veröur með örlitið
breyttu sniði. Undanfarin ár
hefur rekstur sumarbúöanna
verið i höndum Æskulýðsnefnd-
ar Þjóðkirkjunnar, en nú hefur
sérstakur starfshópur á hennar
vegum tekið að sér starfrækslu
þeirra. Þetta kom fram i viötali
sem blaðið átti við Guðmund
Einarsson framkvæmdastjóra.
Hann sagði,að tilhefði staðið að
loka búðunum i sumar, til að
unnt yrði að gera nauðsynlegar
endurbætur bæöi á húsum og
húsmunum inni sem úti. En fall-
ið hefði verið frá þeirri fyrirætl-
un vegna eindreginna áskor-
anna. Var ákveöið að hafa eitt
hús opiö hluta úr sumrinu, nán-
ar tiltekið i fyrri hluta júli.
Sagði hann að tvenns konar
dagskrár yrði þar i gangi. Ann-
ars vegar dagskrá ætluð aldurs-
hópnum frá 7-9 ára, og hins veg-
ar dagskrá ætluð börnum á
aldrinum 10-13 ára. sem byggð-
ist að mestu upp á iþróttum. Sú
nýbreytni verður tekin upp i
sumar, ef veður leyfir, að farið
verður með börnin i 2-3 daga
tjaldútilegu, þar sem búið verð-
ur við frumstæð skilyrði.
Guðmundur sagði aö lokum
aö allar nánari upplýsingar
fengjust isimum 26440 og 12445.
Húsmæðraskólarnir leggjast niður:
Verða skólarnir að Staðarfelli og
Laugalandi fyrir þroskahefta?
FB-Reykjavlk. Húsmæöraskól-
ar landsins njóta ekki lengur
þeirra vinsælda, sem þeir nutu
fyrir nokkrum árum. Þvi til
sönnunarmágeta þess, að hús-
mæðraskólarnir aö Staöarfelli i
Iialasýslu, og Laugalandi I
Eyjafirði voru ekki starfræktir
siðastliðinn vetur, og verða
sennilega ekki i framtiðinni not-
aöir sem slikir.
Menntamálaráðuneytið
kannar nú möguleika á þvi að
nota áðurnefnda skóla til
annarrar kennslu en húsmæðra-
fræðslu. Til tals.hefur komið, að
Staðarfellsskólinn verði notaður
fyrir sérkennslu þroskaheftra,
og þá i samvinnu við Oskju-
hliðarskólann i Reykjavik.
Oskjuhliðarskólinn er sérskóli
fyrir þroskahefta, sem ekki er
hægt að veita sérkennslu i
venjulegum skólum, og þurfa á
meiri aðstoð að halda en hægt er
að veita þar. öskjuhliðarskól-
anum er ætlaö að þjóna öllu
landinu, hvað þessa kennslu
áhrærir.
Með tilkomu nýju grunnskóla-
laganna er mörkuð stefna i
fræðslumálum þroskaheftra, að
sögn Birgis Thorlacius ráöu-
neytsstjóra. Nú getur svo farið,
að húsmæðraskólarnir, sem
ekki eru lengur notaðir til
húsmæðrafræðslunnar, verði
teknir til kennslu þroskaheftra.
A Staöarfelli er rúm fyrir um
þrjátiu nemendur. Þar er ágæt-
ishúsnæöi og auk þess nýbyggð-
urskólastjórabústaður og íbúöir
fyrir þrjá kennara. Yrði tekin
upp kennsla þarna fyrir þroska-
hefta yrði hún i samráði við
öskjuhlíðarskólann. Þessi skóli
gæt i þá annað þeim nemendum,
sem á honum þyrftu að halda
áVesturlandi og jafnvel Vest-
fjörðum.
Laugalandsskólinn i Eyjafirði
hefur ekki heldur hýst hús-
mæðraefni að undanförnu. Þar
hafa starfsmenn Orkustofnunar
verið til húsa, en þeir hafa veriö
að leita aðheitu vatni á Lauga-
landi. Vel getur komið til
greina, að Laugaland verði
einnig tekið undir kennslu
þroskaheftra, og þá sem skóli
fyrir Norðurlandið.
Birgir Thorlacius sagöi, að
Húsmæðraskólinn að Hallorms-
stað hefði verið notaður fyrir
kennslu i heimilisfræðum fyrir
ýmsa skóla eystra, sem ekki
hefðu sjálfir haft aðstöðu til
þess að kenna þessi fræði. Hefðu
nemendur verið sendir að
Hallormsstað til nokkurrar
dvalar og fræðslu á þessu sviði.
Einu húsmæðraskólarnir,
sem nokkur veruleg aðsókn er
enn að, eru Varmaland i Borg-
arfirði og Húsmæðraskólinn að
Laugavatni, nokkuð hefur lika
dregið úr aðsókn að þeim.
I framhaldi af þvi, sem hér
hefur verið sagt um kennslu
þroskaheftra, má geta þess, að
sérkennsludeild hefur verið
starfrækt undanfarna vetur að
Nesjaskóla i Skaftafellssýslu.
Þar hefur veriö hægt að taka við
einum 15 nemendum, og hafa
þrir kennarar annazt kennslu
þeirra að mestu.