Tíminn - 07.06.1977, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. júni 1977
Wmmm
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindar-
götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aðalstræti 7, simi
26300 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð
i lausasölu kr. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði.
Blaöaprent h.f.
Róttækni og raunsæi
Það sem mestu varðar i kjarasamningum er að
samið sé um raunverulegar umbætur en ekki verð-
lausangjallandi málm. Fari samningar út yfir getu
þjóðarbúsins bitnar það fyrst og fremst á þeim sem
sizt skyldi. Menn verða að hafa það raunsæi til að
bera að geta horfzt i augu við hin járnhörðu efna-
hagslögmál sem reynslan hefur aftur og aftur sýnt
að láta fljótt til sin taka ef út af er brugðið. Kynja-
sögurnar sem Þjóðviljinn og fleiri reyna að segja
fólki um imyndað hóglifi atvinnuleysingja i Dan-
mörku eru háðung, bæði um vanda láglaunafólks á
íslandi og um óhamingju þeirra sem verst hafa orð-
ið úti i örðugleikum Dana. Framsóknarmenn telja
hins vegar atvinnuöryggið ófrávikjanlegt skilyrði,
en óraunsæi i kjaramálum stefnir atvinnuörygginu i
voða.
En kjarasamningum er ekki aðeins ætlað að vera
átök um fjármuni. Frá fyrstu tið hafa þeir einnig
markað spor i samfélagsþróunina i öðrum og dýpri
skilningi. Launabaráttan er einnig barátta fvrir
breyttu og betra samfélagi. Launajöfnunar-
stefnan er það róttæka markmið sem nú ber hæst.
Þeir sem að hætti Þjóðviljans og annarra eiga sér
draumaland i Sviþjóð, meðal annarra austrænna
ódáinsvinja, vilja vitaskuld stóraukinn launamis-
mun eins og þar er við lýði. Framsóknarmenn
leggja hins vegar áherzlu á að mismunurinn aukist
ekki heldur verði snúið inn á braut jafnaðar eins og
löngum hefur tiðkazt hér þrátt fyrir allt.
Hættan sem vofir yfir samningunum nú er endur-
tekning óðaverðbólgusamninganna 1974 þegar
flokkshagsmunir foringjanna og yfirgangur há-
tekjufólksins hröktu vinstristjórnina frá völdum og
steyptu kjaraskerðingunni af tvöföldum þunga yfir
alþýðuna. Þetta veit láglaunafólkið bezt og
Framsóknarflokkurinn vill verja hagsmuni þess.
Hinn 2. júni sl. skrapp það upp úr leiðarahöfundi
Þjóðviljans um Alþýðubandalagið að það er hvorki
„nægilega róttækt” né „nægilega raunsætt”, og
voru orð að sönnu. Þar gildir einu hvort litið er til
launajöfnunarmála, kjaramála almennt, iðnþró-
unarmála, viðhorf til þjóðfélagsmála yfirleitt eða
byggðamála. Hvarvetna sveiflast þessi flokkur
milli ihaldssemi og óraunsæis. En i Alþýðubanda-
laginu i stjórnarandstöðu er hér ekki um andstæður
að ræða. Þær verða órofa eining sem á islenzku
nefnist afturhaldsstefna.
Það sem nú er fyrir mestu er þvert á móti eining
róttækni og raunsæis, ábyrg þjóðleg umbóta-
stefna. Aðstæður þjóðarbúsins hafa batnað, og
þessi bati á að koma i hlut þeirra sem verst urðu úti
i afturkippnum. Það er þess vegna hörmulegt að
forystumenn Alþýðusambands islands skuli bresta
kjark til að bregðast réttilega við sérkröfum ein-
stakra stéttarfélaga, en með þvi gefa þeir þeim færi
á að knýja fram ójafnaðarstefnu sina. Vonir lág-
launafólksins eru ekki sizt við það bundnar að heild-
arsamtökin veiti hátekjufélögunum nægilegt að-
hald. Hér er um róttækt og raunsætt framfara-
markmið að ræða, en aukið launamisrétti og óða-
verðbólga er hermdarverk, framið á þeim sem
verst eiga um varnir.
Af þessum sökum er það eðlileg krafa láglauna-
manna að gengið sé fyrst frá sérkröfunum og launa-
skiptingin þannig fastmælum bundin áður en heild-
arlaunahækkun er ákveðin.
En til þess að kjarabætur verði raunverulegar og
varanlegar þarf ekki siður að tryggja öflugt,
greiðsluhæft og stöðugt athafnalif og framleiðslu
þeirra lifsgæða sem eftir er sótt. Framleiðslan er
grundvöllur lifskjaranna. 1 þessu tvennu, félags-
hyggju og framleiðslustefnu, felst róttæknin og
raunsæið sem er einkenni Framsóknarflokksins.
J.S.
ERLENT YFIRLIT
Stj órnarbylting á
eyjum ástarinnar
Brottrekni forsetinn kennir Rússum um
UM SÍÐUSTU helgi varö
stjórnarbylting á Seychelles-
eyjum, sem hlutu sjálfstæöi
fyrir tæpu ári. Eyjar þessar,
sem eru 90-100 talsins, eru á
Indlandshafi um 1000 km suö-
ur af Malagasy (áöur
Madagaskar) og um 1500 km
frá meginlandi Afriku. Ibúar
eru um 60 þús. Þeir hafa fram
aö þessu lifaö frumstæöu lifi,
þar sem eyjarnar liggja utan
alfaraleiöar, en siöan sam-
keppni hófst milli stórveld-
anna um sérstakar bækistööv-
ar á Indlandshafi eöa viö Ind-
landshaf, hefur beinzt aö þeim
vaxandi athygli. Vestræn
menning hefur llka smám
saman veriö aö halda þar inn-
reiö sina, en þó komu eiginleg-
ir stjórnmálaflokkar þar ekki
til sögu, fyrr en fyrir um ára-
tug. Þá risu þar upp tveir
flokkar, báöir eftir brezkri
fyrirmynd, enda lutu eyjarnar
þá brezkri nýlendustjórn.
Annar þeirra kallaöi sig Lýö-
ræöisflokkinn, en stefnuskrá
hans var sótt til thaldsflokks-
ins brezka, en hinn kallaöi sig
Þjóölega sameiningarflokkinn
og sór hann sig i ætt til brezka
Verkamannaflokksins. For-
ingi hins fyrrnefnda var og er
James R. Mancham, sem varö
37 ára á þessu ári, en formaö-
ur hins síöarnefnda var og er
Albert Rene. I fyrstu höföu
báöir flokkarnir þaö á stefnu-
skrá sinni aö eyjarnar fengju
heimastjórn, en væru áfram I
tengslum viö Bretland, en
bæöi Einingarsamtök Afrlku
og nýlenduráö Sameinuöu
þjóöanna hvöttu þá til aö
krefjast fulls sjálfstæöis.
Bretar létu sér þaö ekki illa
lika, þvi aö nýlendustjórnin
hefur veriö þeim vaxandi fjár-
hagsleg byröi á sfðari árum.
Aö lokum lét flokkur Renes
undan og tók upp kröfuna um
fullt sjálfstæöi og brátt geröi
flokkur Manchams þaö einnig.
Þetta leiddi til þess aö eyjarn-
ar fengu fullt sjálfstæöi á
siöastl. ári, eins og áöur segir.
ÞEIR Mancham og Rene
hafa oftast eldaö grátt silfur
saman, en þegar sjálfstæöis-
takan nálgaöist, fannst þeim
fara bezt á þvi að sameina
kraftana. I kosningunum, sem
fóru fram til þings 1975, fékk
flokkur Mancham 13 þingsæti
af 15 alls, en flokkur Renes
ekki nema 2. Flokkur Renes
fékk hins vegar mun fleiri at-
kvæöi samanlagt, en naut þess
ekki, þar sem kosiö var I ein-
menningskjördæmum. Báöir
gátu þeir þvi meö vissum rétti
gert kröfu til stjórnarforustu.
Samkomulag varð aö lokum
um, að Mancham yröi for-
sætisráöherra fyrst um sinn,
en eftir sjálfstæðistökuna yröi
Mancham forseti og Rene for-
sætisráðherra. Sú skipan
komst á I fyrrasumar. Man-
cham mun hafa þótzt vera bú-
inn aö tryggja sæmilega stööu
sina, en reynslan hefur nú
sýnt, aö Rene hefur valið á-
hrifameiri stööuna. Þegar
Mancham brá sér I utanlands-
ferð í siðustu viku, greip Rene
tækifæriö, vék Mancham úr
forsetasæti og settist sjálfur I
það. Flestar likur þykja benda
til, að Mancham veröi aö
sætta sig viö þetta. Mancham
hefur látiö það út ganga, aö
Rene hafi gert byltinguna aö
undirlagi Rússa, og er þaö
ekki nýtt aö hann bregöi Rene
um Rússaþjónustu. Rene hef-
Mancham og Rene
ur alltaf mótmælt þessu, en
hitterhins vegar rétt, aö hann
er meira til vinstri en Manch-
ham, og getur sennilega
hugsaö sér aö þiggja alveg
eins efnahagslega aðstoö frá
Rússum og vestr.ænum
þjóðum.
ÍBÚAR Seychelleseyja hafa
fram til siðustu ára aöallega
lifað á landbúnaöi, en ræktan-
legt land er takmarkaö, enda
er samanlagt flatarmál eyj-
anna ekki nema 145 fermilur.
Stærst eyjanna er Mahe, sem
er 55 fermilur að flatarmáli,
og búa þar um 90% ibúanna.
Þar er höfuðborg Victoria. A
allra siðustu árum hefur veriö
unniö að þvi aö beina feröa-
mönnum til eyjanna, enda
þykja þær hafa upp á margt aö
bjóða I þeim efnum. Veöurfar
er mjög hagstætt. Þar þekkj-
ast. t.d. ekki fellibyljir, eins og
á Karabiska hafinu. A siöastl.
ári munu milli 30-40 þús. er-
lendir ferðamenn hafa gist
eyjarnar. Stjórnendur eyj-
hafi.
anna hafa ákveðiö aö halda
ferðamannastraumnum I hófi
til þess að hann heföi ekki á-
hrif um of á landiö og ibúana.
Meö tilliti til umhverfisins er
t.d. ekki leyft að byggja gisti-
hús, sem er hærra en tvær
hæðir. Til aö bæta llfsskilyröi
eyjaskeggja er mjög rætt um
að koma upp útgerö, sem nú er
nær engin frá eyjunum, en er-
lendar fiskveiðiþjóöir stunda
verulegar veiöar á nálægum
miöum. Bretar munu næstu
fjögur árin eftir sjálfstæöis-
tökuna greiöa rlkissjóöi Sey-
chelles um tvær milljónir
sterlingspunda sem beint
framlag og auk þess munu
þeir veita lán til fjárfestingar,
allt aö 10 milljón punda. Þá
hafa þeir nýlega byggt þar al-
þjóölegan flugvöll og hefur
hann lagt grundvöll aö feröa-
mannastraumnum þangaö.
Eyjarnar voru óbyggöar
þegar Evrópumenn komu
þangað fyrst um 1500 en þar
áöur höföu þær veriö sýndar á
landakortum Araba. Frakkar
uröu fyrstir til aö setjast þar
aö á siöari hluta 18. aldar, en
Bretar hertóku svo eyjarnar
1810og hafa stjórnaö^þar siö-
Ibúarnir eru mjög blandaöir,
þvi aö bæði Afrikumenn og
Asiumenn hafa flutt þangaö.
Fólksfjölgun hefur verið þar
mikil og þvi margt fólk flutt
þaöan á siðustu áratugum.
Það er von stjórnarinnar, aö
geta stöövað þennan fólks-
flótta.
Náttúrulif er mjög marg-
breytt á Seychelleseyjum og
náttúrufegurð sögö þar mikil.
Þær hafa því gengið undir
ýmsum nöfnum til merkis um
þetta, m.a. veriö nefndar eyj-
ar ástarinnar, hin uppruna-
lega Paradis o.s.frv. Þessu er
nú mjög hampaö I feröaaug-
lýsingum. En tilgangurinn
meö hinni örlagariku utanför
Manchams var aö kynna eyj-
arnar sem eyjar ástarinnar.
Þ.Þ.