Tíminn - 10.06.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.06.1977, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 10. júnl 1977 UML Greinasafn eftir Þorgeir Þorgeirsson Þorgeir Þorgeirsson er að þvi leyti til ólikur flestum vinstri sinnuð- um rithöfundum, að hann getur skrifað. Kann að skrifa. Kann að skrifa næst- um þvi eins vel og greindur maður, eða kona upp i sveit, og þótt hann hafi verið i skóla, er mál hans skiljanlegt öllum sem kunna að lesa. Það er einfalt eins og grasið og soðningin, tólgin og hann Eyvind- ur rauði. Þorgeir Þorgeirsson hóf feril sinn sem kvikmyndagerðar- maöur. Hann bjó til margar vondar kvikmyndir, eins og fimm stykki held ég, og sú siö- asta var verst. Samt voru þetta góðar kvikmyndir frá sjónar- miði þeirra sem vit hafa á kvik- myndum, alveg eins og komm- arnir rita nú mikiö af bókum, sem eru góðar, nema aö al- menningur vill þær ekki, sem gerir ekkert til, þvl almenning- ur hefur ekki vit á bókum, þaö hefur reynslan sýnt og sannaö. Þess vegna veröur að hafa tvenns konar bókmenntir í land- inu núna, bókmenntir tii þess aö lesa og bókmenntir til þess aö leggja fram til verölauna heima og erlendis og er þá Fátækt fólk Tryggva Emilssonar ein bóka undanskilin. Að koma ekki Upp orði Þegar ég las nýjustu bók Þor- geirs Þorgeirssonar, en hún heitir Uml, komu mér oft I hug orð Sverris heitins Kristjáns- sonar, þegar ég keyröi hann einu sinni inn i Tryggingar, eftir aö hann varö seztur aö uppi á Akranesi. Viö ræddum um Þorgeir. — Hvernig er þaö meö hann Þorgeir, sagöi hann, kemur hann ekki upp orði fyrir reiöi? Þetta var á þeim tima, sem Þorgeir Þorgeirsson skrifaöi margar snjallar ádrepur í blöö- in og tók menn af lifi nær dag- lega: einkum þó út af kvik- myndum og heimskulegum viðbrögðum kerfisins. Nú hefur Þorgeir gefið eitt og annaö út af þessum skrifum og nefnir Uml. Nokkrar smágrein- ar um dægurmál. Greinar þessar eru ritaöar á árunum 1974-1977. Þótt ekki sé bókin nú stór, 130 siöur, kemur höfundur viöa viö. Hann er meö brennivini, meö Alþýöuleikhúsi og, sem er nú ekki alveg eins frumlegt, á móti vinnuveitendum, framsóknar- mönnum, og þá sérstaklega Haildóri á Kirkjubóli, og svo auðvitaö öllu borgaralegu, og fer þá eftir þeirri einföldu formúlu, aö þeir sem hafa til hnifs og skeiðar hafi stoliö. Undir venjulegum kringum- stæöum heföi maöur nú talið sumt af þessum greinum til stil- æfinga. Viö hljótum að llta á Þorgeir sem þroskaðan rithöf- und, og þvi ber okkur aö skoöa þetta verk öörum þræöi sem til- raunaskrif. Hann bætir stíl sinn ekkert aö ráöi úr þessu, hann er 'inngróinn fyrir löngu. Það er ekki auövelt aö vera sammála Þorgeiri um allt, og nokkurra þversagna gætir I bókinni, en þetta er svo vel sam- ið, að þaö er dauður maöur sem les hana ekki upp til agna. En hvað um þversagnir? Þorgeir segir um Guömund Garöarsson þetta, auk annars: „Einatt er þeim að finnast þessu eða hinu ofaukið. Þeim er eiginlegra að amast viö þvi aö stefnur eöa skoðanir komi fram en aö auka fjölbreytnina meö þvi aö örva aörar stefnur og skoðanir að koma fram lika.” Guömundi varö þaö á aö lýsa skoðunum sinum og þvi fór Þor- geir á staö til aö reyna aö þagga niöur I honum. Annaö dæmi: „Voöalegustu fylgifiskar áfengisins eru bindindispostul- arnir” og: „Þvi fögnum viö, meöal annars vegna þess aö fólk þyrstir minna af skrifum Baudelaires en af skrifum Hall- dórs frá Kirkjubóli. Hvernig sem á því stendur.” Halldór fer I taugarnar á Þor- geiri meö skrifum sinum um bindindismál. Þess vegna fær hann sérstaklega á baukinn I bókinni. En hvaö um „örva aör- ar stefnur og skoöanir”? Einna bezt viröist mér Þor- geiri takast upp, þegar vonzkan er úr honum I bili og hann rifjar upp liöna atburöi, t.d. kaflinn um Sigurö Nordal og þegar þeir strákarnir kveiktu I benzininu. Ég held að þaö séu beztu kaflar þessarar bókar. Ádeilan og rétt- lætiskenndin blandast þar efn- inu og andanum og er miklu skiljanlegri en stóryrðin og upp- nefnin, „Mister Dobbuljú” og fl. i þeim dúr. Dálítiö má Þorgeir svo vara sig á öðrum pennafærum mönn- um, að blanda þeim ekki I sln mál. „Sérfræöingur minn I bif- reiðum”, „Það eru margar leiö- ir til að aö veröa ólæs” og fleira mætti telja til, en ég nenni ekki aö leita þaö uppi I bókinni til aö hafa það eftir. Ef reynt er aö meta svona verk I einlægni, þá hefur það mikla kosti. Mér er sama þótt ég sé ósammála manni, ef hann skrifar vel, — og fátt er dapur- legra en að vera sammála manni sem skrifar illa. Þaö er hálfu verra. Rithöfundar hér á landi eru yfirleitt vondir dálka- höfundar og margar greinar þeirra ætti aöeins aö afgreiöa I apótekinu út á resept. Þær eru hættuleg svefnlyf. Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness og Einar Benediktsson voru góöir blaðamenn, og þeir kunnu aö hagnýta sér þennan fjölmiöil út I hörgul. Hver les t.d. ekki grein eftir Halldór Laxness fyrkt, þá sjaldan hann skrifar i blöö núorðiö? Yngri höfundar hafa minna sinnt þessu aö skrifa vandaöar greinar i blöð nema þá helzt Þorgeir Þorgeirsson, Indriöi G. Þorsteinsson og hann Svart- höföi. Þeir lifga blöðin, en nóg um þaö. Ég þakka skemmtilega bók aflestrar og vona aö Þorgeiri renni einhvern timann reiöin og hann finni orku sinni og stil hæfilegan efnivið framvegis. Jónas Guömundsson ... Paris prins frá Troju (Arnar Jónsson) i gervi hjarösveins, á /í hinum mestu erfiöleikum aÖ. dæma um fegurö gyöjanna á idafjalli. Þær eru frá vinstri: Minerva (Guöný Bernharö), Júnó (Ingibjörg Marteinsdóttir) og Venus (Erla Traustadóttir). Þjóðleikhúsið: Sýningum fækkar á Helenu fögru gébé Reykjavik. — Aö undan- Brynju Benediktsdóttur og Sigur- förnu hefur söngleikurinn Heiena jóns Jóhannssonar þykja frum- fagra veriö sýndur I Þjóöleikhús- legar mjög, enda ekki þræddar inu viö ágæta aösókn og góöar heföbundnar leiöir I sviðsetningu viötökur leikhúsgesta. Sýningum verksins. fer nú fækkandi. Ekki er gert ráö fyrir aö þær veröi teknar upp aft- Alls kemur um áttatiu manns ur I haust, og veröur söngleikur- fram Isýningunni á Helenu fögru, inn þvi aöeins sýndur út júnimán- leikarar, söngvarar, Þjóöleikhús- uö. Staöfærslur þýöandans, Krist- kórin , tslenzki dansflokkurinn og jáns Arnasonar og leikgerö þeirra hljómsveit. Titilhlutverkiö, He- lenu fögru, fara þær meö til skipt- is Steinunn Jóhannesdóttir og Helga Jónsdóttir, en meöal ann- arra leikara eru Arnar Jónsson, sem leikur París, prins frá Troju, Róbert Arnfinnsson sem leikur Kalkas yfirhofgoöa, Arni Tryggvason sem ieikur Menelás kóng, mann Helenu og Leifur Hauksson, sem leikur órestes, konungsson og hippaleiötoga. 56 útskrifast úr fósturskólanum Árlega þyrftu að útskrifast 90 fóstrur til að fulinaegja þörfum FB-Reykjavík. Fósturskóla ts- lands var slitiö nýlega. 1 skólan- um voru siöastliöiö ár 163 nem- endur. Burtfararprófi luku 56 stúlkur. 18 kennarar störfuöu viö skólann, þar af 5 fastir kennarar. Kennarar skólans hafa nú stofnaö meö sér félag, Kennarafélag Fósturskóla íslands. I ræöu skólastjóra kom fram, aö mikil þörf er á aö fjölga nem- endum skólans, en til þess aö þaö sé hægt þarf stóraukiö húsnæöi. Nýleg könnun hefur leitt i ljós, aö á næstu 25 árum þyrfti aö braut- skrá um 90 fóstrur á ári, ef full- nægja á aukinni fóstruþörf, vegna fjölgunar dagvistarheimila. A undanförnum árum hefur aöeins veriö unnt aö brautskrá rúmlega 50 nemendur á ári, aðallega vegna skorts á húsrými. Skólastjóri lagði áherzlu á, aö stefna bæri að þvi, aö fóstur- menntun veröi á sambærilegu menntastigi og kennaramenntun, enda væru allir orðnir á einu máli um gildi forskólauppeldis og nauösyn fóstrumenntunarinnar. Soroptimistaklúbbúr Reykja- vikur veitti einum nemanda verð- laun fyrir félagsstörf I þágu nem- enda. Þau hlaut Arna Jónsdóttir. Hæstu einkunn hlaut Sigrún Björg Ingþórsdóttir, 9.43. Minningarsj óðnr Ragnheiðar Bjarna- dóttur frá Reykjum Hjónin Asta Jónsdóttir og Bjarni Asgeirsson á Reykjum I Mos- fellssveit stofnuöu sjóö á silfur- brúökaupsdegi sinum 11. mai 1943 til minningar um dóttur þeirra, Ragnheiöi, sem fæddist 23. ágúst 1925 og dó 8. desember 1936 af af- leiöingu slyss. Bjarni lézt 15. júni 1956 en Asta 26. april s.l. Samkvæmt skipulagsskrá er hlutverk sjóösins að styrkja skólabörn i Mosfellsskólahverfi. Eins og margur sjóðurinn hefur Minningarsjóður Ragnheiðar Bjarnadóttur átt i vök aö verjast i verðbólgu þjðöarbúsins og staðið höllum fæti i þeirri viðureign i vaxandi mæli með árunum. Hann hefur þvi mest legið i þagnargildi s.l. 24 ár, þar til i byrjun siöasta mánaðar að sjóðnum barst höfö- ingleg minningargjöf um annan stofnandann, Ástu Jónsdóttur, á útfarardegi hennar 4. mai s.l. Gefendur voru Ingibjörg Péturs- dóttir, Reykjum i Mosfellssveit, börn hennar og tengdabörn. Þessari góðu gjöf fylgir llfsauki fyrir Minningarsjóð Ragnheiöar Bjarnadóttur, sem nú eygir á ný möguleika að sinna hlutverki sínu. Þökk sé gefendum að minnast Ástu Jónsdóttur meö þessum hætti sem jafnframt heiörar minningu dóttur hennar. Mosfellssveit, 6. júní 1977 Sjóöstjórn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.