Tíminn - 10.06.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.06.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 10. júnl 1977 E&Micnuriic; 15 ®nii§a@Y; 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Baldur Pálmason lýk- ur lestri „Æviminninga smaladrengs” eftir Arna Ólafsson (10). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Spjallaö viö bændur kl. 10.05. Morgunpoppkl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Hallé hljómsveitin leikur Ljóðræna svítu op. 54 eftir Grieg, Sir John Barbirolli stjórnar / Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins I Moskvu leikur „Klettinn”, sin- fóniska fantasiu fyrir hljómsveit op. 7 eftir Rakh- maninoff, Rozhdestvensky stjórnar / Einar Svein- björnsson Ingvar Jónasson, Hemann Gibhardt, Ingemar Rilfors og Sinfónluhljóm- sveitin I Málmey leika Sinfóniu concertante fyrir fiðlu, viólu, óbó, fagott og hljómsveit eftir Rosenberg, Janos Furst stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Nana” eftir Emile Zola.Karl Isfeld þýddi. Kristín Magnús Guö- bjartsdóttir les (23). 15.00 Miðdegistónleikar. Nýja Fllharmoniusveitin leikur Leikhúsforleik I D-dúr op. 4 nr. 5 eftir Pietro Antonio Locatelli, Raymond Leppard stjórnar. Annie Jadry og Fontainebleau kammersveitin leika Fiölu- konsert nr. 6 I A-dúr eftir Jean-Marie^ Leclair, Jean-Jacques Werner stjórnar. Pierre Pierlot og Antiqua Musica kammer- sveitin leika Konsert I D-dúr op. 7 nr. 6 fyrir óbó og strengjasveit eftir Tommaso Albinoni, Jacques Roussel stjórnar. Wurttemberg kammer- sveitin i Heilbronn leikur Sinfónlu nr. 7 I B-dúr eftir William Boyce, Jörg Faer- ber stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Byrgjum brunninn. Þór- ir S. Guðbergsson félags- ráögjafi talar um leikföng. Ingi Karl Jóhannesson flty- ur formálsorö aö þessum erindaflokki um barna- verndarmál. 20.00 Sinfónia nr. 2 I C-dúr eft- ir Anton Rubinstein. Sin- fóniuhljómsveitin I Westfal- en leikur, Richard Kapp stjórnar. 20.45 Sállækningar með tón- list. Um áhrif tónlistar á sálarlif og likama og dæmi um tónlist, sem notuö er til sállækninga. — Slöari þátt- ur. Umsjón: Geir Vil- hjálmsson sálfræöingur. 21.30 tJtvarpssagan: „Jómfrú Þórdis” eftir Jón Björnsson. Herdis Þorvaldsdóttir les (30). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Vor I verum” eftir Jón Rafnsson. Stefán ögmunds- son les (22). 22.40 Afangar. Tónlistarþátt- ur sem Asmundur Jónsson og Guöni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar @ eftir PaufGallico Allir aðrir viðskiptavinir hennar voru vel stæðir, en ungtrú Penrose var fátækogframgjörn. Ef frú Butter- f ield hefði nú ekki komizt yfir allt saman? Enn var árla dags. Lyklarnir að íbúðinni voru í nýja krókódílsskinns- veskinu, sem nú var komið upp úr ferðatöskunni. Frú Harris sagði við sjálfa sig: — Veslingurinn litli. Klukk- an er ekki orðin svo margt. Ef til vill koma einhverjir f ínir herramenn í heimsókn. Ég ætla rétt að Iíta inn fyrir og koma henni á óvart með því að laga dálítið til. Hún tók strætisvagninn og skömmu síðar stóð hún í húsasundinu og stakk lyklinum í lásinn. Hún var varla búin að opna dyrnar að íbúðinni, þegar hún heyrði gráthljóð. Frú Harris flýtti sér inn í litlu dag- stofuna, þar sem hún fann ungfrú Penrose liggjandi i sófanum með andlitið grafið í púða og hágrátandi. Frú Harris gekk til hennar, lagði höndina með samúð á titrandi öxl hennar og sagði: —Svona, svona, barn, hvað er að? Það getur ekki verið óskaplega alvarlegt. Ef þér eruð í klípu, get ég kannski hjálpað yður. Ungfrú Penrose settist upp. — Þér að hjálpa mér! endurtók hún og horfði á hana grátbólgnum augum. Svo sagði hún eilítið vingjanlegar: — Ó, eruð það þér, frú Harris. Enginn í öllum heiminum getur hjálpað mér. Ó, ég gæti dáið! Ef þér endilega viljið vita það, þá var mér boðið til kvöldverðar á Caprice með herra Korngold, kvikmyndaframleiðandanum. Það er eina tækifærið sem mér gefst til að hafa áhrif á hann og komast áf ram. Nær allar stúlkur Korngolds — ég á við vinkonur — hafa orðið stjörnur.... — En það er þó ekkert til að gráta yfir. sagði frú Harris. — Ég er alveg viss um að þér eigið skilið að verða stjarna. Sorg ungfrú Penrose breyttist í reiði. — Æ, verið ekki svona heimsk! sagði hún með áherzlu. — Skiljið þér ekki? Ég get ekki farið. Ég á ekkert til að vera í. Eini al- mennilegi kjóllinn minn er í hreinsun og það er blettur á þeim næstbezta. Korngold tekur mjög vel eftir, hverju stúlkurnar klæðast, sem hann fer út með. Hver gæti í sporum frú Harris stillt sig um að leika hlutverk hjálparandans, þar sem í töskunni frammi á stigapallinum var nákvæmlega það sem vantaði? Sér- staklega þegar viðkomandi fyndi ennþá töfra Natösju hinnar fögru og innileika frú Colberts og allra hinna og vissi hvernig það var að óska sér einhvers af líf i og sál? Áður en f rú Harris gerði sér alveq grein fyrir því sem „Þrlr tlkarlegir kjötbitar og ellefu gulrætur... er þaö þetta scm þiö kalliö rétt samsetta fæöu?” DENNI DÆMALAUSI; hún sagði, var hún búin að sleppa orðunum: — Ég get ef til vill hjálpað yður. Ég gæti lánað yður Dior-kjólinn minn. — HVAD ÞÁ????? Ó, skammizt þér yðar ekki! Hvernig vogið þér yður að gera grín að mér? Ungfrú Penrosegeif laði fallega munninn og augun voru svört af reiði. — En ég er ekki að gera grín að yður. Það er satt, ég sver það. Ég er að koma beint frá París, þar sem ég keypti mér Dior-kjól. Þér megið fá hann lánaðan i kvöld, ef það getur hjálpað eitthvað upp á Korngold. Ungfrú Penrose, fædd Snite, náði einhvern veginn valdi á sjálfri sér aftur, því einhver innri rödd sagði henni, að þegar um hreingerningakonur væri að ræða, gæti maður aldrei vitað, á hverju væri von. — Fyrirgef ið, sagði hún — en auðvitað getið þér ekki....hvar er hann? — Hérna, sagði frú Harris og opnaði töskuna. Aðeins undrunar- og gleðisvipurinn á andliti stúlkunnar var dásamlegur sigur. — Ó, ó,! hrópaði hún. — Ég trúi þvi ekki! Áandartaki reif hún silkipappírinn utan af kjóln- um, hélt honum upp að sér og þrýsti honum að sér, með- an ákafir fingur hennar þreifuðu eftir merkinu. — Ó, þetta er raunverulega Dior. Má ég máta hann strax, f rú Harris? Við erum nokkurn veginn jafn stórar, ekki satt! Ó, ég gæti dáið af hrifningu! Á næsta andartaki var hún f arin að klæða sig úr fötun- um og frú Harris hjálpaði henni í kjólinn, og nokkrum mínútum síðar gegndi hann aftur því hlutverki, sem höfundar hans höfðu ætlað honum. Með fagrar berar axlirnar og Ijóst hárið yfir siffon- og tjullpifunum var ungfrú Penrose bæði Venus sem steig upp úr öldum hafsins og ungfrú Snite, sem birtist milli rekkjuvoðanna. Frú Harris og stúlkan horfðu bergnumdar.á myndina i stóra speglinum í skápshurðinni. Leikkonan sagði: — Ó, þér eruð enqill að vilja lána mér hann. Ég skal fara af- skaplega varlega með hann. Þér vitið ekki, hvað hann skiptir mig miklu máli. En frú Harris vissi það mætavel. Það var eins og for- lögin vildu umf ram allt, að þessi kjóll væri á manneskju, en hengi ekki gagnslaus i skáp. Þess vegna bað hún nú: — Væri yður það á móti skapi, ef ég færi að veifingahús- inu, þar sem þér ætlið að borða kvöldverð, og stæði fyrir utan, svo ég gæti séð yður fara inn? Auðvitað myndi ég alls ekki tala við yður... Ungfrú Penrose svaraði náðarsamlegast: —Auðvitað hef ég ekkertá móti þvi. Ef þér standið hægra megin við dyrnar, þegar ég stíg út úr Rolls-Royceinum hans Korn- golds, get ég snúið mér að yður, svo þér sjáið mig betur. — Ó, það er fallegt af yður, sagði f rú Harris og meinti það. Ungf rú Penrose stóð við loforð sitt, að minnsta kosti til hálfs, þvi það var komið illviðri og hellirigning, þegar bifreið Korngolds renndi uppað innganginum að Caprice klukkan hálf tíu. Frú Harris stóð hægra megin, nokkurn veginn í skjóli fyrir regninu undir tjaldinu. i* $ í, 1 r■V.t v&' >J> É a-. S >w* r .- VS Ráðningarstofa Reykjavikurborgar óskar eftir að róða fuiltrúa til að annast atvinnumól öryrkja Umsóknir um starfiö skulu sendar Ráöningarstofu Rcykjavikurborgar, Borgartúni 1, og skal I umsókn til- greina menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar um starfiö eru gefnar á Ráðn- ingarstofu Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til 25. júni n.k. Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar. % k % 4 é $ $ w. •í-'l •y-’ 'fyC

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.