Tíminn - 22.06.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.06.1977, Blaðsíða 5
MiOvikudagur 22. jdni 1977 mtc...* vvnvnui 5 á víðavangi Ris eða flðt þök Timaritið Veörið fjallar um veðurfræðileg efni á alþýðleg- an hátt. t nokkurs konar for- ystugrein i nýlegu hefti þess segir svo: „Nýlega gaf menntamála- ráðherra okkar, Vilhjálmur Hjáimarsson, byggingamönn- um harða ádrepu fyrir að kunna ekki að gera þök á hiis, og einkum deildi hann á flötu þökin. Húsameistari rikisins svaraði, að þökin væru rétt hugsuð, en ekki nögu vel frá þeim gengið. Þetta svar er auövitað ekki fullnægjandi. Ef ekki er nógu vel gengið frá þökum vegna hiröuleysis smiðanna eða þeirra, sem segja þeim fyrir verkum, er ráðið auðvitað það að hætta að smiða flöt þök þegar I stað, fara svo að kenna rétt vinnu- brögð og byrja ekki aftur á þessum skolla fyrr en sannað hefur verið, að smiðirnir séu orðnir hæfir.” Enn segir I greininni: „Þangað til verði höfö ris á húsum, hæfilega brött og klædd bárujárni, sem er eitt- hvert dásamlegasta bygg- ingarefni, sem sézt hefur á þessu landi. Vera má, að til séu ný og skemmtilegri af- brigði af bárujárni en hingaft til hefur mest tiðkazt, og þá má fara að mæla með þéim eftir góðan reynslutlma.” Konukindin? Um þessar mundir eru lög um jafnrétti kynjanna á Is- landi að taka gildi að fullu. Greinilega sýnist sitt hverjum um ágæti þessara laga. Þann- ig segir dálkahöfundur Dag- blaðsins, Geir R. Andersen, i siöustu viku: „Sú árátta fámenns hóps of- stækiskvenna að litilsvirða kosti og stöðu islenzku kon- unnar og að fá kyngreiningu þeirra I mæltu máli og rituðu fellda niður I eitt skipti fyrir öll, er rauði þráðurinn I þeim fáheyrðu grinlögum sem hinn 1. júll nk. munu heimila „jafn- réttisráði”, sem er eins konar rendurvakinn „rannsóknar- réttur miðaldanna”, aö taka til við rannsóknir sinar á þvi hver brögð kunni að vera að þvi að t.d. auglýsendur I blöð- um eða annars staðar forsmái liflátsdóminn á oröum þeim sem um aldir hafa verift notuft um þann hluta þjóftarinnar sem kvenkyns er.” Mikift hefur manninum ver- ið niðri fyrir þegar hann setti þessi orð sin á blað, og má vera aft þetta sé lengsta máls- grein sem birzt hefur i is- lenzku dagblafti til þessa. Fáir munu a.m.k. ná andanum ef þeir reyna aft bera málsgrein- ina fram I einni lotu. En svo miklar eru áhyggjur dálka- höfundarins orftnar aft grein hans ber titilinn: „Verftur konukindinni á tslandi út- rýmt?”. Búskapurinn á Akureyri Dagur, sem gefinn er út á Akureyrisem kunnugt er, seg- ir nýlega frá þvi að umræöur hafi orðið nyrðra um búskap þann sem allmargir stunda i hjáverkum innan bæjarmark- anna. Segir blaðið: „En um leiö og ráðamenn bæjarins stynja hátt og bú- skaparsinnuðum mislikar ráðsmennska bæjaryfirvalda, er landbúnaðurinn hér i bæn- um verulegur þáttur i lifi fjölda manna og ber að taka tillit til þess.” Dagur segir enn fremur frá því að þvi hafi veriö haldið fram i þessum umræðum að „Akureyringar lifðu öllu öðru fremur á landbúnaði”. Blaðið heldur áfram: „Hniga mörg rök að þvi að þetta sé svo. Má þar nefna ullariðnaðinn, skinnaiðnaðinn, kjötiðnaðinn, mjólkuriðnað- inn, allan þjónustuiðnað, verzlun og viðskipti við bænd- ur héraðsins.” Ef til vill heföi ritstjóri Dag- blaðsins gott af þvi að kynna sér betur gildi landbúnaðarins fyrir þéttbýliö i landinu og at- vinnulifið i bæjunum. JS Efnahagsbandalagið á ekkert á móti Kás-Reykjavik — Hér á dögun- um, þegar Finn Olav Gundelach og Frank Judd voru staddir hér á Fróni i erindagjörðum Efna- hagsbandalagsins var þeim af- hent bréf frá Samstarfsnefnd- inni til verndar landhelginni, en þaö eru ýmis launþegasamtök, félag áhugamanna um sjávar- útveg og þingflokkar stjórnar- andstöðunnar sem eiga aðild að þeirri nefnd. 1 upphafi bréfsins segir: „Þér komið á þeim tima til Islands er launþegar á Islandi standa i harðri baráttu fyrir lifskjörum sinum. Lifskjör á tslandi hafa farið mjög versnandi á undan- förnum árum fyrst og fremst vegna stór-minnkandi þjóðar- tekna, sem stafa af stórminnk- andi afla á sóknareiningu, auknum tilkostnaði við öflun hvers tonns fiskjar ásamt lækk- uðu verði á heimsmarkaði.” Þá segir á öðrum stað: „Koma ykkár til tslands I dag virðist sanna að Efnahags- bandalagið gerir sér ekki ljóst að um gagnkvæma fiskveiði- samninga milli tslands og Efna- hagsbandalagsins getur ekki verið að ræða, þvi Efnahags- bandalagið á ekkert til að láta á móti fiskveiðiréttindum við ts- land. Þann vanda sem alþjóðleg þróun i efnahagslögsögu strand- rikja hefur orsakað fyrir á- kveðna útgerðarbæi i Bretlandi, er auðvelt að leysa með gagn- kvæmum fiskveiðisamningum við Sovétrikin, en þau fiskuöu við Bretlandsstrendur á sl. ári á 4. hundrað þúsund lesta, og eiga þau mikil togaramið i Barents- og Hvitahafi. sem brezkir tog- arar hafa stundað i meir en hálfa öld. Þarna liggur á borð- inu lausn fyrir vanda útgerðar- bæjanna brezku. Það er þvi ó- sæmilegt með tilliti til þessa, aö Efnahagsbandalagiö skuli vegna eigin innbyrðis ósam- komulags og deilna sbr. yfirlýs- ingu Irlands um 50 milna einka- fiskveiðilögsögu fyrir ákveðna stærð skipa, og Efnahagsbanda- lagið ekki búið enn að mynda eina sameiginlega stefnu i fisk- veiðimálum og ekki útlit fyrir á næstunni, og neitun Sovétrikj- anna að viðurkenna Efnahags- bandalagiðsem samningsaðila I fiskveiðimálum, að senda nefnd á fund islenzku rikisstjórnar- innar til þess að fá hana i hinu erfiða efnahagsástandi á tslandi til þess að leysa fyrir sig vanda, sem Efnahagsbandalagið bæði á og getur leyst sjálft”. t lok bréfsins segir: „For- senda fyrir vináttu og samvinnu tslands og Efnahagsbandalags- ins i fiskveiðimálum er ný og gjörbreytt stefna Efnahags- bandalagsins i fiskveiðimálum, sem eru i samræmi við grund- vallaratriði Rómarsáttmálans. Launþegasamtökin á lslandi vonast til þess' að ferð ykkar hingað til lands verði upphaf þessarar nýju stefnu.” Klúbbar frimerkjasafnara sameinast SJ-Reykjavik. A landsþingi Landssambands Islenzkra fri- merkjasafnara, sem haldift var nýlega, var samþykkt stofnskrár- breyting og hafa nú öll félög og klúbbar fulltrúa miðað við fé- lagatölu, en ekki einn fyrir hvern klúbb eins og áður var. Félag fri- merkjasafnara i Reykjavik gekk i landssambandið og er stærsta aðildafélagið. Stjórn Landssambandsins skipa nú: Siguröur H. Þorsteins- son, forseti. Siguröur P. Gests- son, varaforseti, Hálfdán Helga- son, ritari, og Páll Asgeirsson, gjaldkeri. Meðstjórnendur eru: Jón Halldórssc* Jón Aðalsteinn Jónsson og Siguröur Agústssori. Þá samþykkti þingiö að heiöra Guðmund Ingimundarson, Sigurö Pétursson og Sigurð P. Gestsson, meö sérstöku heiðursskjali Landssambandsins, en einnig að veita Alftamýrarskóla slikt skjal fyrir húsnæöisaðstoð. Viöurkenning fyrir góöa stimplun og frágang á pósti viö stimplun, var veitt pósthúsinu á Dalvik, er sú viðurkenning stund- um nefnd „silfurstimpillinn”, en pósthúsið á Hvammstanga fékk hana i fyrra, en þá var hún veitt i fyrsta skipti. Vart mun ofáætlaö að um 5-600 meðlimir séu nú innan Lands- sambandsins, sé allt meðtalið. Og nú eru allir klúbbar og félög sam- einuð i einu Landssambandi. A næstu dögum mun koma út á vegum Landssambandsins kennslubók I frimerkjasöfnun fyrir byrjendur og á það viö jafnt unga sem aldna. Er ætlunin aö gefa bókina út I ekki stóru upp- lagi, en endurútgefa hana svo oft- ar á næstu árum, með viðbótum og breytingum eftir þeim ábendingum er berast, svo aö framvegis geti hún sem- bezt gegnt þvi hlutverki að fræöa al- menning um þetta vinsæla tóm- stundastarf. Þá veröur og fljót- lega ráðizt I að þýöa og gefa út kennslubók um uppsetningu safna fyrir sýningar, meö landa- sýningar og alþjóölegar sýningar I huga. Verður þannig mikii áherzla lögö á fræðslustarfsemi á næstu árum. Landssambandið gefur út tlma- ritiö Grúsk, ásamt Fé'.agi fri- merkjasafnara i Reykjavlk, en heimilisfang þess er pósthólf 1336, 121 Reykjavik. Skirnarfonturinn, sem Jóhann Björnsson smiðaði og skar og Hreinn Jóhannsson smiðaöi I skálina. Heydalakirkj u færð minningargj öf A páskadag, 10. april siöast- liöinn, var skirnarfontur vigö- ur viö guösþjónustu I Heydala- kirkju I Breiödal. Skirnar- fonturinn er gjöf til Heydala- kirkju frá Elfsabetu Kemp frá Jórvik, til minningar um for- eldra hennar, Stefán Jó- hannesson og Mensaldrinu Þorsteinsdóttur, og stjúpu hennar, Bergþóru Jónsdóttur. Jóhann Björnsson mynd- skeri smiöaöi skirnarfont- innogskarút, en skirnarskál- ina smiðaði Hreinn Jóhanns- son gullsmiður. Skirnarfonturinn er hinn veglegasti. Frú Elisabet Kemp fæddist i Jórvik og átti heima I Breiödal öll sin uppvaxtarár. Hún gift- ist Ludvig R. Kemp frá As- unnarstöðum I Breiðdal og fluttust þau hjónin noröur til Skagafjarðar og bjuggu á Illugastöðum i Laxárdal um langt skeiö. Þegar þau brugðu búi byggðu þau sér hús á Skagaströnd og nefndu þaö Jórvik, nafni æskuheimilis frú Elisabetar. Slðar fluttu þau hjónin til Reykjavikur. Þar býr fnl Elisabet nú ekkja, en mann sinn missti hún fyrir npkkrum árum. Þö að frú Elisabet hafi lengstum átt heima fjarri æskustöðvum sinum, er hún tengd þeim órofaböndum. Um það ber hin veglega gjöf til Heydalakirkju glöggan vott, gjöf, sem um langa framtiö mun geyma minningu hennar og hinna þriggja, sem gjöfin er helguð. Sóknarnefnd Heydalakirkju þakkar frú Elisabetu Kemp, fyrir hönd safnaðarins, hina veglegu gjöf og flytur henni kærar kveðjur og árnaðarósk- ir. Lauk prófi í menntunarleik* húsfræðum Asa Jónsdóttir lauk fyrir nokkru MA prófi i menntunar- leikhúsfræðum (Educational Theatre) frá New York Uni- versity. Hún er fædd i Reykjavik 22. ágúst 1936, dóttir hjónanna Onnu Guðmundsdóttur og Jóns Sigurðssonar frá Kald- aðarnesi.Ása varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik 1956, og lauk prófi úr Þjóðleik- hússkólanum 1958. Hún tók kennarapróf áriö 1963 og kenndi siðan i Reykjavik til vors 1974, en það sama ár hóf hún nám við New School for Research i New York. Haustið 1975 tók hún BA próf við New York University, og hlaut siö- an MA gráðu i Educational Theatre frá sama skóla 2. júni. Asa Jónsdóttir mun vera eini tslendingurinn, sem hef- ur MA gráðu i þessari grein. Eiginmaður hennar er Tóm- as Karlsson varafastafulltrúi tslands hjá Sameinuðu þjóö- unum I NeW York. Asa Jónsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.