Tíminn - 22.06.1977, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.06.1977, Blaðsíða 6
6 MiAvikudagur 22. Jiini 1977 „Pesny ary” — sovézk „popp- grúppa” Ariö 1969 kom fram i keppni I Sovétrikjunum hljómsveit frá Byelorussia og varö vinsæl mjög. Hiln hefur haldiö saman siöan og siöastl. ár —1976 — þá komst Pesnyary-hljómsveitin á lista hjá brezku hljómlistar-tima- riti, sem tilgreinir beztu söngvara og hljómsveitir á árinu. A listanum voru nefndir listamenn frá 23 löndum heims. Pesnyary hefur mikiö æft þjóölög, og hefur i sinum hópi einkum góöa þjóölagasöngvara, en einnig leika þeir nýtizkulega tónlist og popp-piúsik. Mörg lögin eru eftir stjórnanda hljómsveitarinnar Vladimir Mulyavin sem er einnig góður gitaristi, og sjáum viö hér mynd af honum meö söngfólki i hljómsveitinni, og eru sumir meö hljóöfæri, sem við kunnum ekki aö nefna. Siöan sjáum við mynd af hljómsveitinni og stjórn- anda og aðstoðarfólki, áöur en þaö leggur af staö i söng- feröaiag. Myndin er tekin á Rauöa torginu i Moskvu og eru turnar Kremlar i bak- sýn. Feröin gekk mjög vel, og einkum var hljómsveit- inni mikiö hælt i Bandarikj- unum, og var skrifaö um hana i bandarisk músik-blöð og sagt aö Pesnyary ætti skiliö hiö mesta lof fyrir frammistööuna, og fyrir sér- lega fallegan og skemmti- legan flutning á sinum þjóö- lögum. Einnig fyrir frum- samin lög söngstjórans, Vladimirs Mulyavin, og eins væri mjög gaman aö heyra vestræna popp-músik I þeirra útsetningu, sem væri með nýjum og ferskum blæ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.