Tíminn - 22.06.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.06.1977, Blaðsíða 9
' MiOvikudagur 22. júni 1977 fÍtHWMl Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón SigurOsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viO Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I AOalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiOslusimi 12323 — augiýsingasfmi 19523. VerO I lausasölu kr. 70.00. Askriftargjaid kr. 1.300.00 á mánuöi. BlaOaprenth.f. Öngþveitisstefna eða þjóðarheiU Það er gamalkunnugt úr heimi auglýsinga- mennskunnar að fyrir mestu sé að láta sin sem oftast getið, og sé þá ekki aðalatriði að tiltækin séu öll til sóma. Svo sem vænta má hafa aðstandendur Dagblaðsins i Reykjavik lagt mikla stund á út- smogna lærdóma auglýsingámennskunnar, enda hefur lifsbarátta blaðsins verið næsta hörð og ótt- inn við dauðann mikill að vonum. Helzt hefur það verið þrautaráð þeirra Dagblaðs- manna að reyna að æsa upp i landinu nýja hægri- sinnaða stjórnarandstöðu gegn þvi velferðarþjóð- félagi sem byggt hefur verið upp á Islandi um langt skeið. Þeir hafa lagt kapp á að ófrægja þá framsókn sem hér hefur átt sér stað og þann árangur sem þjóðin hefur þrátt fyrir allt náð á framfarabrautinni. Valkostir þeirra og úrræði hafa hins vegar flest verið úti i hafsauga svörtustu hægristefnu, að þvi leyti sem hin úreltu sjónarmið steyta ekki hvert á öðru. Sérstök þráhyggja virðist það vera öngþveitis- mönnum þessum að halda uppi óhróðri um islenzkan landbúnað og gildi hans fyrir þjóðar- búið. Á stundum hefur þeim svo mjög elnað sóttin að þeir hafa ekkert séð nema búskapinn i landinu, en þess á milli hefur rofað til i mókinu. Hlýtur það þvi að teljast til merkja um hjarnandi heilsufar að ritstjóri Dagblaðsins segir á dögunum i forystu- grein að fleira standi til bóta á íslandi en land- búnaðurinn einn. í þessu efni eru valkostirnir mjög skýrir og ótvi- ræðir. Annars vegar eru þeir sem engu vilja sinna öðru en fjármálaumsýslu og viðskiptamennsku. Hins vegar eru hinir sem leggja áherzlu á þrótt- mikið atvinnulif og eigin framleiðslu þjóðarinnar á lifsnauðsynjum sinum. Sem eyþjóð lengst úti i höfum er íslendingum sérstök þörf á þvi að i land- inu sé öflug og fjölbreytt landbúnaðarframleiðsla, til þess að þjóðin geti búið að sinu i þróttmiklu athafnalifi og enn fremur til þess að vörnum verði við komið ef brestur verður á aðdráttum yfir hafið. Landbúnaðurinn er jafnframt mikilvæg undir- staða ýmissa þeirra greina iðnaðarins sem helzt hefur fleygt fram á siðustu árum og hefur þannig beinlinis skapað atvinnu i öðrum atvinnugreinum. Að þessu leyti er gróskumikill landbúnaður þáttur i sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar. Hætt er við að mörgum þætti verða þröngt fyrir dyrum ef nota ætti verulegan hluta útflutnings- tekna þjóðarinnar til að greiða erlendar landbún- aðarafurðir eftir að innlendur búskapur hefur verið lagður i rúst, og er full ástæða til þess að menn velti þvi fyrir sér hvaðan á að taka þann gjaldeyri sem til sliks ætti að renna. Sannleikurinn er sá að áróðurinn gegn land- búnaðinum er þó ekki aðeins mótaður af auð- hyggju og andúð gegn þeirri byggðastefnu sem stjórnvöld hafa fylgt að frumkvæði Framsóknar- manna. Að baki þessum áróðri býr sú háskalega stefna að Islendingar eigi að tengjast erlendum viðskiptabandalögum enn meir en þegar er orðið. Það á sem sé að knýta Islendinga fasta aftan i móðurskip Efnahagsbandalags Evrópu með þvi að kaupa þaðan landbúnaðarafurðir. Goðsögnin um lágt verð erlendis á landbúnaðarvörum grund- vallast nefnilega á þeirri staðreynd að m.a. Efna- hagsbandalagið veitir landbúnaðinum i rikjum sinum margháttaða fyrirgreiðslu með niður- greiðslum og útflutningsbótum. Þjóðarheill krefst þess að öngþveitisstefnu Dag- blaðsins verði hafnað. JS. Spartak Beglov, APN: „Haukarnir” hreiðra um sig í Hvíta húsinu En nú eru Carterog haukamlr þar. Þaö er alkunna, aö mann- réttindastefna Carters, for- seta Bandarikjanna, hefur vakiö mikla gremju, ef ekki meira, innan Sovétrikjanna. Sú grein sem á eftir fylgir er skrifuö af stjórnmálafrétta- skýranda APN og lýsir hún ágætlega viöhorfum meöal sovézkra ráöamanna. Viö lok kosningabarátt- unnar i Bandarikjunum á sl. ári voru menn þeirrar skoöunar aö bandarlsku „haukarnir” myndu veröa neyddir til aö aölaga sig aö hinum „nýja anda” i stjórn- málum, sem Jimmy Carter, sigurvegari kosningabaráttunn ar haföi boöaö. Þessar vonir byggöust á loforöi hins nýja forseta um aö „losa banda- riska utanrikisstefnu undan því aö vera háö kjarnorku- vopnum” og aö gæöa hana „hærra siöferöi”. A þetta var íitiö, annars vegar sem merki um fúsleika til viöræöna um afvopnun ásamt banni viö frekari kostnaöarsömum vlg- búnaöaráætlunum meö óviö- ráöanlegum afleiöingum, og á hinn bóginn sem merki um aö látiö yröi af „soralegum styrjöldum” til ihlutunar um mál annarra þjóöa og þvi aö þröngva vilja sinum upp á aörar þjóöir meö „sálfræöi- hernaöi” og ofbeldisaögeröum CIA. NU, tuttugu vikum slöar, gætir vaxandi gagnrýni og varkárni i alþjóölegu mati á aögeröum hinnar nýju stjórnar Carters forseta. Fyrst var könnuö rækilega afstaöa Hvita hússins til sovézk-bandarisku viöræön- anna um takmörkun árásar- vopnabúnaöar. Fyrstu til- lögurnar sem stjórnin I Washington setti fram varöandi endurupptöku þessara viöræöna reyndust ekki hafa aö geyma nein merki um viröingu fyrir þeirri reglu aö skeröa ekki öryggi gagnaöilans, sem var hyrningarsteinn Vladivostdc samkomulagsins. Næst sáust gufa upp kosningaloforöin um aö ekki yröi leyfö aukning á framlögum Bandarikjanna til vigbúnaöar og smiöi nýrra vopnakerfa. I kjölfar þessa fylgdi straumur gamalla og nýrra tillagna um frekari þróun árásarvopnakerfa: B-1 sprengjuflugvélar, eldflauga- kerfi, MC-12a kjarnaodda, o.s.frv. Er búizt viö aö þetta hljóti blessun nýja forsetans. Þetta hefur átt sér staö samfara þvi aö i ljós kemur merking boöskaparins um „hærra siöferöi” I utanrikis- málum. Hann hefur reynzt til- raun hinna nýju stjórnvalda — sem er liöur I innanrikis- stjórnmálunum — til þess aö brýna „hægri öflin” til ihlutunar um innanrikismál sósfalisku rlkjanna og annarra þjóöa, aö þeim rQcis- stjórnum undanskildum sem stjórnvöld i Washington llta á sem skjólstæöinga sina vegna ■ „sérstakra hernaöarlegra hagsmuna” Bandarikjanna. Þessar kröfur náöu hámarki i skýrslu Carters forseta um, hversu miöaöi framkvæmd lokaályktunar Helsinki- ráöstefnunnar, þar sem fram kom hin bandarlska skoöun á ástandi mála, nú þegar Belgradfundur þátttökurikja i Evrópuráöstef nunni um öryggis- og samstarfsmál er aö hefjast. Þaö var ekki erfitt aö spá fyrir um viöbrögö almennings I sósialisku rikjunum viö þessari uppákomu, sem var llkust þvi þegar persónan I bibllunni sá flisina i auga bróöur sins en ekki bjálkann i eigin auga. „Birting hinnar forsetalegu skýrslu var engin tilviljun,” sagöi Moskvublaöiö Pravda. „Þetta var aöeins einn liöur I andsovézkum og andkommúniskum áróöurs- aögeröum, sem háttsettir menn innan núverandi stjórnar hafa gerzt þátt- takendur I....markmiö þeirra er aö beina athygli almennings I auövalds- löndunum frá þeim alvarlegu erfiöleikum sem borgaraleg þjóöfélög eru i vegna mikillar efnahagskreppu og félagslegs óróa.” Yfirlýsingar og um- sagnir framámanna og stjórn- málafréttaskýrenda I Moskvu og öðrum höfuöborgum sóslal- Isku rikjanna i Evrópu leyna ekki hryggö þeirra og for- dæmingu á þvi aö húsbóndinn I Hvlta húsinu skuli hafa fengiö sig til þess aö tengja nafn sitt opinberlega viö skýrslu sem hlýtur að hafa veriö upp- hugsuö af andstæöingum spennuslökunar. Dagblaöiö Oslobodjenje i Belgrad bendir á, aö aögeröir Bandarikjanna séu ekkert annað en ihlutun um innanrikismál annarra landa, og vekur athygli á öörum veikum púnkti I „krossferö” Washington- stjórnarinnar — hún hefur ekki vakiö neina hrifningu I löndum Vestur-Evrópu. Og hefði Hvita húsiö kynnt sér skoöanakannanir heima fyrir, bætir Washington Post viö, heföi þaö komizt aö raun um eftirfarandi viöbrögö I Banda- rikjunum sjálfum: Tveir þriöju Bandarikjamanna vilja að undirritaður sé samningur viö Sovétrlkin um vlgbúnaöar- eftirlit, og flestir eru þvi mót- fallnir aö veriö sé aö taka stjórnvöld I Moskvu I tima um mannréttindamál. Aö sjálfsögöu hefur hin stanzlausa pólitiska sýning á sviðinu i Washington þar sem sveröiö og biblian eru höfö á lofti, vakiö mikla athygli þeirra sem rita um bandarlsk málefni. Þeir hafa þurft aö leggja heilann I bleyti til þess aö sjá hvaö raunverulega býr aö baki hegöun hinna nýju stjórnvalda og til þess aö fá visbendingar um framtlðina. Þaö er skoðun flestra, aö andvanafæddar tilraunir hinna nýju stjómvalda til þess aö ná tökum á kreppuþróun- inni sem nú herjar i Banda- rikjunum: Veröbólgu, atvinnuleysi og óbrúandi bili milli forréttinda fárra og hinna fjölmörgu réttlausu I bandarisku þjóðfélagi, hafi oröiö þeim hvatning til þess aö auglýsa sig útá viö sem „haukarnir” hafa svo gaman af. Á hinn bóginn hljóta menn aö furöa sig á þvi, hvernig þau geta vonazt til þess aö stööva þessa innanrlkishættu meö þvi aö samþykkja meiri eyöslu- fjárlög og gefa „haukunum” lausan tauminn, sem hafa dregið þjóöina út I foræöi „heits”og „kalds” striös oftar en einu sinni á siöustu árum, sem svo mjög hrjáir samvizku Bandarikjamanna og sundrar þjóöinni? Okkur þarf ekki aö undra þótt sérfræöingarnir hafi ekki enn komizt aö lokaniöurstööu. Sumir hneigjast til þess aö álita aö rlkjandi stefna Bandarlkjanna i utanrikis- málum sé þegar komin I ljós. Aörir eru ekkert aö flýta sér aö draga lokaályktunina, vegna þess aö þaö voru ekki þeir m enn sem nú eru viö v öld, semkusu friösamlega sambúö og höfnuöu kjarnorkustyrjöld, heldur sjálf þróun sögunnar, breytt valdajafnvægi og póli- tlskur veruleiki. Hversu mörg hreiður sem ,,haukarnir” kunna ab byggja sér i Hvlta húsinu, segja þeir, mun hús- bóndinn þar aö lokum veröa aö taka tillit til þess sem llfiö sjálft krefst af honum og til hagsmuna Bandarikjamanna sjálfra. Þaö var gaman meðan Nlxon sat I Hvita húsinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.