Fréttablaðið - 23.02.2006, Side 6

Fréttablaðið - 23.02.2006, Side 6
6 23. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR MESTA NÁMSFRAMBOÐ LANDSINS 26. FEBRÚAR NÁMSKYNNING Í HÁSKÓLA ÍSLANDS www.hi.is VINNUMARKAÐUR Starfsmannavelt- an er gríðarleg og aldrei hefur verið jafn erfitt að fá fólk í þjón- ustugeiranum, að mati Jósefs Kristjánssonar, eiganda Bónstöðv- arinnar Hjá Jobba. Þetta á einkum við um störf þar sem launin eru hvað lægst. Jósef hefur sjö til átta menn í vinnu en hefur átt erfitt með að manna þau störf síðustu fimm ár. Hann segir að starfsmannaveltan hjá sér hafi verið tæplega 30 í fyrra. Hann hefur starfað sjálf- stætt frá 1985. „Áður fyrr réð maður Íslend- inga í vinnu og þeir mættu á morgnana á réttum tíma, veikindi voru fátíð og þeir voru mánuð eftir mánuð og jafnvel ár eftir ár í starfi,“ segir Jósef. Síðustu fimm árin hafa nýtileg- ir menn varla fengist til starfa. Jósef segir að þeir sem fáist kunni yfirleitt ekki á klukku og eigi erf- itt með að mæta á réttum tíma á morgnana. Veikindi séu tíð og þeim finnist ekkert að því. „Þeir skila kannski 50-60 pró- senta vinnu og skilja svo ekki neitt í neinu ef það er dregið af launun- um þeirra. Þeir hóta bara að klaga mann fyrir verkalýðsfélaginu,“ segir hann. Jósef bendir líka á að Íslend- ingar séu hættir að segja upp störfum þegar þeir hætti. „Annað hvort hætta þeir að mæta eða til- kynna veikindi og sjást ekki meir. Svo situr maður og bíður. Þegar vika er liðin þá er maður farinn að átta sig en á meðan eru hendurnar bundnar og maður getur lítið gert.“ Jósef hefur fengið starfsmenn að utan og kveðst þá hafa áttað sig á því hvað vinnusiðferði sé og að afköst séu léleg hér á landi. „Það er ekki af því að Íslendingar séu latir til vinnu. Þeir eru bara ekki í vinnunni. Ef maður hefur tíu manns í vinnu eru bara níu við störf hverju sinni. Þess vegna leita fyrirtækin út fyrir landsteinana,“ segir hann. Jósef ætlar að auglýsa eftir starfskrafti í Lettlandi á næst- unni. Hann segir að það borgi sig margfalt. Sú staða sé hins vegar komin upp að erfiðara sé að fá menn frá Eystrasaltslöndunum en fyrir ári síðan. „Það hefur spurst til þessara landa hveru illa mörg íslensk fyrirtæki hafi farið með þessa menn. Þeir koma hingað til að vinna fyrir fjölskyldum sínum og svo sjáum við sóma okkar í því að ræna þetta fólk sem á minna en við með því að borga því undir samningum,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Nýtilegir menn fást tæpast til starfa Aldrei hefur verið jafn erfitt að fá fólk í vinnu og síðustu fimm árin. Afköst og vinnusiðferði hefur versnað til muna. Enginn segir upp, menn láta sig hverfa. VINNUSIÐFERÐI OG AFKÖSTUM HEFUR HRAKAÐ Jósef Kristjánsson, eigandi Bónstöðvarinnar Hjá Jobba, segir að vinnusiðferði og afköstum Íslendinga hafi hrakað bagalega og ætlar að auglýsa eftir starfskrafti í Lettlandi. Hann segir erfiðara að fá fólk þaðan en áður vegna þess hve illa mörg íslensk fyrirtæki hafi farið með starfsmenn frá Eystrasaltslöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÓPAVOGUR Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, tekur á föstudaginn skófl- ustungu að 20 hæða skrifstofu- byggingu á suð- vesturhluta lóðar Smáratorgs í Kópavogi. Bygg- ingin verður hæsta hús á Íslandi eða tæpir 78 metrar á hæð en Hallgríms- kirkjuturn er um 74 metrar. Þá er Smára- torg að fara að byggja tæplega 40 þúsund fer- metra verslunarhús við Vestur- landsveg. Framkvæmdirnar hefj- ast í mars. Smáratorg hefur einnig fest kaup á lóðum á Sel- fossi og í Reykjanesbæ og ætlar að byggja um 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöðvar á hvorum stað. - ghs Skóflustunga við Smáratorg: Hæsta hús á Íslandi til þessa GUNNAR I. BIRGISSON Bæjarstjórinn í Kópavogi, Gunnar I. Birgisson, tekur skóflustungu að hæsta húsi á Íslandi á morgun. FILIPPSEYJAR, AP Í gær var reynt að nota stórtækar vinnuvélar við uppgröft í aurnum sem þurrkaði út bæinn Guinsaugon á Filippseyj- um á föstudag, en öll von um að fleiri fyndust á lífi var svo gott sem úti. Á mánudag heyrðust hljóð ber- ast frá stað þar sem talið var að barnaskóli bæjarins hefði staðið og hafist var handa við að grafa þar, en afar erfitt reyndist að eiga við 35 metra þykkan aurinn. Lík- legt þykir að hljóðin hafi stafað af því að gljúp leðjan var að setjast. Að sögn yfirvalda hafa 107 fundist látnir og um 1.000 manns er sakn- að. - smk Enn leitað í aurskriðu: Ólíklegt að fleiri finnist LEITARFLOKKAR Leitaraðstaða er afar slæm á Filippseyjum þar sem aurskriða þurrkaði út þorp á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Heimili fyrir heila- bilaða hefur verið tekið í notkun í Hafnarfirði. Það verður rekið fyrir framlag á fjárlögum. Það er Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma sem rekur heimilið. Þar er dagvistar- rými fyrir tuttugu heilabilaða, með heimild heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Jóns Kristjáns- sonar. Félagið leigir húsnæðið Drafn- arhús í Hafnarfirði, undir starf- semina, en gert er ráð fyrir 41 milljónar króna framlags af fjár- lögum ársins til rekstursins. - jss Hafnarfjörður: Heimili fyrir heilabilaða SAMGÖNGUMÁL Bæjarstjórn Stykk- ishólms skorar á Vegagerðina að endurgera Stykkishólmsveg þar sem vegurinn sé beinlínis hættu- legur og standi atvinnulífi í bænum fyrir þrifum. Um afleggjara frá Skógar- strönd að Stykkishólmi er að ræða og eru þungatakmarkanir algeng- ar á þessum vegarkafla, sem hefur slæm áhrif á atvinnulífið vegna stóraukinna þungaflutn- inga til og frá bænum. - aöe Bæjarstjórn Stykkishólms: Vill láta laga hættulegan veg DANMÖRK, AP Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, sagði á þriðjudag að dönsk stjórnvöld hefðu „gripið til allra nauðsynlegra ráðstafana“ til að vernda teiknarana sem gerðu teikn- ingarnar umdeildu af Múhameð. Fogh varði jafnframt hvernig ríkis- stjórn hans hefði brugðist við fárinu sem málið hefur valdið. Fogh Rasmussen sagðist harma að múslimar um allan heim hefðu móðgast vegna teikning- anna tólf, sem fyrst birtust í Jót- landspóstinum í september, en ítrekaði að ekki væri hægt að gera ríkisstjórnina ábyrga fyrir því sem frjálsir fjölmiðlar gerðu. ■ Múhameðsteikningamálið: Teiknararnir njóta verndar ÍRAK, AP Ókunnir árásarmenn í lögreglubúningum sprengdu í gærmorgun tvær sprengjur í einni frægustu sjíamosku Íraks, Askariya í Samarra- borg. Skemmdist gullslegið hvolfþak moskunnar mikið í árásinni. Þótt enginn hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni töldu margir sjíar að öfgafullir súnníar úr samtökum á borð við al-Kaída hefðu staðið á bak við hana. Í kjölfarið flykktust tugþús- undir sjía út á götur fjölmargra borga í Írak og mótmæltu árásinni, sem var sú þriðja á sjíamúslima á jafn mörgum dögum. Minnst 34 manns hafa fallið í árásunum. Jalal Talabani, forseti Íraks, varaði við borgarastyrjöld og leiðtogar sjía skoruðu á fólk að halda stillingu sinni, en án árangurs. Í hefndarskyni báru sjíar eld að einum helgasta stað súnnía í útjaðri Basra síðdegis í gær og réðust jafnframt að 29 moskum víðs vegar um landið. Lögreglan taldi líklegt að einhverjir sjíar hefðu grafist inni í Askariya-moskunni þegar hluti hennar hrundi, en engin fórnarlömb höfðu fundist í gær- kvöld. - smk Átök magnast milli sjía og súnnía í Írak: Varað við borgarastyrjöld SPRENGINGUM MÓTMÆLT Sjíamúsli- mar í Írak flykktust út á götu í gær til að mótmæla sprengingu í gærmorgun sem skemmdi eina helgustu mosku sjía í Sam- arra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL Tveir þeirra sem áttu hæstu kauptilboð í 28 af 43 parhúsalóðum í Úlfarsfell reka byggingarfyrirtæki, rétt eins og sá sem bauð í allar einbýlishúsalóð- irnar. Annar þeirra, Bjarni Tómas- son, segir að þeir bíði eftir niður- stöðu borgaryfirvalda áður en þeir taki ákvörðun um framhaldið. Tilboð þeirra námu frá tæpum 20,3 milljónum til tæplega 27,6 milljóna. Aðrir tveir umsækjend- ur sem áttu hæsta tilboð í ellefu lóðir geta valið úr þeim fái þeir aðeins að kaupa eina. Í hvorugan þeirra náðist og því ekki staðfest hvort þeir séu einnig í byggingar- iðnaðinum. Tilboðin ellefu námu öll tæpum 20,2 milljónum. Eiríkur Elís Þorláksson, lög- maður með sérfræðiþekkingu í útboðsrétti, segir óvarlegt af borg- inni að hafna tilboðum mannanna. Taka hefði átt fram í útboðsgögn- um að einungis væri gert ráð fyrir einni lóð á hvern umsækjanda. „Hæstiréttur hefur litið svo á að sveitarfélög séu bundin af þeim forsendum sem þau gefa í útboðsskilmálum. Í þessu tilviki er ekkert þar sem heimilar að til- boðum sé hafnað á þessari for- sendu,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er gert ráð fyrir að hægt sé að bjóða í fleiri en eina lóð og leyfi- legt að falla frá tilboðum fái menn fleiri en eina, en þeim er ekki skylt að gera það.“ Hann segir þá sem taka þátt í útboði verða að geta áttað sig á þeim leikreglum sem gilda með því að lesa útboðs- skilmálana. - gag Hæstbjóðendur í parhúsalóðir í Úlfarsfelli líka byggingaverktakar: Buðu hæst í 28 af 43 lóðum ÚLFARSFELL 313 buðu í lóðirnar 120. Einn átti efsta boðið í allar utan einnar einbýlishúsa- lóðarinnar. Tveir buðu saman hæst í 28 af 43 parhúsalóðum. ÞK Verk átti hæsta boð í 15 af 24 fjölbýlishúsalóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. KJÖRKASSINN Ætlar þú í utanlandsferð í sumar? Já 62% Nei 38% SPURNING DAGSINS Í DAG Heldur þú að efnahagsástandið fari versnandi? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.