Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2006, Qupperneq 75

Fréttablaðið - 23.02.2006, Qupperneq 75
 23. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR46 HANDBOLTI Hin örvhenta suðurkór- eska stórskytta Kyung-Shin Yoon samdi í gær við Hamburg fram á sumar 2008 en hann hefur leikið með Gummersbach síðustu tíu ár við mjög góðan orðstír. Hann var aftur á móti mjög ósáttur við þann samning sem Gummersbach bauð honum og því ákvað hann að söðla um. Yoon var kostur númer tvö hjá Hamburg því félagið reyndi fyrst að fá Ólaf Stefánsson en hann hafnaði tilboði félagsins. Við brotthvarf Yoons vaknar sú spurning hver eigi að leysa hann af hjá Gummersbach. Nú þegar er orðrómur farinn af stað um að það verði Ólafur Stefánsson en í nokkurn tíma hefur verið rætt um að hann sé á leið til Þýskalands á ný. Það sem ýtir enn frekari stoð- um undir orðróminn að hann fari til Gummersbach er sú staðreynd að Alfreð Gíslason er að taka við liðinu. Hann stýrði Ólafi hjá Magdeburg á sínum tíma og gekk samstarf þeirra vel og Ólafur hefur áður talað um að hann væri vel til í að starfa aftur með Alfreð. - hbg Kyung-Shin Yoon samdi við Hamburg til ársins 2008 Ólafur í stað Yoon? Á LEIÐ TIL ÞÝSKALANDS Á NÝ? Ólafur Stef- ánsson er orðaður við Gummersbach sem arftaki Yoon. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Einn af forystumönnum þýska græningjaflokksins vill að Heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu verði aflýst ef fuglaflensan fyrirfinnst í Þýskalandi. Heims- meistaramótið á að fara fram 9. júní til 9. júlí næstkomandi í land- inu en þessi orð hafa ekki vakið mikla lukku meðal knattspyrnu- unnenda. „Flensan er til staðar og stór atburður mun eiga sér stað í land- inu, að því gefnu verðum við að skoða það vel að aflýsa mótinu,“ sagði Baerbel Höhn leiðtogi þing- nefndarinnar fyrir landbúnað í gær. Hohn bætti við að lítið mál yrði að fresta mótinu og að það yrði gert í þágu almennings en knatt- spyrnuáhugamenn í Þýskalandi eru æfir vegna þessara orða. - hþh Þýskur stjórnmálamaður: Vill aflýsa HM FÓTBOLTI Rafael Benitez hefur varið þá ákvörðun sína að láta fyrirliðann Steven Gerrard byrja á varamannabekk liðsins gegn Benfica í Meistaradeildinni í fyrradag. Gerrard kom inn á þegar um tíu mínútur voru til leiksloka en án hans var Liverpool ekki upp á sitt besta. Fyrirliðinn var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn en hefði hugsanlega getað byrjað. „Ég vil frekar eiga kost á því að hafa Gerrard til taks næsta mán- uðinn en bara í þessum leik,“ sagði Benitez eftir leikinn og sagðist standa við sína ákvörðun. „Hann var ekki 100% heill og ég er ekki mikið fyrir að taka áhættu.“ - vig Rafael Benitez um Gerrard: Vildi ekki taka áhættuna Á BEKKNUM Gerrard leiddist að minnsta kosti ekki með Dietmar Hamann á bekkn- um gegn Benfica. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Mohammed Sissoko, leik- maður Liverpool, er ennþá á sjúkrahúsi í Portúgal eftir meiðsli sem hann hlaut í 1-0 tapleiknum gegn Benfica á þriðjudaginn. Sissoko fékk spark í augað frá miðjumanni Benfica, Beto, og er með skaddaða sjónhimnu. Malíbúinn fer líklega til Eng- lands í dag þar sem hann mun gangast undir frekari rannsóknir en ekkert hefur heyrst um það hversu lengi Sissoko verður frá. „Skórinn minn fór í andlitið á Sissoko og opnaði stóran skurð við augað á honum. Ég vil biðjast inni- lega afsökunar, ég ætlaði alls ekki að meiða hann. Þetta var dæmi- gerð barátta um boltann og þetta getur alltaf gerst,“ sagði Beto, sem varð fyrir því óláni að sparka í hinn 21 árs gamla miðjumann. - hþh Meiðsli Mohammed Sissoko: Með skaddaða sjónhimnu BETO Sést hér biðja Sissoko afsökunar. NORDICPHOTOS/AFP Meistaradeild Evrópu: CHELSEA-BARCELONA 1-2 1-0 Tiago Motta, sjálfsmark (59.), 1-1 John Terry, sjálfsmark (71.), 1-2 Samuel Eto´o (80.) AJAX-INTER 2-2 1-0 Huntelaar (16.), 2-0 Rosales (20.), 2-1 Dejan Stankovic (49.), 2-2 Julio Cruz (86.) WERDER BREMEN-JUVENTUS 3-2 1-0 Christian Schulz (39.), 1-1 Pavel Nedved (73.), 1-2 David Trezeguet (82.), 2-2 Tim Borowski (87.), 3-2 Johan Micoud (90.). RANGERS-VILLARREAL 2-2 0-1 Juan Roman Riquelme, víti (8.), 1-1 Peter Lov- enkrands (22.), 1-2 Diego Forlan (35.), 2-2 Juan Manuel Pena (82.) Enska úrvalsdeildin: NEWCASTLE-CHARLTON 0-0 Þýski handboltinn: GÖPPINGEN-KIEL 30-39 Jaliesky Garcia Padron komst ekki á blað hjá Göppingen í leiknum en Andrius Stelmokas skor- aði fjögur mörk. MELSUNGEN-MAGDEBURG 27-28 Sigfús Sigurðsson lék ekki fyrir Magdeburg en Arnór Atlason skoraði fjögur mörk. DUSSELDORF-GUMMERSBACH 22-32 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk og Róbert Gunnarsson sjö. FLENSBURG-GROSSWALLSTADT 35-28 Einar Hólmgeirsson skoraði sex mörk fyrir Gross- wallstadt í leiknum. KRONAU/ÖSTRINGEN-NORDHORN 30-28 Iceland Express-deild kvk: KR-KEFLAVÍK 38-93 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Werder Bremen tókst á ótrúlegan hátt að sigra Juventus í Þýskalandi. Christian Schulz kom Bremen yfir en Pavel Nedved og David Trezeguet skoruðu fyrir Juventus. Þegar skammt var eftir jafnaði Tim Borowski og á meðan stuðnings- menn þýska liðsins fögnuðu skoraði Johan Micoud sigurmark Bremen og allt ætlaði um koll að keyra í Þýskalandi. Ajax og Inter Milan gerðu 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik í Hollandi. Klaas-Jan Hunt- elaar skoraði glæsilegt mark og kom heimamönnum yfir áður en Mauro Rosales jók enn á vand- ræði Inter. Stankovic minnkaði muninn í byrjun síðari hálfleiks og Julio Cruz jafnaði svo metin undir lok leiksins og þar við sat. Villarreal og Rangers gerðu jafntefli í fjörugum leik í Skot- landi en spænska liðið komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar Juan Roman Riquelme skoraði úr víti. Rangers náði að jafna skömmu síðar þegar Peter Lövenkrands skoraði en markahrókurinn Diego Forlan náði forystunni jafn harðan fyrir gestina. Undir lok leiksins tókst Rang- ers aftur á móti að jafna metin en fékk til þess hjálp frá Juan Manuel Pena sem setti boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Thomas Buffel og jafntefli því niðurstað- an í Skotlandi. - hþh Meistaradeild Evrópu í gær: Dramatískur sigur Bremen ALLT Í JÁRNUM HJÁ INTER OG AJAX Javier Zanetti og Maduro í leiknum í gær. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Það var gríðarleg stemn- ing á Stamford Bridge í Lundún- um í gær þegar fyrri viðureign Chelsea og Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fór fram. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea sem mátti sætta sig við eins marks tap, 1-2, eftir að hafa leikið manni færri í 53 mínútur. Grasið á Stamford Bridge hafði verið mikið í umræðunni fyrir leikinn og því kom lítið á óvart að sjá völlinn fyrir leikinn en hann var rennblautur og pollar á stöku stað. Mikil grimmd var í leikmönn- um beggja liða strax í upphafi og jafnræði með liðunum lengstum í fyrri hálfleik. Sóknarlotur Barca voru þó skæðari og í tvígang komst Ronaldinho í ákjósanleg færi en hann var klaufi í fyrra skiptið og Petr Cech varði svo frá- bærlega frá honum í seinna fær- inu. Chelsea gekk ekkert að skapa sér færi að sama skapi. Vendipunktur leiksins kom á 37. mínútu þegar norski dómar- inn Terje Hauge rak spænska bakvörðinn Asier Del Horno hjá Chelsea af leikvelli fyrir brot á Lionel Messi. Brotið leit vissu- lega illa út en hefði í raun aldrei átt að vera annað en gult spjald. Flæði leiksins og taktur breyttist eðlilega í kjölfarið en Jose Mour- inho, stjóri Chelsea, neyddist til að breyta leikskipulaginu og Joe Cole var því fórnað fyrir Ger- emi. Ræða Mourinho í hálfleiknum hefur verið kröftug því leikmenn Chelsea byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þessi mikli kraftur leikmanna Chelsea skilaði þeim síðan marki á 59. mínútu þegar Tiago Motta skoraði sjálfs- mark eftir aukaspyrnu Franks Lampard. Chelsea varð síðan fyrir áfalli tuttugu mínútum fyrir leikslok þegar fyrirliðinn John Terry skall- aði boltann í eigið net eftir auka- spyrnu Ronaldinhos. Aðeins mín- útu síðar var Chelsea stálheppið þegar skot Messi fór í þverslána á Chelsea-markinu. Barcelona hélt áfram að þjarma að Chelsea og eitthvað hlaut undan að láta. Það varð raunin tíu mínút- um fyrir leikslok þegar Samuel Eto´o skoraði með glæsilegum skalla eftir frábæra sókn. Bæði lið léku varlega það sem eftir lifði leiks og það var því mark Eto´o sem skildi liðin að á endanum. Chelsea bíður því verðugt verk- efni í seinni leiknum en hefnd Bar- celona frá því í fyrra var án vafa mjög sæt. henry@frettabladid.is Barca náði fram hefndum Spænska liðið Barcelona hefndi fyrir tapið gegn Chelsea í Meistaradeildinni í fyrra þegar liðið sigraði á Stamford Bridge í gær. Chelsea lék manni færri í rúmar fimmtíu mínútur og það skipti sköpum. GRÁTUR Asier Del Horno grét þegar hann fékk rauða spjaldið og Eiður reyndi að hughreysta hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES BROTIÐ Brot Del Hornos á Messi sést hér vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES SJÁLFSMARK John Terry skorar hér afdrifaríkt sjálfsmark gegn Barcelona í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.