Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 23.02.2006, Qupperneq 26
 23. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR26 BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalfundur Össurar hf. Á dagskrá fundarins verða: Reykjavík 10. febrúar 2006 Stjórn Össurar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.02 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga til breytinga á 1. tl. í gr. 5.01 í samþykktum félagsins sem felst í því að fækka stjórnarmönnum úr sjö í fimm. 3. Tillaga um að heimila stjórn að kaupa eigin bréf félagsins. 4. Tillaga um heimild til stjórnar um að auka hlutafé félagsins um allt að 10% án forgangsréttar. 5. Önnur mál sem eru löglega borin fram. Dagskrá og endanlegar tillögur munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Grjóthálsi 5, Reykjavík, viku fyrir aðalfund og verða auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins, sem er www.ossur.com Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að taka við fundargögnum. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:15 Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn í fundarsal á 2. hæð á Nordica Hóteli, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, föstudaginn 24. febrúar 2006 og hefst hann kl. 8:15 Vi› hjálpum fólki a› njóta sín til fulls Það tekur fimm ár að umturna heiminum, hugmyndafræðilega og siðferðilega. Fimm ár. Heimsfrétt- ir og fréttaskýringar eru nú gerðar úr setningum sem hefðu verið allt að því ósegjandi fyrir fimm árum síðan. Það sem hefur, gróft á litið, verið gert á þessum fimm árum er að skipta heiminum í „okkur“ og „þá“. Og við vitum öll hverjir þeir eru. Og við vitum öll hvernig þeir eru – börnin þeirra skera sig í höf- uðkúpuna með rakhníf eins og mátti á dögunum sjá í ljósmynda- syrpu af daglegu lífi hér og hvar í heiminum. Hvernig gerðist þetta? Hvernig var heiminum skipt upp í kvíar svo snögglega? Með einfaldri tækni sem var enduruppgötvuð í árdaga kvikmyndarinnar og þá kölluð „montage“-skeyting – en hafði áður verið þekkt sem galdrar. Þannig var aldrei sýnt í orði að Saddam Hussein hefði haft hönd í bagga við fall tvíburaturnanna í New York – en það var gefið nógu oft til kynna með myndmáli til að verða viðtekin hugmynd í Bandaríkjunum. Sadd- am, Bin Laden, 911. 911, Bin Laden, Saddam. Það voru ekki bara dag- blöð og sjónvarpsstöðvar sem stunduðu þessa vel kunnu mynd- sköpun, heldur og Bandaríkjaher sjálfur, í skæslegri auglýsingaher- ferð (auglýsingastofan Leo Bur- nett hefur séð um markaðssetn- ingu hersins upp á síðkastið. Meðal annarra viðskiptavina hennar eru Kellogg‘s, Visa, McDonalds, Coca- Cola, Philip Morris og Walt Disney. Betur má þó ef duga skal og verður samningurinn boðinn út á næst- unni. Sjá vefinn army.com.) Saddam, Bin Laden, kallarnir á spilastokknum (Bandaríkjaher dreifði spilastokk á meðal her- manna með fyrirmönnum í ríki Saddams Hussein, í mikilvægis- röð), Tsjetsjenar, Palestínumenn – þetta liggur allt ljóst fyrir, þeir líta allir eins út. Fimm ár, þetta var auðvelt. Og þá, þegar frjálslyndi lýðræð- issinninn Egill Helgason og súr- realistinn Sjón hafa fallið fyrir myndunum, kalla Friedrich Nietzsche til vitnis og hrópa „Lifi málfrelsið – leyfum þeim að móðg- ast“, „Birtum fleiri skopmyndir“ og „Hættum griðkaupum“ (þetta eru fyrirsagnir á nýlegum pistlum Egils Helgasonar á Vísi.is og eru einkum merkilegar fyrir það hve vandræðalaust hann beitir 1. og 3. persónu fleirtölu) – þá er kominn tími fyrir næsta fasa, segir Banda- ríkjastjórn, og tilkynnir: Við eigum ekki lengur í „stríði gegn hryðju- verkum“. Við erum nú stödd í „stríðinu langa“ – „the Long War“. Og það mun vara í áratugi, spáir varnarmálaráðuneytið í skýrslu sem það sendi frá sér í síðustu viku (Quadrannial Defense Review Report). Meðal atriða sem skýrsl- an tiltekur í slagorðakenndri sundurliðun þróunarinnar eru: Frá takti friðartíma – til tíma- skeiðs hins óvænta og óvissa. [From a peacetime tempo – to an era of surprise and uncertainty.] Frá viðbrögðum eftir að neyð- arástand skapast – til fyrirbyggj- andi aðgerða svo vandamál verði ekki að neyðarástandi. [From responding after a crisis starts (reactive) – to preventive actions so problems do not become crises (proactive).] Frá herjum hæfum til orrustu (friði) – til herja sem hafa harðnað í orrustum (stríðs). [From a battle- ready force (peace) – to battle- hardened forces (war).] Ennfremur gerir skýrslan ljóst að bardagar í Afganistan og Írak séu aðeins upphafið á stríði sem verði langtum víðfeðmara, og lang- vinnara, en þessar fyrstu lotur. Nú eru þetta ekki tíðindi fyrir alla. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra, sem skrifar undir skýrsl- una, er meðlimur í samtökum sem kalla sig Project for the New American Century. Samtökin voru stofnuð árið 1997 og hafa að mark- miði að tryggja hnattlæg yfirráð Bandaríkjanna á 21. öldinni. Aðrir meðlimir eru m.a. Dick Cheney, og hugsuðurinn Francis Fukuyama sem í lok síðustu aldar lýsti yfir endalokum sögunnar. Á heimasíðu samtakanna – www. newamericancentury.org – má lesa stefnuyfirlýsingu og greinar um einstakar aðgerðir, nauðsynlegar til að „byggja á þeim árangri sem náðist á síðustu öld og tryggja öryggi okkar og mikilleik á þeirri næstu“: Stríð í Írak. Stríð í Íran. Stríð í Kóreu. Og svo framvegis, þar til meðlimum samtakanna þykir einsýnt að Bandaríkin munu þurfa að sýna Kína styrk sinn. Þannig er hugmyndin um „stríð- ið langa“ ekki ný eða óvænt: En framsetningin er það. Að ríkis- stjórnin, sem reyndi að draga dul á raunverulegar hvatir til innrásar í Írak fyrir þremur og fjórum árum síðan, telji nú hina hugmynda- fræðilegu nýsköpun nógu langt komna til að tala svo purrkunar- laust um langtímaásetning sinn. Egill Helgason, Sjón og aðrir sem telja brýnna að sýna Múslim- um hvar Vesturlönd keyptu mál- frelsið en sýna þeim sömu mann- virðingu og Egill Helgason heimtaði nokkrum vikum fyrr af DV, þá í garð innfædds Íslendings, sem áreiðanlega var frjálslyndur, lýð- ræðissinnaður og kristinn – eru til marks um árangur Bandaríkja- stjórnar í baráttunni um hug og hjörtu. Egill: Þegar þú þarft að vitna í Nietzsche til að verja frjálslyndi og lýðræði, þá er eitthvað skrítið að ske. ■ Siðferðisvísitalan Egill Helgason UMRÆÐAN STRÍÐIÐ LANGA HAUKUR MÁR HELGASON HEIMSPEKINGUR Hvernig gerðist þetta? Hvernig var heiminum skipt upp í kvíar svo snögglega? Með einfaldri tækni sem var enduruppgötvuð í árdaga kvikmyndarinnar og þá kölluð „montage“-skeyting – en hafði áður verið þekkt sem galdrar. Mig langar í þessum orðum að leið- rétta og auka þekkingu Sigrúnar Elsu Smáradóttur sem ritaði pistil í Fréttablaðið 9. febrúar 2006. Þekking Sigrúnar á þörfum ungra barna og daggæslu almennt virðist vera ákaflega sorgleg. Að slík skrif skuli berast frá konu sem þá var í prófkjöri, þar sem hún rakkar niður heila stétt dagfor- eldra í Reykjavík er bara með ein- dæmum. Ef þetta er stefna Sam- fylkingarinnar, þá munum við dagforeldrar hugsa okkur vel um áður en við kjósum. Flestir vita að daggæsla í heimahúsi fer fram hjá einu dag- foreldri sem sinnir fimm börnum yfir daginn, oftast á heimili sínu, úti sem inni. Ung börn dafna betur þar sem ekki eru tíð mannaskipti heldur sami aðili sem sinnir þeim, svo að börnin nái að tengjast við- komandi. Á leikskólum eru oft tíð mannaskipti, ungt reynslulaust fólk, sumarafleysingar og meiri ys og hávaði. Sigrún talar um að það séu tveir starfsmenn með barni eða barnahópi? Hvort heldur er það? Ég veit það. Ekki tveir starfs- menn á barn, svo mikið er víst. Á mörgum leikskólum er ein mann- eskja sem skilar börnum síðasta klukkutímann. Þá ekki sama mann- eskja og sú sem sinnir þeim yfir daginn. Flest ung börn veikjast oftar og þurfa lyf. Þau eru gefin hjá okkur, sjaldan á leikskólum. Starfsfólk á leikskólum veikist líka. Ef börnin veikjast ekki að sama skapi og mannekla er, hvað er þá gert? Hvað er gert ef fólk fæst ekki til starfans? Hvað er gert ef verkfall starfsfólks er? Það eru fjórir starfsdagar á ári, hvar eru þau þá? Þau eru send heim! Á það minnist Sigrún ekki. Dagforeldrar eru flestir for- eldrar sjálfir, með reynslu, mennt- un og þroska til umönnunar barna. Þeir sækja námskeið, slysavarnar- námskeið á 3 ára fresti, fá læknis- vottorð og sakavottorð fyrir sig og heimilisfólk sitt eldra en 18 ára. Það er óboðað eftirlit þrisvar á ári, en ein heimsókn á leikskóla, boðuð með mánaðar fyrirvara. Sakavott- orðs er ekki krafist í umsókn um starf á leikskóla. Hvað er gert ef barn slasast hjá dagforeldrum og leikskólum? Það er hringt í foreldra eða 112. Slys á börnum á leikskólum eru mun fleiri en hjá dagforeldrum, aldurs- hópurinn líka breiðari. Hæfni í starfi, þekking á umönnun barna og að meta hvað skal gera ef slys ber að, lærist okkur sem öðrum. Það er hægt að ná í okkur að kvöldi og um helgar ef þörf er á vegna upplýsinga. Starfsemi dagforeldra á Norðurlöndum er víða blómleg og margir kjósa umhverfi dagfor- eldra þar, frekar en stofnanir. Á það minnist Sigrún ekki. Metnaður í starfi, gott skipulag og yfirsýn, þarf til að sinna þessu starfi. Því meiri metnaður, því betra starf og það skiptir máli, þar sem atvinna helst þá stöðug hjá viðkomandi. Börn eiga að taka sumarfrí að lágmarki einn mánuð á ári. Á sumum leikskólum er ekkert val um tíma. Oftast er um að ræða sama tíma ár hvert og getur verið bagalegt að biðja alltaf um frí á sama tíma ár hvert á vinnustað, þar sem ætlast er til að fríin rúlli á milli manna. Ég vil minna Sigrúnu á, að ung börn eru ekki heybaggar sem planta skal í hlöðu yfir veturinn. Þau eru málleysingjar sem taka skal tillit til og oft er stofnun ekki besti valkostur fyrir ung börn. Því verður sú þjónusta sem við veit- um, aldrei sambærileg við leik- skóla. Hjá mér eru þessa stundina börn í gæslu á aldrinum 14 mánaða til 2 ára og fara ekki í leikskóla fyrr en í vor eða haust. Þar fór 18 mánaða viðmiðið! Við þökkum Sigrúnu fyrir grein, sem sýnir svo ekki verður um flúið, hennar annmarka við mat á starfi heillar starfsstéttar. Það væri nær fyrir þig og kollega þína að stuðla að fleiri veikindadögum handa foreldrum barna, enda kom- inn tími til. Þar erum við Íslendingar aftarlega á merinni. Höfundur er fimm barna móðir í Reykjavík og hefur starfað sem dagforeldri til margra ára. ■ Þekkingarleysi á þörfum ungra barna Ályktun fundar SPOEX, haldinn á Akureyri 14. febrúar 2006. Samtök Psoriasis og exemsjúklinga – SPOEX, krefjast þess að að stjórn FSA gefi skýr svör til húðsjúklinga á Norð- urlandi um úrbætur og tímasetningu á væntanlegri göngudeild fyrir psoriasis- og exemsjúklinga. Óviðunandi er að í stærsta byggðarlagi landsbyggðarinnar séu engin úrræði á vegum FSA. Ljóst er að á næstu vikum og mánuðum, munu húðsjúklingar neyðast til að flykkjast suður í meðferð á kostnað hins opin- bera, af þessum sökum. F.H. SPOEX Valgerður Auðunsdóttir, formaður SPOEX. UMRÆÐAN DAGFORELDRAR KOLBRÚN H. GUNNARSDÓTTIR Ég vil minna Sigrúnu á, að ung börn eru ekki heybaggar sem planta skal í hlöðu yfir vet- urinn. Þau eru málleysingjar sem taka skal tillit til og oft er stofnun ekki besti valkostur fyrir ung börn. Því verður sú þjónusta sem við veitum, aldrei sambærileg við leikskóla. NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.