Fréttablaðið - 23.02.2006, Page 18

Fréttablaðið - 23.02.2006, Page 18
 23. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR Þriggja daga vitnaleiðslum í Baugsmálinu lauk í gær, en í dag hefst málflutn- ingur setts saksóknara og verjenda í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tekist er á um það annars vegar hvort málsgögn eru nægjanlega trúverðug til sakfellingar vegna tollsvika og rang- færslna skjala við innflutn- ing á nokkrum bifreiðum frá Bandaríkjunum. Hins vegar er verkefni dómara að skera úr um sekt eða sakleysi fjögurra sakborn- inga sem gefið er að sök að hafa brotið gegn lögum um ársreikninga og refsi- verða háttsemi um bókhald, ársreikninga eða tilraunir til að fela auðgunarbrot samkvæmt ákvæðum hegn- ingarlaga. Fjöldi vitna hefur verið til kallað- ur um síðarnefndu ákæruatriðin. Þar er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Tryggva Jóns- syni, þáverandi aðstoðarforstjóra, í fjórum ákæruliðum gefið að sök að hafa lagt fram rangar og vill- andi upplýsingar um kröfur í efna- hagsreikningi Baugs, sem ákæru- valdið telur meira og minna vera ólögmæt lán til þeirra. Sömuleiðis er endurskoðendunum Stefáni Hilmari Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur gefið að sök að hafa brotið lög um ársreikninga með því að árita án fyrirvara ársreikn- inga án þess að gerð væri grein fyrir meintum lánveitingum til starfsmanna eða stjórnenda, jafn- vel svo hundruð milljónum króna skiptir. Innri starfsreglur Baugs Óskar Magnússon var stjórnarfor- maður Baugs árið 1998 og 1999 og kom að gerð ársreikninga fyrir fyrra árið. Hann var höfundur innri starfsreglna Baugs sem á þeim tíma heimiluðu allt að 25 milljóna færslur á viðskiptareikn- inga stjórnenda. Óskar kom fyrir réttinn í gær og kannaðist við að færslur hefðu farið fram meðal annars milli Gaums og Baugs. Baugur hefði átt í viðskiptum við félög sem eigend- urnir áttu jafnframt og reynt hefði verið að tryggja að eigendurnir sætu ekki beggja vegna borðsins. Sem dæmi hefði Gaumur annast verkefni, eins og leigusamning í Smáralind, sem Baugur hefði síðan tekið við. Ekki kannaðist Óskar við heimild til að hækka viðskiptaheimildir stjórnenda og starfsmanna upp fyrir 25 milljón- ir króna í sinni tíð, en Óskar hætti hjá Baugi í árslok 1999. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Þorgeir Baldursson, prentsmiðjustjóri í Odda, sögðu sig bæði úr stjórn Baugs snemma árs 2003 eftir að upplýsingar af stjórnarfundi Baugs komust í fjölmiðla. Þau báru bæði vitni í Baugsmálinu í gær. Þau könnuðust bæði við skýrslur sem kynntar voru í stjórn Baugs fyrri hluta ársins 2002 um uppgjör á viðskiptamannareikn- ingum stjórnenda. Aðspurð sagði Guðfinna að ekki væri algengt að ræða stöðu á viðskiptamanna- reikningum á stjórnarfundum. Glögg mynd Ólafur Kristinsson, löggiltur end- urskoðandi hjá endurskoðunarfyr- irtækinu PricewaterhouseCoopers kom fyrir réttinn, en hann hefur unnið greinargerð fyrir verjendur sakborninga. Á honum mátti skilja að ákærðir endurskoðendur Baugs hefðu gefið glögga mynd af efna- hag félagsins. Glögg mynd væri sú sem nægði upplýstum lesanda ársskýrslu til að taka ákvörðun og gæti lesandinn treyst því að ekki væru þar skekkjur sem yrðu til þess að hann tæki aðra ákvörðun ef hún yrði honum ljós. Í lögum um ársreikninga segir að tilgreina skuli sundurliðað fjár- hæðir lána sem veitt hafi verið stjórnendum félags eða móður- félags vegna tengsla þessara aðila við félögin. Ólafur sagði að 104. grein laga um hlutafélög styddi að viðskiptalán til stjórnenda gætu talist eðlileg viðskipti og því ekki skylt að sérgreina sem lán í árs- skýrslu. Tekist er á um þetta í réttar- höldunum. Fyrir réttinn kom Sig- urður Einar Steindórsson, endur- skoðandi hjá Deloitte og Touche, en hann og fleiri hjá Deloitte hafa unnið fyrir embætti Ríkislög- reglustjóra varðandi Baugsmálið. Í réttinum sagði Sigurður að kröf- ur á viðskiptamannareikningum stjórnenda gætu flokkast sem lán ef þær féllu ekki undir regluleg viðskipti. Málflutningur í dag Meðal vitna í gær voru Linda Jóhannsdóttir og Jóhanna Waag- fjörð, fyrrverandi fjármálastjórar Baugs. Hvorug þeirra kannaðist við að staða Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar á viðskiptamannareikn- ingi Baugs hefði þótt óeðlileg. Linda sagði að í lögregluyfir- heyrslu hefði henni ekki verið kynnt efni 104. greinar bókhalds- laga um undanþágur til lánveit- inga. Málflutningur í Baugsmálinu verður í dag og að honum loknum verður málið tekið í dóm. Það er tvískipt; annars vegar meint toll- svik og rangfærsla skjala en hins vegar meint brot á lögum um árs- skýrslur og bókhald samkvæmt hegningarlögum. Afar ólíklegt verður að teljast að málinu verði vísað frá dómi, enda hefur Hæsti- réttur komist að því að ákærulið- irnir átta séu tækir til efnislegrar meðferðar og dóms. Ólögleg lán eða lögleg viðskipti sakborninga ÓSKAR MAGNÚSSON, FYRRVERANDI STJÓRNARFORMAÐUR BAUGS Óskar samdi upphaflega innri starfsreglur fyrir stjórn- endur Baugs, sumpart til þess að tryggja að þeir væru ekki beggja vegna borðs í viðskiptum félaga í eigu þeirra sjálfra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞORGEIR BALDURSSON PRENTSMIÐJU- STJÓRI Þorgeir gengur úr réttinum eftir að hafa borið vitni. Hann gekk úr stjórn Baugs líkt og Guðfinna 2003 eftir að gögn af stjórnarfundi birtust í fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUÐFINNA BJARNADÓTTIR, REKTOR HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK Guðfinna bar vitni í Baugsmálinu í gær en hún sagði sig úr stjórn félagsins í mars 2003. Í baksýn sést Pétur Guðgeirsson dómsforseti og skjalamöppurnar í Baugsmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BAUGS M Á L I Ð FRÉTTASKÝRING JOHANN HAUKSSON johannh@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.