Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 23. febrúar 2006 Flottir bolir, þröngar buxur og hliðartöskur eru dæmi um indie-tísku. Undanfarin misseri hefur indie- tískan verið að brjótast fram í Bandaríkjunum, Evrópu og þar með einnig á Íslandi. Nýjar búðir eru opnaðar hver á fætur annarri í miðbæ Reykjavíkur með rokkaðri indie-tísku sem sækir mikið af áhrifum sínum aftur til fortíðar. Indie-fyrirbærið er í raun ekki nýtt af nálinni. Indie er stytt- ing á enska orðinu ind- ependent og á rætur sínar að rekja til listastefnu í bókmenntum, tónlist og kvikmyndum. Í fyrstu var indie notað yfir listamenn sem unnu sjálfstætt og gáfu flest allt út á sínum vegum eða smærri útgáfu- fyrirtækja. Í dag hefur indie orðið að alþjóðlegu hugtaki, oftast yfir það sem ekki er hefðbundið og mjög almennt. Með sífelldri afturhvörf auk meiri rokk og ról áhrifa í tísku- heiminum hefur indie-stimpillinn einnig fests við ýmsa tísku- strauma. Flottir bolir og peysur, þröng- ar buxur, Converse-skór, hliðar- töskur, hálsklútar, pils, kjólar og miklar perlufestar og hálsmen eru dæmi um indie-tískuna, sömu- leiðis hljómsveitabolir og peysur. Eigum mikið úrval af hárspöngum og löngum festum í öllum gerðum Hárspangir frá kr 290 Kynning í dag og á morgun Snyrtifræðingur frá Dior verður á staðnum og býður upp á húðgreiningu og aðstoð við val á förðunarvörum. Ef keyptar er tvær Dior vörur fylgir falleg taska ásamt maskara og augnhreinsivatni.* *Gjöfin fylgir á meðan birgðir endast. í snyrtivöruversluninni Glæsibæ Á herratískusýningum fyrir næsta vetur 2006-7 mátti sjá nokkra byltingu hjá einu elsta tískuhúsi Parísar, Lanvin. Alber Elbaz, hönn- uður Lanvin, hefur um nokkurt skeið umbylt þessu gamla tískuhúsi sem var á fallanda fæti með einni af alflottustu kvenhönnun sem finna má í tískuheiminum í dag. Veltan hefur margfaldast á nokkrum árum og heldur enn áfram að vaxa og saumastofur hafa vart undan að framleiða. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær stjórnendur Lanvin, en ekki má gleyma að það var fyrsta franska tískuhúsið sem bauð upp á herratísku, vildu poppa upp herralínu tískuhússins. Með hina kínversku madame Wang í fararbroddi sem er eigandi Lanvin. Hún er ótrúleg týpa á sjötugsaldri sem ég hef hitt nokkrum sinnum á „show-roomi“ Lanvin, með svört kolastrik í kringum augun og viskí- rödd eins og Bonnie Tayler þegar hún hlær sjóaralega. Alber Elbaz fékk í lið með sér Lucas Ossendrijver sem hefur meðal annars verið aðstoðarmaður Hedi Slimane hönnuðar herralínu Dior sem hefur átt herratískuheiminn undanfarin ár. Saman reyndu þeir að afmá dálítið stirða og þreytta ímynd Lanvin án þess að gleyma glæsileika og fágun Lanvin, bæði fyrr og nú. Elbaz notast nær ein- göngu við hrein efni svo sem silki, satín, kasmírull og hör og þetta mátti sjá í herrasilkibuxum og silkiíþróttaskóm sem og smóking í prjónaefni. Ekki má heldur gleyma tvíhnepptum peysum eða slauf- unni sem er eitt af einkennum Lanvin frá tímum stofnanda hússins, Jeanne Lanvin í lok 19. aldar. Líkast er sem slaufurnar og borðarnir af kjólum Lanvin séu komin um hálsinn á karlmönnum svo nú geta karlarnir passað við konurnar þegar farið er út. Annars eiga margir hönnuðir það sameiginlegt að vera fastir á ein- hverju drengjaskeiði frá árunum 60-70. Bæði á það við um Hedi Sli- mane hjá Dior og Stefano Pilati hjá YSL. Sá fyrrnefndi hverfur þó næsta vetur frá níðþröngu bítlabuxunum og hækkar buxnastrenginn. Það er helst að Jean-Paul Gaultier skeri sig úr og hann gælir enn við mörkin milli hins kvenlega og karllega eins og nýja ilmvatnið Gaultier2 gerir. Í þetta skiptið gekk hann alla leið með því að bjóða upp á herralínu sem sömuleiðis er ætluð konum enda voru bæði karl- og kvenfyrirsætur á tískusýningu hans. Nýjungin var buxnapils fyrir karla. Á meðan virðist John Galliano, hönnuður kvenlínu Dior, færast nær karlmannlegri tísku fyrir sitt eigið tískuhús, John Galliano, og held ég að enn eigi Galliano flottustu herranærfötin sem eru litrík og hægt að nota jafnt sem nærföt eða sundskýlu í vetrarfríinu næsta vetur. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Elbaz gælir við herrana Indie-tískan rokkar Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS TÍSKUVIKUBRJÁLÆÐIÐ HELDUR ÁFRAM OG ER NÚ ER KOMIÐ AÐ MÍLANÓ- BORG AÐ LÁTA LJÓS SITT SKÍNA, ÖÐRU SINNI. Hver tískuvikan rekur nú aðra um allan heim. Nú er nýlokið tískuviku í London og fyrir rúmri viku lauk annarri í New York. Á mánudaginn hófst tískuvika í Mílanó en þetta er í annað sinn á þessu ári sem þar fer fram tískuvika. Á fyrri vikunni var áherslan á herratískuna og var hún mun minni í sniðum. Að þessu sinni eru hins vegar mættar á svæðið allar helstu tískugoðsagnir heimsins. Þar ættu allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi en meðal þeirra sem kynna vörulínu sína má nefna Dolce & Gabbana, Armani, Prada og Jil Sanders. Vikan einblínir að mestu á haust- og vetrartískuna en þar sem hún fer fram í hinni seiðandi borg Mílanó má alveg búast við djarfri hönnun. Meira verður fjallað um tískuvikuna í Mílanó hér í Fréttablaðinu á næstu dögum. Tískuvika hefst í Mílanó Félagarnir Domenico Dolce og Stefano Gabbana opnuðu tískuvikuna í Mílanó á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS Perlufestar hafa verið geysivinsælar, sérstaklega í kjölfar „second hand“-bylgjunnar. Stuttur kjóll sem hægt er að nota yfir buxur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.