Fréttablaðið - 23.02.2006, Side 56

Fréttablaðið - 23.02.2006, Side 56
 23. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR28 timamot@frettabladid.is TILBOÐ Á LEGSTEINUM, FYLGIHLUTUM OG UPPSETNINGU 10-50% AFSLÁTTUR Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hreinn Þorvaldsson Skagfirðingabraut 49, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks föstudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Guðrún Þrúður Vagnsdóttir Þorvaldur Leifur Hreinsson Liz Hreinsson Birgir Örn Hreinsson Auður Sigríður Hreinsdóttir Bjarni Már Bjarnason Halldís Hulda Hreinsdóttir Rúnar Þór Jónsson Friðrik Hreinn Hreinsson Ástrós Guðmundsdóttir afabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Einar J. Gíslason bifreiðastjóri, Ásvegi 16, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut að morgni sunnudagsins 19. febrúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðlaug Sigurjónsdóttir Ólöf Einarsdóttir Bogi Þórðarson Sigurlaug Einarsdóttir Erna Einarsdóttir Bergþór Einarsson Einar Örn Einarsson Hulda Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gunnþóra Björgvinsdóttir Bólstaðarhlíð 41, áður búsett í Hvammsgerði 2, verður jarðsungin frá Grensáskirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13.00. Edda Óskarsdóttir Halldór Hannesson Iðunn Óskarsdóttir Hafsteinn Hafliðason Oddný Óskarsdóttir Helgi Guðmundsson Óskar Óskarsson Ragnheiður Baldursdóttir barnabörn og barnabarnabörn. JOHN KEATS (1795-1821) LÉST ÞENNAN DAG. „Fegurð er sannleikur, sannleikur er fegurð – það er allt sem þið vitið á jörðinni, og allt sem þið þurfið að vita.“ John Keats var breskt skáld. Á þessum degi árið 1945 var tekin ein frægasta ljósmynd veraldarsögunnar af nokkrum bandarískum hermönnum að reisa fána lands síns á Suribachi-fjalli á japönsku eldfjallaeyjunni Iwo Jima. Bandaríski herinn náði fjall- inu á sitt vald klukkan hálf ellefu að morgni en fjallið þótti veita góða hernaðarlega stöðu til að ná völdum á eyjunni. Iwo Jima liggur í Kyrrahafi um þúsund kílómetrum frá Tókýó. Var það hernaðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkja- menn að stjórna eyjunni til að koma þar fyrir langdræg- um flugskeytum í stríðinu við Japana. Japanar veittu harða mótspyrnu á Iwo Jima en að lokum náði bandaríski herinn yfirhöndinni og lýsti yfir sigri þann 26. mars 1945 eftir einn blóðugasta bardaga stríðsins. Af 74 þúsundum hermönnum Bandaríkjanna lést þriðjungur. Myndin af hermönnum sem lyfta fánanum til lofts var tekin af Joe Rosenthal og hlaut hann Pulitzerverðlaunin fyrir árið 1945. Minnisvarði byggður á myndinni stendur í Arlington- kirkjugarðinum í Virginíu. Iwo Jima var afhent Japan að nýju árið 1968. ÞETTA GERÐIST > 23. FEBRÚAR 1945 Flaggið reist yfir Iwo Jima MERKISATBURÐIR 1927 Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld andast, 79 ára. 1981 Spænskir uppreisnarmenn undir stjórn Antonio Tejero ráðast inn í þinghúsið í Madríd og taka stjórnmála- menn í gíslingu. 1983 Video-son hættir útsend- ingum. Fyrirtækið rak kapalsjónvarp í tvö ár. 1985 Torfi Ólafsson setur heims- met unglinga í réttstöðu- lyftu í kraftlyfingum. 1987 Konur eru aðalfulltrúar á Búnaðarþingi í fyrsta sinn í sögu Búnaðarfélags Íslands. 1992 Skutttogarinn Krossnes frá Grundarfirði ferst á Hala- miðum. 1999 Hátt í fjörutíu manns látast í tveimur aurskriðum í Austurríki. Einar Friðrik Kristinsson hefur verið eigandi og framkvæmdastjóri heildsölu- fyrirtækisins Danól í 42 ár. Ferillinn hefur verið farsæll en nú finnst honum tími til kominn að hætta og ákvað í fram- haldi af því að réttast væri að selja fyrir- tækið og allar eigur þess, þar með talda Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. „Fyrstu árin voru svolítið erfið,“ segir Einar þegar hann minnist upphafs ferils síns. „Við komum inn í kaupin þegar við- reisnarstjórnin var við lýði og frjálsræð- ið rétt að byrja,“ segir Einar en á tíma þurfti gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir mörgum vörum og peningamál og bankamál voru erfið. Hins vegar jókst frjálsræðið smám saman og Danól óx og dafnaði og er í dag stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í mat og nýlenduvörum með sextíu starfsmenn en fyrsta árið voru starfsmenn einungis þrír. Einar segir ekkert eitt öðru frekar minnisstætt frá árunum 42. „Þetta er síg- andi lukka,“ segir hann hógvær. „Ég er nú samt pínu montinn af því að við vorum fyrsta fyrirtækið sem setti áfengi á reikning eins og hverja aðra vörutegund, en þá fengum við heimild til að selja inn í ÁTVR,“ minnist Einar en árið 1996 keypti Danól fyrirtækið Lind sem varð á nokkrum árum ein stærsta vínheildsala á landinu og keypti árið 2002 samkeppnis- aðilann Ölgerðina. Einari er síður en svo sama í hvaða höndum fyrirtækin lenda út af starfsfólkinu. Helst vildi hann kjósa að fyrirtækin seldust saman en ekki eru öll kurl komin til grafar og með öllu óljóst hvort eða hvenær verður af sölu. Danól er sannkallað fjölskyldufyrir- tæki. Einar og kona hans Ólöf Októsdóttir eiga fyrirtækið saman og er hún jafn- framt stjórnarformaður. Þau eiga fjögur börn sem öll hafa komið að fyrirtækinu með einhverjum hætti en Októ Einarsson, eldri sonur þeirra, er aðstoðarfram- kvæmdastjóri og Einar Örn Einarsson hefur verið markaðsstjóri Danól í þrjú ár. „Það er tvíeggja að vinna með fjöl- skyldunni,“ viðurkennir Einar sem vinnur mjög náið með sonum sínum auk þess sem þeir Októ búa nálægt hvor öðrum. „Maður verður að passa vel í fjölskylduboðum að detta ekki í viðskiptatal en það fer oft út í það,“ segir hann glettinn. Einar er nú orðinn 64 ára gamall og ákvað að tími væri til kominn að setjast í helgan stein. Hann sér þó ekki fram á að láta sér leiðast. „Við hjónin erum að fara á skíði á sunnudaginn til Aspen í Colorado með vinafólki okkar,“ segir hann glaðlega en skíðaiðkun er eitt af mörgum áhuga- málum þeirra hjóna. Einar hefur í tuttugu ár stundað líkamsrækt og fer fimm sinn- um í viku í World Class í Laugum í hádeg- inu. „Ég er samt ekki að segja að ég sé neitt voðalega fallegur í vextinum,“ segir hann glettinn. EINAR FRIÐRIK KRISTINSSON: SELUR DANÓL EFTIR 42 ÁRA STARF Rótgróið fjölskyldufyrirtæki Á LAGERNUM Einar Friðrik, framkvæmdastjóri Danól, á lagernum í Skútuvogi þar sem vörumerki eins og Merrild, Nestlé, Oroblu, Quality Street og KitKat eru geymd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ANDLÁT Páll K. Tómasson, Skarphéðins- götu 6, Reykjavík, lést á Landspít- ala Fossvogi. Sigurliði Jónasson, Mýrarvegi 111, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli fimmtudaginn 16. febrúar. Jóna Þorsteinsdóttir, frá Lang- holti í Flóa, síðast til heimilis í Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hring- braut laugardaginn 18. febrúar. Einar J. Gíslason bifreiðastjóri, Ásvegi 16, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 19. febrúar. Þorbjörg Sveinbjarnardótt- ir, Huppahlíð, Miðfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 19. febrúar. Tómasína Elín Olsen, Hraunbæ 103, lést á líknardeild Landakots- spítala mánudaginn 20. febrúar. Kristbjörg Pétursdóttir, Holta- gerði 84, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, þriðjudaginn 21. febrúar. JARÐARFARIR 13.00 Minningarathöfn um Erling Skúlason fer fram í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði. 13.00 Gunnþóra Björgvinsdótt- ir, Bólstaðarhlíð 41, áður búsett í Hvammsgerði 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju. 13.00 Kolbrún Helga Ólafsdóttir, Barrholti 25, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Mos- fellskirkju. 13.00 Rúnar Kristinn Jónsson, Dvergaborgum 10, verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju. PÖNDUR AÐ LEIK Risapöndurnar Tuan Tuan og Yuan Yuan leika sér í snjónum í dýragarði í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AFMÆLI Gottskálk Dagur Sigurðarson leikari er 32 ára. Helga Soffía Konráðsdóttir prestur er 46 ára. Sigurður Þorkels- son, fyrrverandi ríkisféhirðir, er 74 ára.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.