Fréttablaðið - 28.02.2006, Page 4

Fréttablaðið - 28.02.2006, Page 4
4 28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR HEIMSFRIÐUR „Þetta myndi hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt og alþjóðlegt menningarlíf. Þetta er mjög góð hugmynd og við eigum að styðja við hana á allan hátt,“ segir Ágúst Einarsson, prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands, um hug- myndir Yoko Ono, ekkju Johns Lennon, um að árleg friðarvika í nafni Lennons verði haldin á Íslandi í kringum fæðingardag hans 9. október. Þá leggur hún til að stofnað verði til friðarverðlauna í nafni þeirra Lennons og þau veitt á friðarvik- unni. Ágúst, sem hefur rannsakað sér- staklega hagræn áhrif tónlistar, segir mikil efnahagsleg áhrif geta orðið af slíkri viku og verðlaunum, bæði bein og óbein. Fjöldi fólks kæmi til landsins vegna friðar- vikunnar, ímynd Íslands sem menningarlands myndi styrkjast, íslensk menning eflast og möguleikar íslenskra listamanna á útflutningi á list sinni auk- ast. „Öll rök styðja að við tökum þessu opnum örmum. Svona tækifæri gefast ekki oft og það verður að grípa þau þegar þau gefast,“ segir Ágúst. Ef af yrði myndi Íslenskt samfé- lag án efa hafa talsverðan kostnað af tilstandinu en Ágúst segir þeim peningum, sama hve miklir þeir yrðu, vel varið. „Við eigum að leggja það fram sem þarf í þessu efni. Það þarf að hugsa eins og Lennon gerði sjálfur á sínum tíma, hugsa stórt. Stjórnvöld og aðrir eiga að taka þessu af stórhug enda er það í anda þeirra sem verð- launin verða kennd við.“ Hugmyndin er afar skammt á veg komin og því ógjörn- ingur að slá fram tölum um mögu- legan kostnað og hugsanlegan hagn- að. Ágúst efast þó ekki um að ágóðinn gæti numið háum fjárhæð- um. „Beinu áhrifin er hægt að telja í tugum og jafnvel hundruðum millj- óna þegar hugsað er lengra fram í tímann. Óbeini ávinningurinn hleyp- ur líka á stórum upphæðum.“ Bæði Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra hafa tekið vel í hugmyndir Yoko Ono. bjorn@frettabladid.is NOREGUR Efnahagskreppa á Íslandi getur haft neikvæð áhrif á sjávar- útveg í Noregi, að sögn vefútgáfu Fiskeribladet í Noregi. Ef íslenska krónan fellur gefur það Íslending- um forskot í samkeppninni við Norðmenn á markaði fyrir sjávar- afurðir. „Ef það verður efnahagslegur jarðskjálfti á Íslandi getur það komið illa út fyrir sjávarútveginn í Noregi. Ef Íslendingarnir fara á fyrsta farrými til helvítis þá mun sterkt og viðvarandi fall krónunn- ar gefa þeim forskot í baráttunni við Norðmenn í sölu sjávaraf- urða,“ segir blaðið. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir að þetta sé ekki rétt. Það sé ekki gengi krónunnar sem stýri framboði og eftirspurn sjávarafurða erlendis. Það sé bara hluti af markaðnum. „Það er markaðsverð sem gild- ir. Það hefur frekar verið vöntun á sjávarafurðum þannig að verðið er frekar hátt. Það er engin ástæða til að ætla það að fall krónunnar hafi áhrif á sölu sjávarafurða hjá Norðmönnum.“ - ghs FISKVEIÐAR Fiskeribladet veltir fyrir sér áhrifum gengis krónunnar á samkeppnina við Norðmenn í sölu sjávarafurða. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Fiskeribladet fjallar um áhrif krónunnar á sölu sjávarafurða hjá Norðmönnum: Á fyrsta farrými til helvítis ÁGÚST EINARS- SON PRÓFESSOR Mikill hagur yrði af friðarviku Lennons Friðarvika og veiting friðarverðlauna í nafni Johns Lennon gæti haft mikinn efnahagslegan ávinning í för með sér að mati Ágústs Einarssonar hagfræðipró- fessors. Hann hvetur stjórnvöld til að taka hugmyndum Yoko Ono af stórhug. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 27.2.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 66,12 66,44 Sterlingspund 115,02 115,58 Evra 78,35 78,79 Dönsk króna 10,503 10,565 Norsk króna 9,759 9,808 Sænsk króna 8,293 8,341 Japanskt jen 0,569, 0,5724 SDR 94,94 95,595 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 110,3704 JOHN LENNON OG YOKO ONO Mikil hagræn áhrif gætu orðið af árlegri friðarviku í nafni Lennons á Íslandi og friðarverðlauna í nafni þeirra hjóna. Borgarstjóri og menntamálaráðherra hafa tekið vel í hugmyndir Yoko Ono þess efnis. NORDICPHOTOS/AFP Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir koma til greina að ríkið taki þátt í að halda árlega friðarhátíð sem Yoko Ono vill hafa á Íslandi í kring- um 9. október, afmælisdag Johns Lennon heitins. Málið hefur ekki komið inn á borð samgöngu- ráðherra ennþá en hann segir líklegt að vinnan yrði þá í samstarfi við Reykjavíkurborg sem hefur verið með frumkvæðið að þessu. ,,Þetta eru athyglisverð áform hjá Yoko Ono og sérstaklega það að hún skuli velja Ísland,“ segir Sturla sem telur að sú athygli sem landið fær á þessum jákvæðu forsendum sé mikils virði. - sdg STURLA BÖÐVARS- SON SAMGÖNGU- RÁÐHERRA Árleg friðarhátíð á Íslandi: Samstarf milli ríkis og borgar Borgin sér um friðarhátíðina: Algerlega á okkar vegum Stefán Jón Hafstein, formaður menn- ingar- og ferðamálaráðs, segir að borgin muni ekki leita til ríkisins með eitt né neitt varðandi árlega friðarhátíð sem er fyrirhuguð á Íslandi í tengslum við friðarsúluna sem Yoko Ono ánafnaði Reykja- vík og mun rísa í Viðey. En öllum þeim sem vilja sé velkomið að taka þátt í undirbúningi. ,,Höfuðborgarstofa er í góðu samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu og fullfær um skipulagninguna,“ segir Stefán. Friðarverðlaunin verða afhent næst 9. október 2007. - sdg STEFÁN JÓN HAF- STEIN SLYS Líðan ökumannsins, sem lifði af um tuttugu metra fall jeppa niður í sprungu á Hofsjökli á laug- ardag, er eftir atvikum góð. Hann liggur á gjörgæsludeild Landspít- alans í Fossvogi. Sérfræðingur á gjörgæsludeild segir manninn verða útskrifaðan af deildinni í dag. Maðurinn var ásamt félaga sínum, Tómasi Ými Óskarssyni, í samfloti tveggja annarra jeppa þegar slysið varð. Tómas lét lífið. Um sjöleytið í gærkvöld höfðu á annað hundrað manns vottað aðstandendum Tómasar samúð sína á vef ferðaklúbbsins 4x4. - gag Ökumaður jeppa á Hofsjökli: Losnar af gjör- gæslu í dag FRÁ SLYSSTAÐ Þyrlur danska og bandaríska hersins fóru á slysstað auk um 150 björg- unarsveitarmanna. MYND/NFS PALESTÍNA, REUTERS Fyrrverandi for- stjóri Alþjóðabankans, James Wolf- ensohn, spáir efnahagslegu hruni í Palestínu innan tveggja vikna vegna ákvörðunar Ísraels að hætta skatta- endurgreiðslum til nýrrar stjórnar Palestínu sem Hamas-hreyfingin leiðir. Fjórði hver Palestínumaður er á launaskrá hjá ríkinu og miklar líkur á að ef stjórnvöld ná ekki að greiða út laun skapist ólga með ófyr- irséðum afleiðingum. Þrátt fyrir fjárhagsaðstoðina frá ESB og fleirum vantar palestínsk stjórnvöld 100 milljónir upp á til að uppfylla fjárhagslegar skuldbind- ingar sínar fyrir febrúarmánuð. - sdg Fjárhagur Palestínu: Hrun á næstu tveimur vikum Árangurslaus fundur Sáttafundi slökkviliðsmanna og viðsemjenda þeirra lauk í gærkvöld án árangurs. Annar fundur hefur verið boðaður í hádeginu á morgun. Það virðist enn nokkuð langt í land með að samkomulag náist en samþykkt um verkfallsboðun var gefin út nýlega. KJARAMÁL Ránsfengurinn yfir 6 milljarðar Breska lögreglan greindi í gær frá því að ránsfengurinn í ráninu í reiðufjár- geymslumiðstöð Securitas í Tonbridge í Kent í síðustu viku hefði numið 53 millj- ónum punda, andvirði um 6,15 milljarða króna. Þetta er stærsta fjárupphæð sem nokkru sinni hefur verið stolið í einu ráni í Bretlandi. BRETLAND

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.