Fréttablaðið - 28.02.2006, Side 8

Fréttablaðið - 28.02.2006, Side 8
8 28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR UTANRÍKISMÁL Nýtt sendiráð Íslands í Indlandi var opnað um helgina. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, staðgengill utanríkis- ráðherra, opnaði sendiráðið við formlega athöfn í húsakynnum þess í höfuðborginni Nýju Delhi. Sendiherra Íslands í Indlandi er Sturla Sigurjónsson, fyrrver- andi skrifstofustjóri alþjóðaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Þorgerður Katrín er í opin- berri heimsókn í Indlandi og stendur heimsóknin til 3. mars. Ráðherra mun eiga fundi með indverskum ráðamönnum, meðal annars forseta og forsætisráð- herra. Með í för er viðskipta- sendinefnd skipuð fulltrúum 23 íslenskra fyrirtækja. -sha Sendiráð Íslands í Indlandi: Opnað við há- tíðlega athöfn ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra opnaði sendiráð Íslendinga í höfuðborg Indlands, Nýju- Delhi. BYGGÐAMÁL Eigið fé Byggðastofn- unar hefur brunnið upp um einn milljarð króna á síðustu fimm árum vegna mikils tapreksturs. Þótt tap á síðasta ári hafi minnkað nokkuð frá fyrra ári er það enn mikið og var yfir 270 milljónir króna. „Það verður ekki hjá því komist að taka á því hvernig stofnunin stendur og taka til í okkar fjárhag. Við erum að glíma við mjög erfiða fortíð og langan skuldahala,“ segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar. „Við erum komn- ir yfir það versta en þetta er engu að síður brothætt og erfið staða.“ Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnu- lífs á landsbyggðinni en á stjórnar- fundi í janúar fyrir ári síðan var tekin sú ákvörðun að Byggðastofn- un myndi hvorki kaupa ný hluta- bréf né veita styrki til byggðarmála og stendur hún enn á brems- unni hvað það varðar að sögn Aðal- steins. Rekstrarumhverfi stofnunarinn- ar versnaði til muna á síðasta ári en þá glímdi hún við miklar uppgreiðsl- ur lána og lækkun vaxtatekna sem drógust saman um helming. Sam- dráttur tekna hefur verið blóðtaka fyrir Byggðastofnun þar sem þær stóðu undir rekstri hennar að miklu leyti. Lánsbeiðnum hefur að vísu fjölgað mikið á nýjan leik, enda hafa útlánsvextir banka og spari- sjóða hækkað en stofnunin hefur ekki breytt sínum vaxtakjörum og býður sjö prósenta vexti á verð- tryggð lán frá sex til 20 ára. Einnig fær stofnunin árlegt framlag frá ríkissjóði sem nam 320 milljónum króna í fyrra. Mikill taprekstur hefur skert eiginfjárstöðu Byggðastofnunar en eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki nam 8,2 pró- sentum í árslok. Á síðasta ári fór hlutfallið niður fyrir átta prósenta lágmark um tíma. Aðalsteinn segir að innan iðnað- arráðuneytisins sé unnið að því að fara yfir stöðu stofnunarinnar og atvinnuþróunar almennt og býst hann við að niðurstaða þeirrar vinnu liggi fyrir í frumvarpi á vor- þingi. Framlög í afskriftarsjóð og nið- urfærsla hlutabréfa nam tæpri 341 milljón króna árið 2005 og fer lækk- andi. Aðalsteinn segir að afskriftar- reikningur stofnunarinnar sé um tíu prósent af útlánum hennar. „Reynslan hefur sýnt það að við höfum áætlað alveg rétt framlög í afskriftarsjóð og endanlegar afskriftir.“ eggert@frettabladid.is Byggðastofnun tapaði milljarði á fimm árum Stofnunin stendur á bremsunni og hefur ekki keypt ný hlutabréf í meira en eitt ár. Eiginfjárhlutfall hennar er rétt yfir lágmarkskröfum Fjármálaeftirlitsins. Út- lán hafa tekið að aukast að nýju eftir nokkurt hlé og lánsbeiðnum fer fjölgandi. AFKOMA BYGGÐASTOFNUNAR 2001-2005 (í milljónum króna) Hagnaður/Tap Eigið fé í árslok 2001 313 2.173 2002 -481 1.692 2003 7 1.699 2004 -385 1.314 2005 -272 1.042 Alls -818 VEISTU SVARIÐ 1 Hvaða stofnun veitir Bragi Guð-brandsson forstöðu? 2 Hvað heitir höfuðborg Indlands? 3 Hverjir eru bikarmeistarar í handknattleik karla? SVÖR Á BLS. 34 SVÍÞJÓÐ Fredrik Reinfeldt, leið- togi sænska Hægriflokksins, hefur kært rógburðinn sem jafn- aðarmenn hafa birt um hann til lögreglu, en tveir jafnaðarmenn hafa notað netið til að dreifa rógi um hann nú þegar hálft ár er til kosninga til sænska þingsins. Reinfeldt vill láta kanna hvort fleiri hafi staðið að þessu og þá hverjir. Reinfeldt er lýst sem skrímsli, varúlfi, barnaníðingi, dýrinu í Fríðu og dýrið og eru þessar lýs- ingar meðal annars sendar í tölvu- pósti til fjölmiðla, og einnig er þær að finna á bloggsíðum. Rógn- um er þó ekki einungis beint gegn honum. Ungir hægrimenn hafa tölvuspil á heimasíðu sinni þar sem hægt er að slá skólamálaráð- herrann Ibrahim Baylan, sem er jafnaðarmaður, á puttana með reglustiku og svo er jóladagatal með andlitum úr verkalýðshreyf- ingunni sem kaupa titrara. „Það má deila um það hversu smekklegt eða ósmekklegt þetta er,“ segir Reinfeldt í samtali við vefútgáfu Dagens Nyheter. „En það er stór munur á þessu. Það er ljóst hver stendur þarna að baki. Jafnaðarmaðurinn Mats Lindström hefur hins vegar rægt mig nafnlaust og haldið því fram að um staðreyndir sé að ræða. Það var lygi. Það sem ungir hægrimenn gera er hæðni,“ segir hann. - ghs Fredrik Reinfeldt, leiðtogi hægrimanna, kærir róg jafnaðarmanna til lögreglu: Lýst sem skrímsli og varúlfi FREDRIK REINFELDT Leiðtogi sænska Hægriflokksins. NORDICPHOTOS/AFP JAPAN, AP Fylgi við að lögum um rík- iserfðir í Japan verði breytt þannig að kona geti erft krúnuna hefur dalað nokkuð frá því það fréttist að Kiko prinsessa, eiginkona yngri sonar keisarans, væri barnshafandi. Sú frétt kveikti von um að sveinbarn kynni að fæðast í keisarafjölskyld- unni, en það hefur ekki gerst í 40 ár. Að sögn Kyoto-fréttastofunnar eru nærri 70 prósent aðspurðra í nýju könnuninni fylgjandi því að kona geti erft keisaratignina, en það er um 5,5 prósentum minna en í könnun sem gerð var í desember. 17,2 prósent segjast nú andvíg laga- breytingunni, 5,4 prósentum fleiri en í desember. ■ Ríkiserfðir í Japan: Fylgi dalar við lagabreytingu ERFIÐ STAÐA BYGGÐASTOFNUNAR Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri segir stofnunina glíma við erfiða fortíð og langan skuldahala. Eiginfjárhlutfall hennar er rétt yfir lágmarkskröfum um eiginfjárhlutfall Fjármálafyrir- tækja. Eftirlýstur leigumorðingi gómað- ur Spænska lögreglan handtók í Madríd í gær serbneskan mann sem grunaður er um að vera leigumorðingi sem feng- inn var til að myrða kosovo-albanskan mannréttindafrömuð sem talinn er hafa búið yfir gögnum sem tengdu Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, við fjölda morða. SPÁNN ALÞINGI Nauðsynlegar breytingar vegna alþjóðlegra krafna um raf- ræn lífkenni í vegabréf eru lagðar til í frumvarpi um breytingu á lögum um vegabréf sem hefur verið kynnt fyrir ríkisstjórninni. Í frumvarpinu felst meðal ann- ars að stafræn mynd af umsækj- anda verður varðveitt í vegabréf- inu og dómsmálaráðherra getur ákveðið að fingraför umsækjanda skuli skönnuð og varðveitt í vega- bréfinu. - sdg Frumvarp um lagabreytingar: Lífkenni verði sett í vegabréf AFGANISTAN, AP Yfirvöld í Afganist- an létu færa föngum í rammgirt- asta öryggisfangelsinu í Kabúl mat og vatn og tengdu rafmagn aftur í gær eftir að fangarnir samþykktu að hætta tímabundið uppþotum. Fangarnir gerðu uppreisn á laugardagskvöld og náðu bygging- um fangelsisins að mestu leyti á sitt vald. Hundruð afganskra her- manna umkringdu fangelsið, vopnaðir skriðdrekum og sprengjuvörpum. Konur og börn eru meðal þeirra 2.000 fanga sem dúsa í fangelsinu, en yfirvöld kenna föngum sem tengjast al- Kaída um uppreisnina. - smk Fangauppþotin í Afganistan: Fá mat og vatn BEÐIÐ FRÉTTA Afganskur hermaður stendur vörð á meðan konur bíða frétta af ættingj- um sínum í fangelsi í Kabúl í Afganistan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.