Fréttablaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. febrúar 2006 13
FERÐAMENNSKA ,,Við sjáum fyrir
okkur að menn þeytist um á þess-
um tækjum á sléttum flötum hvort
sem það er sandur, malbik, möl,
gras eða ís,“ segir Jón Ólafur
Magnússon, framkvæmdastjóri
Ferðaskrifstofunnar Highlanders
um ný farartæki sem eru að ryðja
sér til rúms hér á landi.
Þetta tæki sem kallað hefur
verið bæði blókart og feykildi er
vindknúin hjólrennireið með
myndugu segli en einnig stýri.
„Þetta er fundið upp á Nýja-Sjá-
landi og hefur verið notað mikið í
nágrannalöndum okkar. Nú erum
við farnir að bjóða hópum í ferðir
á þessum tækjum og það er allt
útlit fyrir að þetta verði næsta
sprengja enda eru þessir vinnu-
hópar sem sækjast eftir stuttum
ævintýraferðum flestir búnir að
prófa allt sem í boði er.“ Jón Ólaf-
ur segist hafa komið feykildi sínu
í um 80 kílómetra hraða á kvart-
mílubraut en þó sé það mun hæg-
farara þar sem jarðvegurinn er
mýkri.
„Við erum því farnir að fagna
íslenska rokinu og látum allt tal
um hækkun bensínverðs sem vind
um eyru þjóta þar sem þetta er
algjörlega vistvænt tæki,“ segir
hálendingurinn.
Hann segir svona ferð kosta
5.900 krónur á manninn og er þá
ekið í klukkustund á hentugum
stað en það ræðst töluvert af veðri
og vindum hvar hann er hverju
sinni. - jse
Nýtt farartæki er að ryðja sér til rúms hér á landi:
Ferðast um allt á feykildum
FERÐAMAÐUR Á FEYKILDI Hægt er að
ferðast víða um sléttlendi á feykildi. DANSAÐ Í RÍÓ Sambadrottningin Luciana
Gimenez tekur sporið í sambaskóla í Ríó
de Janeiro í Brasilíu í gær. Kjötkveðjuhá-
tíðin stendur þar nú sem hæst.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÓÐAMÁL Dagur B. Eggertsson,
formaður Skipulagsráðs Reykja-
víkurborgar, segir borgarstjórn
hafa fengið af því spurnir að meira
en helmingur lóðanna í Lambaseli
hafi verið seldur. Dregið var úr
umsóknum um lóðirnar.
„Við töldum ráðlegt að fara út í
að draga úr umsóknum um lóðir í
Úlfarsfelli þar sem okkur bárust
þær upplýsingar að helmingur
þeirra sem fengu lóð í Lambaseli
hafi þegar selt lóðina sína.“
Umsækjendur um lóð í Úlfars-
felli geta ekki fengið meira en eina
lóð þar en ákveðið var að breyta
útboðsreglum eftir að í ljós kom að
einn og sami maðurinn, Benedikt
Jósepsson, átti hæsta boð í 39 af 40
einbýlishúsalóðum. - mh
Húslóðir í Lambaseli:
Helmingur
lóðanna seldur
DANMÖRK Húsnæðisverð í Kaup-
mannahöfn er orðið hið lang-
hæsta á Norðurlöndum og er með-
alverð á fermetra komið upp í um
það bil 300 þúsund íslenskar krón-
ur. Það er því orðið hærra en í
Stokkhólmi sem lengi hefur stát-
að af titlinum dýrasta borg í
Skandinavíu.
Til skamms tíma var Ósló í
öðru sæti. Dæmi eru um að fer-
metraverðið fari yfir 300 þúsund
krónur í Reykjavík en meðaltalið
er talsvert lægra. Að mati spá-
kaupmanna mun verðið áfram
haldast hátt í Kaupmannahöfn
því miklir vaxtamöguleikar séu
nú á Eyrarsundssvæðinu. ■
Norrænn húsnæðismarkaður:
Dýrast í Kaup-
mannahöfn
www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
31
42
3
01
/2
00
6
Toyota
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570-5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
Akureyri
Sími: 460-4300
Toyotasalurinn
Njarðarbraut 19
Reykjanesbær
Sími: 421-4888
Toyotasalurinn
Fossnesi 14
Selfoss
Sími: 480-8000
Einstaklega veglegur
Meiri Corolla – sama verð
Nú færðu í takmarkaðan tíma meiri Corolla fyrir sama verð.
Veglegur aukahlutapakki gerir aksturinn enn ánægjulegri: álfelgur,
vindskeið og skyggðar rúður fylgja öllum Corolla bifreiðum.
Corolla er einn vinsælasti bíll síðustu tveggja áratuga. Aksturseiginleikar,
öryggi, sparneytni og lág bilanatíðni hafa skipað honum sérstakan sess í
hugum Íslendinga.
Á endanum velur þú Corolla.
150 þúsund króna aukahlutapakki
fylgir öllum Corolla bifreiðum: álfelgur, vindskeið
og skyggðar rúður.
Verð frá 1.685.000 kr.
Margir á sjó Alls voru fjögurhundruð
bátar og skip á sjó í hádeginu í gær.
Vaktmaður hjá tilkynningaskyldunni
segir þetta með bestu sjósóknardögum
ársins en þó hafi síðasti föstudagur verið
betri þegar 446 voru á sjó.
SJÓSÓKN
Nýr skrifstofustjóri orkumála
Guðjón Axel Guðjónsson lögfræðingur
hefur verið settur skrifstofustjóri á skrif-
stofu orkumála í iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytinu frá 1. mars næstkomandi.
Helgi Bjarnason sem gegndi starfinu
frá árinu 2000 mun hverfa til starfa hjá
Landsvirkjun.
STJÓRNSÝSLA
KAUPMANNAHÖFN Tólf til fjórtán
byssukúlum var skotið að nætur-
klúbbi á Norðurbrú í Kaupmanna-
höfn á laugardagsnótt. Vegfarandi
sem átti leið um fékk minniháttar
skotsár á læri og tvö skot hittu
leigubíl sem keyrði framhjá.
Byssumaðurinn er ófundinn en
hann var í hópi ungra manna sem
vísað var frá staðnum stuttu áður
en skothríðin hófst.
Samkvæmt frétt Berlingske
tidende í gær voru sjötíu gestir á
staðnum þegar atvikið átti sér
stað. Sluppu þeir allir ómeiddir. - ks
Skotárás á Norðurbrú:
Lögregla leitar
byssumanns
LÓÐAÚTDRÁTTUR Dregið var úr lóðaum-
sóknum hjá sýslumanni.
Peningar í fuglaflensu Norskir
laxeldismenn sjá mikil sóknarfæri á Evr-
ópumarkaðnum vegna fuglaflensunnar
og telja að hún verði til þess að fólk
snæði meiri fisk. Intra Fish greinir frá
því að kjúklinganeysla hafi dregist
saman um 70 prósent á Ítalíu vegna
ótta fólks við flensusmit úr alifuglum, en
fiskneysla fólks aukist þess í stað.
NOREGUR