Fréttablaðið - 28.02.2006, Page 14

Fréttablaðið - 28.02.2006, Page 14
 28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Á batavegi eftir lífshættulegt hjartaáfall Hjálmar á heimleið heill á húfi „HVÍLDIN SKIPTIR NÚ ÖLLU,“ SEGIR EIGINKONA HJÁLMARS dv215-lesið 27.2.2006 20:34 Page 1 „Hvert er gildismat okkar? Er það það sem mest er upp úr að hafa í krónum og nautnum eða er það hið andlega?“ spyr Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hesteyri í Mjóafirði. Það eru nýlegar fréttir sem vekja hana til umhugsunar um þessi mál. „Ráðist var á konu á almannafæri og henni misþyrmt hrottalega. Læknar mátu örorku hennar tíu prósent. Henni voru dæmdar 120 þúsund krónur og glæpamaðurinn var dæmdur í tíu daga fangelsi. Á sama tíma hlaut maður tveggja mánaða fangelsi, þar af annan mánuðinn skilorðsbundinn, fyrir stuld á viskípela. Ef afbrotin og refsingarnar eru borin saman þá virðast pening- arnir vera gildismatið en mannlegu tilfinningarnar eru lítilsvirtar. Mér finnst hræðilegt að þessi blessaða stúlka sé bara einskis virði. Hvernig verður maðurinn eftir tíu daga, hann er sama villidýrið þegar hann kemur út og þegar hann fór inn. Þeir sem fremja svona glæpi þurfa að fá þunga dóma. Það varnar þeim frá því að fremja glæpina. En hitt málið aftur á móti, á að sekta fyrir, það á að sekta þá sem stela, þeir eru ekki eins hættulegir á almanna- færi. Og síst ef það er nú eitthvað svona. Þetta virðist meinlaus stuldur. Einn peli, það var þá til þess að setja hann í fangelsi fyrir.“ HVAÐ SEGIR ANNA Á HESTEYRI? GILDISMAT SAMFÉLAGSINS Tilfinningarnar lítilsvirtar Hreggvið í borgar- stjórn „Ég mundi bjóða Reykvíking- um 3.000 lóðir fyrir einbýli í fyrstu lotu á eðlilegu verði og algjörlega án möguleika á að hægt væri að braska með þær.“ HREGGVIÐUR JÓNSSON, FYRRVER- ANDI ÞINGMAÐUR, Í GREIN UM BORGARMÁL Í MORGUNBLAÐINU. Var ekki búið að segja þessa frétt? „Málið nú síðast gerir ekkert annað en að styrkja okkur í þeirri trú að hér á landi séu starfandi erlendir glæpa- hringir.“ JÓHANN R. BENEDIKTSSON, SÝSLUMAÐUR Á KEFLAVÍKURFLUG- VELLI, Í DV. ÖRYGGIS GÆTT Á KJÖRSTAÐ Vopnaður öryggisvörður var við kjör- staði í síðustu kosningum í landinu. NORDICPHOTOS/AFP ÁFRAM TRÍNIDAD OG TÓBAGÓ! Þessi skrautlegi Trínidadi er meðal stuðningsmanna knattspyrnulandsliðsins og fagnaði óspart þegar liðið tryggði sér sæti í lokakeppni HM. NORDICPHOTOS/AFP Knattspyrnulandslið Ís- lands og Trínidad og Tób- agó mætast í Lundúnum í kvöld. Leikurinn er liður í undirbúningi Trínidad og Tóbagó fyrir Heimsmeist- aramótið í Þýskalandi í júní en þá leikur liðið í keppn- inni í fyrsta sinn. Trínidad og Tóbagó er fámennasta þjóð sem komst hefur í lokakeppni HM í knattspyrnu. Íbúar landsins eru rétt rúmlega 1.200 þúsund og eins og gefur að skilja eru þeir afar stoltir af sjálfum sér og knatt- spyrnulandsliðinu sínu. Trínidad og Tóbagó er í Karíba- hafi og liggur skammt undan ströndum Venesúela. Ríkið sam- anstendur af 23 eyjum og er Tríni- dad þeirra stærst en Tóbagó næststærst. Höfuðborgin heitir Port-of-Spain en Kristófer Kól- umbus sigldi til eyjanna 1498 og voru þær lengi nýlendur Spán- verja. Raunar ríktu flest nýlenduríkin yfir Trínidad og Tób- agó til lengri eða skemmri tíma, síðast Bretar. Íbúar öðluðust sjálf- stæði 1962 og tóku upp lýðveldi 1976. Efnahagur Trínidada er ágætur og hvað bestur meðal þjóða í Kar- íbahafinu. Gas er meðal útflutn- ingsvara og ferðaþjónusta fer vaxandi. Landsmenn eru lífsglaðir og dans og tónlist er snar þáttur í daglegu lífi þeirra. Calypso-söngv- ar eru upprunnir í Trínidad og Tóbagó og íbúarnir hófu fyrstir manna að leika á stáltrommur sem eru gerðar úr tunnum og eru nú notaðar í tónlist víða um heim. Trínidadar gera tilkall til tveggja rithöfunda sem hlotið hafa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum: Derek Alton Walcott sem fékk verðlaunin 1991 og V.S. Naipaul sem hlaut þau 2001. Naipaul fædd- ist í landinu en hefur lengst af alið manninn í Englandi en Walcott er frá nágrannaríkinu St. Lucia. Trínidadar eru miklir íþrótta- menn og hafa meðal annars unnið til verðlauna á ólympíuleikum. Spretthlauparinn Ato Boldon er þekktasti íþróttamaður Trínidada í dag ásamt knattspyrnumannin- um Dwight Yorke. Yorke er fyrir- liði knattspyrnulandsliðsins og gerði garðinn frægan með Manchester United. Þá má geta þess að konur frá Trínidad hafa oft orðið meðal efstu keppenda í Miss World- keppninni. Trínidadar leggja mikið upp úr samvinnu og eru kjörorð þjóðar- innar: Saman sækjum við fram á við, saman náum við árangri. ■ Samvinna og lífsgleði í Trínidad og Tóbagó FEGURÐIN EIN Mikil náttúrufegurð er á Trínidad og Tóbagó, laufin eru sígræn og hafið blárra en víðast hvar. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og æ fleiri leggja leið sína til landsins. NORDICPHOTOS/AFP „Ég er að flytja þessa dagana í nýtt hús sem við hjónin vorum að festa kaup á hér vestur á Ísafirði,“ segir Ólína Þorvarðardóttir. Þau hjúin hafa heldur betur sett mark sitt á þjóð- félagsumræðuna síðustu daga en hún var að segja upp sem skólameistari Menntaskólans á Ísafirði en mikill styr hefur staðið um starf- semina þar. Á sama tíma sigraði eiginmað- ur hennar, Sigurður Pétursson, í prófkjöri Í-listans á Ísafirði. „Nú erum við að hefja nýtt líf við nýjar aðstæður og munum horfa á menntaskólann ofan úr brekkunni um óráðna framtíð.“ Aðspurð hvað hún muni taka sér fyrir hendur þegar hún lýkur störfum segir hún: „Það er of snemmt að segja til um það að svo stöddu en þó er ýmislegt sem kemur til greina. Ég myndi til dæmis gjarnan vilja sinna þjóðfræðinni aðeins betur því hún er náttúrlega það sem heillar hvað mest. En svo verð ég líka að vinna fyrir salti í grautinn og þá er það bara spurning hvernig mér gengur að sameina þetta tvennt.“ En þótt hún hafi verið að kaupa hús á Ísafirði reiknar hún jafnvel með því að vera meira á ferðinni í höfuðborginni en hún hefur gert að undanförnu. „En hér á Ísafirði er yndislegt að búa í fallegu umhverfi og innan um gott fólk. Allavega skynja ég ekki annað en velvilja fólks hér.“ En með hvaða hugarfari mun hún líta til þessara stormasömu tíma í menntaskólan- um. „Þetta hefur verið lærdómsríkasti tími lífs míns og ég er þakklát fyrir það.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Horfi á menntaskólann úr brekkunni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.