Fréttablaðið - 28.02.2006, Page 18

Fréttablaðið - 28.02.2006, Page 18
 28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Forystukona vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor sagði í útvarpsþætti um daginn eitthvað í þá áttina að hún teldi stjórnmál snúast um lífsviðhorf, meðal annars þess vegna hefði hún efasemdir um prófkjör stjórn- málaflokka sem væru öllum opin, líka þeim sem ekki væru flokks- bundnir. Ég er hjartanlega sam- mála konunni um að stjórnmál snúist um lífsviðhorf en er samt ekki viss um að það leiði mig til sömu niðurstöðu um hvernig haga eigi vali á framboðslista stjórn- málaflokka, eða hverjir megi koma að slíkum ákvörðunum. Það var eftirtektarvert í úrslit- um í prófkjöri Samfylkingarinnar á dögunum að starf í þágu flokks- ins, ef svo má að orði komast, skil- aði frambjóðendum ekki þeim árangri sem þeir væntanlega bjuggust við og vonuðust eftir. Fyrrverandi formaður fram- kvæmdastjórnar, sem í kosninga- baráttunni lagði mikla áherslu á starf það sem hann hefði innt af hendi allt frá stofnun flokksins, laut í lægra haldi fyrir þeim sem hafði gengið í flokkinn aðeins nokkrum vikum fyrir prófkjörið. Borgarfulltrúi vinstri grænna sem ekki komst að í eigin flokki náði frábærum árangri, en hvorki for- maður ungra jafnaðarmanna né ötull stjórnarmaður í Samfylking- arfélaginu í Reykjavík komust á blað. Hvað segir þetta? Má draga einhverjar ályktanir af þessu? Í fyrsta lagi er ljóst að hefði prófkjörið verið lokað, þ.e. ein- ungis þeir sem eru flokksbundnir í Samfylkingunni hefðu fengið að kjósa, hefðu mun færri kosið en raun varð á. Í öðru lagi hefðu úrslitin orðið önnur og framboðs- listinn því litið öðruvísi út en horfur eru á að hann geri og í þriðja lagi hefði sá framboðslisti væntanlega hugnast mun færri kjósendum en útlit er fyrir að þessi muni gera. Ergo: flest bend- ir til að með því að leyfa fjölda fólks að hafa áhrif á listann þá verði hann sigurstranglegri en ella hefði orðið. Frambjóðendurn- ir aðhyllast allir jafnaðarstefnuna sem vissulega er lífsviðhorf og munu væntanlega inna störf sín af hendi í anda þeirrar stefnu. Mér er því illmögulegt að sjá hvernig sú skoðun að stjórnmálavafstur endurspegli lífsviðhorf mæli frek- ar með eða eigi frekar að leiða til að flokkar hafi opin eða lokuð prófkjör. Væri slík stefna fram- kvæmd út í ystu æsar mætti jafn- vel ímynda sér að flokkar æsktu almennt ekki eftir stuðningi nema innvígðra. Sem auðvitað er næst- um ekki annað er útúrsnúningur að stinga upp á. Fólk má ekki gleyma því að prófkjör eru ekki náttúrulögmál. Þau eru ekkert annað en ein leið til að stilla upp framboðslistum, eins og flestar aðrar aðferðir þá geta þau stundum verið góð til þess brúks og stundum ekki. Prófkjör eru góð til endurnýjunar, þess vegna hafa t.d. sitjandi þingmenn minni áhuga á að nota prófkjörsað- ferðina en þeir sem ganga með þingmanninn í maganum. Óum- deildir foringjar þurfa ekki að ótt- ast prófkjör en geta haft skoðun á hvort þau séu hentug eða ekki, sterkur foringi hefur auðvitað meiri áhrif á hverjir verða með- reiðarsveinar ef ekki er prófkjör, því þá hefur hann/hún meiri áhrif á hverjir veljast í þau hlutverk. Margir hafa áhyggjur af þeim kostnaði sem er samfara þátttöku í stórum prófkjörum og segja réttilega að hann geti haft eða beinlínis hafi áhrif á hverjir steypi sér út í slíka baráttu og þar með hvort fólk gefi sig til pólitískra starfa eða ekki. Það er vissulega áhyggjuefni ef sú er raunin og væntanlega ekki í anda jafnaðar- mennsku að efnahagur hindri fólk í pólitískum störfum frekar en hann hindri fólk í að afla sér menntunar eða leita sér lækninga. Ég hef heyrt hugmyndir um að nauðsynlegt sé að setja lög um prófkjör. Ég er algjörlega andsnú- in slíkum pælingum einmitt vegna þess sem sagt var hér að undan, að prófkjör eru einungis aðferð til að velja fólk á framboðslista. Lög um stjórnmálaflokka eru sett á Alþingi. Stjórnmálaflokk- arnir verða síðan hver og einn að setja lög eða reglur um og fyrir sitt fólk, reglurnar verða væntan- lega misjafnar enda stjórnmála- flokkarnir misjafnir rétt eins og þau lífsviðhorf sem þeir endur- spegla. ■ Vangaveltur um prófkjör Í DAG PRÓFKJÖR VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Prófkjör eru góð til endur- nýjunar, þess vegna hafa t.d. sitjandi þingmenn minni áhuga á að nota prófkjörsað- ferðina en þeir sem ganga með þingmanninn í maganum. Ampop-hátíð Það var sannkölluð hátíð hjá fjölskyldu minni í liðinni viku. Á fimmtudagskvöld tók Kjartan Frið- rik, annar tvíburasona minna, öðru sinni við verðlaunum fyrir vinsælasta lag árs- ins, „My delusions“, sem hann samdi með félaga sínum Birgi Hilmarssyni úr hljóm- sveitinni Ampop, sem hóf feril sinn í kjall- araherbergi á heimili mínu fyrir sjö árum. Doktorsvörn Á föstudagsmorgninum varði Anna Sigríð- ur, dóttir mín, doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands um Næringu og lífshætti kvenna á barneignaraldri. Doktorsvörnin var síður en svo þurr upptalning staðreynda heldur lífleg umræða og skoðanaskipti um ýmsa þætti sem hafa áhrif á útkomu meðgöngu. Af henni mátti þó vera ljóst að heill hafsjór af rann- sóknum varðandi lýsistöku bíður úrlausnar, enda bilið stutt á milli hollustu og óhollustu þegar lýsis- skammtar eru annars vegar. Á laugardagskvöld var haldin mikil veisla á heim- ili mínu til heiðurs Önnu Sigríði og eiginmanni henn- ar, og nutum við foreldrar og bræður hennar þrír þess svo sannarlega að vera í góðum hópi vina og samstarfsfólks þeirra. Í veislunni færði Anna Sigríður andmælendum sínum úr doktorsvörninni íslenskar teskeiðar að gjöf og minnti á að teskeið hér á landi, að rúmmáli 2,5 ml, væri ekki endilega það sama og teskeið í Bandaríkjunum eða Noregi og að lítil þúfa gæti velt þungu hlassi í því sambandi! Baráttan framundan Þessir ánægjulegu dagar ættu að fela í sér góða orkuhleðslu fyrir átökin fram- undan, enda verður kosið til borgarstjórn- ar eftir þrjá mánuði. Þó að málflutningur F-listans í borgarstjórn hafi ekki skilað sér nægilega vel í fjölmiðlum er ég bjartsýnn á árangurinn í vor, enda verið sáð til þess. Um það vitna fjölmargar til- lögur borgarstjórnarflokks Frjálslyndra og óháðra á kjörtímabilinu, sem marka skýra sérstöðu hans. Við munum leggja megináherslu á velferðar- og umhverf- ismálin sem fyrr og gera málefnum aldraðra hærra undir höfði en hin framboðin. Við munum einnig gera borgarbúum það ljóst, að koma þarf í veg fyrir að flugvöllurinn verði fluttur úr Vatnsmýrinni og að ekki má leyfa R-lista flokkunum að rífa nær öll elstu húsin við Laugaveg. Að fortíð skyldi hyggja þegar byggt er upp gott samfélag fyrir þá sem yngri eru. Efst í huga Ólafs F. Magnússonar, læknis og borgarfulltrúa Prófessor Guðmundur Finnbogason sagði í Skírnisgrein 1906, að þjóðin ætti að hafa þann metnað að láta ekkert barn sitt gjalda þess, að það er hennar barn, en ekki ríkari og fjöl- mennari þjóðar. Réttum eitthundrað árum síðar stígur nýr arftaki á rektorsstóli Háskóla Íslands fram og segist ætla að koma Háskóla Íslands í hóp eitthundrað bestu háskóla í heimi. Það var sannarlega kominn tími til að setja gamla hugsjónabrýningu löngu gengins rektors á dagskrá. Ræða Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, við útskrift stúdenta síðastliðinn laugardag fór eins og hressandi and- blær um þjóðlífið. Hún var vissulega full af bjartsýni; einhverjir kunna að segja of mikilli eða óraunhæfri. Hitt skiptir meira máli, að ræðan lýsti ríkum og verðugum metnaði. Þjóðin hefur fá verk- efni brýnni nú um stundir en að skipa sér þétt að baki því háleita markmiði, sem rektor hefur lýst sem vilja Háskólans. Góð menntun og öflug vísindastarfsemi er forsenda allra efna- legra framfara og grundvöllur fyrir heilbrigðu og gróandi þjóð- lífi. Um þetta er ekki deilt. Boðskapur eins og sá, sem rektor Háskólans hefur nú komið fram með, má hins vegar ekki daga uppi sem óumdeildur ræðustúfur. Nú þarf Háskólinn að gera grein fyrir því hvernig þessu marki verði náð. Það þarf meira en orð og meira en peninga. Hér þarf án nokkurs vafa bæði nýja hugsun og ný vinnubrögð. Það mun líka reyna á þolinmæði, því það kemur ekki allt í einu og alls ekki af sjálfu sér. Sú leið, sem Háskólinn hefur ákveðið að fara inn á verður örugglega ekki greiðfær. Hún verður heldur ekki sársaukalaus. Það þarf að ýta á ýmsa auma bletti, hreyfa við mörgum rótgrón- um hagsmunum og hrista upp í viðteknum hugsunarhætti. Allt mun það kalla á umræðu, sem síðan þarf að leiða inn á þá braut, sem markið hefur verið sett á. Ef menn ætla að skjóta sér undan óþægindunum er óvíst um árangur. Eitt af því, sem Háskólinn þarf að velta fyrir sér er sjálft stjórnfyrirkomulag skólans. Það byggir um margt á gömlum rót- grónum hugmyndum. Svara þær kalli nýs tíma? Það gæti verið nauðsynlegt að endurskipuleggja stjórnsýsluna. Önnur nærtæk spurning lýtur að skólagjöldum. Aðrir háskólar í landinu hafa sumir hverjir heimild til ákveðinnar gjaldtöku. Getur Háskóli Íslands búið við þá samkeppnisaðstöðu? Þó að samkeppni í íslensku háskólastarfi hljóti eðli máls sam- kvæmt fyrst og fremst að vera við erlenda háskóla er engum vafa undirorpið, að innlend samkeppni á þessu sviði er líka holl. Háskólastarf og rannsóknir úti á landsbyggðinni er einnig afar mikilvægt fyrir samfélagsþróunina í landinu. Að þessu leyti er Háskóli Íslands ekki eyland í samfélaginu og á ekki að vera það. En þessi sannindi breyta ekki hinu, að hér á landi eru fleiri háskólar að tiltölu en á öðrum byggðum bólum. Hvaða vit er í því? Æðsta yfirstjórn menntamála í landinu þarf að svara þeirri spurn- ingu afdráttarlaust, þó að skynsamleg svör geti vakið upp við- brögð og raskað hagsmunum, sem eru að ná eða hafa náð fótfestu í kerfinu. Til þess að ná settu marki þarf vafalaust að verja meira fé til Háskólans á næstu árum. En áður en svar við þeirri einföldu spurningu er gefið þurfa bæði Háskólinn og menntamálaráðu- neytið að svara ýmsum spurningum um innviði og skipulag háskólastarfs í landinu. En kjarni málsins er sá, að verðugt mark- mið hefur verið sett og tími er kominn til að hefjast handa um Háskóla á heimsvísu. ■ SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Annað og meira en óumdeildur ræðustúfur. Háskóli á heimsvísu Samkeppnin Þroski Íslendinga í samkeppnismálum vex dag frá degi, en uppeldið í þeim efnum hófst að marki með aðild Íslands að EES-samningnum fyrir meira en tíu árum. Nýverið sagði Fréttablaðið frá ábendingu um hugsanlegt brot á sam- keppnislögum varðandi jafnan aðgang manna að sjávarafla. Kristni Péturssyni, fiskverkanda á Bakkafirði, sveið að íslenskum fiskverkendum væri í raun meinað að bjóða í fisk sem sendur er ferskur í gámum til Bretlands. Hann benti Samkeppniseftirlitinu á þetta jafnframt því sem hann sagði mönnum þar á bæ að rýmri reglur giltu um vigtun á gámafiskinum en á bryggjunni hjá honum. „Eiga ekki allir að vera jafnir í þessum efnum,“ spurði hann. Þeir útgerðarmenn sem algerlega eru háðir því að leigja kvóta til að komast á sjó eru nú orðnir fullkomlega sannfærðir um að kvótagreifarnir hafi með sér samráð um leiguverðið. Þeim þykir ekki eðlilegt lengur að kílógrammið af þorski skuli leigt á 125 krónur hvenær sem er og hvar sem er á landinu. Finnst þetta vera sem hvert annað grænmetis- eða olíuverðsamráð. Þá er bara að njósna um ferðir kvótaeigendanna. Hvar skyldu þeir hittast til að bera saman bækur sínar? Hvað fékkst þú borgað? Andrés Magnússon, blaðamaður á Blaðinu, sat í gær blaðamanna- fund með Tyge Trier, hálærðum mannréttindalögfræðingi frá Danmörku. Sá taldi nokkuð víst að Baugsmenn myndu hafa erindi sem erfiði ef þeir færu með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Það er að segja ef Hæstiréttur kæmist að því að heimilt væri að taka málið upp. Lesa mátti Trier á þann veg að almennt gilti að ef vafi léki á því hvort ríkið bryti mannréttindi á þegnum sínum yrði að láta þegnana njóta vafans. Andrés spurði talsvert og staldraði mjög við það að Baugsmenn hefðu ráðið hann til verka. Andrés vildi vita um hvað hefði samist, hve mikið hann fengi fyrir sinn snúð, hvort hann væri búinn að fá eitthvað borgað og svo framvegis. Sá danski lét sér hvergi bregða. Kvaðst hafa sett skilyrðin sjálfur fyrir því að skoða málið og væri eigin- lega ekki búinn að fá neitt borgað ennþá. Andrés getur svo sent Morten Eriksen, sak- sóknara frá Noregi, tölvupóst og spurt hann hliðstæðra spurninga um ítarlega grein Eriksens í mið- opnu Morgunblaðsins á laugardag. johannh@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.