Fréttablaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 20
[ ]Karate er skemmtileg íþrótt og hæfir ungum sem öldnum. Börn sem læra karate fá góða hreyfingu og öðlast sjálfstraust auk þess sem þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Fyrir tæpu ári breytti Helga Braga Jónsdóttir algjörlega um lífsstíl. Hún hætti að borða sykur og hvítt hveiti og áfengið fór sömu leið. Breytingin er algjör og Helga hefur aldrei litið betur út. Helga leikur nú í sýningunni Hungur. Þar leikur hún konu sem á við offituvandamál að stríða og þarf Helga að klæðist svokölluð- um fitabollubúningi, sem gerir hana vægast sagt digra. Lífstíll persónunnar í leikritinu gæti vart verið ólíkari þeim háttum sem Helga hefur tekið upp. „Ég er búin að vera grænmetisæta í mörg ár og ég hef alltaf vitað þetta með sykurinn, að hann veikti mig,“ segir Helga. „Loks- ins gafst ég upp og kvaddi sykur- inn, pítsur, pasta og allt draslið.“ Ákvörðunin var ekki erfið og Helgu tókst að hætta sykurneyslu án teljandi erfiðleika. „Ég hef alltaf verið svona. Ef ég tek ákvörðun þá er það bara þannig,“ segir Helga. Árangurinn lét ekki á sér standa. Orkubúskapurinn breytt- ist til hins betra og kílóin hafa fokið, en Helga stundar bæði hestamennsku og magadans auk þess sem henni líkar vel í vatni. „Ég hef gaman af því að fara í sund og ég var afskaplega mikil sundmanneskja þegar ég var lítil og bjó uppi á Skaga. Þar er svo mikil sundmenning sem hentaði mér mjög vel,“ segir Helga. Helga hætti líka að drekka þegar sykurinn fékk að fjúka. „Áfengi er náttúrulega bara sykur svo núna drekk ég hvorki né reyki. Ég hef reyndar aldrei reykt því ég var svo heppin að ég var í stúku á Akranesi, en stúku- böllin voru heitustu böllin. Ég fór á fullt af fundum þar sem við sáum svona ógeðsmyndir og þegar aðrir byrjuðu að reykja slapp ég alveg við það,“ segir Helga. Hætti að borða hveiti og sykur og kílóin fuku Helga í frumsýningarveislu Hungurs. Hér heldur hún á mynd af sér í fitabollubúningnum sem hún þarf að klæðast í sýningunni. MYND/ÁGÚST INGI 01. mars 2006 Að vinna með regnboga- fæðið. Lausn sem hentar öllum. Hildur Hákonardóttir kl 18.30-20.00 07. mars 2006 Þarmaflóran og heilbrigði. Helgi Valdimarsson prófessor kl17.30-19.00 08. mars 2006 10 grunnreglur Þorbjörg Hafsteinsdóttir kl 19.00-23.00 14. mars 2006 Hvað heldur þú að þú sért? Þorvaldur Þorsteinsson kl 18.00-19.30 15. mars 2006 Heilbrigði og hamingja Benedikta Jónsdóttir. 18.30-22.00 �������������� ����������� ������ �������������� ������������������ ����������� ������������������ Betra úthald Góð næring • Brennsluaukandi Útsölustaðir m.a: Yggdrasill, Fjarðarkaup, Maður lifandi í Borgartúni og Hæðarsmára, Lífsins Lind í Hagkaupum, Lyfjaval í Mjódd og Hæðarsmára og Lyfja á Selfossi. S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet.is/heilsuhorn Póstsendum um land allt E in n t v e ir o g þ r ír 3 60 .0 4 5 SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* MT-stofan, Síðumúla 37, býður upp á hóptíma í æfingasal stofunnar. Einstaklingmiðuð þjálfun. Fáir í hverjum tíma. Sérhæfð styrktarþjálfun sem eykur stöðugleika liða í mjóbaki eða hálsi. Fyrir langvarandi vandamál í mjóbaki og/eða hálsi s.s: • Fyrir viðkvæma ofhreyfanlega liði. • Eftir tognanir. • Eftir brjósklosaðgerðir. • Eftir brjósklos- eða brjóskþófaröskun. • Við slitgigt. 7 vikna þjálfun – Hádegis- og eftirmiðdagstímar. Æft tvisvar sinnum í viku – Skráning í vikunni. Leiðbeinandi: Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð á hrygg. Upplýsingar og skráning á MT stofunni í símum 568 3660 og 568 3748. Netfang: mtstofan@mmedia.is Bakþjálfun Hálsþjálfun Þjálfun stöðugleika mjóbaks og/eða háls

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.