Fréttablaðið - 28.02.2006, Side 21

Fréttablaðið - 28.02.2006, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 28. febrúar 2006 Það eru ekki margar íslenskar íþróttakonur sem geta helgað líf sitt íþrótt sinni og þannig orðið eins góðar og þær mögulega geta orðið. Silja Úlfarsdóttir, hlaupa- drotting og afrekskona úr FH er ein þeirra og býr nú og stundar æfingar í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. Hún er nýút- skrifuð úr bandarískum háskóla og er svo sannarlega frábær fyr- irmynd ungra stúlkna og okkar allra sem langar að láta draum okkar rætast (hver svo sem hann er). Konur eins og Silja minna okkar á að allt er hægt ef hugur- inn er með í för. Hér segir hún okkur meðal annars frá viðhorf- um sínum til hreyfingar og nær- ingar og gefur okkur góð ráð. Silja segist byrja hinn dæmi- gerða dag um kl. 9 með vítamín- um, Weetabixi, eggjahvítum og banana. Kl. 10.30 hefst svo æfing dagsins í þrjá til fimm klukku- tíma. Eftir slík átök er mikilvægt að teygja og næra sig vel, segir hún og stundum segist hún fara í ísbað til að hjálpa vöðvunum að jafna sig eftir erfiða æfingu. Þá segir hún líka stundum gott að leggja sig aðeins seinni partinn. Getur helst ekki setið kyrr Þegar ég spyr hana hvað hreyf- ingin geri fyrir hana, segir hún að hreyfing sé jafn mikilvæg fyrir sig og að fá næringu í lík- amann. Hún segist helst ekki geta setið lengi kyrr og líði illa ef hún hreyfir sig ekki í smá tíma. Finnur líkamann slappast og skynjar hann öðruvísi. Er að byrja að borða lífrænt Þegar talið berst að mataræði segir Silja að það skipti miklu mál fyrir sig. Hún reyni að borða bæði prótein og kolvetni í hvert mál, en stundum sé það erfitt en hún verði að vera öguð. Þá er hún nýbyrjuð að hugsa um að borða lífrænan mat til að komast hjá eiturefnum. Einnig reynir hún að forðast brauð og pasta eða þessi „vondu“ kolvetni eins og hún orðar það. Að lokum spyr ég hana hvort hún geti ekki gefið okkur góð ráð, og þá sérstaklega börnum og unglingum, varðandi hreyf- ingu. Hún svarar því til að fyrst og fremst vilji hún hvetja börn og unglinga til að mæta á æfingu! Regluleg hreyfing hjálpar til við hreyfiþroska barna og kennir þeim ýmislegt sem reynist mjög nytsamlegt síðar meir. Mikil- vægt er að unglingar mæti á æfingu með opinn huga og öllum kemur vel að vita að það eru hlaupahópar úti um allan bæ. Aðalmálið er að vera hugrakkur og mæta. Hún segist hafa sent mömmu sína í einn hlaupahópinn og að hún sé alveg svakalega ánægð. Það er gaman að vera með sín eigin markmið, skora svolítið á sjálfan sig og reyna að bæta sig. Við skulum láta þessi lokaorð verða okkar. Látið ykkur líða vel, Borghildur Á hlaupum með Silju Úlfarsdóttur Brynhildur Briem, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofn- un, og dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, halda fyrirlestur um fæðubótar- efni hjá Umhverfisstofnun klukkan 15.00 í dag. Ítarlega verður fjallað um fæðubótarefni og rætt um hvort að þau séu okkur nauðsynleg. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn sem verður haldinn á 5. hæð Umhverfis- stofnunar, Suðurlandsbraut 24 og er aðgangur ókeypis. Fyrirlestur um fæðubótarefni Í DAG VERÐUR HALDINN FYRIRLESTUR HJÁ UMHVERFISSTOFNUN UM FÆÐU- BÓTAREFNI. Á morgun verður haldið námskeið um regnbogafæði í Manni lifandi. Hildur Hákonardóttir, höfundur Ætigarðsins, verður með nám- skeið um regnbogafæði í Manni lifandi á morgun frá klukkan 18.30 til 20.00. Hildur lýsir góðri reynslu sinni af regnbogafæðinu og veltir upp spurningunni hvort að regn- bogafæði sé raunhæft á Íslandi. Námskeiðsgjald er 1.000 krónur og hægt er að skrá sig hjá Manni lifandi. Lýsir reynslu sinni af regnbogafæði Hildur Hákonardóttir lýsir reynslu sinni af regnbogafæði. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. TT-námskeiðin sívinsælu! Frá Toppi til táar Dansrækt JSB hefur sérhæft sig í námskeiðum fyrir konur sem vilja komast í kjörþyngd. Þau fela í sér líkamsrækt, leiðbeiningar um mataræði og líkamsbeitingu, fundi, aðhald, vigtun og mælingar ásamt ráðgjöf frá stílista um tísku og förðun. Þú nærð árangri hjá okkur - ef þú vilt! Vertu velkomin í okkar hóp! Viltu ná glæsilegum árangri? Hafðu samband! Skráning hafi n E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Þú léttist og styrkist andlega og líkamlega TT-tímatafl a Kl Mán Þri Mið Fim Fös 06:20 x x x 07:20 x x x 08:20 x x x 12:05 x x x 14:30 x x x 18:25 x x x 19:20 x x x x x 20:15 x Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG BA Í SÁLFRÆÐI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.