Fréttablaðið - 28.02.2006, Side 22

Fréttablaðið - 28.02.2006, Side 22
 28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR Sýkingin, sem kallast onychomycosis, sest á tá- og fingurneglur. Sveppurinn fer undir nöglina þar sem hún ver hann á meðan hann dafnar sem gerir það að verkum að erfitt er að ná til hans og eyða honum. Sveppasýkingar er algengari við táneglur því sokkar og skór skapa full- komið umhverfi fyrir hann að dafna í, dimmt, hlýtt og rakt. Sveppirnir eru smitandi þar sem sýkingin getur lifað í umhverfi sem er rakt, eins og sturtu- klefar, baðherbergi og búningaklefar. Einnig getur sýkingin smitast með þjölum og naglaklippum sem hafa komist í snertingu við sýktar neglur. Auk þess smitast hún frá einni nögl til annarrar. Til eru tvær gerðir af lyfjum: til að gleypa og til að bera á. Fyrra lyfið fer í gegnum blóðrásina og ræðst á sveppinn undir nöglinni en það seinna er borið á nöglina en verkar ekki eins fljótt. sveppir } Sveppir við neglur SVEPPASÝKING VIÐ NEGLUR ER VANDAMÁL SEM MARGIR KANNAST VIÐ. Gunnar Páll Jóakimsson hefur hjálpað fjölmörgum hlaup- urum í gegnum tíðina að ná settu marki, hvort sem um er að ræða landsliðsmenn í langhlaupum eða húsmæður í Vesturbænum. Nú þegar sól hækkar á lofti taka margir fram hlaupaskóna en það er ekki sama hvernig hlaupunum er háttað. Mikilvægasti útbúnaður hlaupara er góðir skór. Það er til lítils að eiga flottan galla og litríkt svita- band ef skóbúnaðurinn er lélegur. „Það er mikilvægt að eiga hlaupa- skó, það er skó sem eru sérhann- aðir með hlaup í huga.“ segir Gunnar. „Margir eiga góða íþrótta- skó sem ætlaðir eru fyrir aðrar íþróttir og það eru ekki endilega skór sem eru góðir fyrir hlaup.“ Til að fá ráð í þessum efnum segir Gunnar að flest starfsfólk versl- ana sem selja íþróttaskó geti gefið góð ráð og lóðsað fólki er kemur að skóvali. Skórnir skipta sérstaklega miklu máli þegar hlaupið er á hörðu undirlagi eins og malbiki og hlaupabretti. „Menn fá álags- meiðsli ef þeir hlaupa mikið á hörðu undirlagi og því er æskilegt að fólk hlaupi á breytilegu undir- lagi,“ segir Gunnar. Malarstígar eru tilvaldir og þá eru staðir eins og Öskjuhlíð og Heiðmörk einkar hentugir því ekki er verra að skokka í skemmtilegu umhverfi. Algengt er að byrjendur fari of geyst af stað og missi áhugann á hlaupunum. „Það er um að gera að byrja varlega og flestir þola að byrja á 20-30 mínútum. Þá getur fólk verið óhrætt við að ganga stóran hluta tímans til að byrja með en skokka eins og þol leyfir,“ segir Gunnar. Þetta á sérstaklega við um þá sem eru yfir kjörþyngd því með kröftugri göngu má ná ágætis brennslu. „Í svoleiðis til- vikum er gott ráð að velja krefj- andi gönguleiðir með mikið af brekkum,“ segir Gunnar. Skokkarar eru jafn mismun- andi og þeir eru margir og árang- urinn er misfljótur að koma í ljós. „Þetta tekur tíma og það er mikil- vægt að fólk átti sig á því að hver hlaupari er einstakur,“ segir Gunnar. „Sumir sjá miklar fram- farir eftir viku en aðrir þurfa að bíða mun lengur. Það þarf að setja sér markmið og halda út í 8-12 vikur og ef það tekst þá kemst fólk á annað plan í hlaupunum.“ Gunnar vill benda fólki á skokk- hópa en hann fer einmitt fyrir einum slíkum hjá ÍR. Þeir geta veitt það aðhald sem mörg okkar þurfa og þar er líka að finna góðan félagsskap. tryggvi@frettabladid.is Góðir skór mikilvægastir Gunnar Páll fremstur í flokki. Hann er mikill hlaupagikkur og gefur meðal annars út hlaupadagatalið Hlaup 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Hitapúðar eru til í ýmsum stærðum og gerðum. Þeir ylja baki og bringu á stirðum degi. Þeir sem eru bakveikir, hvort sem er vegna sjúkdóms, slysa eða vöðvabólgu, þekkja vel undr- amátt hitans. Flestir þeirra eru tíðir gestir í heitum pottum sund- lauganna til að leyfa hitanum að mýkja stirða vöðva. Verslanir Lyfju selja nokkrar gerð- ir af hitapúðum sem ættu að nýt- ast vel fyrir þá sem glíma við eymsli í baki. Hægt er að fá rúmteppi eða minni púða sem leggja má á axlir, bringu eða bak. Einnig má fá púða sem hægt er að binda um mitti og háls og leysa þannig krossgátur á meðan hitinn streymir um sára vöðva. Allir púðarnir ganga fyrir raf- magni, hafa þrjár hitastillingar og auðvelt er að þvo baðmullarverið sem er utan um púðana. Bakið hitað upp Hita- teppið má setja undir lakið í rúminu og hita upp fyrir svefn. Það kostar 4.780 kr. Til eru tvær tegundir af minni púðanum. Báðir hafa þrjár mismunandi hitastillingar en annar púðinn slekkur á hitanum eftir 90 mínútur. Hitapúði án þannig stoppara kostar 2.981 krónur og hitapúði með stoppara kostar 3.760 krónur. Fæst í Lyfju Laugavegi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þú borðar þær með uppáhalds álegginu, kannski ylvolgar úr ofninum, ristaðar, með hvítlauksolíu, stundum eins og pizzur ... eða eins og Strandamenn, glænýjar með íslensku smjöri. Fáðu þér Speltköku og Kartöfluköku í næstu matvöruverslun. Hollara brauð finnst varla. Rammíslenskar Speltkökur og Kartöflukökur af Ströndum 100 ára hefð og ekkert nema hollusta Heitustu vörurnar Verslun Vítamin.is - Ármúla 32 s. 544 8000 • Opið mán-fös 10-18 & laug 11-15 Verslun Vítamin.is - Gránufélagsgötu 4 (JMJ Húsi) s. 466 2100. Opið mán-fös 16-18.30 & laug 11-13. Reiki Heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið RVK Kvöld- og helgarnámskeið í boði, næstu námskeið eru: I. stig helgarnámskeið 4. og 5. mars II. stig kvöldnámskeið 13.–15. mars Fyrir bætta líðan og betri stjórn á lífi þínu. Pantanir í síma 553 3934 milli kl. 10 og 13 virka daga. Guðrún Óladóttir reikimeistari Þeir sem hafa áhuga á framhaldsnám- skeiði í sjálfsstyrkingu hafi samband. Stór hitapúði sem helst á sínum stað þannig að auðvelt er að sinna ýmsum verkum meðan hitinn vinnur sitt verk. Fæst í Lyfju Laugavegi og kostar 3.760 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.