Fréttablaðið - 28.02.2006, Side 37
ÞRIÐJUDAGUR 28. febrúar 2006 25
LEIKHÚS
ÍSMEDÍA/AUSTURBÆ
Hafið bláa
Leikarar: Ívar Örn Sverrisson/Halla
Vilhjálmsdóttir/Jón Jósep Snæbjörns-
son/Valgerður Guðnadóttir/Árni Pétur
Guðjónsson/Ólafur Þorvaldz/Aðalbjörg
Árnadóttir/Matthías Matthíasson/Erlendur
Eiríksson/Selma Björnsdóttir/Dansarar:
Ásta Bærings/Íris María Stefánsdóttir/
Þórdís Schram/Hljóðfæraleikur: Jóhann
Hjörleifsson/Eiður Arnarsson/Kjartan
Valdemarsson/Þorvaldur Bjarni/Vignir
Snær Vigfússon
Höfundur: Kristlaug María Sigurðardóttir/
Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson/
Danshöfundur: Cameron Corbett/Bún-
ingar: María Ólafsdóttir/Leikmynd og
leikmunir: Arna Valsdóttir/Ljósahönnun:
Freyr Vilhjálmsson og Björn Bergsteinn
Guðmundsson/Hljóð: Bongó ehf. Ívar
Ragnarsson og Dimitra Drakopoulou/
Förðun: Skjöldur Eyfjörð/Leikstjórn:
Agnar Jón Egilsson.
Niðurstaða: Þótt útlit sýningarinnar sé
flott nær það ekki að gera sýninguna að
eftirminnilegu leikhúsi.
Í Hafinu bláa segir frá litla karf-
anum Kletti, sem býr í torfu í
kyrrlátum hyl í hafinu risastóra
hjá mömmu sinni og afa, hafi þar
sem ógnir leynast víða. Það eru
ekki allir fiskarnir í sjónum
vinir, sumir eru leiðinda stríðni-
spúkar, aðrir eru beinlínis hættu-
legir. Hættulegust eru þó net
fiskimannanna og leikurinn hefst
á því að torfan sem Klettur býr í
lendir í netinu. Allir nema hann.
Klettur, sem er bara lítill fisk-
ur, verður að leggja út í hið stóra
haf og finna hjálp til að frelsa
sitt samfélag úr netinu áður en
það verður híft upp. Hann hittir
fljótlega karfastelpuna Lukku
sem segir honum að hans eina
von sé Skuggi. Þau halda af stað í
leit að Skugga, lenda í smá átök-
um við skötuna Harpý og véla
risahumarinn Hrím til að hjálpa
sér.
Umgjörð og útlit sýningarinn-
ar er ákaflega falleg. Leikmynd
og lýsing, búningar og förðun
mynda heildrænan ævintýra-
heim sem gaman hefði verið að
sjá ganga upp. En, því miður, er
handritið stóra brotalömin. Tal-
aður texti er fremur sundurlaus
og átakalítill, á köflum hrein flat-
neskja og söngtextar óttalegt
bull. Það er svona rétt eins og
orðin hafi verið sett inn bara til
að hafa orð og skiptir í rauninni
engu máli hvað er sagt. Þar af
leiðandi vantar verkið bæði
skilaboð og dýpt. Forsendur
ævintýrisins eru ekki fyrir
hendi. Klettur og Lukka þvælast
um hafið, verða áhorfendur að
einu og öðru – en lenda lítt í raun-
um, hafa fátt til að sigrast á og
vaxa af. Á endanum slampast
þau einhvern veginn á Skugga.
Hvað tónlistina varðar, þá
hefur Þorvaldi Bjarna oft tekist
betur upp. Ekki eitt einasta lag í
sýningunni hljómar í höfðinu á
manni eftir að henni lýkur. Lögin
eru of einsleit og gera lítið til að
undirstrika karakter. Nema lagið
sem skatan Harpý syngur stuttu
fyrir hlé. Þar lifnaði sýningin
svo um munar. Flutningur Selmu
Björnsdóttur var svo stórkost-
legur að maður óskaði þess að
hún héldi bara áfram að syngja.
Röddin naut sín út í æsar og var
fylgt eftir með látbragði sem var
óaðfinnanlegt. Þetta líf endurtók
sig þegar þau Klettur og Lukka
hittu Harpý í seinni hlutanum.
Það má alveg segja að skúrkur-
inn sé þakklátt hlutverk – en
Selma gerði einfaldlega svo
miklu meira en að vera bara
skúrkur. Hún virtist ein um það í
sýningunni að skilja út á hvað
leiklist gengur. Ekki þar fyrir,
leikurunum var nokkur vorkunn
að reyna að moða einhvern kar-
akter úr innihaldsleysi textans.
Ekki lífguðu dansararnir mikið
upp á sýninguna, voru of stirðir
og klunnalegir til að hrífa
áhorfandann.
Í leikstjórninni eru of mörg
klaufaleg mistök. Þau stærstu
hljóta þó að vera léleg nýting á
leikhópnum til að skapa líf í haf-
inu. Í hvert sinn sem sólónúmer
eru flutt á sviðinu, hverfur lífið
úr sjónum, viðkomandi söngvari
(fiskur) flytur bara númerið sitt,
stundum með dansarana þrjá að
gera einhverjar hreyfingar og
hopp. Afleiðingin verður of mikið
endurtekið rof í framvindunni
svo áhorfandinn er fljótur að
gleyma að hann er á leiksýningu
en ekki tónleikum. Annað óskilj-
anlegt klúður er atriðið þegar
torfan hans Kletts lendir í net-
inu. Netið birtist á sviðinu þar
sem fiskarnir virðast vera að
leika sér að því – en svo þegar
hópurinn lokast inni í því er það
horfið.
Þótt útlit sýningarinnar sé
flott nær það ekki að gera sýn-
inguna að eftirminnilegu leik-
húsi. Til þess er innihaldið of
rýrt.
Súsanna Svavarsdóttir
Um útlit og innihald
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������������������������������������
������������������� ������������ ��������������
����������������� �������������������������������� �������������
����������������� ������������������������������� �����������������������
������������ �������������� �� �����������
����������������������������� ��������������� ���������
������������� �� ������������ ������������������� ���� ��������
���������� ����������������������������������� ���������������������
��������������������
�����������������������
����������� �����������
���������������
Fös. 3. mars. kl. 20 örfá sæti laus
Fös. 10. mars. kl. 20
Lau. 18. mars. kl. 20
SÝNINGUM LÝKUR Í MARS!
Ef
eftir Valgeir Skagfjörð/
Einar Má Guðmundsson
Þri. 28. feb. kl. 09.00 UPPSELT
Mán. 6. mars. kl. 09.00 UPPSELT
Þri. 7. mars. kl. 09.00 UPPSELT
Mið. 8. Mars. kl. 09.00 UPPSELT
VIÐTALIÐ
eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur
fim. 2. mars kl. 20 - forsýning
lau. 4. mars kl. 20 - frumsýning
sun. 5. mars kl. 20
lau. 11. mars kl. 20
sun.12. mars kl. 20
fös. 17. mars kl. 20
sun. 19. mars kl. 20
fös. 24. mars kl. 20
sun. 26. mars kl. 20
www.performer.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMINFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og
upptökur þegar þér hentar
Leikfélagið Snúður og
Snælda sýnir leikritið
GLÆPIR OG GÓÐVERK
Byggð á verki Antons Delmer,
“Don´t utter a note” Leikstjóri:
Bjarni Ingvarsson Þýtt og
staðfært af Sigrúnu
Valbergsdóttur
Sýningar í IÐNÓ
4.sýning mið. 22. febrúar kl. 14.00
5. sýning sun. 26. febrúar kl. 20.00
(ath: breyttan sýningartíma)
6. sýning mið. 1. mars kl. 14.00
7. sýning sun. 5. mars kl. 14.00
8. sýning mið. 8. mars kl. 14.00
9. sýning sun. 12 mars Uppselt
10. sýning mið. 15. mars kl. 14.00
11. sýning sun. 19. mars kl. 14.00
Sýningar eru miðvikudaga og
sunnudaga kl. 14.00
Miðapantanir í Iðnó s. 562 9700
www.midi.is
Miðaverð kr. 1.200