Fréttablaðið - 28.02.2006, Síða 38
28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR26
Hártískan fyrir næsta vetur hjá hár-
greiðslufyrirtækinu Vidal Sassoon var
kynnt á sýningu í London þann 13.
febrúar. Herdís Sigurðardóttir, hár-
greiðslukona hjá Jóa og félögum, fór á
sýninguna og tók myndir af hárinu.
„Það sem er áberandi í vetrartísk-
unni eru djúpir litir eins og fjólublár,
rauður, blár og grænn sem eru notaðir
til að brjóta upp hár í náttúrulegum
litum. Þá er til dæmis hægt að hrista
upp í dökku hári með sterkum fjólublá-
um lokkum eða í ljósu hári með rauð-
um lokkum. Þetta eru allt partalitanir
en ekki strípur. Það eru fáir í þekkt-
ustu hárfyrirtækjunum sem nota stríp-
ur í dag,“ segir Herdís sem sér um hár
nokkurra keppenda í Idolinu. „Klipp-
ingarnar eru einfaldar í grunninn og
útlínur hársins eru sterkar en notaðir
eru lokkar til að brjóta klippinguna
upp og fá meira flæði
og hreyfingu í
hárið. Herra-
tískan er
sjúskuð en
listamanna-
leg. Hárið
er heillitað
og frekar
dökkt en
litirnir eru
mattir og
náttúruleg-
ir.“
Herdís
hefur sjálf
unnið fyrir
Vidal Sassoon
en hún er eini Íslendingurinn sem
hefur lokið post graduate kúrs. „Það er
stórt atriði hjá Vidal Sassoon að við-
skiptavinurinn eigi auðvelt með að ná
klippingunni rétt. Hann á ekki að þurfa
að vera fastur í speglinum í marga
klukkutíma heldur á að nægja að
þurrka hárið og þá er það flott. Þeir
hönnuðu meðal annars bítlaklipping-
arnar, David Beckham klippinguna og
hafa séð um Óskarinn í sautján ár.“
Aðspurð hvort hún telji að þessar
nýju línur frá Vidal Sassoon muni fá
meðbyr í hári Íslendinga segir hún:
„Íslendingar eru frekar stífir en mér
finnst þeir vera hægt og rólega að
breytast. Það er fullt af fólki sem þorir
að vera öðruvísi og auðvitað er ekki til
nein uppskrift að flottu hári. Það þurfa
allir bara að finna sinn stíl í hárinu
eins og öðru.“ hilda@frettabladid.is
Ferskir straumar
í hártískunni
Rauði liturinn kemur
eins og þruma inn í
vortískuna. Splæstu á
þig einhverju rauðu
og lífgaðu upp á
hversdagsleikann.
Það er aldrei of
mikið af litum í til-
verunni.
• Taktu til heima hjá þér og settu nokkra ferska og fallega túlipana í
vasa. Þeir lífga upp á tilveruna.
• Það er orðið línuskautafært í Reykja-víkurborg. Ef þú átt ekki línu-
skauta skaltu fara strax
og fjárfesta í einum
slíkum. Það fást flott-
ir skautar í Útilíf og
Intersport.
• Jarðarberjafreyðivín frá Fresita er sérlega stelpuvænt og gott.
• Taktu vítamín. Þau bæta og kæta.
Hresstu
þig við...