Fréttablaðið - 28.02.2006, Síða 41

Fréttablaðið - 28.02.2006, Síða 41
Hitt húsið setti upp svokallað „blint kaffihús“ á Vetrarhátíð þar sem gestum og gangandi bauðst að snæða kræsingar í svartamyrkri og setja sig þannig í spor blindra. „Fólk var með blindrastaf og blindir og sjón- skertir þjónuðu til borðs og vís- uðu fólki til sætis,“ sagði Linda Ósk Hilmarsdóttir, starfsmaður Hins hússins. Um árabil hafa verið starf- ræktir svona veitingastaðir í París og Berlín en nýlega var slíkur staður einnig opnaður í London. „Við náðum að plasta vel fyrir gluggana svo það var gjör- samlega svartamyrkur niðri í kjallaranum. Boðið var upp á bakkelsi frá Korninu, heitt kakó með rjóma, kaffi og gos. Það komu margir og flestum þótti þetta mjög erfitt og áttu í vand- ræðum með að venjast myrkrinu þarna niðri. En flestum þótti þetta umfram allt skemmtileg og áhugaverð lífsreynsla.“ Snætt í svartamyrkri BLINDIR Fólk fékk kost á að setja sig í spor blindra á „blindu kaffi- húsi“ Hins hússins í gær. AMINA Hljómsveitin Amina hitar upp fyrir Adem í London 19. apríl. George Michael komst í kast við lögin aðfaranótt laugardags. Marg- ir muna eflaust eftir því þegar lög- reglan í Bandaríkjunum handtók söngvarann fyrir ósiðsamlegt athæfi á almannafæri en að þessu sinni voru það yfirvöld í London sem þurftu að hafa afskipti af honum. Vegfarendur tóku eftir Michael þar sem hann átti í erfið- leikum með akstur og gerðu lög- reglunni viðvart. Skömmu síðar var söngvarinn kominn á bak við lás og slá og í yfirlýsingu frá lög- reglunni kemur fram að fundist hafi eiturlyf af C-gerð. Hún vildi þó ekki staðfesta að George Michael hefði verið umræddur maður að því er fram kom í breskum fjöl- miðlum. „Við leit kom í ljós að hinn grunaði hafði undir höndum örv- andi efni,“ segir í yfirlýsingunni en söngvaranum var sleppt gegn greiðslu tryggingar. ■ George handtekinn FRÉTTIR AF FÓLKI Cuba Gooding Jnr. hefur varað Ter-ence Howard við þeirri skjótfengnu frægð sem hlýst af tilnefningu til Ósk- arsverðlauna. Margir muna eflaust eftir því þegar Gooding fékk styttuna góðu fyrir leik sinn í Jerry Maguire en síðan þá hefur ferill hans legið beina leið niður. Gooding þótti því hollara að minna á að frægðin er oft fallvölt. „Þú hefur hæfi- leika og ert heiðraður fyrir þá. Ekki samt láta þér detta það til hugar að þú sért svarið við bænum allra,“ sagði leikarinn sem við- urkenndi að hafa hafnað nokkrum frábærum hlutverkum fyrir frekar vafasamar myndir. Victoria Beckham heldur áfram að reyna að koma sér á framfæri og út úr skugga eiginmanns síns, knattspyrnu- hetjunnar David Beckham. Samkvæmt heimildum breska götublaðsins The Daily Mirror hyggst kryddpían fyrrver- andi nú setja á markað förðunarlínu sem selja á í „dýrari“ verslunum. Heimildarmaður blaðsins segir að „fína kryddið“ viti sínu viti þegar komi að útliti og tísku og hafi þegar unnið að þróun nokkurra vara sem setja eigi á markað. Er þetta í samræmi við risasamning Beckham-hjónanna við snyrtivöru- framleiðandann Coty sem þegar selur svitalyktareyðir með nafni Beckhams á. „Það eru margir sem velta því fyrir sér hvernig frú Beckham heldur sér svona vel þrátt fyrir mikið annríki og því er eðlilegt að hún hanni sína eigin línu,“ hefur The Daily Mirror eftir heimildarmanni sínum. Írsku rokkrisarnir í U2 voru útnefndir sem „Sendiherrar samviskunnar“ af mannréttindasamtökunum Amnesty Int- ernational við hátíðlega athöfn í höfu- borg Chile, Santiago. Irene Khan, aðalrit- ari samtakanna, hrósaði hljómsveitinni fyrir framlag sitt í baráttunni gegn fátækt og mannréttindum „Tenging tónlistar þeirra við mannhelgi og mannréttindi á sér engin fordæmi í sögunni og er einstakt fyrirbæri,“ sagði Khan af þessu tilefni. „Þeir eru milljónum manna innblástur og hafa ætíð verið mál- svarar þeirra sem minna mega sín.“ GEORGE MICHAEL Var handtekinn eftir að vegfarendur tóku eftir vafa- sömu aksturslagi hans. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. FRÉTTABLAÐIÐ / MYND: REUTERS Hljómsveitin Amina mun hita upp fyrir Adem á tónleikum í London þann 19. apríl. Tónleikarnir verða haldnir aðeins tveimur dögum eftir að Amina hitar upp fyrir Sigur Rós á tónleikum í Nýja-Sjálandi. Adem spilaði á Iceland Airwaves-hátíð- inni fyrir tveimur árum og má lýsa tónlist sveitarinnar sem hug- ljúfu og melódísku gítarpoppi. Forsprakki sveitarinnar, Adem Ilhan, er jafnframt bassaleikari síðrokksveitarinnar Fridge. ■ Hitar upp yrir Adem

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.