Fréttablaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 42
30 28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
FEBRÚAR
25 26 27 28 1 2 3
Þriðjudagur
■ ■ LEIKIR
19.15 HK og Selfoss mætast í
DHL-deild karla í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
19.00 Meistaradeild Evrópu á
Sýn. Fréttaþáttur.
19.30 Ísland gegn Trínidad &
Tóbagó á Sýn. Bein útsending.
21.40 Destination Germany á Sýn.
23.35 Ísland gegn Trínidad &
Tóbagó á Sýn. Endursýning.
ÍSLAND - TRÍNIDAD
VIGNIR GUÐJÓNSSON
skrifar frá London.
vignir@frettabladid.is
Þjálfarinn Leo Beenhakker og fyrirliðinn
Dwight Yorke eru sammála um að vin-
áttuleikurinn gegn Íslandi í dag sé mun
mikilvægari en margir vilja halda og að
hann sé í raun fyrsta skref Trínidad &
Tóbagó í undirbúningi liðsins fyrir HM
í sumar. Blaðamannafundurinn sem
liðið hélt á hóteli sínu í London
í gær var vel sóttur af enskum
blaðamönnum sem vildu
aðeins vita um væntanlegan
leik liðsins gegn Englandi
á HM í sumar. En Been-
hakker vildi litlu svara
um þann leik.
„Ég og leikmennirnir
hugsum lítið um leikinn
gegn Englandi. Við
horfum styttra fram í
tímann og hugsum um næsta leik, sem
er á morgun [í dag] gegn Íslandi. Þetta
er síðasti leikur okkar áður en formlegur
undirbúningur HM hefst svo að þetta er
síðasta tækifæri margra leikmanna
til að sanna sig. Það er mikið
undir,” sagði Beehnakker.
Yorke sagði leikmenn
landsliðsins spennta
fyrir leiknum gegn
Íslandi. „Það skiptir
máli að ná góðum
úrslitum, vinna
sigur og venja okkur
leikmennina við þá
tilfinningu hvernig það
er að sigra. Leikstíll
íslenska liðsins svipar til
þeirra liða sem eru með
okkur í riðli á HM og verður leikurinn
því ákveðin prófraun fyrir okkar lið fyrir
það sem koma skal á HM,” sagði Yorke
jafnframt og bætti því við að enginn
vafi léki á því að Eiður Smári Guð-
johnsen væri lykilmaður íslenska
liðsins. „Íslenska liðið er gott,
skipað duglegum og sívinnandi
leikmönnum þar sem Eiður
Smári er í fararbroddi. Hann
er hjá Chelsea og þar spila
aðeins frábærir leikmenn,”
sagði Yorke sem vildi
aðspurður ekkert segja um
hvort hann teldi að Eiður
Smári kæmist í byrjunarlið
Man. Utd í dag. „Það er ekki
mitt að svara en hann er
magnaður leikmaður.”
ÞJÁLFARI OG FYRIRLIÐI TRÍNIDAD: SEGJA LEIKMENN ÍSLANDS DUGLEGA OG SÍVINNANDI
Leikurinn er prófsteinn fyrir okkar lið
> Alda Leif og Hlynur í
stjörnuleikjum
Alda Leif Jónsdóttir skoraði tvö stig í
stjörnuleik hollenska körfuboltans um
helgina en liðið hennar vann leikinn.
Alda fékk lítið að spila og stigin tvö
komu úr hennar
eina skoti í leiknum.
Hlynur Bæringsson
spilaði karlaleik-
inn og stóð sig
ágætlega.
FÓTBOLTI Fjölmargir blaða- og
sjónvarpsmenn fylgdust með
æfingu landsliðs Trínidad og
Tóbagó í gær og mættu á blaða-
mannafund liðsins um hádegið.
Enskir fjölmiðlar sýna liðinu
mikinn áhuga, einkum vegna
þess að Trínidad & Tóbagó er með
enska landsliðinu í B-riðli heims-
meistarakeppninar í Þýskalandi í
sumar. Á fundinum voru blaða-
menn frá Sky, BBC auk annarra
af stærstu miðlum Bretlands. Þá
voru hollenskir heimildarmynda-
gerðarmenn að fylgjast með
Beenhakker, sænskir blaðamenn
voru á staðnum þar sem Svíþjóð
er einnig í B-riðlinum á HM, að
ógleymdum fjölmiðlamönnunum
frá Trínidad og Tóbagó.
Leo Beenhakker, þjálfari
Trínidad og Tóbagó, var ítrekað
spurður að því hvort hann hefði
áhuga á því að taka við enska
landsliðinu en hann er þekktur
þjálfari sem m.a. hefur stjórnað
Real Madrid og hollenska lands-
liðinu í sinni þjálfaratíð. Þá hefur
Jack Warner, formaður knatt-
spyrnusambands Trínidad og
einn af varaformönnum FIFA,
verið sterklega bendlaður við
miðabrask fyrir leiki Trínidad á
HM og hafa margir farið fram á
afsögn hans hjá FIFA. Warner sat
fyrir svörum á fundinum og hélt
því staðfastlega fram að hann
hefði ekki gert neitt rangt.
Svo má ekki gleyma fyrirlið-
anum Dwight Yorke, fyrrum leik-
manni Man. Utd., sem spilar með
Sydney FC í Ástralíu.
Þar í landi er tímabilið senn á
enda og sagði Yorke að það væri
möguleiki á að hann myndi spila
á Englandi fram að HM. „Það er
mikilvægt að vera í formi þegar
HM hefst. Það er verið að vinna í
ákveðnum málum fyrir mig hér
sem gætu farið að skýrast á
næstu vikum. Það væri mjög
gaman að spila aftur á Englandi í
smá tíma í vor,“ sagði Yorke.
- vig
Fjölmiðlar hvaðanæva úr heiminum eru í London:
Mikill áhugi fyrir liði Trínidad
FJÖLDI Fjölmennt var á blaðamannafundi
landsliðs Trinidad. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson
stjórnar íslenska landsliðinu í
knattspyrnu í fyrsta sinn í kvöld
þegar það tekur á móti Trínidad og
Tóbagó á Loftus Road í London.
Eyjólfur segir engar róttækar
breytingar á leik íslenska liðsins
væntanlegar en með nýjum þjálf-
ara felist að sjálfsögðu einhverjar
breytingar. „Það eru ákveðnir
hlutir í varnarleiknum sem ég vil
breyta og tengjast þær breytingar
færslum leikmanna í vörninni. Við
ætlum þó ekki að leggja ofur-
áherslu á vörnina á morgun og
munum sækja af krafti og ákveðni.
Samt vil ég halda hreinu,“ sagði
Eyjólfur við Fréttablaðið í gær.
Íslenska liðinu verður stillt upp
í leikkerfið 4-4-2 á morgun en end-
anlegt byrjunarlið verður ekki
gefið upp fyrr en síðdegis í dag.
„Þá verður annar framherjinn í
því hlutverki að koma niður og
sækja boltann á meðan hinn verð-
ur uppi á toppi,“ segir Eyjólfur
sem gerir fastlega ráð fyrir því að
þessir tveir framherjar verði
Eiður Smári Guðjohnsen og Heið-
ar Helguson. Líklegt er að Ívar
Ingimarsson og Jóhannes Karl
Guðjónsson komi beint inn í byrj-
unarliðið en mesta spennan felst í
hvort Grétar Steinsson muni spila
á hægri kantinum eða í stöðu
bakvarðar og þá hvaða leikmenn
verða notaðir á köntunum.
„Þessi leikur er sérstakur að
því leyti að bæði lið eru að leggja
tiltölulega litla áherslu á að kort-
leggja andstæðingana. Ég er að
stjórna liðinu í fyrsta sinn og er að
innleiða það skipulag sem ég vil
hafa á meðan Trínidad er að undir-
búa sig fyrir HM í sumar. Við
vitum lítið um þá og ég held að
þeir viti lítið um okkur,“ segir Eyj-
ólfur en hann hefur horft á upp-
töku af einum leik með lið Tríni-
dad og Tóbagó.
„Þeir eru léttleikandi og tekn-
ískir en um leið með stóra menn
inn á milli. Þeir eru agaðir í vörn-
inni og fá ekki á sig mikið af mörk-
um en í sókninni er Dwight Yorke
þeirra aðalmaður. Það á helst allt
að fara í gegnum hann,“ segir Eyj-
ólfur sem mun þó ekki ætla að
setja mann honum til höfuðs í
leiknum. „Nei, fyrst og fremst
ætlum við að hugsa um okkur
sjálfa, finna okkar takt og vona að
það skili okkur góðum leik.
Stærstu breytingarnar
eru í varnarleik liðsins
Það munar tæpum 50 sætum á Íslandi og Trínidad á FIFA-listanum. Samt sem
áður telur landsliðsþjálfarinn, Eyjólfur Sverrisson, að íslenska liðið sé alls ekki
síðra. Eyjólfur segir að það verði leikið til sigurs í kvöld.
NÝR MAÐUR Í BRÚNNI Eyjólfur Sverrisson sést hér stýra æfingu hjá íslenska liðinu í gær. Eyjólfur ætlar sér sigur í sínum fyrsta leik sem
landsliðsþjálfari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI „Það er mjög gott að spila
leikinn hér í London,” sagði Heiðar
Helguson, framherji íslenska liðs-
ins og Fulham í Englandi, en hann
flaug til móts við landsliðið í gær
en hann spilaði með Fulham gegn
Bolton á sunnudag. „Það væri fínt
að hafa þetta alltaf svona. Bara að
fá Icelandair til að ferja áhorfend-
ur á góðu verði. QPR er að mér
skilst í einhverjum peningavand-
ræðum svo það er örugglega hægt
að breyta „Loftus Road“ í „Laugar-
dalsvöllinn“. Svo er líka hægt að fá
Baug til að kaupa dæmið,“ sagði
Heiðar og brosti en sjálfur býr
hann í nágrenni London.
Heiðar sagðist við Fréttablaðið
vera svolítið stirður eftir leikinn
en að hann yrði orðinn góður fyrir
leikinn í kvöld. - vig
Heiðar Helguson:
Fá Baug til að
fjárfesta
STEMNING Það var létt yfir strákunum á
æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn Eyj-
ólfur Sverrisson sagði við Frétta-
blaðið í gær að engin óformleg
beiðni hefði borist til hans frá Jose
Mourinho eða öðrum forráða-
mönnum Chelsea um að láta fyrir-
liðann Eið Smára Guðjohnsen
helst komast hjá því að spila allan
leikinn. Framundan eru mikilvæg-
ir leikir hjá Chelsea, meðal annars
síðari leikurinn gegn Barcelona í
Meistaradeildinni. Slíkar beiðnir
eru tíðar þegar um leikmenn hjá
stærstu liðum heims er að ræða,
en landsliðsþjálfurum ber engin
skylda til að svara slíkri beiðni.
„Eiður Smári spilaði hálftíma í
deildinni um helgina og við erum
ekki að æfa mikið svo að það er
ekki hægt að segja að þetta sé
mikið álag. Ég reikna því ekki með
því að sú beiðni komi,” sagði
Eyjólfur og glotti. - vig
Forráðamenn Chelsea:
Báðu ekki um
hvíld fyrir Eið
FYRIRLIÐINN Eiður Smári mun væntanlega
spila mikið í kvöld.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Búist er við því að áhorf-
endur á landsleik Íslands og Tríni-
dad og Tóbagó í dag verði ein-
hvers staðar á bilinu 1.500-3.000
manns sem áætla má að flestir
muni styðja landslið Trínidad &
Tóbagó, en fjölmargir ríkisborg-
arar landsins eru búsettir í
nágrenni London.
Samkvæmt upplýsingum frá
KSÍ seldust um 300 miðar í forsölu
á leikinn, flestir til Íslendinga sem
eru búsettir í London eða í
nágrenni höfuðborgarinnar, en þó
má búast við því að slatti af miðum
seljist fyrir utan völlinn á leikdag.
Upplýsingafulltrúi Trínidad og
Tóbagó tjáði Fréttablaðinu að allt
að 2.500 manns gætu mætt á völl-
inn til að styðja þeirra lið en í þeim
tölum fælist þó ákveðin bjartsýni.
Þess má geta að knattspyrnu-
samband Trínidad sótti um og fékk
í kjölfarið sérstakt leyfi hjá yfir-
völdum Loftus Road um að fá að
taka hljóðfæri með í áhorfenda-
stúkurnar. Helsti stuðningsmanna-
kjarni landsliðsins er þekktur
fyrir mikinn bumbuslátt. Það
verður því sannkölluð Mið-Amer-
íkustemning á pöllunum á leiknum
í kvöld. - vig
Það verður tómlegt á Loftus Road í kvöld:
Von á 500 Íslendingum
FÓTBOLTI Leikur Íslands og Tríni-
dad og Tóbagó í kvöld mun fara
fram á Loftus Road í London,
heimavelli hins fornfræga félags
Queens Park Rangers, sem nú
leikur í ensku 1. deildinni. Leik-
vangurinn tekur rétt um 19 þús-
und manns í sæti.
Leikvangurinn var byggður
árið 1904 og er einn af elstu og
sögufrægustu leikvöngum á Eng-
landi.
Spilað á velli QPR:
Gamall en glæsi-
legur völlur
LOFTUS ROAD Verður hálftómur í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Taktlaus æfing
Eyjólfur Sverrisson stillti ekki upp
byrjunarliði á æfingu landsliðsins í gær
og heldur var ekki æfð nein taktík. Þess
í stað var spilaður fótbolti á milli yngri
og eldri leikmanna liðsins og sigruðu
hinir ungu, 6-5. Dómaraskandall sögðu
einhverjir af hinum eldri.