Fréttablaðið - 28.02.2006, Page 43

Fréttablaðið - 28.02.2006, Page 43
ÞRIÐJUDAGUR 28. febrúar 2006 31 FÓTBOLTI Blaðamaður Trinidad & Tobago Express, sem er stærsta dagblaðið þar í landi, fylgist grannt með undirbúningi lands- liðsins fyrir leikinn gegn Íslandi og hefur verið að birta stórar greinar í sínum miðli þar sem ítar- lega er greint frá æfingum liðsins og andrúmsloftinu í landsliðs- hópnum. En eins og margir leikmanna liðsins er blaðamaðurinn ekki vanur veðráttunni í London en þar hefur veðrið undanfarna daga verið keimlíkt því sem hefur verið á Íslandi upp á síðkastið, hitastig rétt yfir frostmarki og stillt veður. „En sem betur fer klæðast lands- liðsmennirnir sérsaumuðum æfingatreyjum frá Adidas sem héldu mönnum frá því að krókna,” segir m.a. í blaðinu. Þess má geta að meðalhitinn í Trínidad á þess- um árstíma er í kringum 30 gráð- ur, reyndar eins og hann er nánast allt árið um kring. - vig Blaðamenn frá Trínidad: Ekki vanir svona kulda KULDASKRÆFUR Blaðamennirnir frá Tríni- dad voru vel klæddir á æfingu liðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI „Með nýjum þjálfara koma nýjar áherslur svo að þetta er vissulega aðeins frábrugðið því sem áður var. En andinn í hópnum er sá sami. Þetta eru sömu vitleys- ingarnir sem eru í hópnum og sama stemningin en mesta breyt- ingin finnst mér fólgin í því að undankeppni HM er afstaðin og nú tekur annað við,“ sagði varnar- maðurinn Hermann Hreiðarsson í gær, spurður um hvort það væri mikið öðruvísi að vera undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar sem lands- liðsþjálfara. Hermann telur að nokkuð þungu fargi hafi verið létt af íslenska hópnum þegar undan- keppni HM lauk og segir að leik- urinn gegn Trínidad í kvöld marki upphafið að nýju tveggja ára skeiði íslenska liðsins sem felst í undankeppninni fyrir EM. „Við vorum ekki ánægðir með útkomuna úr undankeppni HM – við spiluðum ágætis bolta en töp- uðum alltaf. Þessu ætlum við að reyna að breyta,” segir Hermann sem fullyrðir að hópurinn hjá landsliðinu í dag hafi sjaldan eða aldrei verið sterkari. „Ég held að ég þori alveg að fullyrða það ef litið er á pappírinn. Við erum flest- ir að spila reglulega með liðum okkar í toppdeildum á Englandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og fleiri löndum og þessi hópur núna hefur verið saman í nokkurn tíma eftir ákveðna uppstokkun fyrir tveim- ur árum. Það þarf að slípa liðið saman, það er ekki spurning, en hópurinn lofar góðu,“ segir Her- mann og bætir því við að leikurinn í kvöld marki í raun nýtt upphafi. „Nú byrjum við aftur á núlli. Ný keppni framundan og nýr þjálfari og allir möguleikar fyrir hendi. Við erum að fara að keppa á móti liði sem er að fara á HM og þangað komast aðeins góð lið. Ég á því von á hörkuleik,” sagði Her- mann sem spilaði nokkrum sinn- um gegn Dwight Yorke á sínum tíma. „Hann er frábær leikmaður í sínu besta formi og erfiður að eiga við en við teljum okkur geta haldið honum niðri.“ - vig Hermann Hreiðarsson segir leikinn í kvöld marka nýtt upphaf hjá landsliðinu: Hópurinn aldrei verið sterkari Í SVIÐSLJÓSINU Hermann Hreiðarsson sést hér í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Íslenska landsliðið æfði ekki á Loftus Road í gær og var þess í stað kosið að hafa síðustu æfinguna fyrir leikinn á æfinga- svæðinu sem íslenska liðið hefur verið á frá því á sunnudag. Að sögn Eyjólfs Sverrissonar lands- liðsþjálfara var þetta ákveðið vegna fjarlægðarinnar frá hótel- inu að leikvanginum, en það er um klukkustundar langur akstur. „Fram og til baka gerir það tvo tíma sem er langur tími og þreyt- andi. Við erum þrjár mínútur að æfingasvæðinu og töldum að það væri alveg nóg. Þess vegna afþökkuðum við æfinguna á Loft- us,“ sagði Eyjólfur við Frétta- blaðið. - vig Þreyttir landsliðsstrákar: Æfðu ekki á Loftus Road FERSKUR Eyjólfur þjálfari lék á als oddi á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Ívar Ingimarsson segir að andrúmsloftið í íslenska liðinu sé mjög gott, en hann er kominn í hópinn að nýju eftir eins og hálfs árs fjarveru. „Mér líst mjög vel á þetta og ég hlakka mikið til leiks- ins,“ sagði hann við Fréttablaðið í gær. Ívar leikur með Reading í ensku 1. deildinni og hefur spilað gegn QPR á útivelli í vetur, en það spilar heimaleiki sína á Loftus Road. „Þetta er þrusuvöllur og sérstakur að því leyti að áhorfend- ur eru gríðarlega nálægt. Þegar völlurinn er fullur eru áhorfend- urnir nánast ofan í þér og þetta verður mikil gryfja. Svo að ef það verður góð mæting á völlinn ætti að geta myndast góð stemning,“ segir Ívar. - vig Ívar Ingimarsson: Loftus Road er gryfja MÆTTUR AFTUR Það var létt yfir Ívari á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI KSÍ gerði í gær samninga til fjögurra ára við sjö fyrirtæki undir yfirskriftinni Alltaf í boltan- um með KSÍ. Samningarnir hljóða upp á 250 milljónir íslenskra króna sem skiptist jafnt á milli fyrir- tækjanna. Fyrirtækin eru Lands- bankinn, Mastercard, Vífilfell, Icelandair, OgVodafone, VÍS og Íslenskar getraunir. Eggert Magn- ússon, formaður KSÍ, segir að samningurinn brjóti blað í íslenskri íþróttasögu. „Þetta er nýtt skref í samning- um sambanda við fyrirtæki, þá á ég ekki bara við KSÍ heldur íþróttahreyfinguna í heild sinni. Þetta sýnir það fyrst og fremst að þau fyrirtæki sem hafa verið með okkur undanfarin ár eru ánægð með samstarfið líkt og við erum. Þetta byggist á gagnkvæmum skilningi,“ sagði Eggert. - hþh KSÍ gerir nýja samninga: Alltaf að hugsa stórt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.