Fréttablaðið - 28.02.2006, Síða 46
28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR34
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Hefur
sé› DV
í dag?
flú
FANGARNIR AXEL OG INGÓLFUR
Sviku 600 þúsund
af ÁTVR úr
klefanum
á Litla-Hrauni
dv 2x10 -lesið 27.2.2006 20:33 Page 1
LÁRÉTT
2 skriða 6 tveir eins 8 forsögn 9 flan 11
fyrir hönd 12 ofan á brauð 14 gorta 16
ætíð 17 undir þaki 18 tunnu 20 grískur
bókstafur 21 glufa.
LÓÐRÉTT
1 dreifa 3 í röð 4 mikill ávinningur 5 lík 7
fjarskiptatæki 10 sæti 13 síðasti dagur 15
heimsálfa 16 aum 19 tveir eins.
LAUSN
HRÓSIÐ
...fá hjónin Ragnar Kjartansson
og Ásdís Sif Gunnarsdóttir fyrir
skemmtileg myndlistarnámskeið
fyrir ungt fólk þar sem þau
blanda saman tónlist og mynd-
list.
LÁRÉTT: 2 hrun, 6 tt, 8 spá, 9 ras, 11 pr, 12
álegg, 14 stæra, 16 sí, 17 ris, 18 ámu, 20
pí, 21 rauf.
LÓÐRÉTT: 1 strá, 3 rs, 4 uppgrip, 5 nár, 7
talsíma, 10 set, 13 gær, 15 asía, 16 sár, 19
uu.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á síðu 8
1 Barnaverndarstofu.
2 Nýja-Delí.
3 Stjarnan.
��������������
�������
����������
����
������������
����������
��� �
FRÉTTIR AF FÓLKI
Kvikmyndahátíðinni Icelandic Film
Festival, sem sló öll met
á vormánuðunum í fyrra,
hefur verið frestað fram
á haust. Samkvæmt
heimildum Frétta-
blaðsins þótti
forsvarsmönnum
hátíðarinnar vera
of stutt á milli
hátíða en eins
og margir muna kom Quentin Tarantino
hingað á Októberbíófest á vegum sömu
aðila og frumsýndi Hostel við mikinn
fögnuð viðstaddra. Vitað er þó að vegna
þessa mun hátíðin í haust vera með
stærra móti og ætla aðstandendur að
tjalda öllu til. Í fyrra mættu þeir Walter
Salles og Gael Garcia Bernal til að vera
viðstaddir frumsýningu myndarinnar
Mótorhjóladagbækur en ráðgert er að
fá enn stærri nöfn til landsins og frum-
sýna enn stærri myndir. Kvikmynda-
áhugamenn landsins geta því byrjað
að láta sig hlakka til veislunnar sem
framundan er.
Landið verður væntanlega sótt af
stjörnum og mektar-
fólki utan úr heimi
eins og vaninn er þó
vissulega sýnist sitt
hverjum um gæði
þessara gesta.
Chippendales
- dansararnir
yrðu vænt-
anlega settir
undir flokk-
inn „vafasamir
heiðursgestir“
en samkvæmt
áreiðanlegum
heimildum
Fréttablaðsins
munu sjö íturvaxnir
dansarar úr þessum
heimsfræga strípiflokk ætla að trylla
kvenþjóðina á næstunni. Eddie Izzard
er einnig væntanlegur aftur en þessi
breski grínari er af mörgum talinn einn
fyndnasti maður heims. Ef einhver gæti
skákað honum væri það Ricky Gervais
en nú er róið að því öllum árum að
fá hann hingað til lands að skemmta.
Þetta væri að sjálfsögðu hvalreki á fjörur
grínunnnenda enda Gervais einn eftir-
sóttasti gamanleikari heims um þessar
mundir en hann er heilinn á bak við
þáttaraðirnar The Office og Extras. - fgg
Margir eiga sér átrúnaðargoð en
aðeins örfáir fá tækifæri til að
hitta þau einhvern tímann á lífs-
leiðinni.
Útvarpsmaðurinn og U2-aðdá-
andinn Skúli Örn Sigurðsson er
einn af þessum fáu útvöldu því
fyrir nokkrum árum hitti hann
meðlimi sveitarinnar að loknum
eftirminnilegum tónleikum á
Wembley fyrir framan áttatíu
þúsund manns.
Átti hann stutt spjall við söngv-
arann Bono, sem hefur alla tíð
verið í sérstöku uppáhaldi hjá
honum. „Ég er búinn að eiga Bono
sem átrúnaðargoð í fleiri, fleiri ár
og að sjá hann í fyrsta skipti var
eins og að fara í Disneyworld
fyrir fimm ára krakka því þetta
var þvílík upplifun fyrir mig,“
segir Skúli Örn. „Þetta er eins og
ef pabbi hefði séð Lennon eða
John Fogerty.“
Skúli segist hafa beðið í þrjá
klukkutíma fyrir framan Wembley
til að berja goðin sín augum. „Til
að sýna hvað maður er klikkaður
þá vildi ég fullvissa mig um allar
undankomuleiðir. Ég rölti hring-
inn í kringum völlinn en það var
voðalítið að gerast. Síðan sá ég
fjórar til fimm svartar limósínur
fyrir utan inngang og það var ein-
hver mannskapur að hrúgast þar
að. Það gaf vel til kynna að þeir
ætluðu að koma þarna út og ég
beið þarna áfram með öðru fólki.
Síðan skömmu seinna fóru þeir að
girða svæðið að með litlum járn-
grindverkum og þá birtist Larry
Mullen Jr. [trommuleikari U2] og
fer að raða þeim sjálfur. Hann var
rólegur á því og mjög töff,“ segir
Skúli Örn sem notaði tækifærið
og fékk eiginhandaráritun hjá
kappanum.
„Skömmu seinna kemur Paul
McGuinness, umboðsmaður U2,
sem hefur fylgt þeim frá byrjun
og sagði að strákarnir væru inni
og væru væntanlegir fljótlega.
Síðan kemur The Edge [gítarleik-
ari] með kúrekahatt og brosandi
út í eitt. Hann gaf hverjum ein-
asta manni eiginhandaráritun og
síðan var það punkturinn yfir i-ið
þegar hann kemur sjálfur, meist-
arinn út. Hann tók stökk og
„pósur“ og kom fram með miklum
töffaraskap. Hann vildi ekki gefa
áritanir, heldur vildi frekar ræða
við fólkið,“ segir Skúli, sem var
þarna orðinn ansi spenntur eins
og gefur að skilja.
„Hann rölti hringinn og kinkaði
til fólksins og spjallaði við það og
þá varð ég voða æstur og hrópaði
og kallaði til hans. Ég sá að hann
gjóaði augunum til mín og síðan
rölti hann beint til mín og rétti út
höndina og hneigði sig. Ég myndi
bregðast öðruvísi við núna en ég
vissi ég allt um U2 en datt ekki í
hug nein spurning til að spyrja
hann. Ég svaraði bara já og nei og
sá að hann beið eftir að ég myndi
koma með spurningar, en ég var
frosinn eins og asni,“ segir Skúli
og bætir því við að Bono hafi verið
mjög vingjarnlegur. „Hann þakk-
aði kærlega fyrir og maður fann
að hann bar rosamikla virðingu
fyrir aðdáendum sínum.“
Skúli hefur nagað sig mjög í
handarbökin fyrir að hafa ekki
náð að smella ljósmynd af goðinu.
„Ég hafði tekið með mér einnota
myndavél fyrir tónleikana og tók
þrjátíu myndir, hver annarri
lélegri. Svo mætir kallinn og þá
var filman í myndavélinni búin.
Þetta hefði verið gott kódak móm-
ent. Ég sá svo á eftir þeim aka í
burtu hver í sinni limmu.“
Skúli ekur um á bíl með núm-
eraplötunni Bono, sem hann fékk
gefins fyrir þremur árum. Hann
segir meira spunnið í þennan smáa
en knáa söngvara en flesta aðra
kollega hans. „Það sem mér finnst
flott við hann er að hann er að
styðja rosalega gott málefni. Hann
er svolítið framhald af Lennon
finnst mér í dag. Ég ber mikla
virðingu fyrir svona mönnum.“
freyr@frettabladid.is
SKÚLI ÖRN SIGURÐSSON: HITTI ÁTRÚNAÐARGOÐIÐ EFTIR TÓNLEIKA Á WEMBLEY
Fraus fyrir framan Bono
ALVÖRU AÐDÁANDI Skúli Örn Sigurðsson við Bono-númeraplötuna sem hann fékk að gjöf
fyrir nokkrum árum.FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Elva Ósk
Ólafsdótt-
ir leikkona
„Mér
fannst
þetta ynd-
isleg mynd,
henni var
einstak-
lega vel
leikstýrt.
Gaman að
sjá íslenska
mynd sem
gengur út
á tilfinningar og mismunandi viðbrögð
fólks við erfiðum aðstæðum. Leikararnir
stóðu sig allir voðalega vel.“
Friðrik Erlingsson rithöfundur
„Mér fannst hún í stuttu máli sagt stór-
kostleg. Þetta er svolítið svona loksins
komin íslensk kvikmynd þar sem maður
gleymir hvað leikarinn heitir og upplifir
karakterinn. Það er það besta sem hægt
er að segja um kvikmynd.“
Bryndís Bjarnadóttir mannréttinda-
fræðingur
Ég var óskaplega ánægð með myndina.
Mér fannst hún mannleg, dramatísk og
vel leikin. Hinn áreynslulausi leikur kom
vel út ásamt flottri myndatöku. Mér fannst
allir leikararnir standa sig prýðilega vel.“
Vigdís
Gunn-
arsdóttir
leikkona
Ég var
mjög
hrifin af
þessari
mynd.
Leikstjór-
inn vissi
alveg
hvað
hann vildi
fá út úr
leikurunum. Þetta er mynd sem er ekk-
ert að reyna að vera meira en hún er. Ég
gleymdi mér alveg í sögunni.“
FJÓRIR SPURÐIR KVIKMYNDIN BLÓÐBÖND VAR FRUMSÝND Á FÖSTUDAGSKVÖLD
Hvernig fannst þér myndin?
Þráinn Bertelsson sló í gegn með
minningabók sinni Einhvers konar
ég árið 2003 og er nú byrjaður á
framhaldi hennar sem gengur
undir nafninu Ýmiss konar ég. Það
er óhætt að segja að hann sitji
sveittur við skriftir um þessar
mundir þar sem hann var áður
byrjaður á sakamálasögu með
vinnuheitinu Engill dauðans.
Þetta þýðir þó ekki að aðdáend-
ur Þráins fái tvöfaldan skammt af
honum í næsta bókaflóði. „Ég er
nú ekki nógu afkastamikill til til
þess að geta gefið út tvær bækur
samtímis, enda væri engin glóra í
því,“ segir Þráinn. „Sú bók sem ég
klára fyrst kemur út á undan. Það
er svo óspennandi starf að sitja á
óæðri endanum og þreifa á lykla-
borði alla daga þannig að þetta
kapphlaup hleypir smá spennu í
líf mitt.“
Þráinn segir Einhvers konar ég
standa nær skáldsögu en ævisögu
þó að hún fjalli um raunverulega
atburði. „Ég sé þetta fyrir mér í
þremur bókum sem er það sem
bókmenntafræðingar kalla tríló-
gíu, eða þríleik, og er rosalega
fínt.“
Þráin gerir ráð fyrir að verkið í
heild sinni muni spanna eina
mannsævi þar sem hann leggur
lífshlaup sitt til grundvallar.
„Fyrsta bindi lýkur þegar eitt
stykki fullorðinn karlmapur, 20
ára að aldri, gengur út af færi-
bandinu til móts við lífið. Næsta
bók fjallar þá vonandi um næstu
40 ár, sem er það sem við köllum
normal starfsævi þar sem þessi
tiltekni karlmaður leitar að til-
gangi og glímir við spurninguna
um hver sendi hann hingað og til
hvers.“ - þþ
Kapphlaup við Engil dauðans
ÞRÁINN BERTELSSON „Einhvers konar ég
fer í það að lýsa því hvernig eitt stykki
manneskja verður til á ákveðnum stað á
plánetunni, á ákveðnum tíma og rúmi,“
segir Þráinn sem vinnur að framhaldi þess-
arar vinsælu bókar.