Fréttablaðið - 28.03.2006, Síða 19

Fréttablaðið - 28.03.2006, Síða 19
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR FERMING TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. LÝÐHEILSUSTÖÐ OG MANN- ELDISRÁÐ HAFA BIRT NÝJA RÁÐLAGÐA DAGSKAMMTA HINNA ÝMSU NÆRINGAREFNA. Hinir nýju dagskammtar (RDS 2005) koma í stað RDS frá árinu 1996. RDS-gildin eru endurskoðuð reglulega með hliðsjón af nýrri þekkingu í næringarfræði og byggir hið nýja RDS-gildi í stórum drátt- um á norrænum næringarráð- leggingum sem unnar voru af vinnuhópi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og gefn- ar voru út á árinu 2005. Ekki hafa verið gerðar miklar breytingar á ráðleggingunum en þó ber að nefna að RDS af A-vítamíni hefur verið lækk- aður lítillega fyrir konur og af kalki fyrir börn. Dagskammt- ur af D-vítamíni og C-vítam- íni fyrir fullorðna hefur verið hækkaður og af fólati fyrir konur á barneignaaldri, barns- hafandi konur og konur með barn á brjósti. Þá er þetta í fyrsta sinn sem birtar eru ráð- leggingar um koparneyslu. Frekari upplýsingar eru á vef lýðheilsustöðvar www.lyd- heilsustod.is Ráðlagðir dagskammtar Ráðlagður dagskammtur fyrir konur af A-vítamíni hefur verið lækkaður lítillega. Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, hefur lést umtalsvert síðustu vikurnar. Hann segist ekki hafa sérstaklega gaman af líkamsræktinni en að honum líði samt alltaf vel eftir hana. Ástæðan fyrir þessu heilsuátaki Jóhannesar er sú að hann er nú að leika í uppfærslu Leik- félags Akureyrar á Litlu hryllingsbúðinni þar sem hann leikur átta ólík hlutverk, þar á meðal konu. ,,Þess vegna vildum við leikstjór- inn gefa líkama mínum hlutlausara útlit, losna við bumbuna og svona. Ég fékk þess vegna meðleikara minn, hann Benna, með mér í þetta verkefni. Hann er í raun einkaþjálfar- inn minn,“ útskýrir Jóhannes galvaskur. Að sögn Jóhannesar hefur heilsuátakið aðallega falist í brennslu og smá lyftingum. Þeir félagarnir hafa mætt fjórum til fimm sinnum í viku en annars segir Jóhannes að matarræðið skipti mestu máli. Hefur Jóhannes reynt að sleppa öllu skyndibita- fæði og gosi, þó honum finnist sú fórn nokk- uð erfið. ,,Mér fannst ekkert mál að sleppa namminu en mann langar svo oft í pylsu, hamborgara eða pitsu. Mér finnst erfiðast að þurfa sleppa því öllu,“ segir Jóhannes en bætir þó við að hann hafi nokkrum sinnum stolist til þess að fá sér skyndibita. ,,Ég gefst samt ekki upp þó að ég stelist.“ Í sjálfri líkamsræktinni segir Jóhannes að honum finnist skemmtilegast á þrekhjól- inu. Hann vill þó frekar segja að þrekhjólið sé minnst leiðinlegt frekar en skemmtileg- ast. ,,Ég lít ekki á þetta sem skemmtun, mér finnst þetta ekkert gaman. Líkamsræktin er samt allt í lagi um leið og hún kemst upp í vana.“ Jóhannes forðast hins vegar eitt ákveðið tæki eins og heitan eldinn. ,,Ég vil helst ekki fara í róðrarvélina. Ég var einu sinni hjá einkaþjálfara sem notaði róðrar- vélina sem refsingu ef ég mætti of seint þannig að ég hef vondar tilfinningar gangvart því tæki.“ Á þeim tíu vikum sem átakið hefur staðið yfir hefur Jóhannes misst heil tíu kíló og stefnir ótrauður áfram. ,,Ég hef hugsað mér að ná 15-20 kílóum í heildina. Þá er þetta orðið nokkuð gott. Þó að þetta sé misleiðin- legt þá líður manni samt svo vel eftir þetta,“ segir Jóhannes að lokum og er greinilega sáttur með sjálfan sig og árangurinn enda ekki furða. steinthor@frettabladid.is Erfiðast að sleppa skyndibitanum Jóhannes Haukur hefur verið að létta sig undanfarnar vikur svo að hann geti meðal annars brugðið sér í hlutverk konu. FRÉTTABLAÐIÐ/KK GÓÐAN DAG Í dag er þriðjudagurinn 28. mars, 87. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 7.00 13.33 20.07 Akureyri 6.43 13.17 19.54 NÝIR GAMLIR KJÓLAR Fermingarstelpur leita til fortíðar við val á fermingarfötum FERMING 2 Málstofa lyfjafræðideildar við Háskóla Íslands um lyfjafræði- lega umsjá í apótekum fer fram í dag. Málstofunni er stjórnað af Aðalheiði Pálmadóttur og fer hún fram í Haga á Hofsvallagötu 53. Fermingargjafabréf er nýr valkostur hjá Iceland Express. Boðið er upp á gjafabréf í öll flug flugfé- lagsins frá upp- hæð tvö þúsund og upp úr. Gjafa- bréfin gilda í tvö ár. Nýtt frétta- blað ISF, Icland Spa and fitness, kom út fyrir stuttu. Í blaðinu er meðal annars viðtal við Unni Birnu, kynning á nýjum námskeiðum, ný tilboð og margt fleira. Ný göngudeild og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga hefur verið opnuð í tengslum við ferli- og bráðamóttöku geðsviðs LSH við Hringbraut. Göngudeildin hóf starfsemi 1. febrúar 2006 en dagdeildin fimmtudaginn 23. mars 2006. ALLT HITT [FERMINGAR OG HEILSA] HJÓLAÐ MEÐ BÖRNIN Mikilvægt er að gæta fyllsta öryggis þegar hjólað er með börn HEILSA 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.