Fréttablaðið - 07.04.2006, Síða 16
7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Það er allt frábært að frétta,“ segir Eiríksína Kr.
Ásgrímsdóttir, sem nýlega hefur tekið við starfi
sem verkefnastjóri hjá Kennaraháskóla Íslands.
„Ég hef verið önnum kafin undanfarnar vikur
við að setja mig inn í þetta nýja starf og er að
sýsla við mjög fjölbreytt verkefni í vinnunni.
Ég sé um vikulega miðvikudagsfyrirlestra hjá
Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands,
um menntafræðslu og uppeldismál fyrir öll
skólastig nema framhaldsskólastigið. Við skipt-
um efninu niður í þemu og höfum verið með
nám og kennslu yngri barna sem þema. Í vetur
höfum við til dæmis verið með Skóli og samfé-
lag án aðgreiningar og svo hafa leikskólakenn-
arar verið duglegir að koma á þessa fyrirlestra
þannig að þemað þeirra var fimm vikudaga, allt
frá málþroska, hugmyndir starfsfólks um starfið
í hugmyndir um menntun. Síðast var Nýmiðlun
og gagnagerð í grunnskóla. Þessum fyrirlestrum
er sjónvarpað best á KHÍ-vefn-
um þannig að það er hægt að
sitja heima og horfa á þessa
fyrirlestra. Það er líka hægt að
horfa á þá á netinu eftir að
þeim er lokið.“
Eiríksína sér líka um að kynna
stofnunina út á við og segir
hún að mikil vinna felist í því
að reyna að koma upplýsing-
um og fræðslu á framfæri við
fjölmiðla. Hún segir fjölmiðla
líta á menntamál sem jaðarefni
og vill fá meiri umfjöllun og
umræðu um þessi mál. Hluti af
starfsemi Rannsóknastofnunarinnar er að gefa
út bækur og sér Eiríksína einnig um kynningar á
þeim. Hún segir að bækurnar séu mjög áhuga-
verðar og eigi erindi til breiðs hóps lesenda.
Sem dæmi nefnir hún nýlega
útkomna bók, Þróun glímunnar
í íslensku þjóðlífi, og bókina
Kynjamyndir í skólum.
„Svo erum við á fullu við að
hefja undirbúning að stóru
árlegu málþingi í október. Ég
er að safna fólki í samráðs-
hóp og við ætlum að fjalla
um rannsóknir, nýbreytni og
þróun á öllum skólastigum. Við
stöndum að þessu málþingi
í samvinnu við Kennarasam-
bandið, menntamálaráðuneyt-
ið, Þroskaþjálfafélagið og fleiri
aðila. Þetta er stórt málþing sem allar fagstéttir
koma á, um 100 fyrirlestrar. Ég er bara rétt að
hefja undirbúning að því og mun vinna að því
fram í október,“ segir hún.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EIRÍKSÍNA KR. ÁSGRÍMSDÓTTIR, VERKEFNASTJÓRI HJÁ KHÍ
Fyrirlestrunum er sjónvarpað á netinu
Löghlýðinn lögmaður
„Mér finnst að aðallega eigi
að velja eftir hæfni, en að
sjálfsögðu á að taka tillit til
allra laga og reglna.“
HELGI JÓHANNSSON FORMAÐUR
LÖGMANNAFÉLAGSINS UM VAL
Á HÆSTARÉTTADÓMURUM.
FRÉTTABLAÐIÐ.
Misskilinn snillingur?
„Hvað er svona merkilegt
við Jón Gnarr? Ég hef aldrei
skilið það enda þótt ýmsir
skipi honum á bekk með
helstu snillingum þessarar
þjóðar.“
ORRI PÁLLL ORMARSSON
BLAÐAMAÐUR Á MORGUNBLAÐ-
INU Í MORGUNBLAÐINU.
Uppstoppaður ísbjörn er nýjasti
sýningargripur Veiðisafnsins á
Stokkseyri. Ísbjörnin er grænlensk-
ur en Sigurður Guðmundsson hams-
keri á Akureyri stoppaði hann upp.
Ísbjörninn var fluttur nýverið á
Veiðisafnið og er nú þar til sýnis.
Kom hann landleiðina frá Akureyri
og er að sögn fyrsti ísbjörninn sem
fer um Hvalfjarðargöngin. Ekki er
ólíklegt að langt líði þar til ísbjörn
fer aftur um göngin, eða almennt
um þjóðvegakerfi landsins, því
flutningar á ísbjörnum á Íslandi eru
fátíðir. Veiðisafnið á Stokkseyri var
opnað fyrir tæpum tveimur árum
og hafa gestir þess ítrekað spurt
forsvarsmenn hvort ekki væri von
á ísbirni í hóp safngripa. Hefur
þeim nú orðið að ósk sinni. ■
Ísbjörn á Stokkseyri
Davíð Þorgils Valgeirsson, bif-
vélavirki á Bílaverkstæði Guð-
jóns á Patreksfirði, hefur hrundið
af stað söfnun fyrir útvarpssendi
svo hann og aðrir fái notið útsend-
inga FM 957. „Mér datt þetta í
hug fyrir tveimur mánuðum og
ákvað að gera eitthvað í þessu,“
segir Davíð Þorgils, sem getur
valið á milli Bylgjunnar, Rásar 1
og Rásar 2 eins og málum er nú
háttað. „Það vantar stöð fyrir
unga fólkið,“ segir hann og bætir
við að tónlistarval áðurnefndra
stöðva sé ekki sniðið að smekk
ungs fólks.
Davíð Þorgils hefur rætt málið
við marga og jafnan fengið góð
viðbrögð. Bæjaryfirvöld í Vestur-
byggð sáu sér þó ekki fært að
verða við ósk hans um fjárhags-
stuðning.
Sendirinn kostar hálfa milljón
króna en Davíð Þorgils hefur vil-
yrði 365 miðla fyrir að greiða
helming kostnaðarins ef honum
tekst að safna fyrir hinum helm-
ingnum. Reikningur hefur verið
opnaður í Sparisjóði Vestfirðinga
og geta þeir sem vilja lagt inn á
hann. Númer hans er: 1118 05
402342 kt. 160183-5869.
Davíð Þorgils segist hlusta á
FM 957 þegar hann er í Reykjavík
en hafnar því að vera hnakki, líkt
og dyggustu hlustendur stöðvar-
innar eru jafnan nefndir. - bþs
Safnar fyrir FM 957 á Patró
ZÚÚBER Verði Davíð Þorgils að ósk sinni
getur hann hlustað á þáttinn Zúúber á
morgnana.
Erlendur S. Þorsteinsson,
doktor í reikniritum, fléttu-
fræði og bestun, gefur lítið
fyrir tillögu Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokks, um að
taka upp sumartíma á
Íslandi. Málið er enn einu
sinni komið til kasta Al-
þingis.
Í þingsályktunartillögu Guðlaugs
Þórs og þriggja annarra þing-
manna Sjálfstæðisflokks er lagt til
að kannað verði hvort ástæða sé til
að taka upp sumartíma og einnig
að flytja sumardaginn fyrsta og
verkalýðsdaginn að helgum.
Erlendur telur síðari hugmynd-
ina góðra gjalda verða en segir þá
um sumartímann vitlausa, reynd-
ar arfavitlausa. „Þessi hugmynd
hefur alltaf verið vitlaus,“ segir
hann en Vilhjálmur Egilsson var
ötull við að leggja málið fram á
sinni þingtíð. „Það virðist lifa í
sjálfstæðismönnum að sumartími
sé eitthvað skemmtilegur.“
Erlendur hefur sjálfur reynslu
af tímabreytingum við upphaf og
lok sumars því hann bjó í Banda-
ríkjunum í fimm ár þar sem sum-
artími er við lýði. „Mér fannst
þetta pirrandi því þessu fylgir
vesen og kostnaður. Það brást ekki
að fólk mætti annað hvort of seint
eða of snemma í vinnu og á fundi
þegar tímanum var breytt,“ segir
hann og nefnir einnig að tímaáætl-
anir flugvéla breytist og tölvukerfi
ruglist. Það kosti ekki bara vesen,
heldur mikla peninga. Hann skilur
þó hugmyndafræðina sem að baki
býr. „Tilgangurinn í Bandaríkjun-
um og öðrum löndum sem liggja
sunnarlega er sá að sólar njóti
lengur við á daginn. Það á hins
vegar ekki við hér því hér er alltaf
bjart á sumrin. Klukkustund til eða
frá breytir engu á kvöldin. Það
verður hins vegar aðeins bjartara
klukkan tvö á nóttunni.“ Erlendur
hefur svo af því spurnir að Banda-
ríkjamenn séu að velta fyrir sér að
hætta að færa klukkuna til.
Væri sumartími tekinn upp á
Íslandi yrði klukkan færð aftur
um eina klukkustund. Rökin sem
Guðlaugur Þór og félagar nefnda
því til stuðnings í greinargerð
sinni eru þau helst að þjóðin vakni
fyrr á sumrin og byrji daginn fyrr.
Sólar nyti þá lengur við eftir að
fólk kemur heim úr vinnu og fengi
fólk því betra tækifæri til að njóta
sumarsins og „skapaði án efa betri
sumarstemningu með öllu sem
því fylgir, svo sem auknum
möguleikum á frekari sam-
verustundum með fjöl-
skyldunni,“ segir orðrétt í
greinargerðinni.
Erlendur skilur þessi
rök en segir að þessi góði
vilji eigi ekki að koma tímareikn-
ingi við. „Ef menn vilja ná þessum
áhrifum fram á frekar að komast
að samkomulagi um að fólk mæti
milli sex og sjö í vinnuna.“
Eins og áður sagði er Erlendur
þó ekki alfarið á móti þingsálykt-
unartillögunni. Hann er fylgjandi
því að fimmtudagsfrí verði færð
að helgum og telur það merki
um pólitísk klókindi Guð-
laugs Þórs að leggja fram
málin tvö í einni og sömu
tillögunni. „Hann setur
þarna fram gott mál um
skipan frídaga og laumar
með þessu arfavitlausa
máli um sumartíma í þeirri
von, sýnist mér, að menn séu
nógu sammála góða málinu
til að láta hitt fljóta
með.“
bjorn@frettabladid.is
UNDARLEGUR TÍMI Erlendur S. Þorsteinsson reiknifræðingur er lítt hrifinn af þeirri hug-
mynd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins að taka upp
sumartíma á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Arfavitlaust að taka upp
sumartíma á Íslandi
ÍSBJÖRNINN ÓGURLEGI Hann var stoppaður upp á Akureyri og er að líkindum fyrsti
ísbjörninn sem fer um Hvalfjarðargöngin.
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
Vill láta kanna hvort
ástæða sé að
taka upp
sumartíma.
Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir verk-
efnastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
������������
��������������
������������
��������
����������������������
�����������
����������������
����� ����������
���������������