Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 20
 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR20 fólkið í landinu STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR ��������� ��������� �������� Það er vindasamt og napurt í Flatey þegar Jón Sigurð- ur Eyjólfsson og Hörður Sveinsson stíga á land. Þó er bjart og fegurðin mik- il þar sem fjallahringur Breiðafjarðar rammar eyj- una inn á fagurbláum mar. Tvær fjölskyldur búa í Flatey allan ársins hring og er því rólegt um að litast í eynni fögru að vetr- arlagi. Hins vegar færist heldur betur líf í tuskurnar á vorin þegar ferðamenn streyma þangað og fuglalífið verður fjölskrúðugt. Þá umturnast líf eyjarskeggja en þeir taka þessari ásókn vel enda eru atvinnutækifæri ekki á hverju strái en slík tækifæri gefast með ferðamönnunum. Einnig eiga all- nokkrir hús í eynni og leita þangað þegar færi gefst. Atli Heimir Sveinsson er einn þeirra, en hann venur komur sínar þangað þegar um hægist í ferðamennskunni enda skapast þá kjöraðstæður handa tónskáldinu fyrir andans verk. Á traktornum við bryggjuna Þeir félagar Jón Sigurður og Hörð- ur eru svo heppnir að hitta fyrir nær alla íbúa Flateyjar á bryggj- unni þegar þeir stíga á land úr Breiðafjarðarferjunni Baldri. Magnús Jónsson er mættur á traktornum enda nægur varning- ur sem hann á von á af meginland- inu. Þeir gera grein fyrir sér og spyrja hvort hann sé til í spjall. „Alveg sjálfsagt, komið þið bara heim í kaffisopa,“ segir hann og vísar þeim á kerruna. Tryggvi Gunnarsson, fóstursonur Magnús- ar, og Jóhann Ingi Hinriksson koma sér þar líka fyrir og svo er hossast eftir veginum áleiðis að þorpinu. Fálkinn rænir af bóndanum Þó að Flatey sé afskekkt segja eyjaskeggjar sig síður en svo ein- angraða og það má til sanns vegar færa. Reyndar hafa þeir frekar mátt búa við ágang fólks og dýra en afskiptaleysi í gegnum tíðina. Magnús og kona hans Svanhildur Jónsdóttir segja það alltaf jafn stórkostlega upplifun þegar fugl- arnir streyma í eyna á vorin. En þó eru ekki allir fuglar jafn kærkomn- ir. „Það kom fálki hér í gær og rændi einni hænunni, það var magnaður andskoti,“ segir Magn- ús. „Ég sá að hann var hér á sveimi svo ég fer út og þá var hann búinn að drepa hana en var ekkert hrif- inn af því að fá ekki að njóta henn- ar.“ Þau hjónin eru með 60 ær og 24 hænur sem þau verða að hafa gætur á því auk fálka er mikið um örn í Breiðafirði. Þar er hann vágestur í augum íbúa ólíkt því sem víða þekkist. Vakna með aðkomumenn við gaflinn Hafsteinn Guðmundsson var úti í fjárhúsi þegar ferðamennirnir tveir hittu á hann. Þar naut hann liðsinnis ungra manna frá Stykkis- hólmi sem nota hvert tækifæri til að komast til Flateyjar í sveita- störfin. Hann segir það enn eitt dæmi þess að eyjarskeggjar verði frekar fyrir ágengni en afskipta- leysi og geti því varla talist ein- angraðir. „Magnús Bjarnfreðsson fréttamaður kom hér að vorlagi 1965 og tók fréttamyndir fyrir sjónvarpið og sýndi þetta sem algjöra eyðibyggð með fullt af húsum. Það brá hvergi fyrir manni á þessum myndum. Eftir það taldi ógrynni fólks að þetta væri allt í eyði og kom hingað til að næla sér í hús. Og þá var ruðst inn í öll hús og það var óþægilegt fyrir marga hér. Til dæmis eitt sinn þegar faðir minn var nýrisinn úr rekkju og var að fara að fá sér kaffi þá var þar komið fólk inn í eldhús sem var að velta húsakostinum fyrir sér. Það má segja að íbúar hafi vaknað með aðkomumenn við gaflinn.“ Saumaði vélina hans Ómars Ragnarssonar Tryggvi og Jóhann eru á fullu að gera gistihús klárt áður en ferða- mennskuvertíðin hefst. Þeir taka sér þó hlé frá störfunum þegar gestina ber að garði og spyrja strax hvort megi bjóða þeim bjór eða léttvín. Svo fara þeir að rifja upp heimsóknir eftirminnilegra manna í eyna. „Eitt sinn kom Ómar Ragn- arsson hingað á litlu vélinni sinni,“ segir Tryggvi, „en lenti svo illa að það kom mikil rifa neðan á hana. Það var ekkert annað að gera en koma manninum til hjálpar svo ég fékk tvinna frá mömmu og sauma fyrir rifuna. Við erum eyjarskeggj- ar og verðum oft að bjarga okkur eftir ýmsum leiðum. Ómar horfir á mig þar sem ég ligg undir vélinni og er að sauma en svo þegar verk- inu er lokið þá slengir hann fram eftirfarandi vísu: Harður er Tryggvi. Haf‘iði séð‘ann? Hann verður stoltur þegar ég kveð‘ann. Hann er að rimpa hana að neðan og horfir upp í gatið á meðan.“ Við svo kveðið verða aðkomumenn að hafa sig á brott því Baldur stímir í höfn. Missi þeir af honum stíga þeir ekki fæti á meginlandið fyrr en eftir nokkra daga. ■ TRYGGVI GUNNARSSON OG JÓHANN INGI HINRIKSSON Það var kátt á hjalla hjá Tryggva og Jóa múr sem voru að vinna að endurbótum á einu gistihúsinu en tók sér hlé frá störfum þegar gesti bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR HAFSTEINN GUÐMUNDSSON Í FJÁRHÚS- INU Það var nóg að gera í fjárhúsinu en Hafsteinn nýtur liðsinnis ungra manna frá Stykkishólmi sem sjást að baki hans. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR MAGNÚS JÓNSSON Í ELDHÚSINU HEIMA Bóndinn horfir út um eldhúsgluggann enda aldrei að vita nema fálkinn hyggi á hænuveiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Vinsæl hjá fólki og fuglum Íbúar sem búa allan ársins hring: 5 Íbúafjöldi um 1900: Um 400 Sveitarfélag: Reykhólahreppur Sveitarstjóri: Einar Örn Thorlacius Helstu atvinnufyrirtæki: Gistiheimili Svanhildar, Veitingastaður í þorpinu (opnar í sumar) Fjarlægð frá Reykjavík: 170 kílómetr- ar til Stykkishólms. Sigling með Baldri þaðan tekur rúma klukkustund. Fjöldi eyja og hólma sem Flatey tilheyrir: 40 Athyglisverðir staðir: Flateyjarkirkja. Byggð 1926. Baltasar listmálari hefur málað veggi, loft og altaristöflu. Bóka- safnið er hið elsta á Íslandi. Flatey Svanhildur Jónsdóttir á og rekur eitt gistiheimili í Flatey en þar eru átta rúm. Tryggvi Gunnars- son vinnur nú hörðum höndum við að gera það upp og fylgist frúin vel með því brátt skellur ferðamannatíminn á. Einnig leigir hún út íbúð sem er við hlið heimilis hennar og geta fjórar manneskjur dvalið þar. Þar að auki er hún með tjaldstæði. „Íslendingarnir eru lítið fyrir það að nota tjaldstæðið, þeir koma frekar með fellihýsin sín,“ segir Svanhildur. „En útlendingar koma þangað mikið. Eftirspurnin er svo mikil í gisti- húsið að það verður að vísa mörgum frá.“ Iðnaðarmenn vinna svo að því hörðum höndum að gera upp gamla samkomuhúsið í þorpinu en þar á að opna veitingastað í júní í sumar. „Það er misjafnt hvað það eru margir að vinna þarna, allt frá tveimur og upp í átta en ég sé um að fæða þá, karlana.“ Áður var Tryggvi sonur hennar með siglingar fyrir ferða- menn um nálægar eyjar á Breiðafirði en hann er hættur því núna. Hafsteinn Guðmundsson, bóndi í Flatey, segir nóg fyrir ferðalanga að gera í eynni. „Það er hægt að renna fyrir þann gula og svo geta einhverjir veitt lunda eða bara notið þess að skoða fuglana sem eru ófáir hér.“ Það er því ljóst að það á að taka ferða- mannavertíðina með trukki í Flatey í sumar. Helst kvarta eyjarskeggjar yfir því að sú vertíð standi skemur þar en á meginlandinu; hefjist seinna og ljúki fyrr. Hins vegar eru eyjarskeggjar ánægðir með að flestir gestanna bera virðingu fyrir náttúru Flateyjar fuglalífi og ganga vel um og hefur afar sjaldan orðið misbrestur þar á. ATVINNUREKANDINN: SVANHILDUR JÓNSDÓTTIR FERÐAMÁLAFRÖMUÐUR Íslendingar hættir að tjalda SVANHILDUR JÓNSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.