Fréttablaðið - 07.04.2006, Síða 25
FÖSTUDAGUR 7. apríl 2006 25
El-is hefur keypt allt hlutafé í Raf-
port ehf., sem er leiðandi heildsala
á rafmagnssviði og mun sérhæfa
sig í hátæknilausnum fyrir fyrir-
tæki og heimili.
Helstu birgjar fyrirtækisins
eru Berker með innlagnaefni, Stri-
ebel & John töfluskápar, Schrack
töfluefni, Brother merkivélar og
prentarar, Kaiser dósir og inn-
steypibox fyrir halogenljós, en
birgjarnir eru fleiri, erlendir og
innlendir.
Í tilkynningu frá El-is kemur
fram að markmið nýrra eigenda
sé að þjóna markaðnum betur með
nýrri tæknideild sem sinni ráð-
gjöf í hússtjórnarkerfum fyrir
heimili og fyrirtæki. - jab
El-is festir kaup
á Rafporti
Hagnaður Sparisjóðs Vestmanna-
eyja nam 180,4 milljónum króna á
síðasta ári. Heildarrekstrartekjur
námu 789,2 milljónum króna og
gjöld 570,6 milljónum króna að
meðtöldum afskriftum. Rekstur-
inn gekk vel á árinu, að sögn Spari-
sjóðsins.
Hefðbundin bankastarfsemi
skilaði minni hagnaði á síðasta ári
en árið 2004.
Stærstu útlánaflokkar Spari-
sjóðsins voru íbúðalán og til ein-
staklinga eða rúm 73 prósent og
hækkuðu þau hlutfallslega mest á
milli ára. - jab
Hagnaður í Vest-
mannaeyjum
Breyting frá Arctic Trucks
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
12
4
9
NISSAN PATHFINDER
ÆVINTÝRI
LÍKASTUR
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00
Selfossi
482 3100
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
461 2960
Verðið á Nissan Pathfinder er frá 4.070 .000 kr.
Verðið á Nissan Pathfinder hefur líklega aldrei verið hagstæðara.
Þessi skemmtilegi jeppi er blanda af krafti alvöru fjallajeppa eins
og þeir gerast bestir og lipurð flottustu götubíla. Útkoman er
ævintýri líkust og hefur slegið eftirminnilega í gegn.
Líttu inn og berðu hetjuna augum!
Breska blaðið Independent greinir
frá því að JP Morgan hafi tapað
tólf milljónum punda á viðskiptum
sínum með hluti í easyJet sem það
keypti af FL Group. Þetta samsvar-
ar 1,5 milljörðum króna.
Bandaríski fjárfestingarbank-
inn keypti um 68 milljónir hluta á
genginu 338 pens og ætlaði að selja
þá til viðskiptavina á genginu 340-
343 pens á hlut. Hins vegar lækk-
aði verð easyJet það skarpt, eftir
að FL Group tilkynnti um sölu bréf-
anna, að JP Morgan neyddist til að
selja þau á 320,5 pens.
JP Morgan er ekki einn um að fá
minna fyrir sinn snúð. Gengi bréfa
í easyJet var 378 pens um síðustu
áramót sem er tólf prósentum
hærra en FL Group fékk fyrir sinn
hlut. Í bresku fjármálalífi er rætt
um að aðrir íslenskir fjárfestar
geti þurft að losa eignir í breskum
fyrirtækjum vegna erfiðara
aðgengis að fjármagni. - eþa
JP Morgan tap-
ar á easyJet
EASYJET LÆKKAR JP Morgan hefur tapað
um 1,5 milljörðum á því að kaupa bréf FL
Group.
Hugbúnaðarfyrirtækið Opera
Software í Noregi kynnti í gær
samstarf við JAJAH, eitt af þeim
fyrirtækjum sem örast hafa vaxið
í heiminum á sviði netsímatækni,
eða VoIP.
Til stendur að laga lausn JAJAH
fyrir vefsíma að vafratækni
Opera. Vafratækni fyrir JAJAH á
að vera til reiðu á öðrum ársfjórð-
ungi þessa árs, en hún verður
einnig hluti af uppfærslu 9 af
Opera-netvafranum sem er vænt-
anlegur. „JAJAH er vefmiðuð
símaþjónusta og það er markmið
Opera að fólk geti nýtt sér vefinn
sama hvaða tæki er notað til að
tengjast honum,“ segir Jón S. von
Tetzchner, íslenskur forstjóri
Opera Software. - óká
Opera í IP-
símasamstarf
P/F Heri Thomsen, dótturfélag
Eimskips í Færeyjum, hefur keypt
Farmaleiðir, sem verið hefur land-
flutningahluti Strandfaraskipa.
Sala Farmaleiða er stærsta
einkavæðingarverkefni Færey-
inga fram til þessa, en Strandfara-
skip er í eigu færeyska ríkisins og
hefur sinnt vöru- og fólksflutning-
um á sjó og landi í Færeyjum.
Hanna Katrín Friðriksson,
framkvæmdastjóri stjórnunar-
sviðs Eimskips, segir að sam-
komulag hafi verið gert í samn-
ingi Eimskips og Strandfaraskipa
um að gefa kaupverð ekki upp.
Ekki hafi þó verið um stór kaup að
ræða. „Þetta skiptir okkur fyrst
og fremst máli til að styrkja stöðu
okkar á færeyska markaðnum.
Við erum nú algjörlega búin að
samþætta þá þjónustu sem við
bjóðum í Færeyjum,“ segir hún og
bendir á að Farmaleiðir verði
stærsta fyrirtæki á sínu sviði í
Færeyjum.
Félagið tengist alþjóðlegu
flutningakerfi Eimskips og Skipa-
félagsins í Færeyjum, en Skipafé-
lagið er dótturfélag Eimskips.
Skipafélagið var stofnað árið 1919
og hefur síðan verið leiðandi félag
í sjóflutningum til og frá Færeyj-
um. Velta Farmaleiða nam 240
milljónum íslenskra króna á síð-
asta ári. Fyrirtækið rekur 19 flutn-
inga- og sendibíla og 6 lyftara auk
fjölda flutningavagna, gáma og
tanka. Alls er 21 starfsmaður hjá
Farmaleiðum. - jab
Eimskip kaupir Farmaleiðir í Færeyjum
GOÐAFOSS EIMSKIPS Eimskip hefur keypt landflutningahluta Strandfaraskipa, sem er í eigu
færeyska ríkisins.