Fréttablaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 28
[ ] Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir flrírétta Okkar róma›a humarsúpa 990 Steiktur skötuselur 3.390 4.390 me› hvítvínssósu Kjúklingabringa 2.950 3.890 ,,a la Italiana“ Lambafillet 3.390 4.390 me› sherrybættri sveppasósu Nautalundir me› Chateubriandsósu 3.700 4.690 Súkkula›ifrau› 790 Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“ ~ ~ ~ ~ ~ Þriggja rétta matseðill Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29 Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is Fá›u viðurkenningu við sjónvarpið! Eggaldin eru upprunnin í Kína en fyrr á öldum voru þau kölluð brjáluð epli. Þá var trú manna að einn biti af aldininu væri nóg til að gera menn geðveika. Vínskólinn tók til starfa í byrj- un mars og fer vel af stað. Dominique Plédel Jónsson er frönsk en hefur verið búsett á Íslandi síðan 1970. Hún hefur mjög langan feril að baki í vín- smökkun og -kynningu og hefur meðal annars staðið fyrir mörg- um frönskum kynningarvikum í mat og drykk síðastliðin tíu ár. Hún er stofnmeðlimur Vínþjóna- samtakanna og hefur verið í for- svari fyrir ótal vínþjónakeppnum og verið dómari í mörgum þeirra. Hún var aðalleiðbeinandi Vín- skóla Eðalvína sem lokaði í desem- ber 2005. Sá skóli var vinsæll og vel sóttur og sá Dominique að markaður væri fyrir slíkan skóla. Hún tók því af skarið og stofnaði nýjan vínskóla strax í janúar en starfsemin hófst 1. mars. „Það hefur gengið mjög vel að öllu leyti,“ segir Dominique og bendir á að nýlega hafi um 120 manns sótt námskeið hjá skólan- um á einni viku. Hún segir mikla hugarfarsbreytingu hafa orðið hjá Íslendingum gagnvart létt- vínum á síðustu fimm til tíu árum. Vínframboð sé mjög mikið og því gott fyrir fólk að fá undirstöðu- þekkingu í víni til þess að kaupa ekki köttinn í sekknum. „Það er þarna sem ég kem inn,“ segir Dominique glaðlega en vínskól- inn býður upp á námskeið fyrir alla þá sem áhuga hafa á víni. Námskeiðin eru mismunandi allt frá sértækum námskeiðum um berið merlot til byrjendanám- skeiða. Þá er einnig boðið upp á námskeið fyrir þjóna og fag- lærða. Innt að því hvort Íslendingar kunni á léttvín segir Dominique: „Þetta er ekki spurning um að kunna á þau, heldur að njóta þeirra.“ Að njóta léttvíns Dominique Plédel Jónsson, eigandi Vínskólans, hefur langan feril að baki í vínsmökkun og -kynningu.FRÉTTABLAÐIÐ/. E.ÓL BBQ kjúklingur a la Bess 4 kjúklingabringur hálf flaska barbeque-sósa hálf sítróna 1 appelsína Safa úr hálfri sítrónu og einni appels- ínu er blandað saman við BBQ-sós- una og hrært saman. Kjúklingabring- urnar lagðar í sósunna og grillaðar á Georg Forman-grilli. Passa þarf að bera vel á bringurnar svo þær þorni ekki upp. Sé Forman-grillið ekki til má setja bringurnar í eldfast mót. Passa að setja sósu reglulega yfir bringurnar meðan þær bakast. Þá er betra að nota safa úr tveimur appelsínum og hálfri sítrónu. Bakað í um 40 mínútur. Borið fram með brúnum hrísgrjón- um og fersku salati og tómötum. Uppskrift } Það er ævaforn siður að hafa lambakjöt á páskum. Hægt er að matreiða það með ýms- um hætti. Hér kemur tillaga Styrmis Karlssonar yfirkokks á Hótel Holti. Ég nota lamabafillet – kjötið við hrygginn – sem ég byrja á að fitu- hreinsa og marinera daginn fyrir matreiðslu. Kryddlögurinn er búinn til úr olíu, tveimur mörðum hvítlauksrifjum og þremur til fjór- um greinum af fersku garðablóð- bergi sem líka heitir timjan. Mat- reiðslan er svo þannig að ég brúna kjötið vel á öllum hliðum á heitri pönnu upp úr olíu. Set það síðan í ofn og baka það í fimm mínútur. Þá tek ég það út og leyfi því að standa í 10 mínútur. Síðan þegar allt er til þá sting ég kjötinu augnablik inn í ofn til að hafa það vel heitt. En áður en ég steiki kjötið útbý ég meðlætið. Grænmetið er æti- þistlar. Ég tek öll laufin af, hreinsa stöngulinn mjög vel og sýð hann í sítrónu- og lambasoði í um það bil klukkutíma. Það er líka hægt að kaupa þistilhjörtu í dósum. Kart- aflan er stungin út í hringlaga form og steikt á pönnu og soðin í lambasoði með hvítlauk og timjan í um það bil 45 mínútur. Ég ber líka fram kryddjurtakartöflumauk sem er búið til úr soðnum kartöfl- um og pestói og pínu salti. Svo er ætiþistlaflan. Það er mauk úr ætiþistlum sem við blönd- um saman við rjóma og bökum með eggjum í. Ég sýð 400 g æti- þistla og 400 g rjóma, mauka það saman og bæti út í það þremur heilum eggjum og salti og pipar. Set það síðan í form og baka í um klukkutíma á 120 gráðum. Eitt atriði enn fer á diskinn. Það er lambabolla. Þá nota ég lamba- skanka sem er bakaður vel í ofni, síðan soðinn í tvo tíma í vatni með fullt af grænmeti og lambakrafti út í. Síðan tek ég kjötið af og bý til bollu úr því, velti henni upp úr eggi, brauðraspi og djúpsteiki. Þá verður til falleg bolla. Svo er það lambasósa, bara úr góðu soði úr beinum sem er soðið vel niður, kryddað með salti, pipar og smjöri og þykkt eftir þörfum. Þá er allt komið. Svo ég útskýri frekar það sem er lagt á diskinn þá lagði ég létt- steikt spínat undir kjötið. Það steikti ég í smjöri. Ég sprautaði kryddjurtakart- öflumaukinu undir kartöfluna og ofan á hana og í línu á miðjan disk- inn. Ég djúpsteikti líka ítalska steinselju og setti ofan á kartöfl- una. Til að skreyta tók ég hryggj- arbein og hreinsaði vel og stakk því í bolluna og dreifði svo sósu yfir. Kryddlegið lamb með hvít- lauk og garðablóðbergi Styrmir leggur sig fram við skreytingarnar. Páskalamb að hætti Styrmis Karlssonar, yfirkokks á Hótel Holti.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MATVÆLASKÓLINN FÉKK VEGLEGA GJÖF Á DÖGUNUM Klúbbur matreiðslumanna gaf nýlega Hótel- og matvælaskólanum veglega gjöf, allt leirtau sem notað var í keppnunum á sýningunni Matur 2006. Leirtauið er frá framleiðandanum Figgjo. www. freisting.is Góð gjöf Hótel- og matvælaskólinn eignaðist allt leirtau af sýningunni Matur 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.