Fréttablaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 7. apríl 2006 Tofú fær nafn sitt úr japönsku en er upprunalega frá Kína, þar sem það er nefnt doufu, en nafnið þýðir skemmdar baunir. Tofú er gert úr sojabaunamjólk og á svipaðan hátt og ostur sem gerður er úr kúamjólk. Sett er hleypiefni í sojamjólkina og afurðin er síðan pressuð saman í kubba eða flatar kökur. Tofúið eitt og sér er ekki mjög bragðmikið en það tekur í sig bragð af öðrum hráefnum. Tofú er því mikið notað í súpur, sósur og krydd- lög. Tofú er einnig mjög oft steikt og haft í kjöt- og grænmetisrétti. Í kjölfar heilsufárs íbúa á Vest- urlöndum síðustu ár hafa vinsældir tofús aukist gríðarlega. Enda er tofú afar næringarríkur og hollur matur. Tofú er auðugt af prótíni en í því er lítið af kolvetnum. Tofú auðugt af kalki, járni og B-vítamíni. Tofú er gjarnan notað í austurlenskan mat, núðlusúpur meðal annars. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Íslendingar borða súkkulaði- páskaegg í tonnavís yfir páskana. Flestir páskaeggja- framleiðendur hafa lokið fram- leiðslu sinni fyrir þessa páska en eggin rúlla enn í verksmiðju Nóa Síríusar. „Við byrjum bara um leið og konfektvertíðinni lýkur,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, mark- aðsstjóri Nóa Síríusar. „Það er í desember en við reynum að fram- leiða eitthvað af eggjum milli jóla og nýárs. Eggin framleiðum við svo alveg fram til þriðjudagsins 11. apríl.“ Í verksmiðjum Nóa Síríus eru framleidd um 500.000 páskaegg árlega. Þá eru talin með öll egg, jafnt stór sem lítil, en á annað þús- und egg á fæti fara eftir færibönd- unum árlega. Eggin fara að mestu á innan- landsmarkað en nokkur rata til útlanda. „Fólki finnst ekki vera páskar án páskaeggja og vinir og vandamenn hafa verið að kaupa egg og senda út til ástvina. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við reynum að koma eggjunum snemma á markað svo að fólk á leið um Ísland geti tekið egg með sér heim,“ segir Gunnar. Það hefur komið fyrir að skip fari utan með eggjasendingar en þá eru það eggjaþyrstir Íslending- ar búsettir á Norðurlöndunum sem sækjast eftir þeim. Nammi.is hefur einnig boðið upp á stakar sending- ar en enn sem komið er eru páska- egg með sælgæti og málsháttum séríslenskt fyrirbrigði. Súkkulaðið sem fer í eggin er blandað eftir sérstakri uppskrift og eingöngu notað til páskaeggja- gerðar. Uppskriftin breytist lítið ef eitthvað milli ára. „Hefðin er rík í þessu og það sama má segja um málshættina,“ segir Gunnar. „Við erum með nokkur hundruð máls- hætti í umferð og alltaf detta ein- hverjir út og aðrir koma í staðinn.“ Nói Síríus fær eftir hverja páska sterk viðbrögð við málsháttunum, sumir kvarta undan þeim nýju, aðrir sakna þeirra gömlu og enn aðrir eru ánægðir með breyting- arnar. „Við reynum að fara eftir vilja fólks í þessum efnum og tökum öllum ábendingum fagn- andi,“ segir Gunnar. Nýjungar í páskaeggjum frá Nóa Síríus á þessu ári eru risaegg og hjartalaga egg. Risaeggin eru ætluð fjölskyldunni en þau eru alls 1.400 grömm að þyngd. Hjartaegg- in eru 900 grömm en þau munu koma á markaðinn rétt fyrir páska. tryggvi@frettabladid.is Málshættirnir fara allir á sinn stað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Páskaegg í tonnatali Páskaeggin eru skreytt með blómum og konfektmolum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Steinbítskinnar með perlulauk Vorið er tími laukanna, ekki bara túlípana og páskalilja, heldur allra handa lauka til átu sem nú taka að spretta upp úr jörðinni í löndunum sunnan við okkar farsæla Frón. Einn af mínum uppáhaldslaukum er perlulaukurinn. Hann er svo fallegur og skemmtilegur að það er unun að hafa hann með við sem flest tækifæri. 8 stk steinbítskinnar 20-30 perlulaukar 4 beikonsneiðar 1 kvistur af fersku rósmaríni Smjör og ólífuolía til steikingar 1. Afhýðið laukinn og skerið beikons- neiðarnar í litla bita. 2. Steikið laukinn í ólífuolíu á miðl- ungshita þar til hann hefur linast ögn og er farinn að taka á sig gullinn lit, takið þá laukinn af pönnunni. 3. Setjið beikonbitana á sömu pönnu og steikið í nokkra stund ásamt rósmarínkvistinum. Setjið þá um tvær matskeiðar af smjöri á pönnuna, steikið kinnarnar varlega báðum megin og ausið feitinni vel yfir þær á meðan á steikingu stend- ur. Setjið laukinn aftur út í seinustu mínúturnar. Borðið með gufusoðnum gulrótum. HVAÐ ER TOFÚ? ������� ������������ ��������� ���������� ���������� ��������� ������������ ��������� �������� ����������� �� �� ��� ��� �� � ����������������� ������������� ��������������������������������� Skeifunni 11d - 108 Reykjavík Reykjavíkurvegur 64 220 Hafnarfir›i www.aman.is VERSLUN VÍNGERÐARMANNSINS ÓDÝR KOSTUR EF HALDA Á VEISLUR HÁGÆÐA VÍNGERÐAREFNI EINFALT, ÓDÝRT ÁHUGAMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.