Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 50
7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR38
tonlist@frettabladid.is
1. WULFGANGMACHINERY
2. PEARL JAMWORLD WIDE SUICIDE
3. YEAH YEAH YEAHSGOLD LION
4. FUTURE FUTURECODE CIVIL
5. DR. MISTER & MR. HANDSOMEBOOGIE WOOGIE SENSATION
6. SYSTEM OF A DOWNLONELY DAY
7. BULLET FOR MY VALENTINEALL THESE THINGS I HATE
8. AMPOPCLOWN
9. 10 YEARSWASTELAND
10. DEATH CAB FOR CUTIECROOKED TEETH
X-LISTINN
TOPP TÍU LISTI X-FM
WULFGANG Lag sveitarinnar, Machinery,
hrifsar efsta sætið af Pearl Jam frá því í
síðustu viku.
Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI
Flaming Lips: At War with the Mystics, Elton
John: Best Of, The Boy Least Likely To: Best
Party Ever, Ghostigital; In Cod we Trust, The
Kinks: The Great Lost Album
> Plata vikunnar
Liars: Drum’s not Dead
Fyrir rúmum
tuttugu árum
hefði þetta
verið kallað
pönk þó svo
að hér votti
ekki fyrir
griparokki. - BÖS LIARS
Hljómsveitin Original Mel-
ody heldur útgáfutónleika
í kvöld í tilefni af útkomu
plötunnar Fantastic Four.
Borghildur Gunnarsdótt-
ir ræddi við einn rappara
hljómsveitarinnar, Ívar
Schram.
„Við erum fjórir eins og nafnið á
plötunni gefur til kynna. Rappar-
arnir eru þrír, ég, Þór Elíasson,
Ragnar Tómas Hallgrímsson og
svo sér Helgi Pétur Lárusson um
alla hljóðvinnslu og þess háttar,“
segir Ívar Schram en saga hljóm-
sveitarinnar er nokkuð löng og
flókin.
„Bandið byrjaði þannig að ég
og Helgi vorum að vinna saman
tónlist og svo kom Þór inn. Seinna
bættust tveir aðrir í hópinn og við
vorum orðnir fimm talsins. Þarna
var ég að vinna á elliheimilinu
Grund þar sem ég kynntist lækna-
nema sem vann á sömu deild. Við
komumst að því að við værum
frændur og hann sagði mér frá því
að frændi hans væri að koma heim
frá Bandaríkjunum. Það var hann
Ragnar frændi og við enduðum
svo saman í tímum og uppgötvuð-
um snemma að við hefðum mjög
líkan tónlistarsmekk svo að ég
fékk hann með í bandið. Þar með
vorum við sex í bandinu en hinir
tveir fóru að gera aðra hluti og þá
varð hljómsveitin til í núverandi
mynd.“
Strákarnir útbjuggu sér svo
upptökustúdíó sem fékk á endan-
um nafnið MJ studio eða twenty
three studio. „Helgi var að flytja
og við ákváðum að koma okkur
upp stúdíói í bílskúrnum hjá
honum. Nafnið kom upp þannig að
húsið er rautt og hvítt og númer
23. Okkur fannst því við hæfi að
skíra það í höfuðið á Michael Jor-
dan. Platan okkar nýja er svo 23
lög sem var eiginlega óvart, en
samt ekki.“
Fantastic Four
Spurður hvernig hann myndi lýsa
tónlist þeirra segir Ívar: „Hip-
hop-tónlist er mjög misjöfn og
þessi tónlist sem við gerum er
aðallega „sömpluð“, sem þýðir að
við vinnum hana út frá gömlu efni
en þær stefnur sem við leitum
mest í eru djass, fönk og tónlist
frá níunda áratugnum. Margir
sem hlusta á tónlistina segjast
heyra djass- og fönkáhrifin og
þetta er því ekki alveg hreinrækt-
að hiphop.“
Platan heitir Fantastic Four en
strákarnir gefa hana út sjálfir og
Sena sér um prentun og dreifingu.
„Við fengum sniðugan strák til að
hanna umslagið fyrir okkur en
hann heitir Hrafn Gunnarsson.
Þrír gestir koma fram á plötunni
og við ákváðum að fá til liðs við
okkur fólk sem rappar á ensku þar
sem textarnir okkar eru á ensku. Í
fyrsta lagi er það Opee sem gerði
garðinn frægan með Quarashi.
Annar gestasöngvari er Magnús
Jónsson eða Maximum eins og
hann kallar sig, sem var í Sub-
terranean. Að lokum kemur fyrr-
um hljómsveitarsystir hans við
sögu, hún Ragna eða Cell 7, en hún
var líka í Subterranean. Platan er
svo mixuð af Helga og Magnúsi og
masteruð af Magnúsi.“
Útgáfutónleikar
Hljómsveitin heldur útgáfutón-
leika á Stúdentakjallaranum í
kvöld. „Það eru tvær hljómsveitir
sem hita upp fyrir okkur. Við
völdum þessi bönd því það er svo
oft á tónleikum að upphitunar-
hljómsveitirnar eru fyrir
nákvæmlega sama markhópinn
og aðalhljómsveitin. Við reynd-
um því að fara smávegis í burtu
frá okkar tónlist. Í fyrsta lagi
kemur fram hljómsveitin Krón-
ika sem spilar reyndar svipaða
tónlist og við en rappar á íslensku.
Svo eru það þær Silla og Sunna
sem koma fram með live-bandi
sem heitir Llama. Silla er betur
þekkt sem Mr. Silla en þær Sunna
unnu Söngvakeppni framhalds-
skólanna fyrir nokkrum árum.
Húsið verður opnað klukkan níu
og það er ókeypis inn.“
Fjórir fræknir með
útgáfutónleika í kvöld
ORIGINAL MELODY Hljómsveitin hefur gefið út plötuna Fantastic Four og heldur af því tilefni útgáfutónleika á Stúdentakjallaranum í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Barði í Bang Gang fær til sín þekkta plötusnúða og
tónlistarmenn í partíum sem verða haldin mán-
aðarlega næstu misseri. Það verður fransk/íslensk
tónlistarveisla í boði Bang ehf., Tuborg, Icelandair
og Ambassade de Francaise en Island. Þarna munu
franskir plötusnúðar og hljómlistarmenn þeyta
skífum ásamt Barða. Tilgangurinn með kvöld-
unum er að kynna franska skemmtistemningu
fyrir Íslendingum og efla menningarleg samskipti
þessara þjóða.
Fyrsta kvöldið er á morgun en þá mun Cosmo
Vitelli, franskur plötusnúður og útsetjari, koma
fram. Tónlist Vitellis hefur verið flokkuð af blaða-
mönnum sem hluti af „frönsku snertingunni“.
Hann hefur endurhljóðblandað og útsett fyrir
tónlistarmenn eins og Daft Punk, Cassius, Super
Discount, Benjamin Diamond og Scratch Massive.
Hann hefur einnig gefið út margar þekktar smáskíf-
ur hjá útgáfufyrirtæki Etienne De Crecy, SOLID, og
er þessa dagana að vinna að nýrri plötu. Á síðustu
árum hefur hann svo mikið spilað sem plötusnúð-
ur á klúbbum um allan heim og mun nú bæta
heimsókn til Íslands í safn sitt. Cosmo Vitelli kemur
fram á Kaffi Ólíver á morgun og eru allir unnendur
góðrar tónlistar hvattir til að mæta.
Frönsk stemning á Ólíver
BARÐI Í BANG GANG Hann fær til sín þekkta tónlist-
armenn á sérstökum frönskum tónlistarkvöldum á
næstu misserum og er fyrsta kvöldið á morgun.
> popptextinn
Where did the spring go?
Where did the trees go?
Where did the sun go?
Kannski hefur Ray Davies í The Kinks
samið lagið Where Did the Spring Go
þegar hann var á Íslandi.
Söngkonan Peaches hefur valið
nafn á næstu plötu sína og mun
hún heita Impeach My Bush en
Peaches hefur aldrei verið þekkt
fyrir annað en ögrandi og grófa
framkomu og texta. Síðasta plata
hennar bar nafnið Fatherfucker
en sú nýja kemur út þann 10. júlí.
Meðal gesta á plötunni eru Josh
Homme úr Queens of the Stone
Age, Samantha Maloney sem er
fyrrum trommari hljómsveitar-
innar Hole og Joan Jett, fyrrum
meðlimur The Runaways. Meðal
lagatitla á plötunni eru Tent In
Your Pants, Hit It Hard, Fuck or
Kill og Rock the Shocker.
Grófir titlar
Peaches
PEACHES Hún hefur ljóstrað upp nafni
á komandi plötu sinni og mun sú bera
titilinn Impeach My Bush.
��������������
�������
����������
����
������������
����������
��� �