Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 52

Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 52
 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR40 Söngkonan Ragnheiður Gröndal segist ekki hafa fylgst sérlega vel með frétt- um að undanförnu vegna anna en hún er að undirbúa nýja plötu sem áætlað er að komi út með haustinu. Plötuna vinnur hún í samvinnu við Hauk Grön- dal bróður sinn en þema plötunnar er þjóðlög. „Ég vil nú ekki gefa mikið upp en þetta eru allt íslensk þjóðlög, bæði gömul og frumsamin. Við erum búin að vera með þetta í undirbúningi lengi og þetta verkefni á hug minn allan þessa dagana,“ segir Ragnheiður. Hún er þó með fleiri járn í eldinum því hún hitaði upp fyrir Katie Melua síðasta föstudag og svo er hún að undirbúa tónleika með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og Eivöru Pálsdóttur sem fram fara 27. apríl. Aðspurð um frétt vikunnar nefnir Ragnheiður dauðsföllin á Kárahnjúkum. „Það sló mig þegar ég heyrði af þriðja dauðsfallinu í vikunni. Mér finnst þetta ógurlega sorglegt og alveg hræðilegt að þetta skuli eiga sér stað. Ég velti því fyrir mér hvort náttúruöflin séu að grípa í taumana með þessum hætti.“ FRÉTT VIKUNNAR RAGNHEIÐUR GRÖNDAL SÖNGKONA Slegin yfir dauðsföllum á Kárahnjúkum RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Laugavegur 44 www.diza.is opið 10-18 virka daga 11-15 laugardaga Ensk bútasaumsefni Falleg og litrík bútasaumsefni tilvalin í sumarbústaðinn, barnaherbergin eða hvar sem er! Mikið úrval dýramynda og blómamynstra, ensku efnin frá Makower fást aðeins í Dizu. Diza Indverski leikstjórinn Gurinder Chadha mun væntanlega verða við stjórnvölinn á Dallas sem gerð verður eftir samnefndum sjón- varpsþáttum. Hún er hvað þekkt- ust fyrir kvikmyndina Bend It Like Beckham sem skaut Keiru Knightley upp á stjörnuhimininn. Leikstjóra- breytingar JENNIFER LOPEZ Fer með eitt af aðalhlut- verkunum í kvikmyndinni. Katie Holmes og Tom Cruise halda áfram að hneyksla en leik- konan mætti í viðtal með eigin- manni sínum þar sem Cruise ræddi á opinskáan hátt um bar- smíðar föður síns. „Hún var með stóran demantshring og brosti allan hringinn,“ sagði blaðamað- urinn Dotson Rader sem skrifar fyrir Parade-blaðið. „Henni virt- ist alveg vera sama um hvað Cruise væri að tala.“ Brosti bara CRUISE OG HOLMES Hegðun þeirra hefur verið mjög undarleg að undanförnu og skutu þau blaðamanni Parade skelk í bringu með framkomu sinni í viðtali. 28. Menningarverðlaun DV voru afhent í gær á Hótel Borg að við- stöddu margmenni. Sigurjón Sig- hvatsson hlaut menningarverð- launin í flokki kvikmynda en hann gat ekki verið viðstaddur afhend- inguna og sendi Ara Alexander til að veita þeim viðtöku enda fram- leiddi Sigurjón tónlistarmyndina Gargandi Snilld sem Ari leik- stýrði. Útgáfufyrirtækinu Smekk- leysu var úthlutað verðlaununum í tónlistarflokknum og Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut verðlaun í flokki bókmennta fyrir Yosoy - af líkamslistum og hugarvíli í hryll- ingsleikhúsinu við Álafoss. CCP hlaut verðlaunin í flokki hönnunar en tölvuleikur þeirra EVE ONLINE hefur vakið heimsathygli. Leikrit- ið Eldhús eftir Máli sem byggt er á sögum Svövu Jakobsdóttur hlaut Menningarverðlaunin í leiklistar- flokknum og Björn Roth og Dieter Roth myndlistarflokknum. VA Arkitektar hlutu verðlaun í flokki byggingalistar fyrir lækningar- lindina í Bláa Lóninu og þeir Hjör- leifur Guttormsson og Sigurður Blöndal hlutu fræðamannaverð- launin fyrir bókina Hallormstaður í Skógum. Það var síðan Rakel Olsen sem fékk heiðursviðurkenn- inguna en hún hefur unnið gott og mikið starf í þágu húsfriðunar á Íslandi. - fgg Glæsileg athöfn á Hótel Borg FRÁBÆR ÁRANGUR CCP hefur unnið ótrúlegt afrek á sviði tölvuleikja á netinu og er leikurinn EVE ONLINE vinsæll um allan heim. BÓKARISARNIR Jóhann Páll Valdimarsson hjá JPV og Páll Valsson hjá Eddu fylgdust með á Hótel Borg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GRÍNISTAR Óskar Jónasson og Sigurjón Kjartansson voru að sjálfsögðu mættir á svæðið. HEIMSYFIRRÁÐ EÐA DAUÐI Einar Örn var ekki sáttur með þá aðila sem hafa reynt að gera slagorð Smekkleysu að sínu eigin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.