Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 53

Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 53
FÖSTUDAGUR 7. apríl 2006 Förðunarsýning Förðunarmeistarinn Christina Petersen verður í verslun okkur í dag, föstudag og á morgun laugardag og heldur sýningu á svölustu lita- samsetningum vorsins og sumarsins frá MAC Föstudagur: 15:00 Vortískan 2006 16:00 Það heitasta af Vortískusýningunum 17:00 Vortískan 2006 Laugardagur: 14:00 Sumartískan 2006 15:00 Dagförðun 16:00 Kvöldförðun V o r o g s u m a r 2 0 0 6 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 21 14 0 4/ 20 06 Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja, var staddur á flugvellinum í Frankfurt þegar Fréttablaðið náði tali af honum en hann var á leið til Brussel. Aðspurð- ur um frétt vikunnar segir hann að staðfestingu Moodys á lánshæfismati íslensku bankanna beri hæst. „Sú staðfesting undirstrik- ar að lítil efni hafa verið fyrir mikilli neikvæðri umfjöll- un erlendra fjölmiðla um Íslenskan fjármálamarkað. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur og getum alveg sofið róleg,“ segir Guðjón. FRÉTT VIKUNNAR GUÐJÓN RÚNARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI Við getum alveg sofið róleg E N N E M M / S ÍA / N M 2 12 0 2 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 4 5 6 7 8 9 10 Föstudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Borkó spilar í 12 Tónum með liðsauka úr ýmsum áttum, Glundur í glösum í boði.  22.30 Hljómsveitirnar Mammút, The Telepathetics og Nortón spila á Grand Rokk á vegum veftíma- ritsins rjóminn.is. Allur ágóði af tón- leikunum rennur til Barnaspítala Hringsins. ■ ■ OPNANIR  14.00 Biskup Íslands, hr. Karl Sigubjörnsson, opnar sýningu í Norræna húsinu á myndum eftir börn frá Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku og Ísland. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Hljómsveitin Spútnik held- ur uppi stuðinu í Vélsmiðjunni á Akureyri. Frítt til miðnættis.  23.00 Hljómsveitin Sixties heldur fjörinu uppi alla helgina á Kringlukránni.  Hljómsveitin Dich Milch skemmtir á Glaumbar. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Dr. Hans Blix, fyrrum yfir- maður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, ræðir um þróun reglna alþjóðasamfélagsins um valdbeit- ingu, tilraunir til að hefta útbreiðslu gereyðingavopna og umbætur í starfi Sameinuðu þjóðanna í Hátíðarsal Háskóla Íslands.  12.15 Gaukur Úlfarsson, hand- ritshöfundur og leikstjóri, heldur erindi á Kynjadögum Listaháskóla Íslands. Laugarnesvegi 91.  12.35 Þórunn Árnadóttir og nemendur í hönnunar- og arkitekt- úrdeild LHÍ verða með dagskrá á Kynjadögum skólans um sexý súkku- laði - tengsl súkkulaðis og kynlífs. Laugarnesvegi 91.  13.00 Björn Ingi Hilmarsson heldur erindi um jafnrétti og hug- arfar á Kynjadögum Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13. Lucy Liu kveðst vera vonsvikin með að þáttaröðin Joey skuli hafa verið tekin af dagskrá en þar leik- ur Matt LeBlanc sína frægustu persónu úr Vinum í sjálfstæðum þáttum. Leikkonana lék með LeBlanc í Charlie‘s Angels og fannst þætt- irnir mjög fyndnir. „Ég skemmti mér mikið yfir þeim og mér finnst synd fyrir Matt og aðra að NBC skuli ekki vilja halda áfram með þá,“ sagði Liu. Liu vonsvikin LUCY LIU Vonsvikin með brotthvarf þáttarins Joey.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.