Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 06.10.1969, Blaðsíða 7
Mánudagur 6. október 1969 Mánudagsblaðið 7 Samningar við kommúnista Framhald aí 8 síðu „Þjóðverjarnir sendu Lenin til Rússlands í sama tilgangi og ef maður kcemi hylki með taugaveiki- eSa kóleru-sótkveikjum inn í stör- borg til þess að tœma í vatnsból hennar." Samlíkingin er sprottin upp úr hugarfari, sem Churchill var áskap- að og eiginlegt, en er á hinn bóg- inn engin fjarstæða. Þjóðverjar áttu þá í stórstyrjöld við Rússland og samherja þess. Þeir áttu í vök að verjast, og sigurlíkur þeirra byggð- ust að veruiegu leyti á því, að þeim tækist að sigra Rússa, áður en liðs- afla Bandaríkjamanna tæki að gæta fyrir alvöru á Vesturvígstöðvunum. í stríðum hefir það jafnan verið keppikefli að lama viðnámsþrótt andstæðingsins innan frá, ekki síður en með beinum hernaðarárásum á vígstöðvum, og Þjóðverjar gerðu sér þá þegar mætavel ljóst, að fátt gat þjónað þeim tilgangi þeirra betur gagnvart Rússum, eins og á stóð, heldur en að sósíalismi Len- ins skyti rótum í herbúðum þeirra. Hins vegar hlýtur það að teljast af- ar ósennilegt, að nokkuð í ætt við hin fólskulegu hugrenningatengsl Churchills hafi getað flökrað að prússneskum hershöfðingjum: til þess var stríðsmenning þeirra of rótföst í þroskuðum erfðavenjum og hugsunarhætti, sem var því al- gerlega frábitinn að sigra x stríði með því að tæra varnarlausa, ó- breytta borgara upp í ógnum kvala fullra sjúkdóma eða drepsótta. HAÖtC?2§MlR SAMNINGAR Fyrirætlun Þjóðverja heppnaðist eigi að síður,' og sósíalismi Lenins og morðvarga hans eyðilagði mót- stöðuþrótt rússnesku herjanna á skömmum tíma. Rússland gafst upp, og af friðarsamningunum, sem Þjóðverjar neyddu kommúnista til þess að undirrita í Brest-Litowsk hinn 3. Marz 1918, varð ótvírætt, að kommúnisminn hafði ekki átt neitt blómaskeið í vændum eftir þýzkan sigur í Heimsstyrjöld I. Að þýzku framkvæði var gerður annar merkur samningur við Sow- jetríkin nokkrum árum síðar Hann var undirritaður í Rapallo hinn 16. Apríl 1922, og var tilgangur Þjóð- verja með samningsgerðinni ein- göngu sá, að brjóta skarð í kúgunar múr þann, sem lýðræðisríkin höfðu reist um þá með Versailles-friðar- samningunum. Einnig Rapollo- samningurinn náði tilgangi sínum — og talsvert bemr en það. Enn tókst Þjóðverjum að fá fram sérstaklega mikilvæga samninga við Sowjetstjórnina með Hitler/Stalin- samningnum, sem undirritaður var í Moskwu hinn 23. Ágúst 1939, eftir að lýðræðisríkin höfðu enn á ný magnað stríðsáróður sinn og stríðsundirbúning gegn Þýzkalandi að þvx marki, að bara kraftaverk eitt virtist getá komið í veg fyrir allsherjarblóðbað, aðeins röskurn 20 árum frá því að þau höfðu „tryggt lýðræðinu heiminn". Með því að ekkert, nema ef vera skyldi óstöðvandi morð og hryðju- verk, og ýldan í drepkýlinu við Miðjarðarhafsbotn, hefir borið hærra í heimsfréttunum undanfar- in ár og áratugi, heldur en enda- laust samningamakk lýðræðissinna og kommúnista, þar sem það tvennt hefur verið staðfest eins rækilega og framast er unnt, að (1) lýðræðissinnar hafa einskis látið ófreistað til þess að ná ævarandi samkomulagi, og (2) lýðræðissinnar hafa aldrei staðizt kommún- istum snúning í stjórn- málasviptingum og samningaátökum, þá finnst mér engan veginn ótíma- bært að rifja upp í fáum orðum aðdraganda og árangur þessa heims sögulega stjórnmálaafreks Hitlers. Það sýuir e.t.v. betur en nokkuð annað, á hvers kyns forsendum og með hvaða hugarfari ber að „semja" við sowjetmenni. UPPHAF BRÆÐRALAGS „Hinir brezku formælend- ur samninga við Sowjetríkin héldu áfram árásum sínum á rikisstjórn Chamberlains. Lloyd George skrifaði í „The Sunday Express“ hinn 23. Júlí (1939. Innsk. mitt), að forsætisráðherrann og Lord Halifax bæru ábyrgð- ina á seinaganginum, sök- um hinnar óvirku afstöðu sinnar, og hann minnti á, að þeir hefðu ekki hikað við að makka við Hitler og Musso- lini fram til þessa. Þrátt fyr- ir allt, þá var gengið að því sem vísu í lok Júlí, að það eina, sem eftir væri að jafna, væri atriði varðandi skilgreiningu á óbeinni á- rás. Það var það, sem franski utanríkisráðherrann, George Bonnet, átti við, þegar hann lýsti yfir í Ful(- trúadeildinni hinn 29. Júlí, að samningar hefðu tekizt um öll atriði, nema eitt; af þeim sökum væri ekkert því til fyrirstöðu, að herfor- ingjaráðin gætu hafið við- ræður, og að hernaðar- sendinefnd gæti örugglega lagt af stað til Moskwa. . . . . Hinn 11. Ágúst kom Hernaðarsendinefnd Banda manna til höfuðborgar Sow- jetríkjanna til að hefja við- ræður við hernaðarfulltrúa Rússa.“ — Dr. David J. Dallin: SOV- IET RUSSIA’S FOREIGN POLICY 1939—1942 (Yale University Press; New Haven, 1942), bls. 50. Allt frá því að Tékkó-Slóvakía, eitt viðurstyggilegasta soramark Versaillesmanna á landabréfi Ev- rópu, hafði endanlega Iyppast niður undan ofurþunga eigin óþokka- verka hinn 15. Marz 1939, eftir að kúgaðar og ofsóttar minnihlutaþjóð ir höfðu heimt frelsi sitt, höfðu lýð- ræðisríkin unnið af ofurkappi að stríðsundirbúningi sínum gegn Þýzkalandi. Veigamikið skilyrði þess, að áform þeirra gæti heppnast eins og til var ætlazt, var þrotlaus viðleitni þeirra til þess að stofna til hernaðarbandalags við Sowjet- ríkin, sem hófst með yfirlýsingu Chamberlains í Neðri málstofu brezka þingsins hinn 3. Aprfl, þar sem hann nafngreindi Sowjetríkin ein allra ríkja sem væntanlegan og velkominn, virkan þátttakanda í hinu fyrirhugaða bandalagi gegn „yfirgangi og ofbeldi". „Þó að upþi séu hugsjónaleg ágreiningsefni á milli Stóra-Bretlands og Sambands sósíalistiskra Sowjetlýðvelda," sagði Chamberlain, „þá gœtir áhrifa þeirra ekki í málefnum af þessu tagi." Samningaumleitanir hófust því þegar í stað, og fóru þær samtímis fram í sendiráðum og ráðuneytum í Moskwu og London. Allt virtist benda til þess, að samningar myndu takast með greiðum og skjótum hætti, a.m.k. sendi „The Associated Press" frá sér svohljóðandi frétta- skeyti frá Moskwu hinn 17. Apríl: „Umrœðunum um inngöngu Sowjetrikjanna í bandalagið gegn árásum mun hafa lokið í kvöld, að því er almennt er talið." Svo reyndist að vísu ekki, þó að vel miðaði, en í Júní-byrjun töldu lýðræðisríkin aðeins herzlumuninn eftir. Vissa þeirra var svo örugg, að brezka stjórnin sendi einn af æðstu utanríkismálasérfræðingum sínum, William Strang, yfirmann Evrópu- máladeildar utanríkisráðuneytisins (minna máti ekki gagn gera!) til þess að ganga frá samningunum til fulls, og kom hann til Moskwa hinn 13. Júní. En þegar kommúnistmn varð ljóst, hversu leiðitöm lýðræðisríkin voru — áhugamál þeirra var það eitt, að koma af stað stríði gegn Þýzkalandi — , þá komu þeir stöð- ugt með nýjar og nýjar kröfur, sem jafnharðan var gengið að. Ekki gerist þess þörf að orðlengja frekar um þessar kærleiksríku sam- koinulagsumleitanir; í þessu sam- bandi er nægilegt að endurtaka: Hinn 11. Ágúst 1939 var stjórn- málahlið málsins eiginlega afgreidd með fullu samkomulagi, og þann dag kom hernaðarsendinefnd lýð- ræðisríkjanna til Moskwu til við- ræðna við kollega sína þar! Næsti liður á dagskrá: Skipzt á hernaðarleyndarmálum! En rétt í þann mund, að hernað- arsendinefndirnar tóku til óspilltra málanna, kom óvænt babb x bát- inn. Lýðræðisríkin áttu nefnilega eftir að fullnægja fáeinum forms- atriðum af sinni hálfu varðandi stjórnmálahlið samningsins. Það kom sem sé í Ijós, svona við nánari athugun, að grannríki Rússa, þjóð- irnar, sem áttu að verða „verndar- innar aðnjótandi, reyndust undar- lega tregar til þess að þiggja það „frelsi og sjálfstæði", sem Rauði herinn átti að „tryggja" þeim. Eist- Iendingar, Lettar, Litháar, Rúmenar og Pólverjar neituðu hverjir í kapp við aðra, að Rauða hernum yrðu af- hent ítök í Iöndum sínum. En það töldu lýðræðisríkin liins vegar að þyrfti alls ekki að boða neina al- varlega fyrirstöðu, það mætti „sansa" þá, ef gætni og þolinmæði þryti ekki. HEYDRICH AÐ STÖRFUM En auðvitað hafði þýzka ríkis- stjórnin fylgzt mjög náið með þessu samsæri öllu. Henni var visuslega Ijós sú hætta, sem samfylkingin boðaði. Hitler var og jafnframt Ijóst, að þó að kommúnistar hefðu ekki minni áhuga á að koma af stað stórstyrjöld heldur en lýðræðisrík- in, þá höfðu þeir ekki ýkjamikinn áhuga á að vera sjálfir stríðsaðilar. Þeirra áhugi beindist allur að því, að koma af stað styrjöld á milli hinna „kapítalistísku" ríkja, og gera sitt til að hún drægist á Iang- inn, þannig að þeim yrði sem auð- veldast að ræna valinn að leikslok- um. Svo var ennfremur annað, sem Hitler vissi miklu betur en lýðræð- isforsprakkarnir: Rauði herinn var að ýmsu vanbúinn að taka þátt í stórátökum. Hann var hauslaus! Og hausleysi Rauða hersins gat hann með miklum rétti þakkað sjálfum sér — og hinum snjalla og djarfhuga yfirmanni SD (Sicher- heitsdienst), Reinhard Heydrich. Þannig lá í því, að í hermálaráðu- neytinu í Berlín voru geymdir miklir skjalastaflar með undir- skriftum fjölda æðstu foringja Rauða hersins, frá því að hernaðar- samvinna Rússa og Þjóðverja hafði staðið á árunum eftir að Rapollo- samningurinn kom til framkvæmda. Á árunum upp úr 1930 höfðu átök og illdeilur farið sívaxandi á æðstu stöðum í Sowjetríkjunum. Hey- drich taldi einstætt að öryggisyfir- völdin í Berlín legðu þar sitt Ióð á vogaskálarnar. Hann lét því falsa aragrúa bréfa, orðsendinga og alls konar skilríkja, sem „sönnuðu", að svo að segja allir, sem eitthvað kunnu til verka í Rauða hernum, væru í þjónustu erlendra ríkja, og biðu aðeins hentugs tækifæris til þéss að kollvarpa sowjetstjórninni. Vandamálið var því aðallega í því fólgið, að koma „sönnununum" rétta boðleið, án þess að vekja tor- tryggni á móttökustað. manns, sem hann treysti til hins ítrasta. Stálín treysti sannarlega ekki mörgum, en einn var þó sá, sem hann treysti algerlega og aldrei myndi geta brugðizt. Það vissi hann af langri reynslu. Og það vissi Heydrich líka! HANN BRÁST ALDREI! Þetta tryggðartrölil var Benes Tékkó-Slóvakíu-forseti. Heydrich lét því menn sína „glata" hinurn dýrmætu „sönnun- um" í hendur Benes — og upp- skeran varð dýrðleg, eins og allur heimurinn kynntist, þegar kunn- ugt varð um árangurinn af „rétt- arhöldunum" yfir Tuchatschweski og félögum hans, sem fram fóru hinn 11. Júní 1937. Samt sem áður hlaut það að verða áhugamál Hitlers að splundra samsærisáformum lýðræðisríkjanna. Ástæðurnar er óþarft að rekja. Þráðurinn hafði því verið tekinn upp snemma um vorið 1939, og þegar fullsýnt þótti, að lýðræðis- ríkin væru að ná takmarki sínu, lét Hitler til skara skríða. Hinn 23. Ágúst sendi hann utanríkismála- ráðherra sinn, v. Rippentrop, með fríðu föruneyti til Moskvu til þess að ljúka Ieiknum, sem og gert var þá um kvöldið, 5—6 klukkutím- um eftir komuna, með undirskrift hins margumtalaða Hitler/Stalin- samnings. Greiðslan til Stalins: Sá hluti Póllands, sem Póllakkar höfSu rænt af Rússum, þegar þeir gátu enga björg sér veitt, og Rússar áttu því með fullum rétti! Hlutur Þýzkalands: Óbundnar hendur gegn lýðræSisríkjunum, ef hin stórbætta hernaðaraðstaða Þýzkalands megnaði ekki að hræða þau frá fyrirætlunum sínum um að koma af stað heimsstyrjöld, svo og ógrynni matvæla og hráefna til her- gagnaframleiðslu! Þjóðverjum var náttúrlega full- komlega ljóst, að samningar við kommúnista eru minna virði en pappírinn, sem þeir eru færðir inn á, ef þess er ekki gætt, að þeim sé alltaf og án afláts haldið í varnar- aðstöðu. Þeir vissu allra manna bezt, að kommúnistar ætluðu sér aðeins að vinna tíma, að þeir myndu svíkj- ast aftan að þeim á sama andartaki og þeir teldu sér fært. Afstaða Þjóð- verja var því frá upphafi sú, að kreista eins mikið út úr þeim og frekast var unnt, á meðan tími var til, og láta sem allra mirmst í stað- inn. Niðurstöður viðskiptaskýrsln- anna, þá 22 mánuði, sem Hider/ Stalin-samningurinn og framhalds- samningar hans voru í gildi, sýna svo að ekki verður um villzt, hvor aðilinn var duglegri í afhending- um. Tölurnar yfir magn það, sem sowjetmenn urðu að afhenda af matvælum og bráðnauðsynlegum hernaðarhráefnum, sindra bókstaf- lega af fegurð og yndisþokka. En það er annars efni í alveg sérstaka grein. FYRIRMYND Hitler/Stalin-samningurinn var eini meiriháttar samningurinn, stjórnmálalegs og hernaðarlegs eðl- is, sem Hitlersstjórnin gerði við kommúnista. Af hennar hálfu var honum aldrei ætlað að gilda stund- Lnni lengur heldur en hún taldi sér henta, enda rauf hún hann með eftirminnilegum hætti hinn 22. 14141. þegax; Uitler taldi sér óhætt að hefjast handa um að fram- kvæma það áhugamál sitt, sem honum hafði verið einna kærast, allt frá því, að hann fór að hugsa um stjórnmál: Útþurrkun kommúnismans. Lýðræðisríkin hindruðu, að sú hugsjón rættist — með þeim ár- angri, sem heimurinn stynur und- an nú. Lýðræðissinnar gerðu tugi samn- inga við kommúnista, sem öllum var ætlað að standa um langa fram- tíð, og áttu að tryggja öllum ævar- andi paradís á jörð. Þeir eru allt- af reiðubúnir að stofna til bræðra- lags við kommúnismann, hvar sem er, hvenær sem er, og hvernig sem á stendur, alveg eins og þeir hafi ekki hugmynd um, að allir samn- ingar við kommúnista eru tilgangs- lausir, nema því aðeins að þeim, þ.e. kommúnistum, sé haldið und- ir óbilandi fargi óttans. Að lokum get ég ekki stillt mig um að minna á dálítið grátbrosleg- an eftirleik Hider/Stalin-samnings- ins. Lýðræðissinnar hafa haldið og halda því ennþá fram, að hann hafi orðið bein orsök Heimsstyrjaldar II — en þeir létu sig samt sem áður hafa það, án þess að blikna, að dæma v. Ribbentrop til dauða og taka af lífi samkvæmt boði Chur- chilI/Roosevelts-dómstólsins síns í Niirnberg 1946, fyrir það m.a. að hafa rofið þennan sama samning! M.ö.o.: Að mati lýðræðisins er það dauðasök að rjúfa samninga, sem koma af stað heimsstyrjöldum! JÞ.Á. „Sannanirnar" urðu þess vegna að berast .Stalín fyrir ,gmilljgöng» ■Júní

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.