Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 3
Mánudagur 13. október 1969 Manudagsblaðið 3 LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR. Tobacco Road Höf.: Jack Kirkland — Leikstj.: Gísli Halldórsson Batnar mjög á fjölum Iðnós Skáldsaga Erskine Caldwells, Tobacco Road, vakti mikla athygli þegar hún fyrst sá dagsins ljós. Ekki var það þó frenuir skáldskap- urinn einn heldur en hitt, að hún þótti „djörf", hispurslaus og klúr, en víða all-fyndin. Efnið fjallar um leiguliða, næstum hið svokallaða „white trash" Suðurríkjanna og ger ist í Georgiu-fylki, en gæti reyndar gerzt nær hvar sem er í svokölluðu Deep South, byggist á lifnaðarhátt- um ræksnisfólks, siðlítils lýðs, sem er í senn fávís og frumstæður, vart ofar negrum Suðurrikjanna, eins og þeir þá gerðust. Höf. kynntist lifn- Gísli, Halldórsson aðárháttum þessa fólks, kom vel auga á vanþróun þess, örbirgð, með fædda leti og nær plebískt stolt. Þetta fólk var einskonar eftir- stríðshreytur stríðsáranna (svokall- aðs þrælastríðs), en svo ferlega gengu norðanmenn frá Suðurríkjun um, búgörðum og lifnaðarháttum Suðurríkjanna, að nálega hver bú- garður var brenndur, þorp í rúst- um, algjör ringulreið alls þjóðfé- lagslegs skipulags. Gamlar ættir af- máðust, plantations lögðust í eyði. Norðanmenn tóku flest, ef ekki öll völd í sínar hendur og ruddu á brott allri menningu syðra. Upp úr aldamótunum 1900 tók að vísu að rétta við, en leiguliðar, smábænda- rusl, ómenntað og fákænt lifði eft- ir, störfuðú í bómullarrækt og ein- hverskonar jarðyrkju, löptu dauðann úr skel. í ýmsum fylkjum, Georgíu, Mississippi, Alabama, Louisana o. fl. ríkjum syðra ríkti þessi örbirgð nær óbreytt allt framundir árið 1940. Einstaklingar efnuðust, milli stéttin hafði það dágott, en hvíta ruslið og negrarnir þroskuðust ekki. Það var því- ekki ófrjór jarðvegur fyrir útsjónarsamt og andríkt skáld að vinna úr þessu, sem auk þessara kosta, hafði að auki ágæta og oft bitra kímnigáfu. Caldwell notaði sér þekkingu sína, bæði í Tobacco Road og í God’s Little Acre, sem bæði hlutu miklar vinsældir og milljónir lesenda. Upp úr þessari skáldsögu samdi Jack Kirkland verkið, sem frumsýnt var í Iðnó s.l. miðvikudagskvöld. Þegar Tobacco Road var frum- sýnt vestra voru pempíubókmennt- ir í leikritun enn alls ráðandi. Nauðganir og blákaldur sannleikur og samtöl um kynferðismál þóttu goðgá enda áttu slík verk, á sviði og í myndum, erfitt uppdráttar vegna Hayes-nefndarinnar, sem ritskoðaði nær allar bókmenntir og leikrit, myndir og jafnvel útvarps- efni. Ekki þótti almenningi betri meðmæli með tvíræðri bók, en að hún væri bönnuð í Boston, aðal- vígstöðvum hreinlífis og tepruskap- ar. Mörgum mun þykja, 'að leikrit Kirldands, samið eftir bókinni, sé mun varfærnara en bókin sjálf, og hafa þeir nálega allt til síns máls. Hitt ber og að líta á, að leikritið sjálft var, á sínum tíma, djart og hreinskilið, beinskeytt og dró svað- menni Suðurríkjanna enn dýpra í svaðið. Leikritið vakti miklar deilur mili siðamanna og „ósiðsamlegra" og var vegið í ýmsar áttir. En bók- menntir í líku og enn „djarfara" formi náðu vinsældum, urðu yfir- sterkari og þegar líða tók á stríðs- árin, þótti Tobacco Road ekki leng- ur djarft, heldur ba^ii djarft og snjallt. í dag er þetta ekki annað en siðsamlegt leikrit, heldur aftut- haldslegt, jafnvel pempíulegt, ef borið er saman við bókmenntirnar í dag. Sýning Leikfélags Reykjavíkur er ósköp samvizkusamleg og oft vel unnin. Reynar er erfitt að í- mynda sér hvaða erindi hún á hing- að nú á dögum, því vissulega er hún ekki neitt sérstakt snilldarverk og auk þess er efni hennar og allt „andrúmsloft" ákaflega staðbundið, ekki aðeins þessir dagar úr lífi Lester-fjölskyldunnar, ef fjölskyldu á að kalla, heldur og talshættir, staðbundin orðaskipti, afstaða fólks ins til lífsins, hugsun þess, stolt og lífsvenjur allar. Fátæktin gerir menn og konur að aumingjum, og úr því dregur höfundur ekki. Ljósu punktarnir sem brugðið er upp, af- sanna tilveru sína nær samstundis og þeir kvikna. Örlög Pearl verða sem hinna systkinanna, þau gravit- era til stórborgarinnar Augusta, sú ljóta, Ella Maja, gengur ekki út, en þrumandi andstæðurnar Lester- hjónin „bliva", frúin deyr, bóndinn eiginlega leysist upp og verður að gufu. Sérstök kaldranaleg heit skína yfir öllum gerðum, öllum viðbrögð- um fólksins, þessa hamingjulausa, kröfulausa, óþroskaða lýðs. Lögmál auðsins sigrar. Það er vissulega erfitt að koma þessu leikriti á svið hér á íslandi. Aðstæður eru.gjörólíkar, fjarri öliu ímyndunarafli hins almenna áhorf- anda. Þýðing orðaskipta verður erfið, oft yfirborðsleg, en þýðanda, Jökli Jakobssyni, tekst þ.ó oft mæta- vel upp, þótt stundum ráði hann ekki við ofureflið. „Southern drawl" verður ekki þýtt, þessi suð- urríkjahreimur er einstakt fyrir- brigði, ekki svo mjög málízkan ein sömul, heldur seimurinn, sem þetta fólk dregur í tali. Gerir leikstjóri, sem betur fer, enga tilraun til að koma því fram í tali leikenda sjálfra en byggir meira á því hrjúfa og kaldranalega, sem einnig missir nokkuð marks, því „stóru" og „illu" orðin eru mun mýkri í munni „inn- fæddra" í Suðurríkjunum, en orða- bókarmeiningar gefa til kynna. En það sem uppsetningin fer mest á mis við er „andrúmsloftið". Það er eitt hið sérstæðasta við þetta verk. Gísla leikstjóra Hall- dórssyni tekst ekki nema að litlu Ieyti að ná hinu rétta andrúmslofti og furðar það engan sem kunnur er málum. Má jafnvel fullyrða, að venjulegur leikhúsgestur sakni þess ekki, sem ekki er heldur að furða, því hann einfaldlega þekkir það ekki. í stuttu máli, við sjáum dá- gott og oft mjög skemmtilegt og nýstárlegt verk á sviðinu, oft lip- urlega og jafnvel vel leikið, þótt ýmsir hnökrar væru á. Gísli Halldórsson er ekki aðeins leikstjóri, heldur leikur hann veiga- mesta hlutverkið. Þetta er erfitt verk, en Gísli sleppur furðanlega frá því. Þakka má tvennu. Hann gerir sér ljósa möguleikana og reyn ir ekki að skapa þann anda, sem hann hreinlega þekkir ekki. Sýnir það að vanþekking getur líka haft sínar góðu hliðar. Leikstjóri, sem gjörþekkti anda verksins, hefði ver ið vestra, séð uppfærzlu þar, og reyndi síðan að endurskapa það hér heima, myndi bíta í þann bita, sem hann ekki fengi kyngt. Gísli tók þarna beztu lausnina, leikstýrði því eins og venjulegu, lipru verki, án alls tildurs og sérlegra aðstæðna, sem nauðsynlegar eru þegar stykkið er leikið í heimalandinu. Umgerðin er að vísu nær sanni, tréverk, bún- Framhald á 6. síðu. *** & jurta tíJ jurta »‘1 IXMT3KI. í jurta HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.