Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 3
Mánuclagur 20. október 196ð Manuda gsblaði ð 3 Er samhengi milli skap- gerðar manna og smekks þeirra á kvenfólki? □ Karlmenn, sem elska konur með stór brjóst eru fyndnir og finnst skemmtilegast að lesa íþróttafréttirnar í blöðunum. Karlmenn sem dást að litlum brjóstum eru guðhræddir og hættir til þunglyndiskasta. Þetta er niðurstaða þriggja sál- fræðinga við háskólann í Illinois í Bandaríkjunum, Jerry S. Wigg- ins, Nancy Wiggins og Judith Cohen Conger, sem vinna að rann- sóknum á því, hvaða skyldleiki sé milli persónuleika manns og dálæt- is hans á vissum líkamskostum kvenna. Rannsóknin snerist fyrst og fremst um „aðaltákn kvenlegrar lík- amsfegurðar": brjósti, fótleggi og sitjanda. Voru prófaðir 95 sálfræði- stúdentar á fyrsta námsári. Hverjum hinna ungu háskóla- borgara voru sýndar á kvikmynda- tjaldi í tólf sekúndur útlínur nak- inna kvenna og merktu þeir við á eyðublöð, hvað þeim þótti girni- legt. Auk þess gáfu þeir vissar upp- lýsingar um eigin persónu: fjöl- skylduástæður, trúarbrögð, stöðu- takmark, lestrar-, drykkju- og reyk- ingavenjur. Niðurstaða könnunarinnar vakti nokkra furðu. Komust sálfræðing- arnir að því, að þeir stúdentar sem höfðu sama smekk á þeim líkams- hlutum, sem aðallega var fjallað um, áttu' éinnig margt sameiginlegt hvað snerti skapgerð og þjóðfélags- stöðu. í smáatriðum kom t.d. í Ijós að: * Karlmenn sem dálæti hafa á stórum brjóstum eru fyndnir, hafa áhuga á íþróttum og eru oftast eða vilja vera piparsveinar. * Karlmenn sem fremur kjósa lítil brjóst eru kirkjuræknir, hafa ekk- ert á móti yfirvöldunum og koma oftast frá efnuðum fjölskyldum. * Karlmenn sem hrifnastir eru af löngum fótleggjum eru bindindis- eða miklir hófdrykkjumenn, hata slagsmál og þykir mun vænna um móður sína en föður. * Karlmenn sem hrífast af stutt- fættum konum eru hjálpfúsir og reykja mikið. * Karlmenn sem fyrst og fremst hrífast af umfangsmiklum mjöðm- um og sitjanda eru óöruggir og leita galla hjá sjálfum sér. * Aðdáendur smávaxinna sitjanda eru iðnir og ánægðir með sjálfa sig. Þrátt fyrir þessa merkilegu flokk- un líta sálfræðingarnir enn ekki svo á, að rannsóknin sé nógu vís- indalega sönnuð til að þeir geti sett fram regluna: „Segðu mér hvað þú elskar á kvenmanni, og ég skal segja þér hver þú ert". Þeir tóku fram með allri varúð, að til slíkrar niðurstöðu hefði rannsókn- in ekki verið nógu víðtæk og viða- mikil, en lofuðu hinsvegar: „Við höldum könnuninni áfram þar til okkur hefur tekizt að leysa gátuna um sambandið milIL líkamsgirndar og skapgerðareinkenna mannsins". PRES Framhald af 8. síðu. „Ritdóviarar (þar með leikdómarar) eru flestir að einhverju dútli á dag- inn en scekja leiksýningar á síð- kvöldi, þeir hlaupa þreyttir á hunda va'ði yfir bókina eða horfa syfjaðir hálfluktum augum á leiksýningu. Þeir verða síðan að þrífa pennann, þegar þeir koma heim og skrifa í skyndi eins og eina síðu í blað sitt um hughrif sín í svefnrofunum". Nú vita allir, að gagnrýni um leiksýningar er birt frá tevim til sex dögum eftir frumsýningu. A sunnudag hafði t.d. ekkert blað birt gagnrýni um föstudagsfrumsýningu Þjóðleikhússins. Sannleikurinn er, sá, að gagnrýni á íslandi birtist al- mennt miklu seinna en í nokkrtt erlendu dagblaði, sem birtir gagn- rýni. Sú staðhœfing Asgeirs: „Það þarf að taka dómsvaldið af dagblöð- unum og fasra það yfir til tímarita, eins og víðast er", sýnir að Asgeir veit ekki vel um hvað hann rceðir eða ruglar saman bókmenntaritum, viku- eða mánaðatímaritum og hlut verki þeirra. Frönsk, ensk, banda- rísk og þýzk blöð birta að morgni dóm um sýningu frumsýnda kvöld- ið áður. Þetta er staðreynd, sem jafnvel Ásgeir getur ekki hrakið. Bollaleggingar hans um verk Matthíasar eru hans eigin skoðanir, sem hann hefur fullan rétt á. Flest klassísk verk, sem hér eru S A N sýnd þekkja gagnrýnendur nauða- vel. Um verk Matthíasar, frum- smíði, er það að segja, að henni var breytt fram á síðustu stundu, en fjallaði hinsvegar um mál sem flestir þekkja. Gagnrýnendur, sum- ir, hafa starfað við gagnrýni áratugi, þekkja leikhúsið, sjá fyrr en aðnr hvar leikritunargallar liggja, þekkja leikendur og leikstjóra og geta með öruggri vissu bent strax á veika punkta og þann skUning, af mörg- um, sem leikstjóri leggur í upp- fcersluna. Þótt þeir rökstyðji ekki hverja umsögn fyrir sig, sem yrði „langt rannsóknarefni", þá eru bceði rök og reynsla að baki, þótt niður- stöður í einstökum atriðum kunni að vera misjafnar. Reyndir gagnrýn endur bíða ekki spenntir eftir þvt hvernig Flamlet endar né hver verða örlög Skuggasveins. Lang- flest verkin gjörþekkja þeir og margir hafa séð uppfcerslu þeirra á erlendri grund eða í heimalandi. Á hitt má benda. Það er eitthvað skrítið við þessa ofsavörn, sem nú er hafin fyrir þessu verki ungs höf- undar, sem sýnt hefur gott, en máske skeikað í þetta skiptið. Matt- lotas hefur ekki gott af þessum sjálf boðaliðum. Þeir minna einna helzt á litla unga, sem farið hafa viljandi hreiðurvilt í von um að mamman fceði þá líka með eigin ungum. Skartgrípir í nýjum stíl Ný tegund skartgripa ryður sér nú til rúms í París og víðar í tízkuheiminum, frumlegar leð urreimar skreyttar silfri, sem vafðar eru eða spenntar um líkamann, nakinn, eða utanyfir nærskorinn klæðnað. Uppfinn- ingin er frá Katharinu Lehn- dorff, er þegar hefur grætt ó- hemju fé á þessum nýstárlegu skartgripum sínum, sem ríka fína fólkið, ,,The Jet-Set", beggja megin Atlanzhafsins keppist um að kaupa. Frægir tízkufrömuðir hafa einnig kom- ið auga á hæfileika Katharinu og hefur t.d. konungur ítölsku tízkunnar, Valentino, gert við hana samning og ætlar að skreyta vortízku sína gripum frá henni. Katharina Lehndorff sem er 25 ára gömul, lærði gullsmíði í Berlin og Múnchen, en fluttist til Parísar fyrir fjórurh árum, þar sem góðurvinur hennar úr Jet-Set-hópnum gaf henni eitt ráð: Seldu bara nógu dýrt, þá nærðu til réttra viðskiptavina, þeirra sem peningana eiga. Svo þótt Katharina móti ,,mód- el“-gripi sína, belti, keðjur og öklabönd, í allt að 60 stykkja upplagi borga viðskiptavinir verzlana eins og hjá Carita í París eða Jil Sander í Hamborg með glöðu geði milli fimm og átta þúsund fyrir belti eða háls og brjóstkeðju. ,,Ég hugsa mér skartgripina á háum og grönnum konum og auðvitað ungum", sekir Katha- rina, — og einmitt þannig er hin fræga systir hennar greif- ynja Veruschka Lehndorff, eft- irsóttasta fyrirsæta Evrópu, sem prófar og leggur blessun sýna yfir alla skartgripi Katha- rinu áður en þeir fara á mark- að, — og kynnir þá náttúrlega, eins og sést á meðfylgjandi mynd. — Jú, alveg rétt, það er hún, sem leikur aðalfyrirsæt- una í ,,Blow Up“, sem nýlega var sýnd í Gamla Bíói. Eitt og annað Móðirin var að skammta 7 ára son sinn fyrir að hrekkja heimilisköttinn. „Hættu strax að toga í rófuna á kettinum, ótukt- in þín“, sagði hún reiðilega. „En ég er alls ekki að toga í rófuina á honum“, svaraði hnokkinn. „Ég stend bara á rófunni en það er hann, sem er að toga“. ★ „Ókey. hórusyndrnir ykkar, fialbð í fylkingu á stundinni" öskraði liðþjálfinn um leið og hann ruddist inn í hermanna- braiggann. Hver hermaður greip hjálm sinn og stökk á fætur og í röðin.a — nema einn, sem lá rólegur í rúmi sínu og las í bók. „Þú gerir mig dálítið undr- andli“. hrópaði liðþjálfinn að hermanndnum. „Og ekki undrar þessi stað- ur mig síður“, svaraði hermað- u,rinn. „Mig grunaði ekki, aí það gætu verið svon,a margj» hórusynir í einum braigga".

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.