Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 8
Aurhlifar, rúðubrot — Orion í Leikhúskjallara — Ustinov og hrossið — Stefnuljós og hjólreiðamenn — Nauðgunarkærur — Dagblöðin styrkt — Óánægja um Samvinnuna. Þá er loksins játað, sem hér hefur verið haldið fram, að aurhlífar (drullusokkar) á bifreiðum gera ekki annað en tóma bölvun á malarvegum. Þessi „stórkostlega" hugmynd hins opinbera, að skylda bifreiðaeigendur að hafa þessar hlífar á bifreiðunum, kostaði ca. 14 miljónir á sínum tíma, því skoð- un á bíla fékkst ekki án þeirra. ALDREI hafa verið geigvæn- legri steinaköst á þjóðvegum en síðan aurhlífarnar komu, og má heita daglegur viðburður á vegunum, að steinkast brjóti framrúður bifreiða. Það er eins gott, að yfirvöldin rannsaki ráð sitt áður en svona verði haldið áfram. ---------------------------★ Leikhúskjallarinn hefur nú fengið hljómsveit, sem ekki ætl- ;ar allt að æra með hávaða sínum og trumbuslætti. Núverandi hljómsveit þar, Orion, bæði velur og leikur ágætlega, „kann sig“ eins og kallað er og Sigrún Harðardóttir, söngkonan, hefur hin fegurstu hljóð og vakti mikla eftirtekt a.m.k. á síð- asta frumsýningarkvöldi. Galli er það á Sigrúnu, að hún ein- hvernveginn var ekki klædd upp á hið bezta, heldur kurfslega satt bezt að segja, og mætti temja sér líflegri sviðsfram- komu í stíl við ágæta rödd. „Kjallaranum" fer nú sífellt fram. ---------------------------★ Þetta kann að þykja úr hófi dónalegt, enda birtum við slíkt örsjaldan, þótt nú beri út af. Þegar Peter Ustinov kom hing- að datt einhverjum bráðsnjöllum íslendingum í hug að bjóða Ustinov á hestbak. Leikritaskáldið þakkaði boðið kurteislega, en bætti svo við: Gallinn við mig er sá, vinir, að ég kann betur við að horfast í augu við það, sem ég ríð“. (to look straight into the eyes of what i am ridding). Ustinov er, eins og kunnugt er, lítill hestamaður. •--------------------------★ Þótt fátt sé frjálst á islandi er þó tvennt í umferð, sem ALL- IR mega brjóta,- án afskipta umferðarlögreglunnar. Notkun stefnuljósa er algerlega undir duttlungum bílstjórans komin, enda setja flestir ekki á stefnuljósin fyrr en komið er í beygju. Hjólreiðamenn hafa einnig algert frelsi í umferðinnl'.' Ein- stefna, Ijós, gangstéttir og umferðarlög almennt er þeim al- gjörlega óviðkomandi, og lögreglan hefst ekki að þótt þessi farartæki brjóti reglur. Það er munur að hafa einhver fríð- indi. Fjaörafok út af „Fjaðrafoki" Matthíasar — Morgunblaðið og svöngu svöngu ungarnir — Gagn- rýnendur og starf þeirra — Lognar ásakanír Leikdómarar blaðanna eru senni- lega sundurleitasti hópur blaða- mannastéttarinnar af þeim, sem fást við eitt og sérstakt starf. Félag ís- lenzkra leikdómara heldur fáa fundi, kemur saman einu sinni tvisvar á ári til að útbýta kjörmið- um um hæfileika einhvers leikarans á liðnu leikári í þeim tilgangi að veita verðlaun fyrir frammistöðu hans á sviði. I hitt skiptið eða jafn- vel í sama skiptið, er kosin stjórn. Starfsemi félaganna er smá í snið- um, enda að vonum, starfið er ein- staklingsbundið, en ræðir hvorki launamál né réttindi félagsmanna í þjóðfélaginu. Árlega í sambandi við veitingu Silfurlampans, býður það leikurum að taka þátt í dálitlu hófi til heiðurs þeim, sem lampann hlýtur. Þó fórst þetta hóf fyrir í dr vegna aðstæðna. Það eiga félagar sammerkt, að þeir fárast lítt út í skrif hvers ann- ars um leikrit eða leikendur, enda væri slíkt algjörlega út í bláinn, þar sem skoðun einstaklings ræður öllu starfi þeirra. Oftar en ekki ræðast þeir lítt við á sýningum. Oll dagblöðin og Mánudagsblaðið voru stofnendur að FÍL, en fleiri blöð ekki. Oll hafa þau starfað til þessa, og starfa enn. í fyrstu tóku leikarar fremur fálega „lampaveitingunni'' en síðari árin hafa þeir, ef dæma má eigin frásagnir, talið sér nokk- urn sóma að því, að öðlast lampann, eða vera meðal þriggja þeirra, sem helzt koma tilgreina. FÍL mun eina „stéttarfélagið" sem enn hefur ekki gefið út yfirlýsingar um stjórn landsins né mótmælt ofsóknum eða bruðli í fjármálum. Hefur það talið verksvið sitt það eitt að dæma um leikhúsmál. Örsjaldan hafa leikarar svarað leikdómum, þótt það hafi þekkzt, og ekki er dæmi þess, að leikarar hafi lagt eilífa fæð á leikdómara vegna umsagnar hans um einstök verk eða vinnu. í þau skipti, sem slíkt hefur borið við, hafa leikdóm- arar ekki svarað gagnrýni þeirra enda tilgangslaust með öllu. Gildir þar nær sama regla og milli þessara stétta erlendis. Þó koma fyrir undantekningar. Mikil skrif hafa orðið um „Fjaðra- fok" Matthíasar Johannessen, skálds og ritstjóra. Morgunblaðið hefur birt all-mikið og allt jákvætt um verkið, bæði gagnrýni og ýmsar greinar almennt. Er ekki við því að segja og sízt í fyrsta skipti, sem einu leikriti hefur verið gefið meiri gaumur en öðru, hvort heldur frá blaðinu eða blöðunum sjálfum eða umsögnum frá leikhúsi því, sem sýningar hefur á verkinu. Nú hefur undarlega skipazt í lofti. Morgunblaðið hefur gert mik- ið fjaðrafok út af verki ritstjóra síns. Sjálf gagnrýni blaðsins eftir Jóhann Hjálmarsson, var því geysi- hlynt og er ekkert við því að segja, því vitað er að Jóhann mun meina þar hvert orð, hvort heldur Mattht- as væri höfundur eða einhver ann- ar. Hitt er öllu verra, að þessi ungi maður hefur í þokkabót brotið nýtt blað í skammri sögu FÍL með því að ráðast heldur ómaklega á skoð- anir einstaklinga og telja skrif þeirra og skoðanir myndast af öðru en sannri gagnrýni eingöngu. Þessi grein, þótt rituð sé í fjöllesnasta blaðið, féll í annan og verri jarðveg en gagnrýni hans. Hún er áróður fyrir einu verki, á kostnað svívirð- inga í garð kollega. Dæmir greinin sig sjálf. En s.l. sunnudag bregður Morg- unblaðið enn á leik. Ásgeir nokkur Jakobsson, sérgrein fiskimál, sezt nú í dómarasæti og ekki aðeins lof- ar verkið heldur svívirðir leikdóm- ara almennt og suma sérstaklega. Ásgeir er ekki mjög þekktur leik- húsmaður, og er það þó, sem slíkr, enginn dómur um greind hans né þekkingu á leikhúsmálum. Frjálsar skoðanir í þeim efnum eru sjálf- sagðar. En ýmislegt er þó í skrijum As- geirs, sem lýsir talsverðri vanþekk- ingu á störfum leikhúsgagnrýnenda, sem ritstjórn Mhl. hefði vel getað leiðrétt, honnm í hag. Asgeir segir: Framhald á 3. síðu. STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: ((40)) ------------------------ ★ Jæja, þá dró stúlka númer tvö nauðgunarákæru til baka. Þeirri fyrri tókst að eyðileggja eða skemma mannorð lögreglu- þjóns, en hin síðari var því stórtækari, að hún kom þýzkum 1 smásjú _ ar, tafði heilt skip, en féll frá ákæru þegar á reyndi. Er ekki tími til .'.ominn, að lögreglan hugsi sig um tvisvar áður en slíkar ákærur eru gcrðar opinb ar? K ansa, sem la_,.iast um borð í ',,r hjá sjómönnum, sem , ~ ..Idptir, er ekki þangað komin til skrafs og ráðagerða og ekki er um að sakast, þótt erlendir sjómenn leggi annan skilning í þessar „heimsóknir" en þann sem þessar „hreinu" meyjar þykjast hafa. ------------------------★ Þá hafa kratar, undir stjórn Benedikts Gröndals, afráðið að krefjast þess, arð ríkið styrki dagblöðin enn meir en gert hefur verið, en nú kaupir það 300 eintök ag hverju dagblaði og Nýju landi, frjálsri þjóð, blöðum til talsverðs ábata. Ástæðan til þess, að Gröndal fylgir málinu svo fast er algjört öng- þveiti fyrir dyrum hjá flokksblaði hans, sem skiljanlega ekki selzt, en það sem verra er, það er ekki þegið þótt gefið sé, stefnir í algjört gjaldþrot. Ástæðan er sú, að sögn náins samstarfsmanns dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, að ekki fást nokkr- ir flokksmenn til að styrkja, vilja ekki annað af flokknum þiggja en bitlinga eina saman. Þetta er heldur raunalegt allt s.aman. ------------------------★ Og talandi um blöð. Framsóknarmenn hinir sæmilegri, eru nú orðnir allandvígir stjórn Sigurðar A. Magnússonar á Sam- vinnunni. Ástæðan er sú, að SAM hefur fyllt síður blaðsins af pop-skáldahugleiðingum, kvenna-hugrenningum og komma órum, sem lítt fellur í smekk lesenda. Margar greinar góðar hafa birzt í Samvinnunni, útlitið ágætt en „rauða þráðinn" kunna leiðandi menn flokksins ekki við og nýtur hann þó enn öruggs stuðnings Þórarins Þórarinssonar, og vinstri klíku flokksins, sem við Tímann vinna. Verður þessi stuðningur SAM, að menn ætla skammsæt laug. Hetjur og hetjumyndir Að geta, að vilja, að þora — Clausewitz sagði — Kenedy, Kennedy og King — Á Corregidor — Við Cholm — Stutt- orð OKW-tilkynning — „Þeir (þ.e- Bandai-íkjamenn. Innsk. JÞÁ) álitu sig vera betri og einnig gáfaðri en allir aðrir jarðarbúar, já, þeir töldu það m.a-s. köllun sína að þvinga þá inn á „The Amcrican Way of Life“ með hótunum og refsiaðgerðum og, þegar það dugði ekki til, þá með sprengj- um og eldflaugum. En þeir voru þó sjálfir, eins og átti eftir að sýna sig, á margan hátt verri og sömuleiðis heimskari heldur en aðrir. Nú standa þeir því andspænis glöt- uninni og munu draga alla þá, sem hafa vcrið rændir hinum árþúsundagömlu og náttúrlegu vörnum sínum og hafa tckið upp bandarískar lífsvenjur, niður í svaðið með sér“. — Juan Malcr: DIE GROSSE REBELLION, STUDIENREISE DURCH EINE WELT AM AB- GRUND (Gustavo E- Heppn- er; Buenos Aires 1969), bls. 11-12. MATTUR An dýrðar. Enginn heilvita maður hefur á- stæðu til þess að efast um það ar.dartak, að Bandaríki Norður- Ameríku séu ennþá máttugasta ríki heimsins á sviði herbúnað- ar, framleiðslutækni og fjái-mála. Enginn hefir heldur hina mininstu ástæðu til þess að ve- fengja réttmæti þeirrar einkun- ar, sem Winston Churchill gaf sjálfum sér og lýðræðis'legum samherjum sínum, þegar hann lét svo um mælt að Heimsstyrj- öld II lokinni, „að það er ein- göngu kjarnorkuvopnum Banda- ríkjanna að þakka, að Rússar hafa ckki lagt alla Evrópu undir sig“. W-C. Stalins, þetta sennilegasta banamein vestrænnar menningar m.tfll., átti sem kunnugt er í löng- um og miklum brösum við sann- leikann, en í þessu tilviki stað- festi ’hann þó eigi að síður, senni- lega óviljandi, sannleiksgildi hins fornkveðna, að „oft ratast kjöft- ugum satt á munn“. En enda þótt hernaðar-, fram- leiðslu- og fjármálalegir yfirburð- ir Bandaríkjanna verði ekki dregn ir í efa, þá er ekki þar með sagt, að öryggi þeirra, tfiorysta og yfir- ráð séu óhagganleg í nútíð og næstu framtíð, eða að þeir, er hafa falið þeim forsjá sína, geti mókað framvegis sem hingað til, og dreymt litskrúðuga drauma um bitling, bíl tig bar. Því fer víðsfjarri. Mátturinn eða getan er vitanlega ákaflega mi'kils virði, en samt sem áður hvergi nærri einhlítt. Til þess að gcra, fram- kvæma, m.ö-o. til þess að istyrkja, efla eða auka völd sín og auð — en það er ásköpuð náttúrueigind alls, sem lífinu kært og á tilveru- rétt — þarf tvennt annað að koma til, þ.e. að vilja og að þora. Án vilja og dinfsku verður getan ein sér gagnislaus- Ábyrg ríkisstjórn verður þess vegna ávallt að vera reiðubúin að mæta utanaðkom- andi ásókn með viðeigamdi vald- þumga og upplausnaröfilum innan- lands með valdbeitingu, því að ríki án valds er hismið eitt. Allir, sem fylgzt hafa með valda'baráttunni í heiminum und- anfarna áratugi og em sæmi'lega færir um að draga rökréttar á- lyktanir af rás viðburðanna, hljóta að viðunkenna þá staðreynd alveg Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.