Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 5
Mánudagur 20. október 1969 Mánudagsblaðið 5 ans. Þó má raunar afsaka það ein- faldlega með þvi að sumt fólk einstaklingar, eru svona, án þess nokkurntíma að gefa nokkuö mótiv fyrir hegðan sinni eða viðbrögðum. I stuttu máli, Ustin- ov skrifar um atburð, sem gseti verið satt daemi úr lffinu, ýktur að vísu, en engu að síður sann- ur, og um fram allt séður í eink- ar skemmtilegu ljósi- Klemenz Jónssion gengur verk- lega fram í leikstjórn sinni. Hann forðast allt frá eigin brjósti, enda eru „línur skírar" og vel fram settar. Klemenz skipar vel í hlut- verk, en sú staðreynd, að leikarar bregðast, er ekki beint hans sök- Hraðinn er góður, ramminn rétbur, en oft skeikar þegar mest á reyn- ir, einkum i smærri hlutverkum. Að vísu bjargar það leikstjóra, að hinn ágæti og fyndni texti fleytir honum yfir ýmsar torfærur, til- svörin hylja klaufaskapinn, hraði og snilli vinna þar leikstjóra í hag. Það er ánægjulegt að sjá Ævar Kvaran fá nokkra uppreisn í leik- húsinu. Ævar hefur ekki verið tiltakanlega afrekasamur á svið- inu undanfarin ár, a m.k- ekki frá hinu listræna sviði séð- Bæði hlutverk og leikur hafa verið miðlungsverk, leikarinn aldrei náð yfir strik meðalmennskunn- ar. Nú bregður hinsvegar svo við, að Ævar „slær sér verulega upp*‘ í ágætri og oft brilliant meðferð á hlutverki sínu- Túlkun hans á hershöfðingjanum er sönn, ýkju- laus, og hann forðast gamlan ó- vin, ofleikinn, að mestu- Gervið er gott, sviðsfas Ævars nær hans eigin skapgerð en venjulega. Þótt þetta kunni að hljóða heldur spanskt, þá tel ég leik Ævars nú byggjast mjög á árangursríkri hófsemi, sjaldgæfri úr þeirri átt- Guðbjörgu Þörbjarnardóttur, lafð- inni, tekst þó ekki eins vel í hlutverki sínu. Víða var leikur hennar all-hnökralaus, en í heild þá skóp hún ekki þá konu, sem óskandi væri. Hún náði lítt eða ekki því sem hlutverkið býður upp á. Þetta er hefðarfrú, tigin, brezk, stelur en felur, klaufi en þó prýdd dálítilli kvenlegri slægð, sýndarkona og hefðbundin í hátt- um. í túlkun Guðbjargar komu þessi einkenni að vísu fram, en aldrei eðlilega- Skinhelgi er þekkt geðástand, en skinhelgi aðeins vegna uppgerðarskinhelgi er ó- eðlileg, og uppgerð gengur áldrei i skóna á yfirborðsleik. Túlkun Guðbjargar var alltof kjarnalaus, leikstjórinn gaf henni aldrei neina fótfestu þannig að persónusköp- unin varð aldrei sönn- Rúrik Har- aldsson, sóknarprestur, vann hug áhorfenda með mjög skemmtileg- um og blæbrigðaríkum leik. Rúr- ik tókst að ná öllu úr þessu hlut- verki, eiginlega dómineraði hann á sviðinu er hann ræðir við vænt- anleg brúðhjón, og samleikur þeirra Ævars var hrein snilld- Rúrik er ört vaxandi í skapgerð- arleik, eiginlega of illa nýttur með tilliti til hæfileika sinna í þessum efnum- Af unga fólkinu vakti Jón Júlí- usson, Basil hlaupari, einna ó- væntasta athygli. Hann náði víða allgóðum sprettum, einnig i seinni hlutanum og leikur hans var miklu heilsteyptari en við mátti búast, þó er útlitið ólíkt ætlan höfundar upprunalega. Margrét Helga Jóhannsdótt- ir, Helga hin norska, brá upp skemmtilegri mynd af skandin- avískri stúlku. (Þær em nú nýtt- ar í leikbókmenntum, sem algjör- lega ómórölsk afikvæmi velferð- arþjóðfélagsins og götótts kyn- lífs) féll vel inn í anda hlutverks- ins og Sigrún Bjömsdóttir brá upp nýstárlegri mynd þjóðlaga- söngkonunnar með bassaröddina- Margrét Guðmundsdóttir, Judy, dóttirin, lék einkar skemmtilega léttvægt hlutverk- Sigurður Skúla- son, Robert, sonurinn, náði mjög góðum tökum á tvíþættu hlut- verki sínu sem krafðist talsverðra skapbrigða og leiktækni. Kvað talsvert að þessum umga leikara. Vandræðahlutverk höfundar, Tini, var í höndum Vals Gíslasonar og lenti þar í sömu vandræðum og hjá höfundi- Valur varð eigin- lega aldrei fugl né fiskur og ekki hjálpaði samleikur þeirra Guð- bjargar mikið upp á sakirnar. Leikarinn varð utangátta, átti eig- inlega hvergi heima, og hreinlega mistókst í höndum Vats, sem af- greiddi það einkar ldaufalega og ósennilega. Spumin.gu verksins um bilið milli kynslóðanna var ósvarað- Til- raunum föðursins um að reyna að bæta ráð bamanna, með þvi að yfirganga þau í eigin hegðun, var einnig ósvarað. Þola unglingarnir í dag að „fara alla leið eða að- eins hálfa leiðina“ í hippíalífi sínu, fbrakta venjur og lögmál hins venjulega hefðbundna Iffs. Þvi er ósvarað- Þessi fjölskyldu- leikur svarar, sem betur fer, engu slíku. Bömdn fara með illu Inn á brautir hins hefð'bundna, hinir eldri sjást í ljósi synda sinna, en hershöfðinginn vill eklki hverfa aftur ofan úr tré símu, þar sem hann finnur algjöra sálarró- Lausasættir takast, en ýmsir end- ar eru enn lausir er tjaldið fell- ur. Þar liggur líka snilli höf- undarins, honum er Ijóst, eins og fleirum, að ekkert svar er bezta svarið. Hann hefur aðeins bmgð- ið upp fyndnimni, vel unninni og oft snilldarlegri mynd, mynd, sem allir ættu að ejá sér til ánægju, ekki sízt unga fólkið, sem þarna fær óvænta skopmynd upp í hendumar. Þetta var ánægjulegt kvöld fyrir afmælisbarnið- Ég hefi fylgzt með Ævari allt frá skóla- ámnum, að fráteknum stríðsár- unum, — og gleðst yfir því hversu vel nú tókst til. Þýðing hans á verkinu var hrein snilld og kem- ur til af tvennu, sem ég hefi stundum reynt að benda á. Ævar er leikari, þekkir sviðsmálið manna bezt. Hann er enskumaður ágætur, lærður i Bretlandi og skilur til hlýtar orðtök og orða- leiki- Þetta er veigamesti þáttur í góðri þýðingu verkefnanna. — Sviðsmálið er sérstök list, óskylt daglegu talmáli, hnitmiðað og ættu menn gera sér það Ijóst. A. B. Þeir vöktu sérstaka athygli í hlutverkum sínum Ævar Kvaran og Rúrik Haraldsson. wM ■ PÉ ! 46.000 CORTINA 70 Haf ið þér ef ni á að greiða 46.000 krónum meira fyrir það sama? Af hverju að greiða meira, þegrar þér getið fengið Cortinu langt undir sannvirði? Með þvi að panta bifreiðina nú þegar njótið þér sérstakra kjara FORD verksmiðjanna (lækkun sem nemur kr. 46.000 á bíl). — Tryggið yður bifreið- ina í dag, afgreiðsla getu.r farið fram frá nóv. til apríl næstkomandi. Yerð kr. 263.000,00. Með styrktar fjaðrir og dempara, hlífðarpönnu undir vél o^g benzíntank. Verð til öryrkja kr. 190.000,00. Kynnið yður kosti Cortina: Ótrúlega stór bíll fyrir litla peninga. — Spameytinn. — Auðveld- ur í meðförum. — Hátt endursöluverð. — Hrað- virkt miðstöðvarikerfi, ’með stofuhita allt árið. ■ íf 1 SVEINN EGILSS0N H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 UMBOÐSMENN OKKAR ÚTI Á LANDI: AKRANES: BERGUR ARNBJÖRNSSON BOLUNGARVÍK: BERNÓDUS HALLDÓRSSON SIGLUFJÖRÐUR: GESTUR FANNDAL VESTM.EYJAR: $

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.