Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 20. október 1969 Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Sími ritstjórnar: 13496- — Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Geimferðir Rússa og Ameríkumanna Þegar þetta er ritað eru þrjú sovézk geimför í lofti, hring- sólandi kringum jörðina og er hér um að ræða eitt af afrek- um Rússa í geimvísindum. Þetta er ánægjuleg framför vís- indanna, og þar deila Rússar og Bandaríkjamenn millum sín hverri frægðinni og vísindaafrekinu meiri. En jafnframt þessum afrekum er svolítið gaman fyrir okkur smáu þjóðirnar, sem enga möguleika höfum til slíkra vísinda- iðkanna, að athuga vinnubrögð beggja þessara stórvelda. Annarsvegar eru Bandaríkjamenn, opinskáir, sigurreifir, glað- ir og ánægðir og dálítið stoltir er þeir segja alheimi frá af- rekum sínum. Hinsvegar eru það svo Rússarnir, þungir, þögulir eins og gröfin og láta hvorki uppi tilgang né markmið almennt með geimferðum sínum. Yfir allri þeirra áætlun ríkir djúp þögn, heimurinn verður að geta í eyður, leggja eyru við sögusagn- ir, byggja niðurstöður sínar á því, hvað hvískrað er í diplo- mata-hópum í Moskvu. Fréttamenn Rússa hafa enga hugmynd um hverju er afrekað hverju sinni, og eru neyddirtil að kyngja og birta aðeins opinberar fréttatilkynningar, sem þeim eru fengnar í hendur. Þótt pólitískar skoðanir manna í heiminum séu ærið mislitar, þá munu flestir jarðarbúar fylgja með athygli og áhuga afreksverkum þesara tveggja andstæðinga í rann- sóknum út í himingeimnum. Þetta telur hinn venjulegi hópur jarðarinnar sameiginlegan sjóð upplýsinga a.m.k. þá hlið hans, sem ekki upplýsir tæknileg eða hernaðarleg efni og/eða til- gang slíkra -rannsékna. *» -«r~* <»**«, Hér skilur milli. Annarsvegar opinská skýring á afrekum og mistökum, tilgangi og niðurstöðum, hinsvegar drungi og þögn, allt á huldu unz leiðtogum þóknast að láta einhverjar upplýsingar uppi og þá aðeins þær, sem þekkilegar eru vald- höfum. Menn hljóta að vita eða geta ímyndað sér hin mörgu vonbrigði Bandaríkjamanna í upphafi geimaldar. Fyrst tókst Rússum að senda upp „Spútnikka" sína, en Bandaríkja- mönnum mistókst hrapallega þegar þeir hröðuðu sér til að ,,ná“ Rússum í vísindunum, flug þeirra endaði heldur ánalega úti í Atlanzhafi, en sú tilraun fékk eitthvert stærsta blað Bret- lands til þess að birta fyrirsögn ársins, stuta en laggóða, sem hljóðar ,,OH, DEAR“, og gerðu hina bjartsýnu Bandaríkja menn að dálitlu athlægi. En samt sem áður hvorki bönnuðu Bandaríkjamenn blöðum sínum eða öðrum fjölmiðlunartækj- um að fylgjast sem gleggst með öllum þáttum geimferða og birta sjálfstætt af þeim atburðum allar fréttir. Nú hafa Banda- ríkjamenn farið langt fram úr Sovétmönnum I þessum efn- um, en enginn hælist um né gerir lítið úr „andstæðingnum". Hér skilur mikið á milli. Annarsvegar þröngsýni, einræði, fréttaskoðun og grafarþögn. Víst mun Rússum hafa mistek- izt. Það er aðeins mannlegt. En aðeins kommúnistar búa við þau „skilyrði"! að fyrirskipa algera þögn, nálega „black-out” frétta um mannleg mistök. Bandaríkjamenn hugsa öðruvísi, þótt almenningi sé það Ijóst, að sumar uppljóstranir blaða þeirra hafa ekki gert þjóðinni annað en bölvun og eru stöð- ug hætta fyrir öryggismál þeirra og önnur opinber leyndar- mál. Islendingar þekkja ekki þessi mál. En dæmin sýna, óvilj- andi, hver er munurinn á þjóðskipulagi frelsis og þjóðskipu- lagi algjörs einræðis og kúgunar í ekki einu heldur öllu formi. Hershöfðingi í hippía-gervi — Ævar Kvaran & Co. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: BETURMÁ EFDUCA SKAL Höf..1 Peter Ustinov. — Leikstj.: Klemenz Jónsson Ánægjuleg sýning við Hverfisgötu Ef það er nokkuð, sem hið gamansama verk Peters Ustinovs skilur eftir hjá áhorfandanum, þá er það einfaldlega það, að all- ir eru breyzkir og ekki síður eldri kynslóðin en hin yngri- Breyt- ingin er einfaldlega sú, að eldri kynslóðin kunni betur að stela og fela en hin yngri stelur og segir frá. „Halfway up the Tree“ (Bet- ur má ef duga skal) er nýjasta verk Ustinovs, sem við þek'kjum, frumsýnt 1967, farsakennd kom- edia um samband kynslóðanna. Sir og Lady Mallalieu eru komin á þann aldur, að hann er hættur hershöfðingjastörfum, er að koma heim, eftir fjögurra ára gagns- laust og vonlaust starf fyrir heimsveldið, en lafðin hefur í fjarveru hans alið upp tvö börn þeirra, Helgu og Robert, myndar- bítla eða hippía, sem farið hafa „alla leiðina“ í lifnaðarháttum slíkra ungmenna. Hann „býr með“ hún „er ófrísk“ bæði hafa þau nýtízkulegar skoðanir þ-e. frelsisskoðanir þær, sem mest ráða ríkjum í þessum hálfmyrkva heimi síðhærðra pllta og siðferð- irlausra stúlkna, sem bæði vilja breyta heiminum, losna úr viðj- um gamalla hugsana og úrelts þjóðskipunarfyrirkomulags. Gall- inn er sá, að þau hafa aðeins kjark til að fara „hálfa leiðina“- Þótt við hér heima þekkjum ekki þassa lifnaðarháttu ungu kynslóðarinnar nema af afspurn, almennar útilegur frá heimahús- um, samlífi og stóðlífi er enn óþekkt í hópum á fslandi þá þekkjum við hinsvegar mæta vel hér afbrigðilega lifnaðarhætti unglinganna, næturgölt. drykkju- skap og villidýrsóp á götum og utan vínstaðanna í Reykjavík. Þá hafa bíómyndir, fréttamyndir og önnur fjölmiðlunartæki gefið okk- ur nok'kurn smjörþef af hegðan þessa fólks þannig, að efnið í verki Ustinovs er alls ekki fram- andi. Leikrit Ustinovs er ekki um- vöndunarverk, enn síður þjóðfé- lagsádeila og sízt af öllu siðsem- ispredikun. Það er blátt áfram, fyndið, létt og einstaka sinnum getur höf. ekki setið á sér að draga fram lauslegar en sannar ályktanir um þetta nýja „frelsi" sem er jafnan afsökun og varnar- orð allra þeirra, sem sjá jákvæða þróun í þessum lifnaðarháttum, þessari áráttu æskunnar að brjóta að baki sér allar brýr og haga sér að vild. Gallinn við þessa lifn- aðarhætti er bara sá, að ungling- amir og forsprakkarnir gera sér ekki ljóst, að smáatriði eins og kostnaðurinn við að éta og lifa almennt er ennþá meginstoðin undir lögmálum lifsins, máske iítilsvirði, en þó ákaflega nauð- synleg- Sjálfur virðist Peter Ustinov nákunnugur lifnaðarháttum þessa hóps manna og kvenna, enda eru dæmin mörg og margvísleg í heimalandi hans, eiginlega vanda- mál, sem þjóð hans í heild er í vandræðum með. Okkur fslendingum ætti ekki að bregða í brún, þótt dætur okkar ógiftar láti þau orð falla, laus- lega, að þær séu óléttar. Okkur tekst f þeim efnum að sigra flestar þjóðir- Ekki skyldi heldur fslendingurinn hrökkva f kút, þótt einhver yngispilturinn sé farinn að „búa með stúlku“, hvort heldur til samfara eða bara vegna sameiginlegra andlegra áhuga- mála. Samband íslenzkra ó- kvæntra karlmanna við kvenfólk byggist venjulega aðeins og ein- ui gis á '.íkamlegum þörfum og við erum nógu miklir raunsæis- menn til að láta slíkt tiltölulega óáreitt- Almannatryggingarnar sjá um afleiðingarnar. Þótt Ustinov sé hvorki veiga- mikill þjóðfélagsfræðingur né um- bótasinni að marki. þá Ieikur listin að rita fersk og lipur leik- rit f höndum hans. Hann þekkir leikihúsið, kröfur þess, mögu- leika og takmörk, Hann fylgir þeirri reglu George Cohans, að vita og skilja, að leikrit eiga að vera stutt, einkum gamanleikir, söngleikir og farsar, allt yfir þrjá tíma verður leiðinlegt og þreyt- andi- Hann veit líka, að óþarf- ur umbóta-ismi nær aldrei til- gangi, heldur verður oftar en ekki til þess eins, að drepa slík verk. Eins og mörg leikritaskáld, en ekki nær öll, veit Ustinov vel, að lausn, sem slfk á þessum mál- um er ekki handhæg- Hann bind- ur verk sitt án þess að gera al- mennar ályktanir, en einbeitir sér aðeins að einu „vandamáli", þe. fjölskyldu hershöfðingjans og, ef svo má kalla það, einstökum við- brögðum. Hershöfðinginn kastar hefðbundnum venjum fyrir borð, án þess nokkumtíma, að reyna að tala um fyrir börnum sinum- Hann kastar sér þegar í stað, óeðlilega fljótt út i hippímennsk- una, eiginlega án nokurra skýr- inga. Höfundur kemur að vísu með skýringar „seinna" en úti- lokað er að finna nokkurt hald- bært mótiv fyrir hinni óvæntu breytingu strax í upphafi. Það eitt, að hann beitir bömin sömu vopnum er ófullnægiandi, þvi í rauninni segir höfundurinn, að í Sir Mallelieu hafi alltaf búið þessi maengerð dreymandi um það að losna úr viðjum hins hefðbundna lífs, komast í sitt tré. Börnin breytast að ytra borði, en hötf- undi tekst aldrei að sýna að þau breytist raunverulega, þótt skegg- ið hverfi, skopklæðum sé kast- að og dóttirin ólétta klæðist brúð- arskarti — sem er reyndar bragð hennar til að feðra enn einn óskilagemlinginn. Þeir, sem sjá „bitra ádeilu“ og þungan undir- tón, gera Ustinov órett til. Leik- húsmaðurinn Ustinov, er ekki annað er skopmyndameistari, sér- stakur húmoristi, hnyttinn, upp- finningasamur, meinhæðinn og oftar en ekki skemmtilega stráks- legur- Að segja þetta um nútíma- höfund á Islandi, sem reynir að fást við gamanleiki, eða skop- drætti úr þjóðfélaginu er goðgá, en hjá alvöru-leikhúsfólki, eru þetta ekki annað en sannindi- „Broddar" og „ádeilur" eru ekki sóttar né seilzt eftir, þær eru að- eins nauðsynlegar til þess að verkið hafi einhvern grundvöll eða akkeri. Það sem mestu máli skiptlr er, að hér er á ferð, ágætt og oft nær fullkomið verk þeirra leik- bókmennta, sem oft eru taldar vandasamastar, og gætu vissulega verið góð kennsla fyrir okkar leikritaskáld, sem flest, ef ekki öll, eru að kafna í „undirtóni" og alvöru, líta á sig sem hugs- uði og umbótamenn en eru hvor- ugt, þó helzt geðillir útnárar, sem eru sí og æ að reyna að ná sér niðri á einhverju ímynduðu eða sönnu óréttlæti. Efnið er léttvægt en mjög heil- steypt utan þess, að stundum skortir svokallað „mótiv“ það er eðlilega þróun atburða, þó einna helzt í skapskiptum hershöfðingj-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.