Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 20. október 1969 Hippíastelpur Framhald af 1. síðu. Algengt er, að þessir hópar leggi undir sig auð hús og verður að fjarlægja þá með valdi. Tverrn hjón, nýkomin að utan, tjáðu blaðinu heldur sorglegar sög- ur af þessum stúlkutetrum. Þau höfðu hitt tvær stöllur, sem lengi hafa dvalizt í borginni, en ekki Iék lánið við þær. Þó voru þær tiltölu- lega ánægðar, en sögðu þó, að ekki yrði allt fengið með sældinni einni saman, einkanlega hjá annari, sem var í slagtogi með blökkumanni, sem seldi hana gjarnan er illa blés, báðum til nokkurs fjár. Hitt væri verra, að þessi vinur hennar hefði þann hátt á, þegar til fagnaðar var efnt, að hann léði hana vinum sín- um frá Jamaica, svörtum fuglum, til afnota gjaldlaust, en þeir teldu það mikinn álitsauka að hafa „verið með" hvítri konu. (Þetta er algengt fyrirbrigði úr amerískum negra- literatúr, en þar rymur jafnan í hetjunni, einu sinni eða tvisvar „ah have been with a white woman" og þykir nokkur heiður af). Þessar stúlkur tvær sögðu fleiri landa sína vera í hópnum, ungar píur frá all-góðum heimilum, en sumar væru þar í íhlaupum um helgar. Fengu þær léð fé, til að fá í svanginn, en voru alls ekki á þeim buxum að koma heim. Forð ast þær íslendinga nema þegar neyðin rekur bær til að afla sér nokkurra skildinga. Það er því langt frá því að okk- ar fólk sé ekki komið í snertingu við menninguna almennt, þótt leita verði hennar til framandi landa, og víse ekki nema gott að vita.tLl þess, að stúlkugreyin séu ekki óham- ingjusöm í þessari hippía-vímu sinni. Eflaust vita fáir foreldrar um þessi „sambönd" dætra sinna, og er það vel. Alþingi og ríkisstjórn mun eflaust finna einhver ráð til að létta undir fjárþörfum þessara ungu stúlkna sem flúið hafa atvinnuleysið og fámennið hér heima en bera niður í milljónaborgunum. Gæti sendiráðið í London, ef það þá starfar ennþá komið fyrirgreiðslu ríkisins til stúlknanna ef af verður. í Kaupmannahöfn er lítt eða ekki betra ástand hjá íslenzkum stúlkum, sumum, þar í borg. Haldá þær sig mest á bar einum skammt frá Imperial hótelinu og hafa ofan af fyrir sér á „sérstæðan" hátt. Sum- ar þessara stúlkna eru í „mildum" eiturlyfjum, en þau ku gera þær öllu færari og líflegri í starfi sínu, sem leikföng einmana manna sem þangað rekast. Málið um íslenzku stúlkuna,, sem um var rætt í dag- blöðum hér í sambandi við vændi er, að sögn kunnugra, aðeins „smá- mál" samanborðið við sannleikann eins og hann gerist þar í borg með al sumra íslenzku stúlknanna. Kröfur skálda Framhald af 1. síðu. ir molskinnsbuxar og allskyns tætingslýður, sem klæðast ytra borði „listklæðutm“ og eru aðal- lega nýttir við kosningar ogönn- ur samkeppnisistörf innan rithölf- undaklíkunnar aðallega til þess þó, að sýna hvor hópurinn er meiri að vöxtum, en gæðin skipta þar engu- Sú nýlunda er þó, orðin, að bæði þessi samtök hafa nú faH- izt í faðma um kröfu á hendur því opinbera um ofangreindan styrk og sækir klíkan þetta mál all-fast bæði í blöðum og opitn- berum' fréttatækjum. Gruudvöll- ur kröfunnar er sá, að skapa rit- höfundum sæmilega afkomu til i^it^taría, á , þftssujn, .sýndar grundvelli á svo ríkið að ala hvern ódmáttinn sem klínir á sig skálda- nafni á fé og fríðindum án nokk- urs -.tillits til þess Varnings, sem alþjóð • hlý.tur i staðinn. Nú er af sú tíð, að rithöffiund- ar sáu sjálfum sér farboða vegna hæfni sinnar og án ölmusu. Nú er stefnan að „gera út“ á ríkis- sjóð og skiptir engu hvort gert er út á uppurin mið, andlega ördeyðu eða kák og pop-pjátur einstakl- inga, sem telja vinnu sér ósam- boðna, en vilja heldur baska sig í sólarljósi sannra andans manna, en hafa ekkert til þess unnið. Lesendur sjálfir eiga þar enga skoðun að haifa, listrænt og and- legt gildi gert útlægt, en pappír Pg kápa ráða þar lögum og lof- um og, auðvitað, afkomu „höf- undar“. Það eru ekki lengur soiliingar eins og t-d. Kiljan eða Tómas, Þorbergur eða Hannes. vinsæld- arhöfundar eins og Guðrún gamla frá Lundi, snjallir dirfsku-menn í nýstárlegum skáldskaparformi, sem máli skipta, heldur er nú allt ruisl tekið gilt, allt á að styrkja og allir vera með. Um gæðamat ræðir auðvitað ekki. heldur það eitt eins og framámaður kemst að orði: „að þjóðin þarfnast þessarra íslenzku listaverka“. til andlegs fóðurs, uppbyggingar og aukinnar menningar. 1 hópnum eiga heima, samkvæmt áætlun, hverskyns lýður, sem gerir sig frumlegan í tali, stælir eða stelur, lemur sam- an óskiljanlegar sögur, eða filó- sófar líkt og þeir, sem áður voru settir í hald vegna „höfuðveik- leika“. Almenningur er í senn hneyksl- aður og undrandi yfir því, að þassi hópur skuli, ofan á allt ann- að, voga sér að heimta styrki- Hið opinbera er komið í næga styrkjalflækju, þótt þetta sé látið ógert og að stofna hundrað mill- ijóna sjóð í þokkabót fyrir þessa aðila að leika sér að er ekki ann- að en ósvííin hugdetta þeirra að- ila innan rithöfundaklikunnar, sem enginn vill lesa né sjá sem er að vonum. Ríkisstjórnin á að slá þessa betlistarfsemi nú þegar niður. Það er ekki hlutverk þess, að styrkja, dómgreindarlaust hvern slöttólf, sem klínir á sig skálda- heiti, böðlast um í apaklæðum eða lætur sér vaxa hýung. Ríkis- sjóður hefur nóg á sinni könnu nú, og gæti vel vísað til þjóð- arinnar um áhuga hennar á þess- um „frumsiðum“. Til þessa hafa bókakaup hér verið óeðlileg, en þó með nokkrum hæfindum. Bf ríkið ætlar nú að sinna þessum kröfum klíkunnar er sýnt, að jalfn vel þar ætlar stjórnin, sem og víðar, að sækja sér og vona eftir einhverjum liðsauka til að bæta dvínandi vinsældir. Þessi sleikju- pólitík gæti jafnvel orðið ríkis- stjórninni hættuleg enda gerast henni nú flestir ofureflismenn, er skegghýungslýður, sem telur sig jafna ailvöruskáldum kúgar hana. Fjármálaráðherra Framhald af 1. síðu. skýring fólks að bankar þyrftu á einhvern hátt að ná inn fé sínu úr Álafossi, en á hinn bóg- inn var nálega allt „elite“ Ak- ureyrar, utan KEA, á snærum og fjárhagslega bundin SANA. ÖII þessi fyrirtæki hafa notið góðs af afskiptum Magnúsar. Álafoss hefur Seðlabankann að baki sér eyðir tugþúsundum í auglýsingar í beinni samkeppni við heiðarleg fyrirtæki. SANA- æfintýrið var hrifið brott af barmi algjörs gjaldþrots. Á þessu þingi hlýtur það að vera hlutverk ráðherrans að sýna einhverja viðleitni í þá átt, að hreinsa sig og embætti sitt og flokk af þeim bletti. seth' undiir stjórn hans hefur fallið á Sjálifstæðiaflokkiinn. Einstök dæmi um hegðan ráðherra í embætti sýna gleggra en al- mennar umræður • hvað býr að baki gjörða hans. Kau-psýslu- menn hafa verið píndir, verzl- um þróast ekki vegna óeðlilegra álaigna á verzlunarstéttinia, og frjálst framtak fleytir sér á skyndilánum, vonlaus um að geta stofnað varasjóði eða endurbætt starfsskilyrði sin á nokkurn hátt. Þjóðin er orðin langþreytt á yfirlýsingum stjórnarinnar um ba-tnandi gjaldeyrisstöðu, ímynd- að framtaik, glæsilegar vonir og au'kin lífsskilyrði. Ráðherrann æt-ti ek-ki að þurfa að fela sig bakvið forsætisráðherra. Emb- ætti hans er það sjálfstætt að úr þeirri átt ætti einhvern- tíma eitthvað jákvætt að heyr- ast, einhver rödd, sem talaði til almennings og sýndi vilj-a til breytinga og nýunga á sviði f j ármálastjóirnarinnar. Ingólfur búendabjargvættur og Jóhann stóriðjujarl, hafa látið að sér kveða í embættum sínum. en Magnús virðist einhver kettling- ur undir handarjaðri forsætisráð- herra, sem til þessa hefur þau afrek unnið, að styrkja dæmd fjTÍrtæki með öllu afli ríkis- kassans í óþökk nær allra kjós- enda flokksins. Nú er það „á-rið hans Magn- úsar“, sem í garð fer. Annað- hvort hrekkur hann eða stekkur og margir er vonlitlir. Andstæð- ingar Magnúsar, svo ekki sé tal- að um kommúnista, kætasit yfir óförum og ógöngum ráðherrans. ekki sízt vegna þess, að honum hefur tekizt að óvingasf við alla þá, sem h-ann átti upprunalega að styrkj-a og styðja. Þingið er 'nú nýkomið saman, ög þótt það~ sé heldur fátæklegt gleðiefni. þá gæti fjármálaráðherra og ætti ^að reyna að taka til 'i eigin 'tíusí.'1 axmínster ANNAÐ EKKI AXMINSTER BÝÐUR KJÖR VIÐALLRA HÆFI axminster GRENSÁSVEGI 8 - SlMI 30676 *

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.