Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 20.10.1969, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 20. október 1969 Dagbók CIANOS greifa af Spoleto. Hann heldur áfram að drasla í Króatíu og vi'll bara fá peninga, peninga og aftur pen- inga“. Örólciki í Þýzkaílandi 11. janúar: „Menn eru óróleg- Fregimar um sigra Japana á sjó halda áfram að berast En bar- dagarnir á landi í Libýu og Rúss- landi ganga ekki eins vel“. Mussolini heidur ræðu 11. desember: „Mussolini hefur Jítinn áhuga fyrir samræðum minum við Darlan. Það er ame- ríska Stríðið, sem hugur hans snýst allur um. Klukkan 14-30 tek ég á móti sendifulltrúa Banda- ríkjanna (George Wadsvorth); góður maður, næstum því feim- inn, sem ég haf ekki skipt mikið við- Hann hélt, að ég hefði beðið hann að koma til þess að tala um komu nokkurra blaðamarma, en ég lét hann víst verða fyrir von- brigðum. Hann hlustar á stríðs- yfirlýsinguna (Italía til Banda- ríkjanna) og fölnar. Hann segir: „Það er mjög sorglegt" Mussolini hélt ræðu frá svöl- unum....... Yfirleitt var honum ekki tekið með neinni hrifningu. Við megum ekki gleyma, að það var kl. 15, að fólkið var svangt og það var kaldur dagur. Um kvöldið óskaði Ribbentrop, að við, ásamt Þýzkalandi, heimt- uðum að þau lönd, sem skrifa undir þríveldasáttmálann (aðal- lega Balkanlöndin), segi Banda- ríkjunum stríð á hendur- En Spánn?“ 13- desember: „Hinar vanalegu ófarir á sjónum. Við höfum misst tvö beitiskip og tvö stór skip, sem voru hlaðin skriðdrekum, á leið- inni til Líbýu. .. Mér dettur í hug, hvort stríðið muni ekki standa lengur heldur en floti okk- ar endist Sendiherra Kúbu kom til þess að segja okkur stríð á hendur. Hann var mjög æstur og virtist mislíka, að ég komst ekki í neina geðshræringu. En eftir að ég hef verið með í ævintýrinu, eða ég mætti kannski heldur segja því óhappi, að segja Frakklandi, Stóra Bretlandi, Rússlandi og Bandaríkj unum stríð á hendur, gat þá sá góði maður virkilega haldið, að ég mundi blikna við að fá að vita að herra Battista (einræðisherra Kúbu) sé um það bil að hervæðast á landi, sjó og í lofti? Jafnvel Ecuador hefur sagt okkur stríð á hendur, en ég lét ritara minn taka á móti sendiherranum- Mussolini geðjast ekki að jólunum 14- desember: „Cavallero afsakar ófarir okkar á sjónum með ó- svífni, sem er dæmalaus. Mussolini er rólegur. 1 morgun gerði hann að gamni sínu. Hann lét það ganga út yfir jólin, jóla- gjafir og skemmtanir á öllum há- tíðisdögum yfirleitt. Hann segir, að siðurinn að gefa gjafir sé af- sökun hins ríka til þess að rétt- læta auðæfi hans í augum fátæk- linganna" 16- desember: „Dapurt í Vene- zía, tómt og þreytulegt. Tóm gistihús, tómar götur. Myrkur. Fá- tækt. Ég minnist aðeins óljóst, 14 hvemig Venezía leit út i fyrra stríði, en það var ekkert líkt þessu- 17- desember: „Mussolini lízt mjög illa á þróun málanna í Kró- atíu. En hann er samt ánægður yfir því, að Þjóðverjarnir hafa beðið okkur að taka að okkur hemaðareftiríitið í landinu. Að þeir gera það, stafar vafalaust af því, að Þjóðverjanrir verða að draga her sinn til baka, vegna þess að veturinn lítur út fyrir að verða harður í Rússlandi, og Serbía veldur þeim allt of miklum erfiðleikum. .. Okkur gengur ekki vel í Líbýu. .. Mussolini kennir Rommel urn, sem að áliti Musso- linis spillti fyrir okkur með fram- hleypni sinni“. 19- desember: „Fregnimar frá Líbýu era alltaf slæmar þrátt fyr- ir bjartsýni þá, sem kemur fram i skýrslum herráðs okkar. Niður með alla menn, sem era bjartsýn- ir a/f þrælsótta! Þeir hafa steypt okkur í glötun. Rommel segir, að hann og skriðdrekar hans geti brotizt inn í Túnis til þess að sleppa við að komast í brezkar fangabúðir“. Hættulegt ástand í Þýzkalandi 21. desember: „Bismarck segir, að Brauchitsch hafi verið vikið frá embætti. Þetta bendir á alvar- legt ástand. .. Ávarpi Göbbels og Hitlers hefur ekki verið vel tekið. Hin auðmjúka og eindregna bæn þeirra um hlý föt handa hersveit- unum á austurvígstöðvunum er í beinni mótsetningu við hinn hroka fulla tón, sem hingað til hefur verið yfir máli þeirra“. 22. des-: „Mussolini hefur enn ráðizt á jólin. Hann lætur í ljós undran sína yfir þvi, að Þjóðverj- ar skuli ekki hafa afnumið þessa hátíð enmþá, sem minnir Okkur aðeins á fæðingu eins Gyðings, sem gaf heiminum heilmikið af kenningum, sem hafa veiklandi áhrif á mennina og sem einkurn veiklaði Italíu vegna páifavaldsins, sem verkaði uppleysandi á þjóð- ina! Hann hefur bannað blöðun- um að neflna jólin — en hann þarf ekki annað en líta út um gluggann til þess að sjá fólkið, sem man eftir þeim og elskar þau“. 24. desember: „Athyglin beinist nú að Serena (flokksritara fas- istaflokksins) og því, að hainn hef- ur ekki fengið viðtal hjá Mussd- lini í tvo daga. Serena fullyrðir, að þetta sé undirróður frá Buffar- ini, sem nú hafi völdin yfir II duce og noti bæði löglegar og ó- leglegar aðferðir til þess að ná tilgangi sínum. Það sé fullvíst, að Buffarini greiði yfir hundrað þús- und lírar (rúmlega þrjátíu þúsund krónur) ti'l þessarar Petacci (vin- konu Mussolinis) með þeirri átyllu að greiða henni skaðaibætur, og hafi áhrif á hana í gegnum mann nokkurn að nafni Donado, sem mér er ekki kunnugt um í hverju era fólgin". 25. desember: „Alfieri skrifar og segir, að óslgrarnir á Austur- vígstöðvunum séu nú orðnir svo miklir, að þeir séu ekki lengur til góðs fyrir okkur. Páfinn hefur samið jólaboðskap, sem Muissolini líkar ekki, þvi af fjóram atriðum, sem nefnd era í honum, beinast öll fjögur á móti einræðisríkjunum. .. Isabella Colonna sagði mér í gær, að hún hefði talað við Maglione kardinála (ríkisritara páfans), og hann hefði sagt, að í Vatíkaninu tækju menn Rússana fram yfir nazistaná“. 27. desembcr: „1 bréfi til mín fullyrðir Cambara, að unnt væri að bjarga Trípóli og ken-nir Rom-mel um, „en han-n sé óþokki sem hershöfðingi“. 28. desember: „Indelli tilkynnir frá Tokyo, að forsætisráðherrann (Tojo) hafi með gætilegu móti gef- ið í skyn möguleika um sérfrið milli möndulveldanna og Sovét- ríkjanna- .. Ég held, að það sé ekki mögulegt". 1942 5- janúar: „Mussolini hælir ræðu minni (þann 3. janúar í Bologna), en sýnir mér blaðaúr- klippu frá Resto del Carlio, þar sem blaðið fettir fin-gur út í fas- istakveðju mína — hún var víst ekki alveg samkvæmt reglunum. Er virkilega ekkert meira áríð- andi að rífast um? Vidussoni (vararitari fasista- flokksins) hefur lagt fram ljóta áætlun út af Slóvenum. Hann vill drepa þá alla. Ég benti á, að það séu til rúmlega ein milljón Slóv- ena- „Það gerir ekkert“ svaraði hann rólega. „Við verðum að fara að eins og Ascari (ítölsku ný- lendusveitirnar i Abessíníu-stríð- inu) og uppræta þá“. Ég vona, að hann jaifni sig. 6. janúar: „Mussolini er reiður út í Þjóðverja, vegna þess að Schmidt hensihöfðingi, sem tekinn var til fanga í Bardíu (í Líbýu), sagði, að han-n hefði ekki getað haldið stöðvum sínum vegna þess, að það vora ítalir, sem hann stjómaði, og Þjóðverjarnir í Rúm- eníu hefðu tekið þá olíu, sem okkur var ætluð. Ravasio (annar vararitari fas- istafllokksins) hefu-r orð á sér fyr- ir að vera nýr Savonarola ■.. sem þrumaði á móti þeim smituðu •.. en hverjir era þeir smituðu? Ég lagði þessa spurningu fyrir hann, og hann gat ekki nefint neitt annað dæmi heldur en slátrara, sem hefur grafið upp og selt smitaðan gris“. 9. janúar: „Acquarone( hirð- meistari Viktors Emanuels) hef- ur talað við mig um hertogann ir í Þýzkalandi. •. Alfieri (ítalski sendiherrann í Berlín) skýrir frá því, að þýzkar hersveitir, sem hafa verið sendar heim frá rússn- esku vígstöðvunum, séu sendar til herteknu landanna og fái ekki að snúa aftur til Þýzkalands, vegna þess að menn óttist, að þeir muni breiða út óþægilegar frétir. 1 Vtnarborg hafa margir hermenn frekar drýgt s-jálfsmorð heldur en snúa aftur til rússnesku vígstöðv- anna“- 12. janúar: „II duce mótmælir framkomu þýzkra hermanna á Italíu, og einkum mótmælir hann framkomu liðsforingjanna, sem líta stórt á sig, era rifrildisgjarnir og drykkjurútar í tilbót. I gærkvöldi bratust tveir þeirra inn á heimili í Foggia. Húsráð- andinn var um það bil að fara að hátta. Liðsforingjamir hróp- uðu til hams: „I nótt ætlum við að taka konuna þína!“ — Þessu svaraði maðurinn: „Þið getið tek- ið allan heiminn, en ekki konuma mína — því að ég er pipar- sveinn!" Áðu-r en þeir fóra burt, bratu þeir öll hús-gögn í íbúðinni til þess að fá útrás fyrir von- brigði sín“. 15- janúar: (I Búdapest). „Hor- ty aðmíráll sagði við mig: „Þjóð- verjamir eru hraustir, en þeir eru lfka óþolandi, siðlausir þrjót- ar“. 17. janúar: „Veiði-för hjá Mes- ohegays. Það var góð veiði en ekki nærri eins góð og við höfð- um 1938. Ribbentrop var þegar búinn að skjóta flest dýrin“. 20- janúar: „Mussolini færir mér s-íðustu fréttimar . •. Frafckland: Hitler vill ekki ganga inn á skilmála Vichy- manna fyrir því að afhenda hafn- imar í Túmis okkur til notkum- ar (eins og ítölsku hernaðaryfir- völdin höfðu farið fram á). Hann hefur rétt fyrir sér. Skilyrðin era þvingandi- Rio de Janeiro: Bandaríkin heimta, að Suður-Ameríkuríkin slíti stjómmálasambandi við okk- ur. Ef þetta skyldi koma fyrir þá áljtur II duce, að við neyð- umst til að segja þeim stríð á hendur og þvinga Bandaríkin á mjög stóra svæði. „Þeir vilja hafa hvítt stríð", segir Musolini, „en þeir skulu fá rautt“. (Af 21 amerískum lýðveldum vora 19 anmað hvort í stríði eða höfðu silitið sjálf stjórnmálasam- bandi við möndulveldin, þegar ráðstefnunni í Rio de Janeiro var lokið 29. janúar 1942). Líbýa: Ástandið er alvarlegt“. 22. janúar: „Osio, sem stofnaði Banca del Lavoro, hefur verið vikið frá embætti.. • Memn vita ekki nákvæmlega um orsökina, en það virðist svo, sem hann hafi gert einihverjar óheppilegar at- hugasemdir, og sumir fullyrða, að hann hafi orðið ósáttur við bróð- ur Clöra Petaccis út af viðskipt- um. Osio hefur verið heldur of bersögull og kallað þennan mann „Lorenzino de Medici“ (einm af mestu harðstjóranum í Flórenz á endurreisnartímumum). Dulbúinn fasisti Grandi (dómsmálaráðherra og seinna sendiherra í London) gat ekki lemigur á sér setið og sagði í dag: „Ég skil ekki, hvernig ég hef getað dulbúið mig eins og faisista í tuttuigu ár saim£leytt!“ Jólaferð Gullfoss Feröizt í jólaleyíinu. - Njóliö hátiöarinnar og áramólanna um borö' i Gullfossi. - Áramótadansleikur um borö í skipinu á siglingu í Kielarskuröi. - Skoöunar- ög skemmlilcröir i hverri viökomuliöfn. 16 DAGA FERÐ - FARGJALD FRA KR.13.008,oo TIL KR. 21.393,00 Söluskattur.íæbi og þjónustugjakl innifaliö. FERÐAAÆTLUN: FRÁ REYKjAVÍK 23. des. 1969 í AMSTERDAM 27. og 28. des. f HAMBORG 29., 30. og 31. des. I KAUPMANNAHÖFN 1., 2. og 3-'jan. 1970 TIL REYKJAVIKUR 7. jan. 1970 Njótið þess að ferðast Feröizt ódýrt - Feröizl meö Gullfossi ALLAR NÁNARI UPFLySINGAR VUTIR: FERÐASKRIFSTOFA EIMSKIPS, SÍMI 21460 H.E EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS ) f.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.