Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 1. desember 1969 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Sími ritstjórnar: 13496- — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 20.00 — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Hryðjuverk og dómendur Það er tvennt athyglisvert, sem í Ijós kemur þegar upp kemst um hryðjuverk, utan, hryðjuverkanna sjálfra. Frétta- verðmæti hryðjuverka er jafnan gífurlegt, samkvæmt þeirri algildu reglu, að mannskepnan í heild hrífst jafnan á ónáttúr- legan hátt við lestur slíkra frétta og gleypir þær í sig af næsta brjálæðislegri græðgi. Gildir þetta jafnan um allar teg- undir hryðju- og illverka. Hitt er svo jafn athyglisvert að skoða: hverjir hneykslast yfir hryðjuverkinu, fyllast vandlæt- ingu og dæma harðast. Það er og sálfræðileg staðreynd, að þar eru að verki aðallega þeir, sem sjálfir eru sekastir og, auðvitað, andstæðingar hryðjuverkamanna, pólitískir eða á annan hátt. Svo hörmuleg sem hryðjuverk eru og svo sjálfsagt sem það er, að refsa þeim, sem þau vinna, þá er jafnan nauðsyn- legt að gera sér einhverja grein fyrir vandlætingu þeirra, sem mest ræða þau og fordæma. í þessu tilliti er alveg óhætt að útiloka kommúnista. Þeir hafa og geta enn unnið margfalt meiri og voðalegri hryðjuverk en Ameríkumenn þeir, sem unn- ið hafa illvirkin í Viet Nam, sem nú ber hæst í fréttum. Fjöldagrafir þær, sem fundizt hafa, og hroðamorð unnin af sveitum Viet Cong, birtust á forsiðum vestrænna blaða, mest í lýsingaformi, en tiltölulega hitalaust. Þó voru líkin ýmist bundin, jörðuð kvik, hálshöggvin og misþyrmt á ýmsan hátt hroðalega. Ástæðan til þess, að undirtektir voru tiltölulega meinlausar eru þær, að það þykja engin tíðindi þótt komm- únistar fremji voðaverk, hversu villimannleg sem þau kunna að sannast, auk þess, sem styrjaldir og innanlandsátök þykja jafnan vettvangur slíkra ódæðisverka. Hitt telst öllu tíðindameira er vestrænir menn fremja óaf- sakanleg hryðjuverk og þá ekki sízt ef vegendur eða morð- ingjarnir eru bandarískir. Þá þykir fyrst kasta tólfunum og sjálfsagt að ráðast á þann aðila með öllum tiltækilegum vopn- um ákæru, umvöndunar og biturleika í garð hins seka. Mest hafa fram gengið í þessum málum Bretar. Að undantekn- um einum stjórnmálamanni, hefur brezka pressan og hávaða- samur almenningur þar í landi látið óspart í Ijós viðbjóð sinn á verknaði þessum. Um Svía er ekki að ræða, þeir blessuðu Hitler unz hann var sigraður. Bretar hafa sérstaka ástæðu til að gleðjast yfir óförum Bandaríkjamanna, enda ástæður margar og „gildar". Heims- veldið er hrunið, hryðjuverk þeirra í loftárásum gleymd, þjóð- in örmagna og veldislaus, einskonar próventukarl Bandaríkj- anna, fyrrverandi nýlenduþræla sinna. Bretar fá nú að „fylgj- ast með“ á stórveldaráðstefnum, undir vernd Bandaríkja- manna, líkt og uppáhaldsviðhald stórkónga, sem hætt er að nota, en fær laun fyrir fyrri fegurð og ágæti í bólinu. Vitan- lega er þeim Ijós niðurlægingin, bitrir og nota öll tækifæri til að kasta óþrifum í þá, sem bjargast. Reiðarslögin komu þegar jafnvel Frakkar, önnur próventukerlingin frá, útilokaði þá frá öllu samstarfi í Evrópu og nær drekkti öllum vonum þeirra um sjálfstætt líf. Nú hafa þeir ekki ofurmennið og symbólið Churchill til að fela sig bak við og nú er enginn Tedder mar- skálkurtil að benda á Churchill sem aðalhvatamann botnlausra hryðjuverka í loftárásum — né heldur Churchill til að reyna að bera þau af sér. Rússar segja hinsvegar fátt, láta leppa sína um alla; vand- lætingu og treysta frjálsri pressu hins vestræna heims til þess að vinna skítverkin fyrir sig. Svo glotta þeir úr koluskugga en verandi margfaldlega samsekir, sjá þeir enga nauðsyn að fyllast opinberri vandlætingu. Allt er þetta ofur skiljanlegf. Fávís bandarískur hermaður, sem tók þátt í morðum þessum, og missti fótinn þegar hann steig á jarðsprengju, ákallar Guð — í íslenzka sjónvarpinu — og telur hann hafa refsað sér Framhald á 2. síðu í HREINSKILNI SAGT - KAKALI skrifar: „Menntun er máttur“ — Fjarstæðukennd kenning og ó- raunhæft slagorð — Þjóðin og menntamálin — Tækifæri stjórnmálamanna — Til hvers er eytt? — Efni og stað- reyndir — Kröfur skólaæskunnar — Skyldur hins opin- bera. Conservative skrifar: Það er sannreynt, að eitt af óheilbrigðustu einkennum vel- ferðarþjóðfélagsins er ímynd- uð framför byggð á slagorðum- Eitt af vinsælli slagorðum í íslenzku þjóðfélagi er „mennt- un er máttur'- Slkólabörn, jafinframt nemendum í æðri skólum, hafa siðari árin tekið að sér þetta slagorð í svo- kölluðum „réttindamálum“ sínum, sem flest hafa lotið að því að rífa kjaft við skóla- yfirvöld, gera reisur á fund menntamálaráðherra t»g krefj ast ýmissa hlunninda fyrir það, að ríkið kostar þá mest megni's frítt í skóla og deikrar við þessi afsprengi þjóðfélags- ins í dag eins og þau hefðu eimhverja sérstöðu meðal vor, væru veikbyggð blóm, sem liggja ættu i sérstöku sólar- Ijósi eða hvíla í bómull- Árangurinn er einfaldlega ®á, að hér er vaxin úr grasi löt framkvæmdalaus og al- gjörlega ábyrgðarsnauð æska, sem fyllir skóla landsins og telur sig einskonar yfirstétt hafandi litla eða enga ábyrgð gagnvart skólayfirvöldum og enn minni gagnvart náminu sjálfu- 1 sannleika má fullyrða, að slagorð þetta varðandi mennt- un og mátt á sér ósköp tak- markaða eða nokkra stoð í rauminni. Menntun, sem slík, þ. e- almenn skólaganga veitir lítinn rnátt, en, er bezt gegnir, smávægilegan stuðning. Hinsvegar elur menntun, hin almenna tegumd hennar, upp skólalýð, sem telur þjóðfélag- ið sér stórlega slkuldbundið, hvetur fremur til „mennt- aðrar“ ómennsku en kari- mennsbu og eðlilegrar fram- gimi í lífi hvers einstaklings- Hér er auðvitað ekki átt við sémám, sem bæði er nauðsyn legt og þarflegt- Hér er aðeins rætt um hina svokölluðu al- mennu menntun, mennitun án fyrirheits, titlatogs t»g húfu- menningar, einskonar gull- stimpils, sem setja á þetta fólk 1 sérflokk, óháðan öllu hinu raunvemlega, sem byggir upp hina margvíslegu þætti þjóð- félags- Nú er vart til í landinu sá fjórðungur eða jafnvel hérað, sem ekki krefst menntaskóla. sem útskrifa á stúdenta, menntastétt, sem veitir máske almenna en oftar en ekki þarf- litla menntun, nasasjón af ýmsum greinum almennrar þekkingar, en er í sjálifu sér gagnslaus með öllu, sem sér- stætt veganesti í daglegri lífs- baráttU' Almenn vesæld nú- tímakynslóðarinnar, sem elur upp böm, en fór sjálf á mis við svokallað stúdentspróf, býr enn að ,,menntunarleysi ‘‘ sjálfrar sín og hyggur fátt nauðsynlegra en að ..blessuð bömin“ njóti nú þess, sem hún fékk ekki að njóta f harð- neskjulegu þjóðfélagi, eins og það var kallað fyrir tveim eða þrem áratugum. Æskan hefur tekið þessari velvild þeirra eldri á þann hátt, sem landsmönnum er bezt kunnugt, þ- e. talið slg undanþegna öllum skyldum þegnanna, almenna vinnu ó- samboðna, en krefst þess, að sín bíði áfjáð þjóðfélag tilbú- ið að veita henni embætti og sýslanir, en þó minnug þess, að koma hvergi nærri venju- legu og verðskulduðu stiiti hins venjulega borgaira. Náms- kröfum er breytt að hentisemi og óskum hennar, kennarar flýja sannfæringu sína. skóla- yfirvöld berast með „nýjum“ straumum og sinna þessum „vorboða1- menntunarmála af hræðslu við að verða gamal- dags og „á eftir“ í nútímalífi. ★ Þessi ,.nýi andi‘- hefur sízt farið á mis við þingmenn okk- ar, sem þama hafa fundið ný svið og kærkominð tækifæri f þjóðmálabaráttunni. Gildir þar einu máli hver í hlut á, sveita- maður, sem slæðst hefur á þing eða þaulvanur stjómmála maður, sem hræðist aðkast „al- þýðunnar“ og spott og reiði skólafólksins. Engar gjörðir alþingis í þessum málum eru miðaðar við íslenzkar aðstæð- ur og íslenzk efni. Þær eru fengnar frá Svíum aðalllega, velferðarríki, sem komið er f vandræði, en lifir og efnast af einstæðum auðævum jarðar, hárri iðnþróun og aldagöml- um verðmœtum, 200 ára hlut- leysi og gróða í átökum Evr- ópuþjóðanna og heimsins í heild. Ekkert tillit er heldur tekið til landsstærðar, fómenn- is, féleysis eða heilbrigðrar uppbyggingar þjóðar, sem enn er í flestu á frumstigi iðnþró- unar, utanveltu við nýtingu hráefna sinna og býr auk þess enn við mjög takmarkaða möguledka að nýta öll þau tækifæri, sem aðalatvinnu- greinar þjóðfélagsins byggja á- Öskipulögð og blind mennt- unarstefna, óraunsæ og yfir- bPrðskennd ræður algjörlega ríkjum, sligar yfirbyggingu þjóðfélags, sem þegar er kom- ið í vandræði vegna yfirbyggðs skrauts á kjölfestulausu fleyi. Allt riðar til falls, en við stjórn hinna ýmsu deilda í þjóðfélaginu hafa tekið og eru að taka skólalýður, nýskriðinn frá prófborði án nokkumar praktískrar þekkingar en mik- ils bókalærdóms, samitvæmt prófskírteininu- Ein þar, eins og fyrr og raunar er óumflýj- anlegt, stangast hinar „lærðu“ staðreyndir mjög á við mis- kunnarlaua lífslbaráttuna og þau óumflýjanlegu lögmál, sem „æðri menntun“ þ-e- reymlulaus bókmenntun verð- ur að fylgja- Överðskuldað sjálfstraust, óraumhæft mat, þessara unglinga, hroki þeirxa og reynsluleysi hafa kostað þjóðina milljónir á milljónir ofan, aðstæður eru miðaðzr við bðk en eldd staðreyndir, hugaróra en ekki málefnin, sem fyrir eru- Nú skal því sízt neitað að •þekking er blessun en.jþékJsr,... ing án reynslu og kunnáttu i hinum ýmsu viðfangsefnum .sem við blasa verður. ekki,.. annað en dýrt kák og tilraunir án árangurs- Glappaskot á glappaskot ofan, ábyrgðarleysi hins unga og vaxandi menntalýðs nær inn á hivert svið framkvæmda og mistökin eru „skýrð og afsökuð'- í ijósi hins nýja anda og kostum víð- sýni hins hæfileikamikla ung- lings, sem hoppar af skólabekk inn á svið framleiðslustarifa og nytjaframkvæmda. Islenzka þjóðin hefur lítil fjárhagsleg efni að halda uppi dýrri menntastétt. Hún hefur jafnvel enn minni efni á því, að láta þessa nýgræðinga stjórna né prófa sig áfram á kostnað framleiðslunnar. Sér- hæfing og reynsla verða okk- ur enn affarasælust og reynd- ar eru nú okkar brýnasta nauð syn. Almemnur menntunar- hroki og stefnan að því að gera hvern ungling að út- sprunginni rós menntagyðj- unnar er sá lúxus, sem aðeins þeir foreldrar er svo vilja verja eigum sínum og efnum hafa ráð á- Þjóðin verður ið draga í land með ívilnanir, Framh. á 2- síðu- Fish & Chips Fish & i Chips Fish & Chips Fish & Chips Kaffi, kakó, smurt brauð, Höfum fast vikufæði. ' Djúpsteiktir kjúklingar yfir 15 tegundir. SENDUM — Pantið SMÁRAKAFFI Síldarréttir Heimabakaðar kökur. í síma 34780. . LAUGAVEGI 178

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.