Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 1. desember 1969 íslandi. Hún flytur ávallt mikið af hollum fróðleik, innlendum og er- lendum, og öðru skemmtilegu lestr arefni við hæfi barna og unglinga. Fasta þætti í hvert blað skrifa nú Ingibjörg Þorbergs um tónlist, Þórunn Pálsdóttir um matreiðslu, Sigurður H. Þorsteinsson um frí- merki, Arngrímur Sigurðsson um flug, Sigurður Helgason um íþrótt- ir, Gauti Hannesson um skák, handavinnu og starfsval. María Ei- ríksdótir um málfræði, Hallgrímur Sæmundsson um esperanto og Sig- urður Garðarsson um pop-hljóm- list. Þjóðkunnar menn Margir þjóðkunnir menn hafa haft með höndum ritstjórn ÆSK- UNNAR í þessi 70 ár. Má þar til nefna, auk fyrsta ritstjórans Sig- JÚI. Jóhannessonar, Ólafíu Jó- hannsdóttur rithöfund, séra Friðrik Friðriksson, Hjálmar Sigurðsson kennara, Sigurð Jónsson bóksala, Aðalbjörn Stefánsson prentara. Margréti Jónsdótur skáldkonu, Guðjón Guðjónsson skólastjóra og Ólaf Hauk Árnason skólastjóra. síðustu 12 árin hefur Grímur Eng- ilberts annazt ritstjórnina, en fram- kvæmdastjóri er Kristján Guð- mundsson og útbreiðslustjóri Finn- bogi Júlíusson. Glaumbær Framhald af 8. síðu sætaniðurröðun og lýsing síðan fléttuð inn í þessa grind í nútíma stíl. í salnum hefur verið komið fyr- ir tækjaútbúnaði til flutnings tón- listar af hljómplötum og ér sá út- búnaður einn sá fullkomnasti sem völ er á. Með tilkóinu þéssára bréýti'ngá og fulkominna hljómflutnings- tækja skapast aðstaða fyrir hina ýmsu hópa áhugafólks um flutn- ing hverskyns tónlistar af hljóm- plötum, svo sem sígildri tónlist, jazz, blúes og popp, við fullkomn- ustu aðstöðu jafnframt því, að fyr- ir hendi er aðstaða fyrir flestar stærðir hljómsveita. Aðal verktaki við smíði og upp- setningu innréttinga var Hagsmíði sf. en umsjón og framkvæmd allra raflagna hefur Guðjón Jónsson haft á hendi. Breytingar varðandi öryggisút- búnað hússins, svo sem brunastiga og breikkun neyðarútganga, hefur Kristján Pétursson byggingameist- ari annast. Uppbyggingu og framkvæmd við hljómkerfi hefur Pétur Stein- grímsson annast. Alla hönnun á innréttingum og skreytingum ásamt yfirumsjón með framkvæmd verksins hefur teikni- stofan Staðall Hverfisgötu 106A annast. CAMEL FILTER CAMEL REGULAR rnrt/nn rr.rtt'Mn; > ftrM »• ‘ --rf-oit.. , , *■ . . AUÐVITAÐ CAMEL CAMEL CAMEL CAMEL SLÉTTSKEIFUR SKAFLASKEIFUR HÆLASKEIFUR Innpakkaðar, einn gangur í pakka, tíu gangar í kassa HEILDSÖLUBIRGÐIR verkfœri & járnvörur h.f. Skeifan 3 B — Símar 84480 og 84481 *

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.