Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.12.1969, Side 3

Mánudagsblaðið - 15.12.1969, Side 3
Mánudagur 15. desember 1969 Mántidagsbíaðíð 3 — minningar og þankabrot Jónasar Sveinssonar læknis ÞaS var mikill skaði er Jónas Sveinsson, læknir, lézt, langt um aldur fram fyrir röskum tveim ár- um. Ekki aðeins fór þar af heim- inum ágætur og vinsæll læknir, aðsópsmikill persónuleiki og mikill drengskaparmaður, heldur hitt, sem nú hefur komið í Ijós, einn af skemmtilegustu, líflegustu og lit- ríkari pennum, sem þjóðin hefur átt í þessari mætu stétt. Ævisögukaflar, minningar og þankabrot Jónasar, „Lífið er dá- samlegt", sem Helgafell gaf út í haust, hafa nú leitt í Ijós, að í Jónasi bjó, auk annarra kosta, frá- bær og lifandi frásagnargáfa í riti, traust minni, glettni og einurð, sem því miður, er næsta fágæt meðal þeirar mörgu, sem kjósa að láta eftir sig á blaði minningar um atburði, sem nú virðast fjarri en eru enn ákaflega nærri okkar kyn- slóð. Þjóðaríþróttin okkar, að rita ævi sögur, hefur náð geysilega miklum vinsældum á íslandi. Að vísu eru þær, flestar, mestmegnis sífelldar endurtekningar um baráttu kyn- slóðanna til sjós og lands, heimilis- hætti almennt, skepnuhöld, sjófang og basl og erfiðleika fátæks fólks, sem reif sig upp úr almúganum og komst annaðhvort til virðinga og mennta, metorða eða auðs eða varð undir. Raunar má segja, að allar ævisögur manna, ritaðar síðustu 100 árin, séu leiðinlega keimlíkar, endurtekningar við- bragða undir sömu eða líkum að- stæðum. Þetta er skiljanlegr, því fábreytni íslenzka þjóðlífsins um aldaraðir, allt fram á síðustu ára- tugi var einstæð, og hlaut að skapa annars ritfærum mönnum smá, og fremur ómerkilegt söguefni. Hér bregður þó öðruvísi við. í bók sinni ítrekar höfundur það, að ekki sé um ævisögu að ræða, held- ur fremur sundurlausar minningar, skyndimyndir af atburðum, sem gerðust í læknishéraði hans, kynni af mönnum ytra og hér heima, skólaárum, hugleiðingum um ýms fyrirbrigði mannlífsins, þau er hann mátti sjálfur sjá og heyra. Gjörhygli og skilningur Jónasar í eigin fagi og á hinum fjölmörgu og nær ótæmandi áhugamálum hans utan starfsins, var næstum óseðjanlegur. Hann skyldi manna bezt gagnsemi nýunga,, tækninnar og framfara, vildi að þjóðin nýtti sér alla þá möguleika, ekki aðeins læknavísindanna, heldur í öllum öðrum efnum, sem til þrifa horfðu og mögulegir voru. Hugðarefni hans voru eins mörg og þau voru óskyld, en áttu það eitt sameigin- legt að beinast að betra lífi og meiri hagsæld almennings en fyrir var. Hann eygði ótal möguleika, átti tal við forustu- og framfara- menn bæði ytra og hér heima um ýms málefni, sem snertu hagsæld og aukna velmegun. í eigin fagi írski presturinn H. J. O'Flaherty barðist ótrauður gegn ógnar- stjórn nazista. Hann hjálpaði hundruðum manna að komast undan járnhœl þeirra. Óvenju- leg bók sem vakið hefur milka athygli. STRiOS HETIfl IHEMPU KLJEDUM NETTA MUSKETT DYGGÐ UNDIR Skáldsögur Nettu Muskett hafa DÖKKUM HÁRUM farið sigurför um England og "iÉf' 'í Norðurlönd. Við erum vissir um 'Np. — að þeir lesendur sem vilja skáldsögur þar sem sögu- persónurnar eru sannar og at- PL ift| burðarásin hröð, hafa hér Pít : t ? höfund við sitt hœfi. " ■ MUN OlfTISI III f)AR EN HAMINOJAN 8EID HENNAR ALENODAR Jáck Nidiaus 6 MiiSS Þessi frábœra golfbók sem prýdd er70 litmyndum, er eftir einn snjallasta golfleikara Bandarikjanna ]ack Nicklaus. Eiginkonur; hér er óhikað komin óskabók eiginmannsins í ár. GRAGAS GRAGAS Jónas Sveinsson, lœknir var hann æ vakandi fyrir nýungum las og kynnti sér hverja framför, nýtti sjálfur það, sem hann mátti og varð vinum sínum og kunn- ingjum' óþrjótandi brunnur fróð- leiks um framfarir og dásemdir læknavísindanna. Þótt Jónas liði aldrei persónu- lega skort og vosbúð í æsku, þá varð hann óþyrmilega var við hörmungarlíf samsveitarmanna sinna, kynntist aðstæðum hinna fá- tækustu og efnuðustu þeirra tíma, enda stóð hugur hans snemma til efnahagslegs sjálfstæðis. Hann minnist skemmtilega og greinilega skólaáranna sinna, fjáröflunarstarfa skólapiltsins, sem aldrei gafst upp þótt á móti blési. Hann leiðir les- andann inn í kaldar baðstofukytr- ur, hreinlætisskortinn, hina þjóð- grónu örvæntingu og vonleysi, sem fyrir tæpri hálfri öld sat víðast á landinu í almætti sínu. Menn fá glögga innsýn í störf héraðslæknis- ins þessi árin, barátm hans og erf- iðleika, vonir og vonbrigði. Höf- undur miklast aldrei af sjálfum sér, og milli línanna má glöggt finna viðkvæmni og samúð méð samtíðarfólkinu sem varð undir í lífsbaráttuni. En bókin eða jafnvel þeir kaflar hennar sem fjalla um aðbúnað og líf manna í umdæmi hans, er ekki harmagrámr né raunatölur. Ritsnilld Jónasar, kost- urinn að sjá alltaf bjartari hliðarn- ar líka, án þess þó að þar gæti nokkurrar glaðkakkasemi eða til- gerðar, bregst ekki. Frásagnir iða af lífi og nautn þess að fá að tak- ast á við það, finna fyrir hvar veik ast er og sigrast á erfiðleikunum. Listræn sviðssetning var Jónasi ó- þörf, lífið sjálft skóp umhverfið og sjálfur þurfti hann að inna af hendi sitt hlutverk eins og aðrir. Ég ætla ekki að telja hér upp einstaka kafla í bók Jónasar. Þeir eru átján talsins og höfundur gríp- ur til þeirra úr stórum sjóði. Víst er, að Jónas ætlaði sér að rita enn meira um atburði og tilvik í lífi sínu. Hvort heldur það rit hefði orðið í hefðbundnu ævi- söguformi eða í sama formi og þessi bók skal látið ósagt. Hitt er víst, að formið sjálft hefði ekki skipt máli. Allt efni slíkrar bókar hefði ekki aðeins verið forvitnilegt og fræðandi heldur hitt, ritað í sér- lega léttum, aðgengilegum og hnit- miðuðum stíl. Það er leitt, að Jónasi van.nst ekki tími til frekari ritstarfa. A- hugamál hans voru bundin lífinu sjálfu, ekki aðeins hans eigin fræði grein, þótt þar legði hann við mesta alúð. Áhugaefnin voru ótelj- andi og áhuginn ódrepandi. Jónas var óvenju vinsæll maður, starfsmaður svo af bar. Uppi var hann hvern morgun klukkan sjö, kominn á sjúkrahúsið Sólheima til starfa, en síðan á læknastofu sína í Kirkjuhvoli. Þar var unnið all- an daginn, oft fram á kvöld og eru Framhald á 6. síðu W. G. Cotiingwood MYNDIR ÚR ÍSLANDSFÖR SUMARiÐ 1897 Ljómandi fögur bók með úr- vali mynda, eftir brezka forn- fræðinginn og listamanninn W G. Collingwod. Texti eftir Harald Hannesson. Verð með sölusk. kr. 537,50. KRISTJÁN ELDJÁRN: HUNDRAÐ ÁR í ÞJÓÐMINJASAFNI Þessi fagra og vinsæla bók sem hefur verið ófáanleg um skeið, er nú komin út í þriðju útgáfu. Verð með söluskatti kr. 688,00. JOHN GALSWORTHY: SAGA FORSYTANNA Annað bindi, I viðjum. Fyrsta bindi, Stóreigna- maðurinn, er kom út í fyrra, fæst einnig hjá forlaginu. Verð með söluskatti kr. 451,50. VILMUNDUR JÓNSSON: LÆKNINGAR OG SAGA I. II. Rit þetta er alls um 800 bls. að stærð. Það hefur að geyma tíu ritgerðir um íslenzka lækn- ingasögu. Hinn ritsnjalli höfundur fer víða á kostum í þessu mikla verki. Verð með söluskatti kr. 1.290,00. STEFAN ZWEIG: LJÓSASTIKAN Sögur i þýðingu Páls Þorleifssonar Verð með söluskatti kr. 451,50. VEGURINN OG DYGGÐIN Valdir kaflar úr einhverju frægasta riti Kin- verja, Zhuang-Zi, sem er næsta skylt Bókinni um veginn. Verð með söluskatti kr. 344,00. STEPHAN G. STEPHANSSON: BRÉF OG RITGERÐIR I—IV Þetta stórmerka safn ér nú komið á markað á ný. Verð með söluskatti kr. 1.128,75. GUÐMUNDUR FINNBOGASON: LAND OG ÞJÓÐ Rit er fjallar á Ijósan hátt um aðalþættina sambandi lands og þjóðar. Verð með söluskatti kr. 344,00. Tímaritin Andvari og Almanak Þjóðvinafélagsins 1970 eru komin út. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins JÓLABÆKURNAR 1969 W. G. COLLINGWOOD: Á SÖGUSLÓÐUM

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.