Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 02.02.1970, Qupperneq 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 2. febrúar 1970 Nýlega vax undirritaður samningur við Líftryggingafé- lagið Andvöku um hóplíftrygg- ingu á starfsfólki Kaupfélags Borgfirðinga. Felur samningur- inn í sér líftryggingu á hverj- um starfsmanni að upphæð kr. 200.000,00. Mun kaupfélagið greiða helming iðgjaldsins og starfsfólkið sjálft hinn helm- inginn. Vitað er, að fleiri kaiupfélög hafa nú ákveðið að taka svip- aða líftryggingu og Kf. Borg- firðinga og ýmsir starfs- og fé- lagahópar hafa sýnt verulegan ,ábuga. . ...... ...... .r, ;;nn í fréttatilkynningu frá And- vöku segiir svo um hóplíftrygg- ingair og fleira: Sitjandi: Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga og Andvöku og Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri í Borg- arnesi. Standandi: Björn Vilmundarson, deildarstjóri og Bjarni Þórðarson, tryggingafræðingur. Hóplíftiyggingar verða æ algengari Hóptryggingar, eru ætlaðar starfsfólki fyrirtækja, félögum í félagssamtökum eða öðrum hópi manna, sem vilja skapa fjölskyldum sínum áðurnefnt öryggi. 20 menn eða fleiri geta tryggt sig sem hóp. Trygging- airfjárhæðin verður einungis greidd við andiót manns í tryggðum hópi og þá til ekkju hins látna, barna hans eða lög- erfingja A þennan hátt fá við- komandi menn slíkt öryggi á stórum ódýrari hátt en hugsan- legt er með nokkru öðru móti. Við slíkar hóptryggingar er hægt að veita kjör. sem eru ó-®~ hugsandi, ef hver tryggir fyrir sig, enda einstaklingstrygging- ar að ýmsu leyti annars eðlis. Hóptryggingar og fyrirtæki. Erlendis hafa hóptryggingar tíðkazt í 25—30 ár. og hafa gefizt með ágætum. Er algeng- ast að hópar starfsmanna hjá einstökum fyrirtækjum taki slíkar tryggingar. og hafa fyr- irtækin þá oft aðstoðað við trygginguna á ýmsan hátt. Oft hafa fyrirtækin greitt einhvem hluta iðgjaldsins, sem venju- lega er óveruleg upphæð, en þó hefur slik umhyggja reynzt af- ar vinsæl meðal starfsfólksins og orðið til að auka samhug þess og velvild í garð atvinnu- rekandans. Auk þess er kostn- aður við slíka þátttöku í trygg- ingum víðast frádráttarbær til skatts svo sem launagrei ðslur. Hvað, ef þér fallið frá? Hver fjölskyldum.aðuir með ábyrgðartilfinningu hlýtur að hafa velt þeirri spurningu fyrir sér og gert upp við sig, hvern- ig konan og börnin færu að. ef hann félli frá. Örlög sín fær enginn umflúið og það er ekki varlegt að treysta góðri heilsu og trúa því, að ekkert geti komið fyrir. Öll þekkjum við dæmi um sorgleg örlög ekkna og barna þeirra, er menn hafa fallið frá skyndilega. Hið opinbera hefur gert margt til að létta slíkt hlutskipti. en þó nægja þær aðgerðir engan veginn. At- vinnurekendum og samstarfs- mönnum ber engin lagaleg skylda til að hlaupa undir bagga. en finnst oftast siðferði- leg skylda hvíla á sér. Þegjandi leggja menn eitthvað af mörk- um — og döprum hug er það þegið. Hóptryggingar eru svar tryggingavísindanna við þess- um vanda. Þær skapa hið nauðsynlega öryggi á sann- gjarnan ódýran og viðeigandi hátt. Hóptryggingar koma ekki í staðinr, fyrir líftryggingar ein- staklinga. Upphæðir þeirra eru alltaf lágmarkstrygging, sem hver einstaklingur ætti að hafa. Tilkynnsng Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskipta- málaráðuneytisins dags 31. des. 1969, sem birtist í 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1970 fer 1. úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutn- ingsleyfa árið 1970 fyrir þeim innflutn- ingskvótum, sem taldir eru í auglýsing- unni, fram í febr/marz 1970. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegs- banka íslands fyrir 20. febr. n.k. LANDSBANKI ÍSLANDS BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! — Útbreiddasta tízku- og handavinnublað Evrópu! Með notkun „Burda-moden" er leikur að sníða og sauma sjálfar! • ri axminster ANNADEKKI axmTnster

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.