Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.02.1970, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 23.02.1970, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 23. febrúar 1970 Biuófyrir alla Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Sími ritstjórnar: 13496- — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 20.00 — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Langt; en fremur ómerkifegt, bréf frá ritstjóranum Útrýming hunda — Bönn og meiri bönn — Viðsjál hross — Naut og fuglar — Lóan lostæti — Byssur og menn — Dálítið umhugsunarefni Ég sé, að lögreglan í Keflavík hótar nú hundum staðarins lífláti verði ekki eigendur hundanna bún- ir að koma þeim af bæjarsvæðinu eða drepa þá fyrir mánaðamót- Mun Keflavíkuryfirvaldið þar fylgja reglum, eins og Reykjavík- urlögreglan, sem staðið hefur í hundavígum árum saman. Margir Reykvíkingar blóta á Iaun og sýnir lögreglan hér góðan skilning á vin- áttu manna á hundum sínum. Limaskjálfti Ég hefi aldrei verið sérstakur hundavinur en viðurkenni fyllilega, að þessi kvikindi geta verið beztu félagar barna og fullorðinna og oft mjög gaman að þeim. Þá má og venja hundinn, sem er heldur heimskur að eðlisfari og kjarklít- ill, á allskyns góða siði, m.a. að skíta á þar til gerðum stöðum og míga ekki á gólfteppin. Þetta eru góðir kostir, sem margir Reykvík- ingar mættu Iæra af hundunum a.m.k. margir þeir sem umgangast opinber salerni, en hafa slíkan limaskjálfta, að þeir hitta ekki í skálina, svo ekki sé talað um þá, sem aldrei hitta nema í vaskinn. Ein helzta ástæða hundafénda um að útrýma beri þeim, þ. e. hundunum, úr höfuðborg- inni er sú, að ef hundum stafi óþrifnaður, þ.e. að þeir skíti á gang stéttir fótfúnum borgurum til ótelj- andi hrakfara og meiðsla. Ég hefi verið víða erlendis í stórborgum þar sem hundahald er leyft og man ég ekki í bráð eftir að hafa stigið í hundaskít eða hrasað í honum. Þessi átylla er eins fjarstæðukennd eins og að bjóða blindum í bíó. Óþrif af hundum yrðu svo lítil, að útilokað er fyrir löggjafann eða borgaryfirvöldin að banna hunda- hald á þeim forsendum Efa má stórlega að hundahaldi myndi fjölga að ráði þó leyft yrði almenn- ingi, þó einhver yrði. Hundahald er dýrt og heimilshundar í höfuð- staðnum bæði átvögl og kræsnir. Auk þess er mér kunnugt um það, að mörgum er ekkert gefið urn hunda í heimahúsum og aftaka með öllu slíkt, þótt einhverjir kunni að vilja þá innan fjölskyld- unnar. Múlar Önnur ástæðan fyrir banni hundahalds er sú, að hundar séu grimmir og bíti börn. Ég hygg, að fæstir hundar séu í eðli sínu grimm ir, nema þá sérstaklega vandir á grimmd, þó því sé ekki að neita, að til eru grimmir hundar, sem sjálfsagt er að eyða. Þó má benda á, að gera má að Iögum, að hund- ar séu ekki á almannafæri án kjaft múla, sem útiloki bit þeirra, en þá er þeirri einu hætm bægt frá, sem af þeim getur leitt. Þegar hundar hafa bitið börn, þá er það oftast, ef ekki alltaf, af því að krakk inn eða krakkarnir hafa ert þá eða strítt þeim, sparkað í þá eða lam- ið. Þeir foreldrar sem Ieyfa börn- um sínum að misþyrma hundum eða öðrum skepnum vísvitandi er það eitt mátulegt, að hundar bíti duglega í lappirnar á börnunum, auk þess að sum börn eru í eðli sínu svo andstyggileg, að það er hrein nautn, þótt skömm sé frá að segja, að vera áhorfandi hrakfara þeirra í viðskipmm við hunda, sem þau hafa áreitt KAKALI SKRIFAR Reglur og lög Þjóðin hefur fengið nægju sína af reglum og lögum, svo ekki sé nefnd öll þau bönn, heimskuleg og út í bláinn, sem virðast þjá yfir- völdin okkar á öllum sviðum. Við höfum reglur og bönn við að- gerðum manna á ýmsum aldurs- stigum, en sannleikurinn er sá, að við erum fræg að endemum fyrir það, að setja reglur og bönn, en framfylgja þeim lítt eða ekki. Má þar gjarna nefna bönn við heim- sóknum unglinga innan tvítugs á vínveitingastaði í sama mund, að vitað er, að margir veidngastaðir, sem vín selja, eru einungis rekn- ir fyrir börn innan lögaldurs og gætu alls ekki borið sig án þeirra. Hví ekki hesta * Við erum að vísu ekki enn farn- ir að banna eða löglega drepa slæga hesta eða fælna, mannýg naut eða illvíga hrúta. Álftin, þessi skað- ræðisfugl, sem þekkt er að því, utan þeirra endemisóhljóða, sem kallað er svanasöngur, að hrygg- brjóta lömb í haga, komi þau of nærri, elta jafnvel ungbörn í Hljómskálagarðinum og berja þau, I er friðuð vegna vælsins í hagyrð- ingunum okkar um fríðleik henn- ar og tign. Gæsin, einn mesti skað valdur allri nýrækt til sveita, (eyði- lagði kartöflurækt fyrir kr. 30 þús. á tveimur nóttum austur í sveitum) og búin enn hræðilegri rödd en álftin, er ekki aðeins friðuð öll vor og fram á haust, heldur orðin einn fjöl„mennasti" gestur höfuðstað- arins sem fjölgar á hverju ári. Hver skemmir? Yfir þessum skepnum hvílir ein hver heilagleiki, þótt vitað sé, að slæg og fælin hross hafi stórskað- að menn og jafnvel drepið, nautin mannýgu hnoðað margan piltinn, og fugla-kvikindin skemmt fyrir þúsundir ár hvert Allt fellur þetta undir væmnisorðið mannúð, sem þjóðin er nú farin að verða vor- kunnarverður sérfræðingur í. Framhald á 5. síðu. I HREINSKILNI SAGT Ofbeldishneygð á íslandi — Andleg hryðjuverk — Að kúga hinn þögla meirihluta — Sjónvarpshneykslið — Hlægilegt ósamræmi — Nokkrir bardagar — Kröfuþing gerfiskálda — íslenzka lundin — Að hefjast handa strax. Sg hef orðið þess var, að greoinarkornið sem birtist á þessum stað í síðustu viku hefur vakið nokkuð umtal. Grein sú var aðallega úrdráttur úr erlend- um blöðum, sem fjallað hafa um þessi vandamál og öfugþróun almennt, svo og athugasemdir höfundar. Við íslendingar erum engu síður ofurseldir þessum vanda- málum öfgahópa en önnur Iönd, þótt hér beri minna á afbeldis- verkum en t.d. í Ameríku og Evrópu, en þar hafa slík verk tröllriðið stórþjóðunum og um tíma leit ekki betur en svo út, að skólanemar í Frakklandi ætl- uðu að fella stjórn de Gaulles. Núverandi Frakklandsforseti Pompidou bjargaði þó mál- unum á elleftu stundu, en ekki fyrr en óeirðir og verkföll höfðu gjörlamað allt fjárhagslíf lands- ins. Berlínarbúum fórst þó held- ur betur þegar hálfvitlaus ung- lingur, skólanemi, setti þar allt í bál og brand, því afleiðingar látanna þar höfðu lítil sem eng- in áhrif. íslenzkir öfgahópar, komm- ar, sérvitringar, gerviskáld og almennur úrhrakslýður hefur ó- neitanlega haft áhrif hér á ýms mál, áhrif sem eru úr öllu hlut- valli við styrk þeirra og mann- fjölda. Við höfum t.d. ákaflega samheldinn hóp rithöfunda, sem teljast algerir öfgamenn. Flestir eru þetta heldur smáir og létt- vægir menn, léleg skáld, jafnvel þokkalegir hagyrðingar, en meira ekki. Kjarni þessa hóps hefur gert þær kröfur til hins opinbera, að það keypti af sér hundruð eintök andlegrar fram- leiðslu sinnar, en til þessa hefur þessari fáheyrðu vitleysu ekki verið sinnt, því stjórnin, sem aðrir, veit, að svona kröfur hafa engan hljómgrunn meðal al- mennings. Blöðin þyrluðu upp þessu ómerkilega máli og gáfu því meira pláss en góðu hófi gegndi, auglýsingu, sem þessi hópur ekki átti skilið. En dæmin um ofbeldi gegn almenningi eru þó nærtækari og vitlausari en þetta bóka- kaupamál. Allir þekkja „sjón- varpsmálið", deilurnar hvort taka ætti af íslendingum búsett- um á suð-vesturhorni landsins, réttinn til að kjósa sjálft, hvoit þeir hlustuðu á sjónvarpskríli hersins á Keflavíkurvelli. Kröf- ur öfgamanna einkenndust í þetta skipti af afbrýði nokkurra „menningarvita", sem töldu víst, að íslenzka ríkissjónvarpið hefði enga möguleika á sam- keppni við sjónvarpið syðra, af- stöðu nokkurra kararmanna, sem hættir voru að fylgjast með framförunum í heiminum og nokkurra pörupilta, utangátta- lýðs, sem þjóðin hefur ekki vilj- að viðurkenna á menningarsvið- inu. Kjarninn voru þó komtn- únistar, sem af skiljanlegum ástæðum urðu við málaleitan rússneska sendiráðsins um að útlending varnarliðsins yrði takmörkuð við „völlinn". Þessi þokkalegi hópur, sem gekk undir nafninu „60-menningarn- ir" hræddi svo menntamálaráð- herra til þess, að biðja banda- rísku herstjórnina á Keflavíkur- velli, að biðja íslenzku ríkis- stjórnina að biðja sig, að tak- marka útsendingarnar. Viðbrögð lauslegs félagsskapar, sem kall- aði sig „sjónvarpsáhugamenn" safnaði í skyndi um 15 þúsund undirskriftum, en öfgahópurinn hafði þó sitt mál fram. Þetra kalla þeir svo lýðræði og frá sjónarhóli kommúnista er þetta lýðræði, eins og það bezt þekk- ist meðal þeirra þjóða, sem búa við það dásamlega stjórnarfar. En heimskan og ósamræmið í þessum samþykktum var þáð, sem hæst bar. Við fáum óátal- ið að hlusta á bandaríska út- varpið, sem herinn rekur einnig, enda gera það fleiri hér á þétt- býlasta svæði landsins, en hlusta á það íslenzka. Það hefur ekki enn fengizt nokkur fram- bærileg skýring á því, hver munurinn er á „áróðursfréttum" útvarpsins syðra en sjónvarps- ins, því meðan bæði senda út samtímis, þá eru fréttir beggja ekki aðeins samhljóða held- ur beinlínis notað sama orðalagið. Og því neyðar- legra er allt þetta mál, að nú er fyrir löngu komið upp, að margir þeir þættir, sem öfgalýo- urinn benti á, sem siðspillandi, eru fluttir í íslenzka sjónvarp- inu meira að segja þýddir. Jafn- vel teiknimyndirnar eins og Flintstone-serían og „Bernstein- músíkþættirnir" fyrir ungt fólk, eru sýndir samtímis í Reykjavík og á Keflavíkurvelli. Þess utan sýna íslenzku kvikmyndahúsin ekki aðeins sömu eða fleiri glæpamyndir en sjónvarpið syðra kemst yfir, heldur bæta þau við einum hroðalegustu og viðbjóðslegustu klám og kyn- ferðisafbrigðamyndum, sem sjónvarpinu syðra myndi aldrei detta í hug að sýna, og yrði harðbannað ef reynt yrði. Menningarvitarnir, sem und- irskrifuðu hið fræga bannplagg: „60-menningarnir" einkum þeir eldri og kalkaðri áttu ekki sjón- varp á þeim tíma, sem þeir und- irrituðu plaggið, enda eru flest- ir þeirra dauðir eða lagstir í kör. Þeir af yngri mönnum og kon- um, sem undirrituðu plaggið, horfðu á vallarsjónvarpið að staðaldri og gera enn, ef hægt er, en þar urðu þeir að vinna fyrir hagsmunum hins föður- landsins, Rússlands. Hinn þögli meirihluti á ís- landi er skaplaus og dauða- dæmdur. Kjarkleysi og tómlæti eru aðaleinkenni hans. rag- mennska og undirlægjuháttur herfáninn. Þetta getur orðið þjóðinni hætmlegt ef við leyf- um þessu að þróast fram yfir byrjunarstigið. Ekki er það svo enn, að við þurfum að óttast of- beldisverk. Þessi mál, sem enn hafa komið upp eru ekki þess eðlis, að þau verði tilefni of- beldisverka eða hreinna glæpa. En það er skemmra í slíkar öfg- ar en sýnist í fljótu bragði. Dæmi um ofbeldishópa eru fá á síðari öldum. Þegar óðalsbænd- ur tóku sig upp frá heyvinnu, bæði af Suðurlandi og úr Borg- arfirði til að mótmæla síman- um, var ekki um ofbeldisverk að ræða, þótt svo bölvanlega tækist til, að reikul og forvitin hæna biði bana í stjórnarráðs- húsinu. Stórslagurinn við Gúttó, þegar bæjarstjórnarfúncl,urinn> var haldinn þar í tilefni af at- vinnubótakaupi, gat orðið hættu Iegur, því margir örkumluðust í þeim átökum og bera þess enn menjar. 30. marz-slagurinn gat iíka orðið hættulegur, þótt ekki hlytust manntjón af, en þar sýndu þó kommar sitt rétta and- lit, þótt hug skorti og skipu- lagðar framkvæmdir. Mótmæli krakkahvolpa í skólum og yfir- lýsingar háskólanema eru vart umtalsverð sem slík, en gefa þó auga leið að í þessa átt stefnir þróunin. En menn verða, þ.c. hinn venjulegi borgari, að spyrja sig sjálfa, hvort er verra andlegt of- beldi og kúgun, en þótt að nokkrir menn séu drepnir eða meiddir í alvarlegum átökum. Hér kemur ekki aðeins til kasta löggjafans heldur einnig Iög- reglunnar. Öll linkind við of- stopamenn verður ekki til ann- ars en að espa þá til frekari óverka, eða jafnvel illvirkja. Þessi staðreynd er orðin Banda- ríkjamönnum að dýrkeyptri stað reynd, staðreynd, sem orsakað hefur það, að það sterka og mikla ríki veit nú vart sitt rjúk- andi ráð og almenningur neitar að votta illvirki, sem það er sjá- andi að, vegna hótana um tjón lífs og lima bæði á hendur þeim sjálfum og þeirra nánustu. Til þessa hefur þó ekki kom- ið á íslandi. Mörlandinn er enn meinlaus og okkur líður öllum tiltölulega vel og allir hafa nóg að bíta og brenna. Á andlega sviðinu er útlitið þó ekki eins gæfulegt. Öfgahópar Framhald á 5. síðu. 4

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.