Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.02.1970, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 23.02.1970, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 23. febrúar 1970 Parísardiktatúrinn: Þunglamaleg, drungaleg og óþægileg tízka en ætli við beygjum okkur ekki enn? Parísartízka sumarsins 1970: Örlítið sígaunaútlit Lanvins — Courreges á grímuballi? — „óskaplega játask" stúlka Bobans í 125 þúsund króna kjól. Oj bara. Það virðist útséð um það, að von bráðar neyðist maður til að fara aftur að slaksast um í síðum pilsum með öllum þeim óþægindum sem því fylgja: festa sig í bíldyrum, sópa stigana með faldinum, þurfa einlægt að slétta og laga kjólinn þegar maður sezt og s. frv. og s. frv. svo ekki sé minnzt á þvingun eðlilegra hreyfinga, sem ekki verður sízt erfitt að aðlaga sig nú eftir frelsi pínupilsanna, eða þá kostnaðinn, — hvað skyldi þurfa mörgum sinnum meira efni í maxipilsin en bleðlana sem hafa nægt okkur undanfarin ár? En þó við kvörtum og kveinum, þá vimm við svosem að við mun- um beygja okkur fyrir duttlung- um tízkunnar eins og aðrir, og að þessu sinni voru allir tízkufrömuðir Parísarborgar — undantekningar- laust — sammála um að faldurinn skyldi færður niður. (Skyldu vefn- aðarvöruframleiðendur hafa mútað þeim?) — Hve langt niður kom þeim þó ekki alveg saman um og því enda Parísarpilsaldar sumartízk unnar 1970 ýmist undir hnénu, á kálfanum, yfir öklanum eða niðri á rist.rAð þeir endi.uppi.áí.lærurs. kemur varla fyrir og þá aðeins til að rugla eða í stríðni að því er virð- ist. Enda kvartaði tízkufréttaritari „Herald Tribune" við sýningarnar: „Eg hefði átt að hafa með mér málband en ekki skrifblokk." „Þetta var erfið framleiðsla" r burdá Freude am Schneidem stundi stjarna Dior-hússins, Marc Bohan, kinnfiskasoginn og horaðri en nokkru sinni fyrr eftir að hafa létzt um fimm kíló fyrir sýningarn- ar. Og erfiðleikarnir fólust náttúr- lega í að gjörsigra pínupilsin og ryðja þeim síðu örugga braut, — og það fljótt, því vei, vei, ef þau skyldu ekki seljast .... Bohan glæðir skinhoraðar sýn- ingarstúlkur sínar drungalega mynztruðum mjúkum þungum efn- um niður á kálfa, dökkum sokkum og flötum lakkskóm. Hárið streng- ir háfi'n' afrLír'á' hrttikfe'a'í 'áitláhnúta, sem skteyttir eru mjóum fléttum á kvöldin, og augabrúnirnar eru nærri plokkaðar af. „Stúlkurnar eiga að líta óskaplega fátæklega út" segir Bohan (Verðið á módelkjóln- um frá honum er sem næst 125 þús. kr. ísl.). Saint-Laurent ætlar dömunum enn þunglamalegar víðar buxur með síðum kápum eða síð fellinga- pils með tvíhnepptum karlmanna- jökkum. Aðeins Lanvin getur unað þeim dálítið liðskrúðugt sígauna- útlit — hálf- og alsítt. Síðdegis- blaðið „París-presse" lýsti nýju lín- unni þjóðræknislega: „Eins og Eiffel-turninn — löng, mjó að of- an, breið að neðan." Nýjustu síddirnar höfðu þegar í stað geysileg, en kannski ekki sem þægilegustu, áhrif á tízkufréttarit- arana 400, flest konur, sem komnar voru víðsvegar að til að fylgjast með sýningunum. Þær iðuðu á gull- stólum sínum og þær sem ekki voru svo heppnar að vera með maxíkápur toguðu taugaóstyrkar í pilsfaldana og reyndu að hylja hnén með töskum og slæðum. „Pínupils- ið er búið að vera" spáði fulltrúi Lundúna-„Times", sem sjálf var enn stuttklædd. „Það hverfur fljót- Iega úr stórborgunum og sést ekki nema úti á landi". Og taugaóstyrkur ríkti einnig í kaupendaskaranum sem kominn var til Parísar úr öllum áttum heims. Að vísu höfðu þeir gert sér vonir um tízku, sem gerði nauð- synlegt að endurnýja fataeignina gjörsamlega, skrifaði rit bandaríska fata- og vefnaðarvörukaupmanna. „Women’s Wear" „en skyldu tízku- kóngar Parísar samt ekki hafa geng ið of langt að þessu sinni?" Síðan í fyrri viku sveima inn- kaupastjórar stórfyrirtækjanna ruglaðir og æstir um aðalveitinga- hús sitt í París, Relais Plaza- At- hénée, þar sem hvert borð er fyrir fram pantað frá morgni til kvölds tízkuvikurnar tvær. Þeir pöntuðu strax ákafir fyrstu kálfasíðu káp- urnar og sendu skeyti með fyrirmæl um um síkkun falda yfir heimshöf- in, en þeir hika greinilega við að gera pantanir á hálfsíðum midi- kjólunum Ástæðan er einföld, seg- ir Women's Wear: „Þeir sitja enn uppi með heilmiklar birgðir mini- kjóla." Innkaupastjórarnir efast að vísu ekki um að ungu stúlkurnar verði fúsar og fijótar til að skipta úr mini yfir í midi og maxi, — en þeir óttast að mæðurnar hiki. „Þeg- ar þær eru ekki vissar hvort sigrar, sítt eða stutt, gæti svo farið að fyrst um sinn kaupi þær bara ekki neitt", barmaði innkaupastjóri New Yorkar vöruhússins „Bonvit Teller" sér. Þvf síða pilsið hefur sínar tak- markanir. Það gerir ungar konur ekki eldri en þær eldri ekki ung- legri, pilsfaldinn verður að laga og færa til mjög einstaklingsbundið fyrir hverja og eina og, eins og í Parísarfötunum, verður pilsið að vera úr mjúku og helzt þungu efni, sem mun erfiðara er að nota í fjölda framleiðslu; en eins og tízkukóng- urinn Balmain sagði: „Úr stífu efni verður midi-pilsið eins og tankur". Og sé pilsið síkkað alla leið niður í maxi er hætt við miklum óþægindum í leigubílum og rúllu- stigum. Yfirhlaðin þungum skóm, höttum og töskum skelfir nýja lín- an jafnvel upphafsmenn sína. „Eg vil ekki vera ábyrgur fyrir þeim hryllingi sem mætir mér á götun- um", lýsti Saint-Laurent yfir. Þó er það svo, að frönsku tízku- frömuðirnir fengu kjarkinn í mini morðið einmitt af götunni Því mánuðum saman hafa stúlkur í maxikápum á götum vestrænna höfuðborga sýnt þannig í verki að þær væru reiðubúnar að taka á móti síðu tízkunni, — tæpum fjór- um árum eftir að Marc Bohan hafði — að vísu árangurslaust í byrjun — fyrstur orðið til að hylja hnén og hálfa kálfana að nýju. Að þessu sinni, spaugaði Parísarblaðið „Figaro", hafa tízkufrömuðurnir beygt sig fyrir vox populi — rödd fólksins. Eftir slaginn um pilsfaldinn ligg- ur einn eftir á vígvellinum gjör- sigraður í bili a.m.k., Courréges, sem áður var mest dýrkaður allra, sá er fyrstur kom með pínupilsið. Hann bætti að vísu líka tíu senti- metrum við pilsin sín, en tízku- skrípalætin hans (nú m.a. handar- stórt plastlok á buxnarassinum) sem fyrir hálfu ári var enn fagnað með lófataki og húrrahrópum, á nú ekki lengur upp á pallborðið hjá sérfræðingunum. „Þetta er eins og á grímuballi," sagði forstöðukona „Elle" Helene Lazareff, — „hann ætti að reyna að fá sér vinnu í Ieik- húsinu." Tízkusérfræðingarnir spá síða pilsinu gengi, einkum frá og með næsta hausti. Þangað til geta hin sönnu fórnardýr þess, nefnilega karlmennirnir, notað tímann til að venja sig af glápinu á læri og fót- leggi, því að í framtíðinni munu þeir verða að láta sér nægja að gera sér mat úr velvöxnum öklum, spá þeir sem telja sig vita. Dag- viku- og mánaóargjald RAUOARARSTIG 31

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.